Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1985 • ZotaBudd Budd og Decker mætast i juli ZOLA Budd og Mary Decker munu mætast í 3000 metra hlaupi í London 20. júlí nk., að því er tilkynnt var á sunnudag í London. Frœg var viöureign þeirra á Ólympíuleikunum í fyrra er Decker hrasaði og datt og hœtti keppni og kenndi Budd síðan um allt saman. Síöan hefur hún fyrir- gefið Budd, sem lenti í 7. sssti. Þær hafa ekki mæst á hlaupabrautinni síöan í Los Angeles. „Ég er mjög spennt aö fá aö mæta Mary á ný,“ sagöi hin 19 ára Budd á sunnudag — sólarhring eftir aö hafa náö besta heimstímanum i ár i 3000 metrunum. Hún fékk tímann 8:44,54 mín., sem er 8 sekúnd- um frá heimsmeti Mary Decker. Budd náði besta tíma ársins í 3000 m hlaupl — á landskeppni Breta, Tékka og Frakka ZOLA Budd náöi besta tíma ársins í 3000 metra hlaupí á laugardag á móti í Gateshead á Englandi, en kempurnar Steve Cram og Steve Ovett töpuöu báöir mjög óvænt. Hin 19 ára Budd hljóp berfætt aö venju, og timi hennar var 8:44,55 min. Þetta var í lands- keppni Bretlands, Frakklands og Tékkóslóvakíu sem fram fór í þessum mikla frjálsíþróttabæ. Jarmila Kratochvilova, sem á heimsmetiö bæöi í 200 og 400 m hlaupi, sigraöi í báöum þeim greinum. Tímar hennar voru 22,73 sek. og 51,88 sek. Tókkó- slóvakía sigraöi í kvennakeppn- inni á mótinu meö 118 tig, Bret- land fékk 110 og Frakkland 84. í karlakeppninni sigruöu Frakkar meö 155,5 stig, Bretar hlutu 148,5 stig og Tékkar 118. Steve Cram tapaöi mjög óvænt í 800 m hlaupinu, en hann hlaut silfurverölaun i greininni á Ólympíuleikunum í fyrra. Lítt þekktur Skoti, Tom McKean, 21 árs, komst fram úr Cram á siö- ustu metrunum og sigraöi á 47,25 sek., sem er besti tími McKean til þessa. Þetta var ann- aö tap Cram i 800 m hlaupi á 8 dögum, en inn á milli hljóp hann 1500 m í Ósló og náöi þar þriöja besta árangri frá upphafi í þeirri grein. Heimsmethafinn í 1500 m hlaupi, Steve Ovett, varö að lúta 1. deild kvenna í knattspyrnu: Stórsigur Vals á ísafiröi — KR vann KA en tapaði fyrir Þór ÞRÍR leikir voru í 1. deild kvenna um helgina. Tveir þeirra reyndar é föstudagskvöldið og síðan einn é sunnudag. Á föstudag sigraöi Valur ÍBÍ fyrir vestan, 7:1, og KR sigraði KA é Akureyri, 2:0. Á sunnudag léku svo Þór og KR é Akureyri og sigruðu Þórsstúlk- urnar, 2:1. Yfirburöir Valsstúlknanna voru miklir á Isafiröi. Sigurinn heföi jafnvel getaö oröiö enn stærri. Staöan í leikhléi var 3:1 en sunn- anstúlkurnar bættu svo fjórum mörkum viö eftir hlé. Eva Þóröar- dóttir geröi 2 mörk, Guörún Sæ- mundsdóttir 2 (annaö úr víta- spyrnu) og Margrót Óskarsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir geröu eitt mark hvor. Eitt marka Vals var sjálfsmark þeirra ísfirsku. Vert er aö geta eins Valsmarksins sér- staklega. Guörún Sæmundsdóttir skoraöi þaö og þaö var hiö fimmta í röðinni. Þrumuskot hennar beint úr aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan teig lenti efst í markhorn- inu. Eina mark ÍBÍ geröi Harpa Björnsdóttir. Leikur KA og KR var jafnari en úrslitin gefa til kynna. KA-stúlkurn- ar fengu nokkur færi en tókst ekki aö skora. Þaö var Arna Steinsen sem skoraöi bæöi mörk KR. Þórs-sigurinn á KR á sunnudag var mjög sanngjarn. KR skoraöi reyndar fyrsta markiö eftir aöeins tæplega þrjár mínútur. Þar var aö verki Sigurbjörg Haraldsdóttir sem skoraöi meö góðu skoti frá vítateig upp í nærhorn. Þórdís Siguröar- dóttir, markvöröur Þórs, haföi hönd á knettinum en náöi ekki aö verja. Fyrir leikhlé náöi Anna Ein- arsdóttir aö jafna fyrir Þór meö marki úr vítaspyrnu. Hún var dæmd eftir aö brotiö haföi veriö á Ingu Huld Pálsdóttur innan teigs. Anna Einarsdóttir var síðan