Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 2
2 p MORGUNBLAÐH), MIPVIKUDAGUR1. MAÍ «85 y Manndrápið á Grettisgötu: Ákærður fyrir að hafa valdið dauða með stórfelldri líkamsárás OPINBER ákæra hefur verið gefín út á hendur 37 ára gömlum manni og 29 ára konu fyrir að hafa valdið Reglur um bifreiða- notkun ráðherra: Fjármálaráð- herra og for- sætisráðherra segjast báðir höfundar RECLUGERÐ sú sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra kynnti ríkisstjórninni á fundi hennar í gær um rekstur bif- reida í eigu ríkisins gerir ráð fyrir þvf að ráðherrar geti annað- hvort átt bíla sína sjálfir, og að þeir kaupi þá án nokkurrar niðurfellingar á aðflutnings- gjöldum, eða að ríkið eigi bflana og sjái um allan rekstrarkostn- að. f því tilviki sem ráðherrarnir eiga bflana sjálfir, greiðir ríkið allan rekstrarkostnað, viðhald og afskriftir samkvæmt þeim reglum sem eru í skattalögum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði um þessa reglugerð í gær: „Þessi reglugerð er næstum því orð- rétt þær tillögur sem ég kynnti í ríkisstjórninni fyrir tæpum hálfum mánuði. Það eru ein- ungis örfáar leiðréttingar og orðalagsbreytingar." Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði hins vegar er hann var spurður hvort hann hefði byggt reglugerð sína á tillögum forsætisráð- herra: „Þessi reglugerð sem ég kynnti í ríkisstjórninni i gær var frágengin og tilbúin þegar forsætisráðherra kynnti tillög- ur sínar.“ dauða sextugs manns, Sig- urðar Breiðfjörð Ólafssonar, í íbúð við Grettisgötu í Reykjavík í febrúar sl. Karlmanninum er gefið að sök að hafa valdiö dauða Sigurðar með hrottalegri líkamsárás, sbr. 218. grein hegningarlaga, og að hafa látið undir höfuð leggjast að koma honum til hjálpar, sbr. 1. málsgrein 220. grein hgl., og konunni gefið að sök að hafa sömuleiðis látið undir höfuð leggjast að koma manninum til hjálpar. Konan afplánar nú refsingu fyrir önnur brot, en gæsluvarð- haldsvist mannsins var í gær framlengd allt til 28. júní næst- komandi. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið til flutnings 31. maí næstkomandi, skv. upp- lýsingum Sverris Einarssonar sakadómara. V Davíð Oddsson í Jerúsalem Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavfk, dvelst þessa daagna í Jerúsalem í boði borgarstjórans þar, Teddy Kollek. Á þessari símamynd frá AP-fréttastofunni í gær sjást borgarstjórarnir heilsast. Teddy Kollek bauð starfsbræðrum sínum frá nokkrum löndum til Jerúsalem í því skyni að kynnast borginni og þjóðlífi í ísrael. Frumvarp um greiðslujöfnun lagt fram í næstu viku: „Á ekki við um bankana sem hafa sveigjanleika í samningum segir Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans U „Þetta á ekki við um bankana, því samningar um lánalengd í viðskiptabönk- unum eru sveigjanlegir,“ sagði Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans í sam- tali við blm. Mbl. í gær, er hann var spurður hvort Landsbankinn yrði reiðubú- inn til þess að veita sínum viðskipUvinum samskonar greiðslujöfnun og Hús- næðisstofnun mun gera eftir að frumvarp um greiðslujöfnun, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, er orðið að lögum. Jónas sagði að bankarnir væru alltaf reiðubúnir til þess að ræða við viðskiptamenn, sem ættu í erfiðleik- um með að standa i skilum, um breytingar á lánskjörunum. Jónas sagði að þetta væri stöðugt verið að gera í bönkunum, og fullyrti hann að sú leið væri miklu áhrifaríkari en einhverjar almennar reglur sem settar væru með lögum. Slíkt ætti einfaldlega ekki við um starfsemi viðskiptabankanna. „Það hefur reynst svolítið erfitt að fá stjórnmálamenn til að átta sig á þessu, og að líkindum einnig al- menning," sagði Jónas, „af þvf aö menn hugsa svo vélrænt. Að vísu er það þannig að bankarnir veita ekki lán til lengri tíma en fjögurra til fimm ára, þegar um það er samið í fyrsta skipti. Það þýðir því ekki að biðja um Iengri tima f upphafi. Þetta felur þó ekki i sér að lánstím- inn geti ekki orðið lengri. Um það er í fjölmörgum tilvikum hægt að semja. Kosturinn við það að hafa þetta svona sveigjanlegt er sá að þeir sem geta borgað fyrr borga þá fyrr. Bankarnir laga þvf starfsemi sína að þörfum hvers og eins eftir því sem þeir geta. Þessvegna eiga lagafyrirmæli af þessu tagi alls ekki við um bankastarfsemi." Markmið