Morgunblaðið - 30.06.1985, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐlÐ. SUNNUPAGUR 30. JÚNf 1985
Sjónvarpsþættirnir Dýrasta djásnið (The
Jewel in the Crown) hafa víðar notið
vinsælda en hér á landi, og í Englandi er
talað um að sumir þjáist af fráhvarfs-
einkennum þegar klukkan nálgast níu á
þriðjudagskvöldum eftir að sýningum
lauk þar, en það var einmitt sýningartími
þáttanna. Margir frábærir ieikarar komu
fram í þáttunum, og þeirra á meðal
Charles Dance, sem lék ástralska lið-
þjáifann Guy Perron, sem brezk blöð
hafa nefnt „kyntákn hugsandi kvenna“
(Thinking woman’s sex symbol).
1946, missti föður sinn fjögurra ára og gekk ekki nógu vel
í skóla til að komast til framhaldsnáms. Hann lenti því í
tækniskóla þar sem áherzla var lögð á stærðfræði, vísindi
og málmsmíði með það fyrir augum að undirbúa nemend-
ur undir vinnu í skipasmíðastöðvum flotans, en lítil
áherzla lögð á bókmenntanám. Sjálfur segist Dance hafa
verið slæmur nemandi, og að áhugi hans hafi beinzt að
listum og vísindum, en ekki þeim greinum sem til var
ætlazt að hann lærði. Að námi loknu vissi hann ekkert
hvað hann ætti að gera.
Næstu árin vann hann við margvísleg störf, pípulagnir,
byggingavinnu, afgreiðslu í fatabúð. Það var svo þegar
hann var að vinna í kaffistofu að hann kynntist nokkrum
nemendum við listaháskóla og ákvað að reyna sjálfur við
námið. Að loknu undirbúningsnámi í eitt ár í Plymouth
innritaðist hann í þriggja ára myndlistarnám í Leichest-
er. Þar gerðust tveir merkisatburðir 1 lífi hans. Hann
kynntist og kvæntist konu sinni, Joanna, sem var við nám
í myndlist, og hann tók að vinna með leiklistarhópi skól-
ans.
4V
yntákn
Áhuginn á leiklistinni vaknaði, en útilokað var fyrir
hann að fara í leiklistarskóla. Hann hafði þegar notað
sinn fjögurra ára námsstyrk, svo hann vann á daginn
sem verkamaður, en sótti einkatíma í leiklist á kvöldin
hjá tveimur rosknum leiklistarkennurum. Fyrsta at-
vinnumennska hans í leiklistinni var hjá leikhúsi í Col-
wyn Bay í Wales, þar sem hann lék sænska kærastann,
Sven, í leikritinu ‘It’s a 2’6“ Above-the-Ground-World’.
„Nafn leikritsins vísar bersýnilega til hæðar kynfær-
anna frá jörðu, sem sýnir að þetta er sannarlega lítill
heimur," segir hann brosandi.
Eftir þetta lá leið hans um sömu slóðir og hjá svo
mörgum byrjendum i leiklistinni fyrr og síðar — hann
lék hjá ferðaleikhúsum, í látbragðsleikjum, lék aukahlut-
verk í kvikmyndum og skemmtiþáttum, en þess á milli
tók hann að sér margskonar störf hjá leikhúsunum.
„Eftir að ég var orðinn leikari vann ég aldrei sem
barþjónn eða verkamaður, því ef þú gerir það held ég að
þú missir þessa knýjandi þörf sem gerir brezka leikara
svo góða leikara."
hugsandí kvenna“
Eíns og svo margir aðrir finnur Dance enn
til áhrifa dýrasta djásnsins, en þó á ann-
an hátt. Blöð og tímarit keppast við að fá
viðtöl við hann, og á götum úti í London
stöðva ókunnugir hann til að ræða um
Guy Perron og þakka fyrir skemmtunina.
Svo er einnig mikið um að fyrrum kunn-
ingjar, sem hann hefur ekki séð svo árum skiptir, hringja
eða skrifa og vilja taka upp fyrri kynni eins og ekkert
hafi í skorizt. „Ef til vill er ég ósanngjarn, en ég get ekki
annað en spurt sjálfan mig „Af hverju eru þeir að
þessu?“ Vinur minn einn sem er leikari sagði eitt sinn:
„Veistu það Charles, velgengnin er afstæð. Því betur sem
þér vegnar, þeim mun fleiri ættingja áttu allt í einu.“ Það
er eitthvað til í þessu.“
Af eðlilegum ástæðum er Dance mjög hrifinn af bóka-
flokki Paul Scotts „Raj Quartet“ sem sjónvarpsþættimir
voru byggðir á, þótt hann hafi ekki lesið bækurnar fyrr
en hann frétti að Granada ætlaði að búa þær til sýninga
í sjónvarpi.
