Morgunblaðið - 30.06.1985, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985
Ef það verður ofan á að Elkem verði samstarfsaðili um byggingu og rekstur kísilmálmverk-
smiðju á íslandi, þá verður hún reist á Grundartanga, þar sem annað stóriðjufyrirtæki á
íslandi Járnblendifélagið er í dag, en Elkem er eins og kunnugt er einn eignaraðilinn að
Járnblendifélaginu.
Birgir ísleifur Gunnarsson formaður stóriðjunefndar í viðtali við Morgunblaðið:
„Mumim ekki geta selt
eina einustu kílóvattstund
fyrir 18 mills“
Segir Hjörleif Guttormsson hafa unnið mesta
skemmdarverk í íslenskri pólitík í sinni ráðherratíð
STÓRIÐJA á íslandi hefur löngum verið umdeild, og einkum hafa þeir á
vinstri væng stjórnmálanna lagst gegn hvers konar stóriðjuhugmyndum,
að ekki sé talað um andstöðu þeirra við fjárfestingar erlendra stórfyrir-
tækja hér á landi í stóriðjufyrirtækjum. Birgir Isleifur Gunnarsson,
formaður stóriðjunefndar ræðir í viðtali við Morgunblaðið í dag um störf
stóriðjunefndar, helstu verkefni, framtíð stóriðju hér á landi, samkeppn-
isaðstöðu Islendinga og fleira.
„Markmiðið með stóriðju
er að treysta efnahags-
grundvöll okkar“
— BirRÍr, því hefur oftlejía ver-
ið haldið fram að við íslendinKar
ættum ekki að stefna að aukinni
stóriðju hér á landi, heldur beina
kröftum okkar að annars konar
atvinnuuppbyKKinKu. Hvers vegna
erum við yfirhöfuð að velta fyrir
okkur stóriðju?
„Það var upp úr 1960 sem ís-
lendingar ákváðu að leggja
áherslu á að nýta þá miklu orku
sem er í landinu. Fyrsta skrefið
var að byggja álverið í Straums-
vík, og í tengslum við það, Búr-
fellsvirkjun. Síðan kom Járn-
blendifélagið á Grundartanga.
Aðalástæðan er auðvitað sú að
menn hafa verið farnir að sjá að
okkar gömlu atvinnuvegir, eins og
sjávarútvegur og landbúnaður,
myndu ekki í framtíðinni standa
undir þeim lífskjörum sem við
sækjumst eftir. Markmiðið með
stóriðju er því að treysta grund-
völl efnahagslífs okkar, auka hag-
vöxtinn og bæta lifskjörin. Um
þetta var mikið deilt á sínum
tíma, en ég held að það hafi full-
komlega sannast að þessi stefna
var rétt. Við höfum breikkað
grundvöll okkar útflutningsat-
vinnuvega, þannig að í staðinn
fyrir að sjávarútvegur var 90 til
95% af okkar útflutningi á þessum
árum, er hann í dag um 70%, en
stóriðjuvarningurinn er um 20%
af útflutningsvörum okkar."
„Höfðum 40 milljónir dollara í
hreinar gjaldeyrlstekjur af ál-
verinu í Straumsvík á sl. ári“
— Hvað um gjaldeyristekjur
okkar af stóriðjuvarningi?
„Við höfum mjög miklar gjald-
eyristekjur af honum. Svo dæmi
sé tekið af álverinu í Straumsvík,
þá höfðum við á sl. ári í hreinar
gjaldeyristekjur, 40 milljónir doll-
ara, eða um 1,7 milljarð króna.
Menn geta svo reiknað út frá því
hversu mikla loðnu þyrfti að
veiða, humar eða rækju, til þess að
slík starfsemi skildi jafnmikið eft-
ir í landinu."
