Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 B Eyjamenn unnu • t • ooan sigur a Blikunum í Eyjum ÍBV HEFUR góðan meðbyr nú í byrjun 2. deildarkeppninnar í knattspyrnu, viröist liðið líklegt til stórræða í sumar. Á sunnudag sigraðí liöið Breiðablik, 4—1, ( Eyjum í þokkalegum leik, þar sem þao fór aldrei milli mála hvort liðið var sterkara. Staöan í hálfleik var 2—1, ÍBV í vil. Eyjamenn voru nokkuð afger- andi •' fyrri hélfteik, mun meira með boltann og sKöpuðu sér góö marktœkifœri, en Breiðabliksliðiö var lengst af í varnarstöou. Fyrsta mark leiksins kom á 18. mín. eins og þruma úr heiðskírum himni, dæmd var aukaspyrna á Breiöablik 35 metra frá markinu, skipti engum togum aö Ómar Jó- hannsson sendi boltann meö feikna sparki, beint í netiö viö fjærstöngina. Jóhann Georgsson skoraði annaö mark ÍBV á 36. mín. eftir mikil tilþrif í vítateignum. Há fyrirgjöf kom fyrir markið, Hlynur IBV — UBK 4:1 Stefánsson skallaöi knöttinn út í teiginn og Elías Friðriksson skaut hörkuskoti aö marki, Elvar Erl- ingsson, markvöröur Blikanna, varði meistaralega en hélt ekki boltanum og Jóhann átti auövelt með að senda hann í netið. Rétt tveimur mínútum síðar skora Breiöabliksmenn, var þar að verki Jóhann Grétarsson, markið kom eftir hornspyrnu, markvörður JBV missti af knettinum og Jóhann • • IBV með fullt hús 1 1 0 0 3:0 3 Staðan í 2. deild er nú þannig: IBÍ 2 2 0 0 5:0 6 ÍBV 2 2 0 0 6:2 6 KA KS Njarðvík Völsungur UBK Fylkir Leiftur 1 0 1 5:3 3 1 0 1 1:2 3 1 0 1 3:4 3 1 0 1 3:4 3 0 0 1 0:1 0 0 0 2 1:4 0 Einn leikur á eftir að fara fram í annarri umferö, þaö er viöureign KA og Fylkis á Akureyri. Úrslit leikja á sunnudag. ÍBÍ — Völsungur 4:0 Leiftur — Njarövík 0:1 KS — Skallagrímur ÍBV — UBK 4:1 4:1 var fyrstur í boltann og skoraði. Siðari halfleikurinn var jafnari, komu Blikarnir þá mun betur inn í leikinn, en gekk erfiölega aö skapa sér færi. Jóhann Grétarsson hafði þó nærri jafnaö, þegar skot frá honum hafnaöi innan á stöng og boltinn rann eftir marklínunni i fang Þorsteins, markvarðar ÍBV. Síðasta stundarfjóröunginn keyrðu Eyjamenn upp og geröu út um leikinn Tómas Pálsson brun- aði í gegnum vörn Blikanna á 76. mín. og skoraði af mikilli rósemi. Sjö mínútum síðar kom svo fjórða mark ÍBV, og jafnframt það falleg- asta. Tómas Pálsson sendi vel fyrir markið frá vinstri og Kári Þorleifs- son skallaöi boltann í teiginn, þar sem Héðinn Svavarsson kastaði sér fram og skallaöi glæsilega í netið. Öruggur sigur iBV, sex stig komin í safnið úr fyrstu tveimur leikjunum. IBV-Iiðið lék lengst af vel í þess- um leik, með Viöar Elíasson sem besta mann og Omar Jóhannsson og Jóhann Georgsson áttu báöir góöan leik. Breiðablíksliðið hitti hér ofjarla sína og töluvert spurningamerki viö liðið eftir þennan leik. Miklar mannabreytingar hafa átt sér sfað hjá Blikunum. Jóhann Grétarsson og Ólafur Björnsson voru bestu menn liösins í þessum leik. Hinn gamalkunni knattspyrnu- maður úr KR, Ólafur Lárusson, dæmdi leikinn ágætlega. — hkj/VBJ • Mark Duffield var besti maöur vallarins er Siglfirðingar unnu orugg- an sigur á Skallagrími á heimavelli. KS lagði Skallagrím í Mall- orka-veðri á Siglufirði ÞAÐ VAR sannkallað sumarveour á Siglufiröi er KS sígraöi Skalla- grím úr Borgarnesi 4—1 á sunnu- dag. 20 stiga hiti og sól var é Siglufirði er leikurinn fór fram og sýndu Siglf