Morgunblaðið - 30.06.1985, Side 12
ÍZ 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JUNl 1985
HJÓNASKILNAÐURl
Síðari eiginkonan á ekki
alltaf sjö dagana sæla
Snemma í þessum mánuöi birt-
ist grein í Lundúnablaðinu
Times sem vakti mikla athygli.
FyrirsÖgnin var: „Fyrri konan eyði-
leggur síðara hjónabandið", og var
þar fullyrt að breskir karlar sem
gengju í hjónaband að undan-
gengnum skilnaði ættu flestir á
hættu að skilja á nýjan leik.
Astæðan var sögð sú að fyrrver-
andi eiginkonur gerðu til þeirra til-
finningalegar og fjárhagslegar
kröfur og þeir væru skuldbundir til
að greiða þeim ákveðinn hundraðs-
hluta af launum sínum ævilangt.
Það ylli síðan reiði og gremju síð-
ari eiginkvenna.
í greininni sagði að heimildirnar
væru fengnar frá bresku hjúskap-
arráðgjafanefndinni, en talsmaður
hennar vísaði þvi undir eins á bug.
Hann gagnrýndi og þá tilhneigingu
fólks að flokka og stimpla málsað-
ila t.d. með því að kalla fyrri kon-
una sníkjudýr og eiginmanninn
hefnigjarnan. „Sannleikurinn er
nefnilega sá,“ sagði talsmaðurinn
„að afleiðingar hjónaskilnaður
koma oftast niður á öllum — eigin-
manninum, fyrri konunni og síðari
konunni og þessar afleiðingar eru
bæði fjárhagslegs og tilfinninga-
legs eðlis."
Þrátt fyrir þessar mótbárur virð-
ist það vera staðreynd í Bretlandi
að síðara hjónabandi sé fremur
hætt en hinu fyrra. Tíðni skilnaða í
hjónaböndum þar sem hvorugur
aðilinn hefur verið giftur áður er
30%, en 40% líkur eru á skilnaði
hjóna hafi annað hvort þeirra verið
í hjónabandi fyrr. Vitaskuld er út-
ilokað að greina nákvæmlega
orsakir þessara skilnaða. Þó er
trútt um að fyrra hjónabandið eigi
þar nokkurn þátt.
Maggie nokkur Drummond hefur
skrifað út frá eigin reynslu bókin:
„Leiðbeiningar fyrir síðari kon-
una.“ Þar fullyrðir hún að með því
skelfilegasta sem fyrir fólk geti
komið, sé að taka við börnum ann-
arra. Drummond telur líka að átök
og deilur í síðara hjónabandi stafi
að miklu leyti af því að lög séu
hliöhollari fráskildum konum en
körlum. Hún upplýsir að 2000
breskir karlmenn seú í fangelsum
fyrir að greiða ekki tilskilin meðlög
með fyrrverandi eiginkonum sín-
um, en hinsvegar hafi engin frásk-
ilin kona hingað til verið hneppt í
fangelsi fyrir að virða að vettugi
umgengpisrétt fyrri manns síns við
börn þeirra.
í Bretlandi er þrýstihópur sem
reynir að knýja á um aukið réttlæti
við hjónaskilnaði. Þriðjungur fé-
lagsmanna er konur sem giftar eru
fráskildum körlum. Talsmaður
/\S|| m A3
NR.2 / NR.1
i r
CHILE
Andstæðing-
ar Pinochets
eru ögn að
hressast
Þrettán ár eru brátt liðin síðan
Augusto Pinochet hershöfð-
ingi komst til valda í Chile og fá-
tæktin í landinu er nú meiri en
nokkru sinni fyrr. Miðbærinn í
Santiago er að vísu failegur með
gljáfægðum bankabyggingum og
útlendum munaðarvarningi í versl-
unargluggum en í fátækrahverfun-
um er annað uppi á teningnum.
Eftir einum presti var haft, að
sóknarbörnin séu svo fátæk, að þau
geti ekki lengur haldið brúðkaups-
eða skírnarveislur.
„Fólkið er að mestu hætt að
bjóða mér til sín. Það skammast
sín fyrir að hafa ekki meiri mat á
borðurn," sagði presturinn. í skól-
unum, sem Pinochet er raunar bú-
inn að selja marga til einkafram-
taksmanna, eru sum börnin svo
máttfarin af næringarleysi að þau
eiga erfitt með að einbeita sér og
stundum Iíður yfir þau í kennslu-
stundunum.
„Oft verða þau að fara að heiman
án þess að fá annað en einn tebolla
í morgunverð og sumar fjölskyldur
verða að ákveða hvaða dag vikunn-
ar þær ætla að hafa reglulega
máltíð," sagði einn kennaranna.
