Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 B 3 Góður slakur ÞAD VAR fótt um fína drætti og góöa knattspyrnu þegar KR sigr- aði VíÖi í Garöinum é laugardag- inn. KR-ingar skoruöu tvö mörk gegn engu marki heimamanna. Þetta var fyrsti meistarafiokks- leikurinn é hinum nýja og stór- glæsilega grasvelli þeirra Garðsmanna en þaö dugöi þeim ekki til sigurs. „Fall er fararheill", sögöu heimamenn og vonast eftir aö þeirra menn standi sig betur í næsta leik. KR-ingar sóttu mun meira fram- an af leiknum og virtist sem þeir ætluöu algjörlega aö kafsigla heimamenn. Sú varö þó ekki raun- inn því þeir komu meira inn í leik- inn þegar liöa tók á fyrri hálfleikinn og þaö voru reyndar Víðismenn sem áttu hættulegustu marktæki- færi fyrri hálfleiks. Svanur Þor- steinsson var óttalegur klaufi aö skora ekki þegar hann komst einn inn fyrir vörn KR en varnarmaður komst fyrir laust skot hans. Þaö var Ásbjörn Björnsson sem kom KR-ingum á bragöiö snemma í síöari hálfleiknum. Sæbjörn gaf þá fyrir markiö, nokkuö nálægt aö því er virtist, og Ásbjörn var einn viö fjærstöng og negldi í netiö. Skömmu fyrir leikslok var As- björn aftur á feröinni eftir skemmtilegan undirbúning KR- liösins. Júlíus fékk góöa sendingu, lék á einn Víðismann og skaut góöu skoti í stöng og þaöan barst knötturinn fyrir fætur Ásbjarnar sem renndi honum í netið. Greini- legt aö nýja klippingin hjá Ásbirni haföi góö áhrif á hann þvi þetta eru fyrstu mörk hans í Islandsmótinu fyrir KR. Fátt annaö markvert geröist i þessum leik. Bæöi liöin fengu þó tækifæri til aö gera fleiri mörk en þaö tókst ekki aö þessu sinni. Leikurinn var alveg ferlega slakur, þrátt fyrir mjög góöan og glæsi- legan völl og gott veöur til aö leika knattspyrnu. Bestu menn beggja liöa voru bakveröirnir, Hálfdán og Gunnar hjá KR og þeir Klemens og Ólafur hjá Víöi. Einnig átti Ásbjörn góöan dag hjá KR, vinnur vel boltalaus og skoraöi auk þess tvö mörk. Ágúst Már, Björn og Sæ- björn voru allir óvenju slakir hjá KR aö þessu sinni. Hjá Víöi voru allir slakir nema þeir Klemens og Ólafur, Gísli í markinu þurfti lítiö aö gera, hann varöi einu sinni vel en fékk þess í staö á sig klaufamark þegar Ásbjörn skoraöi í fyrra skiptiö. Víöismenn uröu fyrir því óhappi snemma í leiknum aö missa Svan Þorsteinsson útaf meiddan. Siöar kom í Ijós aö hann haföi brotnað rétt ofan viö ökkla. Aö lokum lang- ar mig aö óska Víöi til hamingju völlur leikur meö glæsilegan völl, þaö eina sem þyrfti aö gera hiö snarasta er aö giröa áhorfendur af lengra frá vell- inum þannig aö þeir trufli ekki leik- inn óþarflega og sparki jafnvel í leikmenn eins og geröist á laug- ardaginn. I STUTTU MÁLI: Garösvöllur 1. deild Víöir — KR 0:2 (0:0) Mörfc KR: Ásbjörn Björnsson á 53. min. og 85. min. Gul spjöld: Willum Þór Þórsson, KR. Dómari: Baldur Scheving og dæmdl mjðg vel. Áhorfendun 