Morgunblaðið - 30.06.1985, Qupperneq 36
36 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNl 1985
»81 Untvnol Syndko
r x, — ■ —, _________- ______— ^ wr' ~
„Úg varcxbi pig \ji& áö taka. samiokuna.
me& þer hingafe inn!"
HÖGNI HREKKVlSI
^ HVAO ÆTLAR jpO AQ GERA /MEE>
AKkER'P?.'"
Fiskvinnslufólk og
Reynir Pétur Ingvarsson
Guðmundur Vigfusson, Sand-
gerði, skrifar:
Enn einu sinni hefur verið sam-
ið um kaup og enn einu sinni hefur
fiskvinnslufólkið gleymst. Fólkið,
sem hefur lægsta kaupiö, býr við
mesta öryggisleysið og vinnur
óþrifalegustu verkin í landi.
Forsætisráðherra sagði líka á
17. júní að „skynsemin réði“. Það
er ekki nema von að maður, sem
hefur 100.000 krónur á mánuði líti
með fyrirlitningu á þá forystu-
Húsmóðir skrifar:
Þegar ég las viðtal við Arturo
Cruz frá Nicaragua, rifjaðist upp
fyrir mér sagan af Arna Oddssyni
lögmanni. Þá sögu eiga allir ís-
lendingar að kunna. Árni sat vet-
urinn 1617—18 í Kaupmannahöfn
til þess að ná rétti föður síns
gagnvart Bessastaðavaldinu. Um
vorið var kaupmönnum, sem til ís-
lands fóru, hótað öllu illu, ef þeir
flyttu Árna til íslands. Árni
komst þó í skip og frá Vopnafirði
komst hann á síðustu stundu til
þings og bjargaði föður sínum.
Um þennan atburð hefur verið
ort ódauðlegt kvæði. í dag komst
ekki fyrrverandi samherji sandin-
istanna í Nicaragua heim til sín.
Hann, sem barist hafði fyrir því
að lýðræði yrði tekið upp í Nicar-
agua, eins og sandinistarnir þótt-
ust ætla að gera, en þegar þeir
voru orðnir nógu sterkir sneru
þeir við blaðinu og með aðstoð
Sovétmanna og Castros ætla þeir
að gera Nicaragua að annarri
Kúbu. Þar sem ein þjóð fær aðstoð
frá Castro og Sovétmönnum þar
verður aldrei komið á lýðræði en
ástandið getur hæglega orðið eins
og í Eþíópíu.
Ég vona að allir lesendur Morg-
unblaðsins hafi lesið viðtalið við
tékkneska skáldið Kundera. Hann
þekkir marxismann af eigin raun
og hann segir að það sé blekking
ein að bera saman herforingja-
stjórnina í Póllandi og Chile. Lýsir
skáldið því svo að það sé eins og að
fara í gegn um jarðgöng. Hjá her-
stjórunum finnst alltaf útgöngu-
leið, en engin sé til út úr alræöi
marxismans og lífið verði hungur
og harðrétti og menningin líði líka
brátt undir lok. Þetta staðfesti
líka Theodorakis, sá gríski. Hann
segir að í dag sé Grikkland orðið
andleg eyðimörk og er þó Melina
menn launþega, sem láta það líð-
ast hvernig farið er með fisk-
vinnslufólkið.
Auðvitað þarf engan að undra
að forsætisráðherra og trúðarnir
við Austurvöll séu ánægðir með
þessa samninga. Þess meira hafa
þeir til að miðla nefndargæðing-
unum, sem þurfa hátt í eina og
hálfa milljón á ári, samkvæmt
blaðaskrifum undanfarið. Það er
svo heill kafli út af fyrir sig
hvernig útgerðin er mergsogin og
Mercouri, fyrrum baráttufélagi
hans, menntamálaráðherra. Á
sama máli er hún Galina, rússn-
eska söngkonan heimsfræga, hvað
Sovét-Rússland snertir.
Kundera segir líka að skáldin
ættu að halda sig við sannleikann
og lýðræðisöflin eigi alls staðar að
sameinast og berjast til þrautar
gegn marxismanum, því allt ann-
að sé hégómi. Hvar sem fara fram
lýðræðislegar kosningar í heimin-
um í dag, þar tapa kommúnistarn-
ir. Slík er hræðslan loksins orðin
við hungurhugmyndafræði Karls
Marx.
Kona skrifar:
Mér finnst það vel til fundið hjá
Friðarhreyfingu íslenskra kvenna
að standa fyrir undirskriftasöfn-
un undir friðarávarp. Ég las um
þetta í blöðunum um daginn og
fékk áhuga á að skrifa undir, ég
gert ókleift þó vilji væri fyrir
hendi að borga mannsæmandi
kaup því gjaldeyririnn er færður
frá henni til innflutningsaflanna,
sem geta svo okrað á vörunni.
Hinsvegar man ég ekki til þess,
þó vel hafi aflast, að það hafi þýtt
stóraukin laun til þeirra sem við
sjávarútveginn starfa. Árið 1984
var þriðja mesta aflaár sögunnar
og hvernig var það ár til dæmis?
Það var stórkostlegt að sjá viðtal
við Jón Ingvarsson í Þjóðviljanum
29. maí þar sem hann segist ekki
vita hvaða kaup Danir borguðu í
fiski. Mér finnst að ASÍ ætti að
gefa Jóni fyrir farinu til Dan-
merkur svo hann geti kynnt sér
kaup og kjör þar og hér.
Það er þó eitt, sem er að gerast
þessa dagana, sem sannar manni
að í einum og einum manni rennur
ærlegt blóð, og á ég þar við Reyni
Pétur Ingvarsson, sem talinn er
þroskaheftur en hefur sýnt það að
brennandi áhugi og ódrepandi vilji
orkar mjög miklu. Hann tók sér
fyrir hendur aö safna peningum
fyrir íþróttahúsi á Sólheimum,
sem stjórn heilbrigðismála hefði
að sjálfsögðu átt að vera búin að
reisa fyrir löngu. Ég á þá ósk eina
til trúðanna við Austurvöll að þeir
taki sér Reyni til fyrirmyndar og
sjái um það sem þeir eru kjörnir
til en tali ekki í hel góð mál og
gagnleg eins og til dæmis málefni
Öryrkjabandalagsins.
veit bara ekki hvar ég kemst til
þess.
Vonandi get ég gert það fyrr en
síðar því þetta finnst mér vera
málefni sem engin kona getur lát-
ið framhjá sér fara.
Lýðræðisöflin
ættu að sameinast
Gott friðarframtak