Morgunblaðið - 30.06.1985, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985
ÖSLASTRIÐIÐ
fyrsta skrefið til að leysa gísla-
deiluna, þar sem fleiri slíkar
ákvarðanir mundu sigla í kjölfar-
ið. Ákvörðunin sýndi í það
minnsta að ísraelsstjórn væri
reiðubúin að stíga fyrsta skrefið
og þar með yrði fast lagt að Amal
að fara að dæmi ísraelsku stjórn-
arinnar.
Fangarnir í Israel hafa ekki
verið dæmdir fyrir nokkurn glæp
og ekki verið leiddir fyrir rétt eins
og margir þeirra 1.150 fanga, sem
ísraelsk yfirvöld slepptu í síðasta
mánuði í skiptum fyrir þrjá ísra-
elska hermenn, sem Sýrlendingar
höfðu í haldi.
ísraelskir ráðherrar hafa þurft
að svara þessari spurningu: fyrst
þið voruð reiðubúnir að sleppa
rúmlega 1.000 föngum í skiptum
fyrir þrjá ísraelska, hvers vegna
sleppið þið ekki 760 föngum í við-
bót í skiptum fyrir 40 bandariska
gísla? Lengi vel var eina svar
þeirra á þá lund að ef þeir létu
undan flugvélarræningjunum í
Beirút mundu þeir ýta undir fleiri
ofbeldisverk.
Síðan virtist stefna þeirra
breytast og ummæli Perezar for-
sætisráðherra og annarra ísra-
elskra leiðtoga virtust miða að því
að halda opnum þeim möguleika
að a.m.k. nokkrum fanganna yrði
sleppt fljótlega, án tillits til þess
hvaða kröfur flugvélarræningj-
arnir í Beirút bæru fram. Næst
gerðist það að 31 fangi var látinn
laus.
ísraelsstjórn lagði áherzlu á að
ákvörðun hennar stæði í engu
sambandi við kröfur shíta í Beir-
út. En hún sagði að ef shítar litu
svo á að með ákvörðuninni væri
gengið að kröfum þeirra opnaðist
möguleiki á því að rjúfa sjálfheld-
una í viðræðunum og leysa málið.
BERRI REIÐUR
Áður höfðu Bandaríkjamenn
beðið Alþjóða Rauða krossinn og
jafnvel sýrlenzku stjórnina að fá
Assad forseta til að aðstoða við
lausn deilunnar.
ísraelskum leyniþjónustufor-
ingjum fannst kaldhæðnislegt að
leitað væri til Assads, þar sem
þeir töldu að Sýrlendingar hefðu
verið viðriðnir skipulagningu
flugránsins. Þeir töldu að Sýrlend-
ingar vildu rýra álit ísraels í
Bandaríkjunum og auka spennuna
í sambúð þeirra og ísraels.
í Beirút hefur Berri stöðugt
gegnt lykilhlutverki í samninga-
umleitunum þeim, sem hafa miðað
að því að rjúfa sjálfhelduna.
A blaðamannafundi sínum virt-
ist hann sárreiður Bandaríkja-
mönnum. „Það eina sem við þurf-
um til að leysa málið er algert lít-
ilræði — að Bandaríkjamenn
hvísli einu orði að Israels-
mönnum," sagði hann.
„Bandaríkjamenn hafa þegar
sagt að ísraelsstjórn hafi menn
okkar í haldi í trássi við alþjóða-
lög, svo að í hverju er þá vandinn
fólginn? Ég vildi að Reagan for-
seti teldi sig bera eins mikla
ábyrgð á líbönsku shíta-gíslunum
760 og bandarísku gtslunum 40.
... Ég hélt að Bandaríkjamenn
mundu þakka mér fyrir það sem
ég er að gera, en í staðinn hóta
þeir mér. Þetta er ekki íran; þetta
er ekki hægt að leysa með fleiri
vélbyssum. Við höfum þegar of
margar vélbyssur í Líbanon."
Seinna bætti Berri við því skil-
yrði fyrir því að gíslarnir yrðu
látnir lausir, bersýnilega að kröfu
róttækra, að Bandaríkjamenn
kölluðu burtu herskip sín frá Líb-
anon. Þó vissi hann að ólíklegt
væri að Bandarikjamenn tækju
það í mál.
HVAÐ Á AÐ GERA?
Samkvæmt bandarískum skoð-
anakönnunum vilja Bandaríkja-
menn samningaumleitanir. Sam-
kvæmt einni könnun sögðu 58 af
hundraði að þeir vildu að líf gísl-
anna hefði forgang og að Banda-
ríkjamenn semdu og gengju að
kröfum shíta, ef hinn kosturinn
væri sá að gíslarnir yrðu fyrir
meiri skakkaföllum.
í Washington hafa menn al-
mennt verið sammála um fjórar
meginreglur — að þrauka, láta
eins og ekkert hafi í skorizt, vera
Sæluvist með
Útivist í Þórsmörk
UTIVIST
m
10 Á R A
Það þarf ekki að fara til sólarstranda til að finna sér
sælureit í sumarleyfinu. Útivist býður ódýrt sumarleyfi
í góðum gistiskála í Básum, Þórsmörk. Frábær gisti-
aðstaða í svefnpokaplássi. Vatnssalerni og sturtur á
staðnum. Rólegt og fallegt umhverfi með skemmtileg-
um gönguleiðum.
