Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHCUDAOUR l. MAÍ'1985 Eftir tíu stunda dans voru enn 10 keppendur á gólfinu og báru sig vel. Dansað í sólarhring á Egilsstöðum 51 Það er ótrúlegt úrval af pottaplöntum í gróður- húsunum okkar og verðin. Þú ferð ekki í fýlu. Opið til kl. 9 öll kvöld. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaup, Skeifunni, sími 82895. Aslaginu átta á laugardagsmorguninn hófu 16 ungmenni þátttöku í mara- þondanskeppni Tómstundaráðs Egilsstaða- hrepps í íþróttahúsi Egilsstaða — og að sólarhring liðnum voru enn 5 ungmenni á gólfinu, galvösk að sjá eftir sleitulítinn dans. Þetta er í annað sinn sem Tómstunda- ráð Egilsstaða gengst fyrir slíkri mara- þondanskeppni og var framkvæmd öll sem mest í höndum unglinganna sjálfra með dyggri aðstoð tómstundafulltrúa og kvenna í Kvenfélaginu Bláklukku. Keppninni var þannig hagað að kepp- endur fengu 5 mínútna hvíldarhlé að loknum hverjum 55 mínútna dansi — og þurfti þá að grípa til nudds og annarrar aðhlynningar er líða tók á dansinn. En keppnistími var fyrirfram ákveðinn sól- arhringur. Keppendur voru frá Egils- stöðum, Fellabæ, Hallormsstað og Eski- firði. Eftir 10 stunda dans voru enn 10 kepp- endur á gólfinu og báru sig vel. Sigurvegararnir fimm eru allir frá Eg- ilsstöðum og heita: Álfheimur Ingólfs- dóttir, Halldór Benediktsson, Hjalti Þorkelsson, Linda Pehrson og ólafía Marelsdóttir. Samkvæmt úrskurði dóm- nefndar fékk ólafia einnig sérstaka við- urkenningu fyrir góðan dans og lipurð er hún sýndi allan danstímann. Að sögn tómstundafulltrúa, Ingu Þóru Vilhjálmsdóttur, fór keppnin mjög vel fram og i góðu samráði við alla hlutað- eigendur. Fimm mínútna hvfldarhlé var gert á 55 mínútna fresti og þá var gripið til nuddsins ... ELTON JOHN BÆTIR VIÐ EINNI MILLJÓN Elton John er ekki einungis heimsfreg popp- stjarna og milljónameringur, heldur einnig eins og knattspyrnuáhugamenn vita, stjórnarfor- maður hjá 1. deildarfélaginu Watford. MeA því að ráAa hefan framkvemdastjóra og ausa seAlum í fyrirtekió tókst að gera Watford að hinu framberi- legasta 1. deildar félagi, en er Elton keypti félagið lék það í 4. deild og virtist ekki til stórreðanna. Fyrsti veturinn í 1. deild, veturinn 1983—84, var eftirminnilegur, liðið hafnaði meðal efstu liða í deildinni og lék auk þess til úrslita um hinn eftirsótta FA-bikar, en tapaði 0—2 fyrir Everton. Á því keppnistímabili sem nú er brátt á enda hefur ekki gengið eins vel, slæm byrjun og eftir- gjöf á síðustu vikum að auki hefur orðið til þess að liðið hafnar trúlega í neðri helmingi deildar- innar án þess að falldraugurinn knýi þó verulega fast á dyrnar. Elton er ekki ánægður með árang- urinn, en kennir ekki leikmönnum sinum um, segir þetta eðlilega aðlögunarerfiðleika eftir þrumugóða frammistöðu veturinn áður. „Ég ætla að hjálpa þeim upp úr öldudalnum, gefa eina milljón sterlingspunda án allra skuldbindinga, framkvæmdastjórinn getur ráðstafað fénu eins og hann vill, hækkað kaupið, keypt nýja og góða leikmenn til að styrkja hópinn, hvað sem hann gerir, munu peningarnir skila sér sem betra gengi næsta vetur,“ segir Elton. 1^3 Sundbolir Sundskýlur Sundgleraugu Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 40, sími 11783.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.