705. EINKUNNAGJÖFIN: Víöir Gísll Hreiöarsson 2, Einar Asbjörn Ólafsson 2, Ólafur Róbertsson 3, Siguröur Magnússon 2, Guöjón Guömundsson 2, VII- berg Þorvaldsson 2, Guömundur Knútsson (vm. á 28. mín.) 1, Grótar Einarsson 1, Gisli Eyjólfsson 2, Klemens Sæmundsson 3, Daniel Einarsson 2, Svanur Þorsteinsson 1. KR: Stefán Jóhannsson 3, Hálfdán Örlygsson 3, Jósteinn Einarsson 3, Agúst Már Jónsson 1, Willum Þór Þórsson 3, Björn Rafnsson 1, Sæ- björn Guömundsson 1, Júlíus Þorfinnsson 2, Asbjörn Björnsson 3, Gunnar Gíslason 3, Stef- án Pétursson 2. • Áabjörn Björnsson skoraöi tvívegis (Garöinum é laugardaginn. Jóhannes Eövaldsson, þjálfari Þróttar: „Grátlegt aðfáá sig þrjú gjafamörk" „ÞAÐ var grátlegt að fá 4 sig þrjú gjafamörk og al- gjör óþarfi að tapa þessu,“ sagöi Jóhannes Eövalds- son, þjálfari Þróttar, aö leikslokum. „Bæöi liöin „tóku sína sénsa“ i leiknum. Viö vorum 0:2 undir í hálfleik og þá þýddi náttúrlega ekkert að leggjast í vörn. Við uröum aö setja menn fram og þar af leiðandi fengu Þórsararnir aragrúa af færum í seinni hálfleik þar sem vörn okkar var ekki í takt við leikinn. Þaö sem Þróttarliöiö vant- ar aö vita, er hvað þaö er aö vera á toppnum. Þessir strák- ar hafa aldrei unniö neitt, allt- af verið um miðja deild — fyrir þaö geldur liðið,“ sagöi Jóhannes. „Stefnum á toppinn" — sagöi Bjarni Sveinbjörnsson sem skoraði tvívegis í sigri Þórs á Þrótti „VIÐ éttum miklu fleiri færi í leíknum og sigurinn var því sanngjarn. Fyrir leikinn var okkur Ijóst aö nú væri aö duga eöa drepast — þaö þýddi ekkert aö leika eins og viö gerðum gegn KR. Viö stefnum ótrauöir é topp- inn og ég er viss um aó Framarar eiga eftir aö tapa stigum," sagói Bjarni Sveinbjörnsson, Þórsari, eftir aö lió hans hafói sigraö Þrótt veröskuldaó, 3:2, é Akureyri é sunnudagskvöld. Bjarni skoraöi tvö mörk í leiknum. Leikurinn fór rólega af staó — Þróttur var meira með boltann án þess aö skapa sér færi. Atli Helga- son átti þó góöan skalla á 20. mín. sem Baldvin markvöröur Þórs varöi vel í horn. Fyrsta mark Þórs kom svo á 27. mín. Jóhann Hreið- arsson fyrirliöi Þróttar var aö „dúlla“ meö knöttinn ti hliöar viö vítateiginn, Kristján Kristjánsson kom aövífandi og náöi af honum knettinum — sendi fallega á Bjarna Sveinbjörnsson sem var rétt innan teigs og Bjarni sendi knöttinn af öryggi framhjá mark- veröinum. Bjarni skoraöi aftur tíu mín. síö- ar — og aftur var þaö eftir send- ingu Kristjáns. Hann fókk knöttinn rétt utan teigs aö þessu sinni, rakti hann aöeins áfram og skaut síöan fallegu skoti yfir markvöröinn í net- iö. f lok hálfleiksins fengu Þróttarar gulliö tækifæri til aö minnka mun- inn. Mikill darraöardans var inni í teig Þórs — Þróttarar hleyptu tví- vegis af en Júlíus Tryggvason var réttur maður á réttum staö — varöi í bæöi skiptin á línu. Þórsarar fengu urmul af tæki- færum