„Það var einhver sem hringdi til mín og ráðlagði mér
að lesa bækurnar með það fyrir augum að fara með
hlutverk Merricks. Auðvitað las ég þær þá með öðru
hugarfari en ég hefði gert annars, og fór aðeins lauslega
yfir þá kafla þar sem Merrick kom ekki við sögu. Svo
frétti ég að hlutverk Merricks hefði verið ráðstafað fyrir
löngu, en þeir vildu ræða við mig um annað hlutverk, sem
mig langaði ekkert til að leika. Við lestur bókanna hafði
ég komist að raun um það að næst bezta hlutverkið fyrir
mig að Merrick undanskildum væri Guy Perron, svo ég
sagði þeim það og tókst að sannfæra þá um að svo væri.
Svo las ég bókina þar sem Perron kemur við sögur — A
Division of the Spoils — þar til ég kunni hana svo til
utanað."
Dance segir að persóna Perrons sé mjög skýrt mótuð,
bæði í bókinni og sjónvarpshandritinu, og sem betur fer
hafi þeir Perron og hann verið sammála í skoðunum,
hugsjónum og afstöðu á ýmsum sviðum.
„Þetta hlaut að taka langan tíma, svo ég vildi fá hlut-
verk sem ég gæti gert góð skil og hefði mesta ánægju af
að leika."
Leikendurnir dvöldust í fjóra mánuði við upptökur á
Indlandi, og komust að mestu klakklaust út úr umhverf-
is- og loftlagsbreytingunni. Eina vandamálið sem hann
— kalla brezku blöðin
Charles Dancer
sem lék Guy Perron
í „Dýrasta djásninu“
átti við að stríða var einhverskonar graftrarígerð í hægri
handarkrikanum — „Mjög sársaukafullt þar sem ég
þurfti sífellt að vera að heilsa Merrick að hermannasið.“
Þetta var í fyrsta skipti sem Dance hafði komið til
Indlands, og notaði hann frístundirnar til að skoða sig
um og kynna sér aðstæður landsmanna á þeim stöðum
sem tökurnar fóru fram.
Eitt fyrsta hlutverkið sem hann fékk eftir tökurnar á
Dýrasta djásninu var hjá Bush leikhúsinu í London, þar
sem hann lék leikstjórann Frank í gamanleiknum Turn-
ing Over um hóp sjónvarpsmanna við töku á heimilda-
mynd á Indlandi. Leikstjórinn Frank er þar lítt menntað-
ur og frekar ógeðfelldur maður, sem hefur helzt áhyggjur
af því hvort honum hafi tekizt að ná góðri mynd af
sólsetrinu, og hvar hann geti náð sér í hass.
„Þetta hlutverk var frábrugðið þeim sem mér standa
venjulega til boða, og ég tók því fegins hendi. Undanfarið
hef ég fengið sendan fjöldann allan af handritum þar
sem aðal persónan er enn í einkennisbúningi eða nýkom-
inn úr honum, og sagan gerist um árið 1945. En ég hef
fengið nóg af þeim hlutverkum í bili.“
Honum líkaði vel að starfa við Bush-Leikhúsið, sem er
á stærð við stóra stofu, og áhorfendurnir eru alveg ofaní
leikurunum.
„Það mátti ekki slaka á eitt andartak. Einbeitnin varð
að vera algjör. Þetta gerir svipaðar kröfur til leikarans
og leikur fyrir framan kvikmyndatökuvélina, nema þarna
er maður að í tvo og hálfan tíma, en ekki í þetta þrjár
fjórar mínútur með löngum hléum til að fá sér sígarettu
meðan verið er að breyta ljósunum í kvikmyndaverinu^
En það gefur leikaranum mjög mikið að þurfa að einbeita
sér svona og vera svona lengi í hlutverkinu."
Charles Dance var orðinn hálf þrítugur þegar hann
sneri sér að leiklistinni. Hann fæddist í Plymouth árið
Árið 1975, eftir að hafa starfað hjá Chichester og
Greenwich leikhúsunum, réðist hann til Royal Shake-
speare Company. „Ég gerði það meðal annars til að fylgj-
ast með Alan Howard, sem að mínu áliti er meistarinn,
og ég lærði heilmikið af honum. Hann hefur alveg sér-
staka hæfileika — rödd hans er til dæmis stórkostlegt
hljóðfæri, og það sópar að honum.