þess frumvarps sem greint var frá í blaðinu í gær og Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra mun mæla fyrir í næstu viku er að draga úr þeirri auknu greiðslubyrði sem myndaðist hjá lántakendum þegar vísitala launa var afnumin, en ekki lánskjaravísi- tala. Sem dæmi má nefna að á árun- um 1980 til 1984, reiknað á föstu verðlagi, jókst greiðslubyrði af lán- um um 37% umfram taxtalauna- hækkanir. Gert er ráð fyrir því, samkvæmt upplýsingum Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, að misgengi þetta sé metið frá árinu 1982 til 1984 samkvæmt ákveðnum reglum — misgengið á milli greiðslubyrðar samkvæmt láns- kjaravísitölu og vaxta annars vegar og hins vegar þróun kauptaxta og kaupgreiðslu, þannig að launaskrið er að hálfu leyti tekið inn í dæmið. Ritstjóri NT og fleiri starfsmenn segja upp Deilur við útgáfustjórn — 12 öðrum sagt upp MAGNÚS Ólafsson, ritstjóri NT, sagði í gær starfi sínu lau.su í fram- haldi af langvarandi deilum við stjórn Nútímans hf., sem er útgáfufélag blaðsins. Sez öðrum starfsmönnum ritstjórnar NT var sagt upp störfum í gær og aðrir fjórir sögðu upp sjálfir, þar af tveir í beinu framhaldi af uppsögn rit- stjórans. Þá var og sex starfs- mönnum auglýsinga- og inn- heimtudeilda sagt upp störfum í gær, að því er Hákon Sigurgrfms- son, formaður stjórnar Nútímans hf., staðfesti í samtali við blaða- mann Mbl. í gærkvöld. Ástæðu uppsagnanna sagði Hákon vera „áframhaldandi hagræðingu f rekstri blaðsins, tilraun til að draga úr kostnaði við útgáfuna, sem hefur verið of mikill." Magnús ólafsson ritstjóri lagði fram uppsagnarbréf sitt á stjórnarfundi f Nútímanum hf. i gær. Hann sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær að ástæð- Magnús Ólafsson ritstjóri NT. ur uppsagnarinnar sneru eink- um að „peningamálum og rekstr- arlegum þáttum en ekki nema að takmörkuðu leyti um flokkslegu hliðina. Það er margt sem kemur þarna til, sem ég tel ekki upp að riuw ikjarattírattW Vaktirfelldarniður umkvöldoaheiaar Forsíða NT í gær, þriðjudag. svo stöddu, en það sem gerði út- slagið var ákvörðun stjómarinn- ar á dögunum um að hætta út- gáfu blaðsins á mánudögum. Því var ég mjög ósammála enda er samdráttur ekki rétta leiðin til að leysa fjárhagsvanda blaðs- ins.“ Magnús sagðist lengi hafa ver- ið óánægður með rekstur blaðs- ins og ítrekað lent f hörðum deil- um við stjórn Nútímans vegna þess. „Þeim deilum lýkur nú með því að ég segi upp enda sá ég ekki fram á að stjórn blaðsins færi frá,“ sagði hann. Tveir starfsmenn ritstjórnar NT, þeir Gunnar Trausti Guð- bjömsson tæknistjóri og Jónas Guðmundsson blaðamaður, sögðu upp störfum sínum fyrr í apríl vegna þess að þeir höfðu ekki fengið umsamin laun sin greidd á réttum tima. Blaða- mennirnir tveir, sem sögðu upp í framhaldi af uppsögn ritstjór- ans, eru þeir Sverrir Albertsson fréttastjóri og Jón Danfelsson blaðamaður. Aðrir tveir blaðam- enn, þeir Árni Þórður Jónsson og Guðlaugur Bergmundsson, sögðu einnig upp f gær eins og þeir höfðu ákveðið fyrir nokkru. Alls hætta því að minnsta kosti ellefu starfsmenn af 39 á ritstjórn blaðsins á næstu vikum og mán- uðum auk þeirra sex, sem sagt hefur verið upp í öðmm deildum. Þrettán mánuðir eru nú liðnir síðan Nútíminn hf. tók við rekstri Tímans af Framsóknar- flokknum. Nafni blaðsins var breytt í NT 24. apríl í fyrra — uppsagnarbréf Magnúsar var dagsett 24. april siðastliðinn. Magnús ólafsson sagði í gær óákveðið hvað hann tæki sér fyrir hendur — hann hefði á sín- um tíma verið Iangt kominn með doktorsritgerð sfna f tölfræði og hagfræði, kannski væri kominn tími til að ljúka því verki. Hákon Sigurgrímsson stjórn- arformaður Nútímans hf. sagði f gær að óráðið væri hver yrði rit- stjóri NT þegar Magnús léti af störfum. Hann kvaðst harma uppsögn Magnúsar og sagði bagalegt að hana bæri svo brátt að. Um uppsagnir hinna blaða- mannanna sagði Hákon að sér þættu þær miður enda væri um að ræða prýðilega starfsmenn „en við þessu er ekkert að segja og ekkert að gera,“ sagði hann. „Þetta blað mun að sjálfsögðu halda áfram að koma út og við vonumst til að við getum náð blaðinu út úr kreppunni sem allra fyrst. Það er alls ekki ætl- unin að slá undan á nokkurn hátt, kostnaður við útgáfuna hefur einfaldlega verið of mik- ill.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.