Morgunblaðið - 30.06.1985, Page 23

Morgunblaðið - 30.06.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3Q. JÚNÍ 1965 B 23 Eitt af gömlu húsunum í „Árbæjarsafninu" í Auchindrain. kólna. Þrátt fyrir að náttbólin væru grösug beitilönd var ætið komið með hafra sem þeir fengu fullar fötur af kvölds og morgna. Á meðan voru þeir kembdir hátt og lágt. Ekki er með orðum hægt að lýsa náttúrufegurðinni á þessum slóð- um en vonandi gefa meðfylgjandi myndir smáinnsýn. Þess í stað má geta athyglisverðra staða þar sem áð var og næturstaður valinn. Má þar fyrst nefna fornar kastala- rústir Duntruns-kastala. Þá var komið við í nokkurs konar Árbæj- arsafni héraðsins, Auchindrain, en þar hefur gömlum húsum land- búnaðarverkamanna verið haldið við og safnað saman gömlum verkfærum og búsáhöldum. Húsin voru upphaflega byggð í kringum 1.800, veggir steinhleðslur og upp- runalegu þökin úr trjágreinum og strái. Þá má að lokum geta við- komu í opnum dýragarði, „Wild Park“. Þar eru samankomnar á annað hundrað fuglategundir, kengúrur, dádýr, kanínur o.fl. Gestir ganga meðal dýranna sem velflest éta fóður úr lófum manna. Mesta athygli vöktu hjá okkur sex svartir svanir og að sögn umsjón- armanns fannst sá sjötti norðar í héraðinu nokkrum dögum áður en við komum þangað. Hann hafði þegar fundið sér maka — í sama lit — og virtist una lífinu bæri- lega. í síðdegistedrykkju hjá hertogahjónunum í Inveraray-kastala Síðast en ekki síst verður að geta heimboðs í lokaáfangastað, þ.e. í Inveraray-kastala. Þar kynnti Tove okkur fyrir „þeim há- tignum" hertoganum og hertoga- ynjunni af Algyll og var okkur boðið í síðdegistedrykkju í setu- stofu kastalans frá 18. öld. Hertoginn sem er sá 12. í röðinni á ættir að rekja til Victoriu drottn- ingar af Englandi því fjórða dóttir hennar, prinsessa Louise, giftist John, sem var 9. hertoginn af Al- gyll og bjuggu þau í Inveraray- kastala. Kastalinn á að baki langa og merka sögu og hafa núverandi hertogahjón lagt mikla vinnu í að halda honum í sæmilegu horfi. Stór hluti kastalans er opinn al- menningi um helgar en þau hjón búa ásamt tveimur börnum sínum í hluta hans. Marga verðmæta gamla hluti gefur að líta í safni kastalans og vopnasafn telur hátt í fjögur þúsund stykki, byssur, sverð, stingi o.fl. Vopnasafnið tengist mjög sögu hinna merku hálandahersveita. Hertogahjónin tóku okkur alúðlega og sýndu okkur hina merku byggingu og fögru gripi. Kirsten hinni dönsku varð að orði, þegar hertogaynjan kom til móts við okkur í kastala- garðinum, að hún gæti allt eins verið eldhússtúlka, svo alþýðleg og alúðleg fannst henni hún vera í framkomu. Hertoginn á m.a. verk- smiðjur sem framleiða skoskt viskí og tjáði hann okkur að á íslandi væri umboðsmaður hans Jón Kristjánsson. Bygging kastal- ans hófst árið 1744 en var ekki lokið fyrr en á árabilinu 1771 og 1788 af 5. hertoganum af Algyll. Þau hjónin Tove og Ramsay buðu okkur hjónunum, Kirsten og syni sínum Alan til ánægjulegs kvöldverðar í bænum Tayvallich síðasta kvöldið okkar þarna, föstudagskvöld. Veitingastaðurinn ber nafnið Tayvallich-Inn og feng- um við þar sérstaklega ljúffenga sjávarrétti. Útsýni þaðan og á leiðinni þangað, sem annars stað- ar í þessum vestari hálöndum Skotlands, er ólýsanlega fagurt. Okkur Kirsten bar saman um að þetta væri í fyrsta sinn sem við nutum félagsskapar pilsklæddra borðherra, en Ramsey og Alan tjáðu okkur að Skotar bæru þjóð- búning sinn með miklu stolti. Lagt var upp snemma á laug- ardagsmorgni til Glasgow því mæting á flugvelli var kl. 15.45. Að íslenskum sið þurfti að koma við í verslunum í Glasgow og við- urkennist hér að lokum að langt- um fremur hefði ég kosið einn dag í viðbót á skoskum hestum en að standa í því skyldurápi. Ferðinni lauk þar sem hún var hafin, þ.e. á Keflavíkurflugvelli, eftir þægilega flugferð og góða þjónustu, sem ekki þarf að kynna íslenskum flugfarþegum. Passamyndir Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar Öll almenn Ijósmyndaþjónusta Verið veikomin Hverfisgötu 105, 2. hæð Sími 621166 Frekari upplysingar um Dorint- sumarhusaþorpið í Winterberg veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar DORINT- SUMARHÚSA ÞORPIDI ÞYSKALANl Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þýskatandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi Winterberger einnig ævintýri líkast. I grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassei, Dusseidorf, Köln, Bonn, Kobienz, Mainz og Frankfurt. í Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. A svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- umtil Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar (boði, en þeir fást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verö: Heildarverð fyrir 4 mannafjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.- en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.-, eða kr. 14.952.- á mann. Flugvallar-^ skattur er ekki innifalinn. Fjölskyldustemmning dsögusloðum Grimmscevintýra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.