aft- ur á feröinni í síöari hálfleik er hún skoraði sigurmark Þórs. Skoraöi þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Val- geröar Jóhannsdóttur. Staöan í 1. deild kvenna er sem hér segir: IA Breiöablik Þór Ak. KR Valur KA ÍBK ÍBÍ 26:3 28:5 9:13 10:13 12:10 1:3 3:26 5:21 Markahæstar í 1. deild kvenna eru þessar: Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK 9, Erla Rafnsdóttir UBK 9, Laufey Sigurðardóttir, ÍA 8, Ásta M. Reyn- isdóttir, UBK 7, Ragnheiöur Jóns- dóttir, ÍA 6, Anna Einarsdóttir, Þór Ak. 5, Halldóra Gylfadóttir, ÍA 4, Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA 3, Ásta Benediktsdóttir, ÍA 3, Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBI 3, Eva Þórðardóttir, Val 3, Guörún Sæmundsdóttir, Val 3, Ragnhildur Skúladóttir, Val 3, Arna Steinsen, KR 3, Inga Birna Hákonardóttir, ÍBK 3. í lægra haldi fyrir landa sínum Chris McGeorge, sem sigraði á 3:50,50 mín. „Ég hef ekki lagt neina áherslu á hraöaæfingar á keppnistímabilinu þannig aö ég er ekki mjög vonsvikinn þrátt fyrir tap,“ sagöi Ovett viö frótta- mann AP eftir mótiö. Vestur-Þjóðverjinn Michael Gross: Tvö heimsmet á tveimur dögum VESTUR-Þjóðverjinn Michael Gross, Ólympíumeistarinn fré því í fyrra, setti nýtt heimsmet í 200 metra flugsundi é laugardag — synti vegalengdina é 1:57,01 mín. é vestur-þýska meistaramótinu í Remscheid. Heimsmetiö átti Ástralinn Jon Sieben, sett á Ólympíuleikunum f Los Angeles í fyrrasumar, 1:57,04. Gross, sem er 21 árs, átti heimsmetið þar til Sieben bætti þaö í ólympíusundlauginni í fyrra. Þetta var annaö heimsmet Gross á jafnmörgum dögum — á föstudag- inn synti hann 400 metra fjórsund á 3:47,80 mín. — og bætti þar meö gamla metiö sem Vladimir Salnikov frá Sovétríkjunum átti, en það var 3:48,32, sett 19. febrúar 1983. Gross á tvö önnur heimsmet, í 100 metra flugsundi og 200 m fjór- sundi. Bæöi metin setti hann á Ólympíuleikunum í fyrra og sigraöi þar í báöum greinum. Frábært gotf í Mónakó — Skotinn Sam Torrance sigraöi naumiega SKOTINN Sam Torrance sigraði é opna Monte Carlo-golfmótinu sem lauk é sunnudaginn — og fókk fyrir það 25.000 dollara. Hann notaöi einu höggi minna é 72 holunum en Isao Aoki fré Jap- an, sem varö í öðru sæti. Torr- ance sló 264 högg, Aoki 265. Aoki fékk 16.500 dollara í verðlaun. Torrance fór síöasta hringinn á 70 höggum, einu yfir pari, og fór samanlagt á 12 undir pari. Völlur- inn er par 69, 5.656 metrar á lengd, á fjallinu Agel fyrir ofan Mónakó. Þetta var 11. sigur Torr- ance á móti í Evrópu og hans 16. sigur sem atvinnumanns. Aoki fór síöasta hringinn einnig á 70 höggum. Aoki púttaöi af 12 metra færi á síðustu holunni — og heföi hann sett ofan í heföu þeir Torrance þurft aö heyja einvígi um fyrsta sætið. Litlu munaöi — púttiö var aöeins of fast og kúlan skopp- aöi yfir holuna! „Ég er afskaplega ánægöur," sagöi Torrance eftir sigurinn. Hann mátti líka vera þaö. Þriöja hringinn — sem leikinn var á sunnudags- morgun — fór hann á aöeins 62 höggum, 7 undir pari, sem er frá- bær árangur. Hann sagöist myndu slappa af í sólinni í Mónakó i fáeina daga — „og síöan fer ég til Parísar til aö taka þátt i opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudag." Ástæöa þess aö jriöja og fjóröa umferö mótsins í Cowans og Rideout til Bari ÍTALSKA knattspyrnufélagið Bari, sem vann sig upp í 1. deild í vor, hefur keypt ensku knattspyrnumennina Gordon Cowans og Paul Rideout fré Aston Villa, eins og viö sögð- um að líklegt væri. Gengíö var fré kaupunum í Englandi um helgina. Talsmaöur Bari sagöi um helgina aö Cowans fengi 90.000 pund í árslaun en Ride- out 40.000. Mónakó fór fram sama dag var sú aö fresta varö