Brottför föstud. kl. 20.00, sunnudaga og miðvikudaga kl.
8. Verð 1 vika: 2.600 kr. f. félaga og 2.900 f. aðra.
Sérstakur fjölskylduafsláttur. Ennfremur helgarferðir
allar helgar og dagsferðir á sunnudögum. Uppl. og
farm. á skrifst., Lækjargötu 6A, símar 14606 og 23732.
kokhraustir og gera það sem unnt
er til að bjarga gíslunum.
En menn hafa verið í eins mikl-
um vafa og jafnan áður um hvað
til bragðs eigi að taka næst þegar
annað svipað mál kemur upp.
Áhyggjur manna jukust við það að
vopnaður maður ruddist inn í
byggingu utanríkisráðuneytisins
og myrti móður sína og svipti sig
lífi, nokkrum metrum frá skrif-
stofu George Shultz.
Um það hefur verið deilt í
Washington hvort stjórnin hefði
getað haldið betur á málum. Ljóst
þykir að hafi einhver möguleiki
verið á árangursríkri björgun hafi
hann verið fyrir hendi í byrjun.
Hins vegar voru til staðar tvær
óyfirstíganlegar hindranir.
í fyrsta lagi var ekki hægt að
flytja Delta-herlið Bandaríkja-
manna, sem er sérþjálfað í bar-
áttu gegn hryðjuverkamönnum,
nógu fljótt til Miðausturlanda. í
öðru lagi var þota TWA ekki nógu
lengi í Algeirsborg til þess að
hægt hefði verið að skipuleggja
björgun.
Talið er að aðeins hafi verið
unnt að bjarga gíslunum í Al-
geirsborg, fyrsta áfangastað
flugvélarinnar, þegar aðeins tveir
flugvélarræningjar voru um borð.
Þegar flugvélin lenti í Beirút öðru
sinni fóru um 10 hryðjuverka-
menn um borð. Síðan voru farþeg-
arnir fluttir úr flugvélinni í
nokkrum hópum. Heita má von-
laust að finna þá, hvað þá að
bjarga þeim, þar sem þeir eru á
víð og dreif og enginn veit hvar.
HVAÐ NÆST?
Henry Kissinger er einn þeirra
sem telja að Bandaríkjamenn eigi
að grípa til hefndarráðstafana,
jafnvel þótt það kosti nokkra gísla
lífið. „Sú hætta fylgir núverandi
stefnu að margir aðrir Banda-
ríkjamenn verði teknir í gíslingu
og að þessi kúgun aukist," sagði
hann. Én á hverjum eiga Banda-
ríkjamenn að hefna sín?
Ef til vill hefur Bandaríkja-
stjórn staðið svo höllum fæti nú
vegna þess að lítið hefur verið gert
undanfarin fjögur til að móta
stefnu gegn hryðjuverkum, sem
hefur áhrif. Þegar Reagan kom til
valda sagði hann að gripið yrði til
„skjótra og áhrifaríkra aðgerða"
gegn hryðjuverkamönnum. En lít-
ið hefur verið gert.
Til dæmis varð ekkert úr hefnd-
araðgerðum þegar 241 bandarísk-
ur landgönguliði beið bana í
sprengjutilræði í Beirút í október
1983 vegna ágreinings landvarna-
og utanríkisráðuneytisins um
skotmark, sem leyniþjónustan
valdi.
Weinberger landvarnaráðherra
og Shultz eru ósammála um stefn-
una. Weinberger telur að stilling
sé óumflýjanleg, þar sem erfitt sé
að bera kennsl á skotmörk og forð-
ast verði mannfall borgara. Shultz
telur að Bandaríkjamenn verði að
vera reiðubúnir að láta til skarar
skríða. Ekki hefur verið farið að
ráðum Shultz, því það gæti m.a.
valdið aukinni hættu á hryðju-
verkaárásum í Bandaríkjunum.
Aðeins í Rússlandi og ísrael
hefur tekizt að móta stefnu gegn
hryðjuverkum, sem hefur áhrif.
Aðeins ríkisstjórnir, sem eru
reiðubúnar að fórna lífi og limum
saklausra borgara, virðast geta
gert sér vonir um að ná árangri í
baráttu gegn hryðjuverkum.
Lawrence Eagleburger, til
skamms tíma þriðji valdamesti
maðurinn í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu, sagði á dögunum:
„Ég held að enginn hafi getað
mótað stefnu gegn hryðjuverka-
mönnum, sem hefur tilætluð áhrif
... við stöndum allir andspænis
nýrri tegund hernaðar og vitum
ekki hvernig við eigum að bregð-
ast við.“ Lloyd Cutler, sérstakur
ráðunautur Carters í máli gísl-
anna í íran, sagði á sínum tíma:
„Þctta er afskaplega erfitt vanda-
mál fyrir lýðræðislegt risaveldi,
sem vill vernda mannslíf."
(GH skv. Sunday Times, Observer o.fl.)
Sjáumst í Básum í sumar.
Útivist