Morgunblaðið - 30.06.1985, Síða 3
Verkamannafélagið
Dagsbrún:
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1985
B 3
Traust kaup-
máttartrygg-
ing í nýjum
kjarasamningum
FÉLAGSFUNDUR í Verkamannafé-
laginu Dagsbrún haldinn 24. Júní
1985 ítrekar samþykktir aðalfundar
félagsins frá 30. maí sl. Meðal ann-
ars að nýir kjarasamningar verði
ekki gerðir til langs tíma nema með
traustri kaupmáttartryggingu.
1. Fundurinn felur stjórninni að
undirbúa vel, í góðu samráði við
félagsmenn, kröfur um nýtt
launakerfi fyrir Dagsbrún með
nýjum launastiga með 3—3,5%
milli launaflokka og uppstokk-
un á núverandi flokkaskipan.
2. Öll almenn yfirvinna verði
greidd með 1% af mánaðar-
kaupi.
3. Að reyna að tryggja sem kostur
er framgang breytinga á hinum
ýmsu sérsamningum í þeim
fjölþættu starfsgreinum er fé-
lagið á samningsaðild að.
Verkamannafélagið Dagsbrún
vill minna á að kaupmáttur kaup-
taxta hefur rýrnað um 20—30% á
sl. tveimur árum. Verkefni verka-
lýðsfélaganna hlýtur að vera að
endurheimta þann kaupmátt —
þótt í áföngum verði — og miða
samninga ekki aftur við kaupmátt
4. ársfjórðungs 1983, en þá var
kaupmáttur mjög lítill.
Félagsfundur Dagsbrúnar telur
ekkert sjálfgefið að þessi barátta
verði háð eingöngu í einhverju als-
herjar samfloti ASÍ en telur æski-
legt að félög innan Verkamanna-
sambandsins og Landsambands
iðnverkafólks haldi hópinn, því
það er fólkið með lægstu launin og
minnnstu réttindin. Fundurinn
harmar það að ekki skuli hafa tek-
ist betur að rétta hlut fiskverkun-
arfólks en raun varð á. Dagsbrún
heitir fiskverkunarfólki samstöðu
í áframhaldandi baráttu.
(Úr fréttatilkynningu.)
Nýr sendi-
herra íslands
í Portúgal
HARALDUR Kröyer sendiherra
afhenti forseta Portúgal, Antonio
Dos Santos Ramhalo Eanes, trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra ís-
lands í Portúgal með aðsetur í
París segir í fréttatilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu. Afhending-
in fór fra 19. júní síöastliðinn.
OKKAR húsnæðissparnaðarreikningar
ÐISVELTA
SPARHAÐUR: skattaafsláttur • lán • húsnæði
Sparnaðarreikningur sem veitir rétt á láni fyrir allt að tvöföldum sparnaði
ásamt vöxtum og verðbótum.
Innlánsreglur eru sniðar eftir ákvæðum um húsnæðissparnaðarreikninga frá
1. julí 1985, þar sem kveðið er á um rétt til skattafsláttar fyrir fjórðungi
árlegs sparnaðar á slíkum reikningum.
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
Stórkostleg sumarútsala
á barnafatnaði
íttur
J Ármúla 1 A s. 91-68613.