Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985 í kvöld EINN leikur fer fram í 1. deildar- keppninni í knattspyrnu í kvöld. Það eru lið KR og Akraness, sem mætast á KR-vellinum í þriðju umferð íslandsmótsins. Þrir leikir verda síðan í 1. deild á morgun, miövikudag. Þá leika Þór og Víkingur á Akranesi, Víöir fær Keflvíkinga í heimsókn í Garöinn og Fram og Valur leika á Laugar- dalsvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00 Á morgun hefst einnig fyrsta umferö í bikarkeppni KSÍ og eru fjölmargir leikir á dagskrá. • Terry VenaMes Venables þjalfan arsins TERRY Venables var nýlega kjör- inn knattspyrnuþjalfari ársins á Spáni og þarf það ekki að koma á óvart. Lið hans, Barcelona, varð meistari í vetur, í fyrsta skipti í langan tíma. Það voru spánskir fréttamenn sem stóðu að kjörinu. Barcelona var slegið út úr spanska bikarnum um helgina mjðg óvænt. • Bjarni Sigurðsson, markmaöur, sem leikur með Brann í Noregi, hefur staöið sig vel þar ytra. Hann er hér til varnar í einum leik Brann á dögunum. „Rólegur dagur hjá mér" — sagði Bjarni Sigurðsson, markvörður Brann BJARNI Sigurðsson, landsliðs- markvörður og félagar hans hja Brann, unnu Bryne 1—0, á útivelli í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu í Noregi á sunnudags- kvóld. Liðið er nú í 4.—7. sæti með 5 stig. „Við höfðum undirtðkin í leikn- um lengst af og áttum mun fleiri marktækifæri en þeir. Þeir fengu að vísu víti, en tókst ekki aö skora, knötturinn fór í stöng. Þannig að þetta var frekar róleg- ur dagur hjá mér í markínu," sagði Bjarni Sigurðsson, mark- vörður eftir leikinn. „Mér hefur gengiö vel í leikjun- um sem fram hafa fariö, nema á móti Start um síðustu helgi. Þar mátti skrifa eitt markið á minn reikning. Deildarkeppnin er mjög jöfn og spennandi og getur allt gerst, allir unnið alla. Þaö er helst Lillestroem, sem er í efsta sæti, sem heldur stööugleika og hata þeir ekki tapað leik enn sem komið er," sagöi Bjarni Óskar sigraði FLUGLEIÐAMÓTINU í golfi lauk á sunnudag. Það var golfklúbbur- inn Keilir sem sá um framkvæmd mótsins. Leiknar voru 36 holur, 18 holur hvorn dag á Hvaleyrar- holtsvelli. Úrslit: Án forgiafar högg Óskar Sæmundsson GR 149 Úlfar Jónsson GK 150 Hannes Eyvindsson GR 150 Úlfar hlaut annað sætið þar sem hann vann Hannes í bráðabana. Með forgjöf: Ögmundur Ögmundsson GS 134 Sigurjón Sverrisson GK 136 Jón Sigurösson GK 137 • Efstu menn á mótinu, frá vinstri: Hannes Eyvindsson, Úlfar Jðnsson, Óskar Sæmundsson, Ögmundur ögmundsson og Jón Sigurösson. Evert Lloyd vann opna vestur-þýska tennismótið CHRIS Evert Lloyd, sem er onnur á lista yfir bestu tenniskonur heims, sigraði í opna v-þýska tennismótinu í kvennaflokkí, sem fram fór í Berlín um helgina. Lloyd sigraði vestur-þýsku stúlk- una Steffi Graf, sem aðeins er 15 ára, í úrslitum 6—4 og 7—5 Graf veitti hinni bandarísku Lloyd mikla keppni og í seinni lot- unni komst hún í 3—0 og síöan tókst Lloyd að jafna 5—5, og vann svo 7—5, og vann sér inn 27.500 dollara. Ahorfendur klöppuöu hinni ungu Steffi Graf lof í lófa, V-Þjóöverjar binda miklar vonir viö þessa ungu tenniskonu. Urslita- leikurinn stóö yfir í 88 mínútur. Lloyd sagði eftir keppnina: „Graf er mjög efnilegur tennisleik- ari og á svo sannarlega framtíöina fyrir sér, hún er ein efnilegasta stúlkan sem ég hef spilaö gegn," sagöi Lloyd. Graf fékk 13.750 dollara fyrir annað sætiö og eru þaö mestu peningar sem hún hefur fengiö fyrir keppni. „Þaö er skömm aö tapa fyrir Lloyd, óg á framtíöina fyrir mér og er ekki óánægö meö þennan árangur," sagöi Graf. Lloyd hefur unnið Wimbledon tenniskeppnina þrisvar sinnum og sex sinnum hefur hún unniö bandaríska titilinn i kvennaflokki, hún sigraöi fyrst 1975. • Chris Evert Lloyd Aðspuröur um landsleikinn við Skota, sagöi hann: „Ég er nú að- eins farinn aö hugsa um leikinn núna og mér líst bara þokkalega á þetta. Viö erum jú jafn margir og Skotarnir á leikvellinum, svo það getur allt skeð. Leikmenn veröa aö fara meö réttu hugarfari í leikinn og þá hef ég trú á aö viö getum orðiö þeim skeinuhættir." Bjarni kvaðst taka landsliö fram yfir deildarleikina í Noregi, og væri þaö í samning hans, aö ef hann yröi kallaður til aö leika með landsliöinu, þá mætti hann fara. Bjarni kemur heim á laugardag til aö taka þátt í landsleiknum viö Skota og missir hann þá einn leik i deildarkeppninni. Sveiflurnar eru miklar í Noregi, landi Bjarna og Skagamaöur, Guð- björn Tryggvason, og félagar hans hjá Start máttu þola stórt tap á heimavelli, gegn Vaalerengen 0—7. Start vann sem kunnugt er Bjarna og félaga 4—2 i Bergen um síðustu helgi. „Við fengum algjört kennslu- bókardæmi um hvernig á aö leika knattspyrnu. Þaö var allt sem gekk upp hjá þeim, en aftur á móti ekk- ert hjá okkur," sagöi Guöbjörn Tryggvason, leikmaöur Start, eftir tapleikinn á sunnudag. Vaalerengen eru meistarar síð- asta árs og var þetta fyrsti sigur liðsins á þessu keppnistímabili. Liðið hafði skorað aðeins eitt mark fyrir leikinn á móti Start, en bætti nú heldur betur úr því. Urslit leikja á sunnudag uröu þessi: Bryne — Brann 0— 1 Elk — Vlking 4—0 Kongsvínger — Rosenborg 2—0 Molde — Mjoendalen 3—2 Moss — Lilleslroem 0—2 Slart — Vaalerengen 0—7 Staöan er nú þannig: Lilleström 5 4 10 16:2 9 Rosenborg 4 3 0 1 10:4 6 Kongsvinger 5 2 2 1 5:5 6 Molde 5 2 12 7:7 5 Viking 5 2 12 8:9 5 Moss 5 13 1 4:5 5 Brann 5 2 12 5:8 5 Bryne 5 12 2 5:7 4 Eik 5 1 2 2 4:9 4 Start 4 2 0 3 7:15 4 Vaalerengen 4 112 8:6 3 Mioendalen 5 10 4 7:9 2 n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.