í síöari hálfleiknum en markió var ekki alltaf á réttum staö! Skot þeirra fóru annaö hvort rétt utan eöa yfir markrammann eöa þá í ramman sjálfan. Ekki heföi veriö ósanngjarnt aö eitthvaö af þessum skotum heföi lent í markinu og sigur þeirra heföi átt að verða talsvert stærri en hann varö í lokin. Þróttarar minnkuöu muninn á 52. mín. Varnarmaður Þórs braut á Þór — Þróttur 3:1 einum Þróttaranna rétt innan teigs og Kristján Jónsson skoraöi af ör- yggi úr vítinu sem var dæmt. Þriöja mark Þórs geröi Halldór Áskelsson á 90. mín. leiksins. Bjarni Sveinbjörnsson komst einn inn fyrir Þróttarvörnina — lék á markvörðinn og er tveir varnar- menn komu aövífandi sendi hann knöttinn út i teig á Halldór Ás- kelsson sem þrumaöi honum í tómt markiö. Bjuggust vallargestir viö aö Halldór ætti þar meó síöasta oröiö en svo var ekkj. Mjög slakur dóm- ari leiksins, Ragnar Örn Pétursson, bætti af einhverjum óskiljanlegum ástæðum á þriöju mínútu viö teik- tímann og skömmu áöur en hann flautaöi til ieiksloka náöu Þróttarar aö minnka muninn ööru sinni. Ár- sæll Kristjánsson skallaöi þá knöttinn í netiö eftir hornspyrnu. Þórsliöiö lék vel í heildina. Bjarni og Halldor voru aö öörum ólöstuö- um bestu menn liösins, sköpuöu hvaö eftir annaö mikla hættu viö Þróttarmarkiö. Hjá Þrótti var markvörðurinn Guðmundur Erl- ingsson bestur. Bjargaöi sínum mönnum frá stærra tapi. í stuttu móli: Akureyrarvöllur 1. deild. Þór — Þróttur 3:2 (2:0) Mörfc Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson 2 (á 27. og 37. mín.) og Halldór Áskelsson á 90. min. Mörk Þróttar Kristján Jónsson (viti) á 52. mín. og Arsæll Kristjánsson á 91. min. Gul spföld: Jóhann Hreiöarsson og Theódór Jóhannsson, báöir úr Þrótti. Áhorfendur: 890. Dómari: Ragnar örn Pótursson og var hann áberandi slakasti maóur vallarins. Dómar hans voru oft á tiöum furóulegir — og til aö bæta gráu ofan á svart bætti hann tveimur og hálfri minútu viö leiktimann þrátt fyrir aó engar tafir heföu oröiö. Einkunnagjöfin: Þór. Baidvin Guömundsson 3, Sigurbjörn Viö- arsson 3, Siguróli Kristjánsson 3, Nói Björns- son 3, Óskar Gunnarsson 3, Árni J. Stefáns- son 3. Halldór Askelsson 4, Júlíus Tryggvason 3, Bjarni Sveinbjömsson 4, Jónas Róbertsson 3, Kristján Kristjánsson 3. Þróttun Guómundur Erlingsson 4, Arnar Friö- riksson 2, Kristján Jónsson 3, Loftur Ólafsson 2, Arsæll Kristjánsson 3, Pétur Arnþórsson 2, Daöi Haröarson 2, Theódór Jóhannsson 2, Sigurjón Kristinsson 2, Atli Heigason 2, Jó- hann Hreiöarsson 2, Birgir Sigurösson ( vm. lék of stutt). • Bjarni Sveinbjörnsson (númer 9) skýtur aö marki Þróttar í leikn- um é sunnudagskvöld — beint úr aukaspyrnu. Ekki rataói knöttur- inn rétta boðleiö aö þessu sinni, en tvívegis skoraói Bjarni í leikn- um hjé Guömundi markveröi Erl- ingssyní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.