„Ég var varaleikari hans í Hinrik V, en þar sem ég var
einnig að leika í Hamlet í The Other Place, stúdíóleikhúsi
félagsins í Stratford, fékk ég sjaldan að sjá hann. Kvöld
eitt var ég þó í stúku varaleikaranna að horfa á hann. Ég
kunni þá orðið hlutverkið vel, hafði verið á nokkrum
æfingum og hlakkaði til að fá að reyna, en hann kom mér
til að gráta, þrjóturinn sá arna!“
Það kom að því að hann fengi sjálfur að leika Hinrik V,
og hlaut hann góða dóma gagnrýnenda.
Dancer hætti hjá Shakespeare-leikhúsinu árið 1980 af
því hann vildi tilbreytingu. Fyrstu þrjá mánuðina þar á
eftir var lítið um vinnu, en síðan hefur Dancer haft nóg
að gera, nóg til að sjá vel fyrir konu sinni og börnunum
tveimur, Oliver, níu ára og Becky, þriggja ára, þar sem
þau búa í raðhúsi í norðurhluta Lundúna.
Ef unnt er að segja það um nokkurn leikara að fram-
tíðin lofi góðu, gildir það um Charles Dancer. Helzta
vandamálið í dag, fyrir utan öll tilboðin um að leika
eftirmyndir Guy Perrons, er að velja á milli margra
góðra tilboða.
Þótt hann gæti hugsað sér að fara á ný til Shakespeare
leikhússins, hefur hann sérstakan áhuga á kvikmyndum,
enskum og evrópskum frekar en Hóllywoodmyndum —
og á því sviði á hann eitt uppáhalds viðfangsefni, sem
hann gjarnan vildi koma í framkvæmd.
Van Gogh og Gauguin dvöldust um tveggja mánaða
skeið saman í Árles þar sem þeim varð oft sundurorða, og
það var í lok þessa tímabils sem Van Gogh skar af sér
eyrað. „Ég held að þetta sé frábært efni f kvikmynd, og ég
vildi gjarnan fá að leika Van Gogh. Ég dáist að verkum
hans, og þegar ég var í Amsterdam með Shakespeare
leikhúsinu fór ég í Van Gogh safnið. Ég var þá með
skegg, og hárið stuttklippt, og þegar ég horfði á sjálfs-
mynd hans var það eins og að horfa í spegil!"
Það gæti reynzt erfitt að þurfa að missa eyrað, en hann
þyrfti að minnsta kosti ekki að vera í einkennisbúningi.
Athyglisverður
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
USA for Africa
We Are the World
CBS/Steinar
Það hefur farið öllu minna
fyrir breiðskifu USA for Africa-
hópsins en sjálfu laginu We Are
the World, sem hljómaði grimmt
í útvarpsstöðvum um heim allan
fyrir nokkrum vikum. Þótt þessi
breiðskifa hafi kannski ekki látið
mikið yfir sér fram til þessa á
hún allt annað skilið en að falla í
gleymsku svona rétt eftir að hún
er komin út.
Það voru yfir 40 bandarísk
poppstórstirni sem stóðu að baki
þessari plötu að frumkvæði hins
ötula Bob Geldof. Hann hafði áð-
gripur
ur hleypt af stokkunum sam-
bærilegu framlagi í Bretaveldi og
„Tjallinn" lét sér nægja smáskífu
en þeir fyrir „vestan" létu sig
ekki muna um að hljóðrita heila
breiðskífu og það þótt Prince
færi í fýlu og skemmdi móralinn
um tíma.
Ekki er hér ástæða til þess að
eyða frekari orðum á sjálft lagið
We Are the World en á þessari
plötu eru mörg mjög góð lög með
hinum ýmsu flytjendum. The
Northern Lights nefnir sig hópur
fólks, mér sýnast þetta vera
Kanadamenn upp til hópa, og
flytur lag, mjög í ætt við We Are
the World og heitir það Tears
Are Not Enough. Sannast sagna
finnst mér það litlu lakara. Ekki
spillti fyrir að mér tókst að
greina rödd Carole Pope, söng-
konu Rough Trade, í bakröddum
í laginu þótt ekki væri hennar
sérstaklega getið. Alltaf gaman
að uppgötva að heyrnin er enn í
góðu lagi.
Auk Tears Are Not Enough er
þarna frábært lag með Bruce
Springsteen, Trapped, af tónleik-
um, þá ágætt lag með Steve
Perry, Prince, Huey Lewis and
the news og svo reyndar fleiri
sem ég er ekki eins sáttur við, t.d.
Pointer-systur, Kenny Rogers og
Chicago.
Ég held að með því að fjárfesta
í þessari skífu séu menn ekki
bara að styrkja gott málefni
heldur einnig að gera sjálfum sér
greiða. Þetta er hin athyglisverð-
asta plata.