keppni fyrsta dag- inn — á fimmtuag, vegna þoku. Úrslit á mótinu (efstu menn) uröu þessi: Sam Torrance, Skotlandi, (69-63-62-70) 264 Isao Aoki, Japan (63-68-64-70) 265 Sandy Lyte, Skotlandi (67-69-65-66) 269 Robert Lee, Englandi, (61-68-73-69) 271 Ðernard Langer, V-Þýskalandi, (69-69-67-67) 272 Gary Player, Suóur-Afríku, (68-67-70-67) 272 Torrance fékk 25.000 dollara fyrir sigurinn eins og áöur segir, Aoki fékk 16.500 dollara fyrir 2. sætiö, Sandy Lyle fékk 9.300 doll- ara, Robert Lee 7.500 og Bernard Langer og Gary Player 5.800 hvor. • Hansi Múller Cerezo til Atalanta? ÍTALSKA 1. deildar félagiö í knattspyrnu, Atlanta fré Berg- amo, er nú að reyna að kaupa brasilíska landsliðsmanninn Ton- inho Cerezo fré Roma og hefur gert Rómarliöínu tilboð. Avellino var í samningaviöræðum við Roma um að næla í kappann, en forréöamenn liösins ékvéðu siö- an að halda sínum útlendingum, Perúmanninum Geronimo Barba- dillo og Ramon Diaz fré Argent- ínu. Cerezo sagöi í símaviötali frá Brasilíu, aö hann yfirgæfi Roma aöeins ef hann fengi háa fjárupp- ____ *-*•’ '“lanaskÍDtin Rcma er nú á eftir pólska framherjanum Zbigniew Boniek, sem undanfarin ár hefur leikiö meö Juventus. Þá má geta þess, að Roma hefur enn ekki endurnýjaö samninginn viö Brasilíumanninn Paolo Roberto Falcao. Udinese er nú á höttunum eftir Vestur-Þjóöverjanum Hansi Mull- er, miövallarleikmanninum knáa, sem í fyrra lék meö Como, en þar áöur með Inter Milan (eftir aö hann kom frá Stuttgart í Þýskalandi). Oddur annar PETRU Dragonescu, Rúmeníu, sigraði Bandaríkjamanninn Steve Scott og Nýsjélendinginn Johnníe Walker mjög naumlega í 800 m hlaupi é alþjóðlegu móti í Larvik í Noregi é laugardags- kvöld. Tími Dragonescu var 1:47,0. Scott var með Vio úr sek. é eftir honum. Oddur Sigurösson keppti á mót- inu í 200 metra hlaupi og varö hann í ööru sæti. Hljóp á 21,9 sek- úndum. Sigurvegari varö Banda- ríkjamaöurinn Mike Franks á 21,0 sek. A-riöill 3. deildar: IK með sinn fyrsta sigur SELFOSS heldur enn forystunni í A-riðli 3. deildar eftir að liðið vann góðan sigur yfir HV um helgina. Það var Jón Birgir Krist- jénsson sem skoraði eina mark heimamanna í fyrri hélfleik en í þeim síðari skoraði Gunnar Garö- arsson fyrst og síðan komu tvö mörk sem Lúövík Tómasson geröi og öruggur sigur Selfyss- inga. ÍK-menn unnu sinn fyrsta sigur í mótinu til þessa þegar þeir lögöu Víkinga aö velli, 4:3. Sigurinn mátti ekki tæpara standa því ÍK tryggöi sér sigur á 91. mínútu leiksins. Þaö var Reynir Björnsson sem skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir ÍK, sér- lega glæsilegt mark hjá þessum unga leikmanni. Magnús Einars- son jafnaöi fyrir Víkinga en Gunnar Guömundsson kom ÍK aftur yfir á sömu mínútunni. Guðjón Guö- mundsson, þjálfari ÍK, kom liöi sínu síöan í 3:1 með fallegu marki í byrjun síöari hálfleiks. Þegar skammt var til leiksloka fengu Vík- ingar tvær vítaspyrnur á stuttum tíma. Gunnar Örn Gunnarsson skoraöi í annarri tilraun í fyrra vít- inu en Halldór Gíslason skoraöi af öryggi í síöari spyrnunni. Ólafur Petersen tryggöi ÍK sinn fyrsta sig- ur af stuttu færi alveg í lok leiksins. Grindvíkingar áttu ekki í erfiö- leikum meö Ármenninga þegar þeir fengu þá í heimsókn um helg- ina. Símon Alfreösson skoraöi tvi- vegis og þeir Guðni Bragason, Hjálmar Hallgrímsson og Ragnar Eövarösson eitt hver í 5:0 sigri sem allt eins heföi getaö oröiö stærri. Þaö var Þórhailur Guöjónsson sem skoraöi bæöi mörk Stjörn- unnar þegar liöiö sigraöi Reyni frá Sandgeröi, 2:0, á laugardaginn. Leikur þessi heföi allt eins getaö endaö meö stærri sigri ef öll færi hans heföu veriö nýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.