Birgir heldur áfram: „Þetta hef-
ur líka gert okkur íslendingum
kleift að byggja stærri og hag-
kvæmari virkjanir, auk þess sem
þekking okkar á tækni tengdri
virkjanaframkvæmdum hefur
aukist mjög, þannig að í dag
hanna Islendingar virkjanirnar og
eru aðalverktakar við virkjana-
framkvæmdir, í stáð þess að út-
lendingar báru ábyrgð á þessum
verkum áður. íslendingar hafa í
raun fengið ódýrara rafmagn,
heldur en þeir hefðu fengið ef þeir
hefðu eingöngu virkjað fyrir
heimamarkað. Sá áróður sem
stöðugt er látinn dynja á okkur, að
íslendingar greiði niður rafmagn
fyrir stóriðjuna, er einfaldlega
rangur. Orkustofnun lét í ráð-
herratíð Hjörleifs Guttormssonar
fara frá sér greinagerð þar sem
kom fram að rafmagn til almenn-
ingsneyslu á fslandi hefði verið
hærra, ef þessir stóriðjusamn-
ingar hefðu ekki komið til.“
Stóriðjan hefur margfeldisá-
hrif og örvar annað atvinnulíf
„Stóriðjan hefur mikil marg-
feldisáhrif, því hún örvar annað
atvinnulíf. Það þarf ekki annað en
líta á þær breytingar sem orðið
hafa í Hafnarfirði. Þar að auki er
þetta mjög tæknivæddur iðnaður,
sem er alfarið rekinn af fslending-
um í dag. fslendingar hafa verið
mjög fljótir að tileinka sér þessa
miklu tækni og margir fslend-
ingar fengu mjög mikilvæga þjálf-
un í þessum iðnaði, sem hefur svo
nýst þeim í öðrum atvinnugrein-
um, eins og örtölvuiðnaðinum. Það
er því ótvírætt að þessi iðnaður
hefur flýtt fyrir þróun í öðrum
tæknivæddum iðnaði."
„Mesta skemmdarverk í ís-
lenskri pólitík unniö í ráðherra-
tíð Hjörleifs Guttormssonar“
— Hvað segir þú um gagnrýni í
þá veru að rangt sé að virkja fall-
vötn okkar, án þess að hafa selt
orkuna, eins og oftsinnis er haldið
fram að gert sé hér?
„Það er auðvitað nauðsynlegt að
virkjanaframkvæmdir haldist sem
mest í hendur við nýtingu á
orkunni. Það er hinsvegar hálf-
einkennilegt þetta pólitíska stríð
um orkufrekan iðnað á fslandi.
Hér á fslandi eru það aðallega
flokkar á vinstri vængnum sem
hafa það að sérstöku kappsmáli að
berjast gegn orkufrekum iðnaði og
finna honum allt til foráttu. Þessu
er alveg þveröfugt farið í löndun-
um í kringum okkur, því þar eru
það vinstri flokkarnir sem berjast
fyrir framhaldi og aukningu í
þessum iðngreinum, því þeir skilja
hverjar þarfir launþega eru. Þetta
er yfirleitt iðnaður sem borgar há
laun. Hér eru það vinstri menn
irnir sem hafa frá upphafi djöflasi
á þessum hugmyndum og gerí
enn.
Ég tel að mesta skemmdarverl
sem unnið hefur verið í íslenskr
pólitík nú á síðustu áratugum haf
verið á árunum 1978 til 1983, í iðn
aðarráðherratíð Hjörleifs Gutt
ormssonar, þegar algjörlega vai
skrúfað fyrir að leita eftir sam
vinnu við erlenda aðila um upp
byggingu orkufreks iðnaðar á fs
landi. Eg er sannfærður um það
að þó að við getum auðvitai
margt, fslendingar, þá er hér un
svo fjármagnsfrekan iðnað ai
ræða, og sérhæfðan, að nauðsyn
legt er að við náum samvinnu vii
erlenda aðila um uppbygging\
stóriðjufyrirtækja hér á landi."
„Stöndum í harðri og harön-
andi samkcppni“
— Hvernig stöndum við að víg
í samkeppninni við aðrar þjóði
þegar verið er að leita eftir sam
vinnu við erlenda aðila?
„Það er alveg ljóst að við fslend
ingar stöndum í mjög harðri oi
harðnandi samkeppni við aðra
þjóðir á þessu sviði. Þó að þæ
heyrist oft í áróðrinum og hinn
pólitísku umræðu að orkufreku
iðnaður sé á fallanda fæti, sen
hinar svokölluðu rótgrónu iðnað
arþjóðir séu að reyna að losna vt
og flytja til þróunarlandanna, sen
heyrist oft á Alþingi, þá er okka
reynsla sem staðið höfum í þess1
undanfarin ár allt önnur. Það e
alveg ljóst að gömlu iðnríkin ein
og Þýskaland og Frakkland, ríg
halda í þann orkufreka iðnað ser
þegar er fyrir hendi þar. Það ger
þau m.a. með því að greiða niðu
rafmagnsverð, sem er hátt í þess
um löndum. Noregur sem er gömu
stóriðjuþjóð, hafði um tíma ekk
áhuga á frekari stóriðju, en nú er
Norðmenn að snúa við blaðinu, þ\
norsku stóriðjufyrirtækin haf