Eftir að neyðarástandslögin voru
sett í nóvember hefur Pinochet
aukið ofsóknir sínar á hendur
stjórnarandstöðunni, miðju-
mönnum og vinstrimönnum og tal-
ið er t.d., að dauðasveitir stjórnar-
innar hafi myrt þrjá kommúnista
nú nýlega. Aukin ritskoðun hefur
svo valdið því, að upplag minnkar
dag frá degi því að fólkið er hætt
að geta treyst þeim.
hreyfingum, sem leggja meira upp
úr athafnaseminni, og Sósíalista-
flokkurinn er eins og alltaf hálf-
lamaður af innbyrðis sundrungu.
Nú er hins vegar nýtt mál komið
til sögunnar, sem á e.t.v. eftir að
sameina stjórnarandstöðuna.
Skýrt hefur verið frá því, að
Bandaríkjamenn hafi áhuga á að
koma upp herstöð á Páskaeyju,
sem heyrir undir Chile, en þeir,
sem andvígir eru því, þar á meðal
einn fyrrum ráðherra Pinochets,
kristilegir demókratar og komm-
únistar, segja, að slík stöð myndi
ekki aðeins vera svívirða við þær
merku menningarleifar, sem þar er
að finna, heldur einnig gera Chile
að skotmarki í kjarnorkustyrjöld.
- HUGH O’SHAUGHNESSY
þessa hóps komst svo að orði um
karla sem eiga misheppnuð hjón-
abönd að baki: „Þeim finnst að all-
ar tekjur þeirra renni til fyrrver-
andi eiginkvenna þeirra.
Karlmaður nokkur í þessum fé-
lagsskap sem skildi við konu sína
fyrir 10 árum segir eftirfarandi: „Á
þessum tíma hefur fyrri konan mín
árlega farið fram á það við mig að
ég léti henni meiri peninga í té.
Fyrir hana er þetta verðtryggður
lífeyrir. Fyrir mig er þetta sem
sverð Damóklesar sem krefst sí-
fellt meira blóðs."
Talsmaður ráðgjafanefndarinn-
ar sem fyrr er nefnd hefur síðasta
orðið að þessu sinni. „Maður heyrir
oft sagt að hjónaskilnaðir séu auð-
veldir nú á tímum" segir hann.
„Það er rangt. Hjónaskilaðir hafa
ævinlega verið sár reynsla fyrir
alla sem hlut áttu að máli og svo er
ennþá“.
—Janet Watts
AFTAKA í BEIRÚT:
Stundum er fórnarlambið ekki einu sinni leitt afsíðis.
BEIRÚTl
Ránið í Beir-
út á banda-
ríska prófess-
ornum dr.
Thomas Suth-
erland hefur
vakið á nýjan
leik ótta um ör-
yggi allra Vest-
urlandabúa sem
dveljast í höfuð-
borg Líbanons.
Það hefur einn-
ig endurvakið
vangaveltur um
hvort ekki sé
óhjákvæmilegt
að loka Banda-
ríska háskólan-
um í Beirút, en Sutherland var
forstöðumaður landbúnaðardeild-
ar hans. Það voru samtök bandar-
ískra mótmælenda sem stofnuðu
þennan merka skóla á 19. öld.
Mannránið bar öll einkenni ísl-
ömsku Jihad samtakanna, sem
hafa viðurkennt að hafa rænt
fjórum öðrum Bandaríkja-
mönnum og tveimur Frökkum.
Engar skýringar hafa fengizt á
hvarfi þriggja Bandaríkjamanna
til viðbótar og er Sutherland í
þeim hópi, né heldur á hvarfi
tveggja Frakka og eins Breta.
Ránið á Sutherland hefur á ný
aukið þrýstinginn á stjórnendur
háskólans í þá veru að þeir loki
honum. Stjórnendur skólans hót-
uðu á síðastliðnu vori að leggja
niður sumarskólann í ár, en frá
því var horfið eftir að foringjar
allra baráttuhópanna í Beirút
hétu því að ekki yrði skert hár á
Drukknar
skólinn
í blóð-
baðinu?
höfði kennar-
anna. Bæði
starfsmenn og
stúdentar há-
skólans urðu
fyrir miklu áf-
alli þegar hinn
vinsæli rektor
hans, Malcolm
Kerr prófessor,
var skotinn til
bana af tveimur
óþekktum til-
ræðismönnum í
ársbyrjun 1984.
Einn af háskóla
bókavörðunum
hefur horfið síð-
an og einn af
starfsmönnum há skólans, Dennis
Hill, sem var Breti, var myrtur án
nokkurrar sýnilegrar ástæðu.
Deildarforseta háskólans grein-
ir enn á um það hvort viturlegt sé
að loka honum. Margir kennarar
eru þeirrar skoðunar að tilgangs-
laust sé að halda starfinu áfram.