irðingar hvers þeir eru megnugir í þessum leik, sigur liösins heföi getao orðið enn stærn. Staðan i hálfleik var 3—0 fyrir KS. KS-ingar skoruöu strax á 7. minútu leiksins. Hafþór Kolbeins- son skoraöi gott mark eftir fallega sendingu frá Mark Duffield. Markiö virkaöi eins og vítamínsprauta á liöiö og þeir sóttu án afláts. Mark Duffield skoraöi annað markið á 31. minútu meö föstu skoti frá vítateigslínu. Hann var svo aftur á ferðinni 13 mín. siðar er KS — Skallagrímur 4:1 Isfirðingar afgreiddu Völsung með hornspyrnum ÍBÍ sigraöi Völsung frá Húsavík, 4—0, á heimavellí sínum í 2. deildarkeppni í knattspyrnu á sunnudag. Leikiö var á malarvell- inum á Skeiði isfírðingar höfðu undirtokin mest aflan leiktímann. Þrjú af fjórum mörkum isfiröinga komu eftir hornspyrnu. Fyrsta mark leiksins kom um miöjan fyrri hálfleik. Rúnar Vífils- son tók hornspyrnu, knötturinn barst út í teiginn þar sem Ragnar Rögnvaldsson afgreiddi hann snyrtilega í netiö. Staöan í hálfleik 1—OfyriríBÍ. Annaö mark isfiröinge kom í byrjun seinn; hálfleiks, einnig eftir hornspyrnu Rúnars, í þetta sínn var það körfuknattleiksmaðurinn í liöi ÍBÍ, Guömundur Jóhannsson, sem kom boltanum i mark Völs- ungs og var markiö mjög líkt hinu fyrra. Nokkrum mínútum síðar skoraöi besti leikmaöur isfiröinga, örnólf- ur Oddsson, þriöja mark IBI Rún- ar tók hornspyrnu, knötturínn barst út í teiginn til Kristins Krist- jánssonar, sem gaf stungusend- ingu inn fyrir vörn Völsunga, þar var Örnólfur fljótastur og skoraöi goti mark og staöan oröin 3—0, fyrir heimamenn. Fjórða og síðasta mark leiksins ÍBÍ — Völsungur 4:0 kom 10 minútum fyrir leikslok. Þar var að verki Kristinn Kristjánsson, sem geröi íalleg: mark með við- stööulaust! skoti eftir fyrirgjöf frá Örnólfi Oddssyni. Isfiröingar voru mun betri aðil- inn i þessum leik, Húsvíkingar sem margir hðföu spáö velgengni i sumar náði sér aldrei á strik í þessum leik vestra. Þeir áttu þó tvo góö marktækifæri, annað skiptiö var skotið í stöng og i seinna skiptiö varöi Hreiöar meist- aralega. Bestir í liöi ÍBÍ voru Örnólfur Oddsson, Hreiðar Sigtryggsson og Ragnar Rögnvaldsson. aörir leik- menn stóöu vel fyrir sínu. Bestur í liöi Völsungs var Ólafur Björnsson. - SS/VBJ. hann skallaöi í netiö eftir fyrirgjöf frá Hafþóri Kolbeinssyni og staöan orðin 3—0 fyrir KS og sýnt hvert stefndi. í síöari hálfleik héldu KS-menn áfram að sækja og þvert á gang leiksins skoruöu Borgnesingar mark á 57. mín. Það var Loftur Viöarsson, sem komst inn í send- ingu frá Sigurgeir Erlendssyni er hann ætlaöi aö gefa á markvörö KS og skoraöi auöveldlega. Þarna voru Siglfiröingar illa á verði Það var svo Hafþór Kolbeins- son, sem átti siðasta orðiö í leikn- um er hann skoraði fallegasta mark leiksins á 60. mínútu og tryggöi yfirburði KS. Mörk Siglfiröinga gátu orðið fleiri og hefði 6—1 gefiö réttari mynd af leiknum. KS-liðið lék mjög vel á sunnudag og var allt annað aö sjá til liösins nú, en í fyrsta leiknum á móti ÍBV. Liðið vann saman eins og ein heild og voru leikmenn mjög ákveönir og gáfu aldrei eftir. Bestir í liði KS voru Mark Duf field, sem var besti maöurinn vellinum, Hafþór Kolbeinsson gg Colin Thacker. Hjá Skallagrími bar mest á Guö • mundi Marteinssyni og markvörö- ur liösins, Kristinn Árnason va einnig góöur. — RÞ/VBJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.