„Ég held að við eigum að vera
hreinskilnir og játa að við getum
ekki starfað við þessar aðstæður,"
sagði einn prófessoranna fyrir
skömmu.
Lokun yrði mikið áfall fyrir íbú-
ana í Vestur-Beirút, þar sem
bandaríski háskólinn hefur alla
tíð staðið sem tákn friðar og
skynsemi í þessari stríðshrjáðu
borg.
Stjórnmálaleiðtogar frá öllum
löndum hins arabíska heims hafa
numið við skólann sem er eitt virt-
asta lærdómssetrið sem arabar
eiga aðgang að.
DAGLEGT BRAUÐ:
mótmælafundur leiðir til
handtöku eins þátttakandan.s
I Chile eru nú ýmsar blikur á
lofti. Kristilegi demókrataflokkur-
inn, sem er sá stærsti í Chile, kaus
sér nýlega nýjan formann, Gabriel
Valdes, leiðtoga þess flokksarms-
ins, sem hatrammlegast hefur bar-
ist á móti Pinochet. I atkvæða-
greiðslunni gjörsigraði hann keppi-
naut sinn, mann, sem taldi ekki
útilokað að hafa eitthvert samstarf
við einræðisstjórnina.
„Ég er aðeins til viðræðu um eitt
við einræðisherrana, um brottför
þeirra", sagði Valdes fyrir
skemmstu.
Kristilegir demókratar eru ekki
á einu máli um að hve miklu leyti
þeir eigi að hafa samstarf við
kommúnista, sem fylgja Moskvu-
línunni, en leiðtogar kommúnista
hafa hvatt til allsherjaruppreisnar
gegn Pinochet þótt þeir einnig deili
um hvort rétt sé að grípa til vopna.
Kommúnistaflokkurinn er í klípu
því að ungum mönnum í fátækra-
hverfunum finnst hann ekki nógu
skeleggur og hallast því æ meir að
trotskyisma, stjórnleysi og öðrum
NORÐUR-KOREAI
Landið þar sem heila-
þvottinum linnir aldrei
INorður-Kóreu ríkir Kim II Sung
og svo alger eru yfirráð hans yfir
fjölmiðlunum í landinu, að gestir,
sem þangað koma vita ekki deginum
lengur hvað um er að vera úti í hin-
um stóra heimi. Dæmigerð kvöld-
dagskrá í sjónvarpinu er sovésk kab-
arettsýning (sem öll fer fram á
rússnesku) og ein af myndunum sem
Kim II Sung hefur sjálfur „leikstýrt",
brosandi par í parísarhjóli í
skemmtigarði, sem „okkar ástsæli
faðir gaf okkur“.
„Fréttirnar eru síðustu yfirlýs-
ingar „leiðtogans mikla“ eða smá-
innlit í verksmiðju eða samyrkjubú
og síðan síðustu vísbendingarnar um
yfirvofandi byltingu öreiganna í
Suður-Kóreu. Flokksblaðið „Rodong
Sinmun" er jafnvel enn einhæfara.
Kim II Sung trónir alltaf á forsíð-
unni en „bandarískir heimsvalda-
sinnar" og „rakkar þeirra" eru með
„ögranir og stríðsæsingar" við
Norður-Kóreumenn.
Skoðunarferð um „Safn hins sigur-
sæla föðurlandsstríðs“, sem herinn
rekur, byrjar á fáránlegri fullyrð-
ingu. „f september árið 1945 lögðu
bandarískir heimsvaldasinnar undir
sig Suðui-Kóreu með ólögmætum
hætti og höfðu að yfirskyni svokall-
aða frelsun", sagði ung kona, foringi
í hernum. En hvað þá með Sovét-
menn, sem lögðu undir sig Norður-
Kóreu? Var það ekki líka ólöglegt?
„Bandaríkjamenn ætluðu að fara frá
Suður-Kóreu strax og þeir hefðu lok-
ið þar við ákveðnar öryggisráðstaf-
anir“, sagði hún eftir dálitla umhugs-
un.
Sumir eru jafnari en aðrir í land-
inu þar sem „einn er fyrir alla og
allir fyrir einn“. Háttsettir embætt-
ismenn aka ekki aðeins um í fínum
bílum, eru betur klæddir og státa sig
stundum af gullúri, heldur búa þeir
líka í sérstökum lúxusíbúðahverfum,
sem strangur lögregluvörður er um á
nóttunni. Kjöt er skammtað og oft
verður að panta máltíð á veitinga-
húsi með dags fyrirvara en embætt-
ismenn stjórnarinnar hafa fyrir sig
sérstakan veitingastað í Pyongyang
þar sem framreiddur er kóreskur og
japanskur matur sem kostar nærri
4.000 kr. fyrir manninn.