Morgunblaðið - 02.07.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLADID, ÞRIQJUDAGUR 2. JOU 1985
Argentínumenn
fara til Mexíkó
— geröu jafntefli við Paraguay. Brassar líka áfram
ARGENTÍNUMENN tryggðu sér
sæti í úrslitakeppni heimsmeist-
arakeppninnar { knattspyrnu (
Mexíkó nœsta sumar á sunnudag
er þeir gerðu jafntefli, 2:2, við
Perú í Buenos Aires.
Perú varð aö vinna tii að komast
beint i úrslitakeppnina. Liöiö fær
þó annaö tækifæri, leikur um sæti
í Mexíkó-keppninni viö Chile. Sig-
urvegarinn úr þeirri viöureign þarf
síöan aö mæta annaö hvort Para-
guay eöa Kólombíu, og sigurveg-
arinn úr þeim leik kemst síöan til
Mexíkó.
Fyrsta mark leiksins í Buenos
Aires skoruöu Argentínumenn á
12. mín. Pedro Pasculli var þar aö
verki. En Jose Velazques náöi aö
jafna metin á 23. mín. og Geron-
imo Barbadillo kom Perú yfir á 39.
mín.
• Daniel Passarella jafnaöi fyrir
Argentínumenn.
Stuttar erlendar...
Sutton þénaðl
vel í Memphis
Hal Sutton sígraði á St. Ju-
de-Memphis-mótinu ( golfi (
Mephis, Tennessee í Bandaríkj-
unum um helgina og hlaut
90.000 dollara í verðlaun. Par
vallarins er 72, hann er 7.282 m
langur.
Sutton fór siöasta hringinn á
65 höggum, 7 höggum undir pari
vallarins, en David Ogrin sem
haföi forystu fyrir síöasta hring
lók á 71 höggi. Þeir uröu jafnir á
279 höggum samtals, en Sutton
sigraöi síöan í bráöabana. David
Ogrin hlaut 54.000 dollara í verö-
laun fyrir annaö sætiö.
f þriöja sæti uröu jafnir Gil
Morgan og Russ Cochran (290
högg og 29.000 dollara hvor),
Bob Tway og Tony Sills léku á
281 höggi (19.000 dollarar hvor).
Jimmy Paul heimsmeist-
ari í léttvigt hnefaleika
Jimmy Paul endurheimti um
helgina heimsmeistaratitilinn i
léttvigt hnefaleikanna (hjá al-
þjóöa hnefaleikasambandinu) er
hann sigraöi Robin Blake í Las
Vegas.
Paul sló Blake niöur í 9. lotu
og lét hann síöan hafa þaö
óþvegiö allt þar til viöureignin var
stöövuö er skammt var til loka
14. lotunnar.
Dómarinn batt enda á bardag-
ann er Blake sneri sér viö og
gekk burt frá Paul eftir vel útilát-
iö högg. Haföi greinilega fengiö
nóg og gerði sér grein fyrir því
sjálfur.
Þetta var fyrsti ósigur Blakes i
30 viöureignum eftir aö hann
geröist atvinnumaöur. Paul, sem
19 sinnum hefur sigraö andstæö-
ing sinn á rothöggi, hlaut
125.000 fyrir sigurinn en Blake
fékk 60.000 dollara.
Ferguson vann dýf-
ingamót í Svíþjóð
Bandaríkjamaöurinn Kent
Ferguson sýni frábæra hæfileika
og sigraöi i dýfingakeppni í Sví-
þjóö um helgina, sænska bík-
armótinu. Hann sígraöi Jose Luis
Rocha frá Mexíkó auöveldlega í
úrslitum mótsins.
Ferguson fékk 612,55 stig í úr-
slitunum, en Rocha, sem sló út
Bandaríkjamanninn Ron Mayer i
undanúrslitunum, fékk 565,50
stig.
Britta Baldus sigraöi í kvenna-
flokkinum, sigraöi löndu sína, Si-
Ike Toellner (báöar frá Austur-
Þýskalandi) 447,25 — 433,65.
Þaö var svo ekki fyrr en tíu mín.
fyrir leiksiok aö Daniel Passarella,
hinn kunni fyrirliöi Argentiumanna,
jafnaöi fyrir liö sitt og tryggöi því
þar meö farseöilinn til Mexíkó.
Jafnt í Brasilíu
Brasilía og Bólivia geröu jafn-
tefli, 1:1, á sunnudag, einnig í und-
ankeppni HM. Leikiö var á Moru-
bi-leikvanginum í Sao Paulo. Leik-
urinn skipti engu máli í sjalfu sér,
Brasilía haföi þegar tryggt sér sig-
ur í 3. riöli Suöur-Ameríku, en
Paraguay er í riölinum auk liöanna
tveggja sem áttust þarna viö.
Brasilíumenn höföu tryggt sér rétt
til keppni í Mexíkó næsta sumar á
undan er liöiö geröi 1:1 jafntefli viö
Paraguay í Rio de Janeiro, og Bóli-
víumenn áttu enga möguleika á
sæti í úrslitakeppninni.
Brasilíumenn komust yfir á
sunnudag meö marki Careca á 19.
mínútu, en á 74. mínútu náöu Bóli-
víumenn aö jafna meö marki
Sanchez.
Brasilíumenn fengu 6 stig úr
leikjum sínum í riölinum, Paraguay
4 og Bólivía 2.
Þess má geta aö Brasilíumenn
hafa leikiö í öllum úrslitamótum
heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu frá upphafi, síöan
keppnin var sett á laggirnar áriö
1930, og er eina þjóöin sem þaö
hefur afrekaö. Brassarnir hafa þrí-
vegis hampaö heimsmeistarabik-
arnum, 1958, 1962 og 1970.
Sampdoria vann
fyrri úrslita-
leikinn í Mílanó
SAMPDORIA sigraöi AC Milano
um helgina ( fyrri leik liöanna í
úrslitum ítölsku bikarkeppninnar
í knattspyrnu. Leikið er heima og
að heiman — og fór leikurinn um
helgina fram á heimavelli AC Mil-
ano, þannig að Sampdoria stend-
ur mjðg vel að vígi.
Þaö var skoski miövallarleik-
maöurinn frábæri, Graeme Soun-
ess, sem stjórnaöi liöi Sampdoria
eins og herforingi og hann skoraöi
eina mark leiksins á 24. mín.
Hættulegasta marktækifæri
Milano-liösins átti Englendingurinn
Mark Hately — átti þrumuskot i
þverslá marksins í fyrri hálfleik.
Enski landsliösframherjinn hjá
Sampdoria, Trevor Francis,
meiddist illa á fæti á 59. min. leiks-
ins og var af leikvelli.
Síöari leikur liöanna i bikarúr-
slitunum veröur á heimavelli
Sampdoria í Genúa annaö kvöld.
Opna bandaríska mótið í borðtennis:
Þau „bestu“ náðu
ekki að sigra
CHENG Yinghua frá K(na sigraði í
einliöaleik karla á opna banda-
ríska meistaramótinu í borðtenn-
is á Miami Beach í Flórída á laug-
ardag. Hann bar sigurorð af
Wen-Chia Wu frá Taiwan, sem
sigraöi á mótinu í fyrra, í úrslita-
leiknum.
Cheng sigraöi Wen-Chia, 21:18,
21:15, 21:14. Kínverjar tóku ekki
þátt í mótinu í fyrra er Wen-Chia
sigraöi.
I undanúrslitunum fyrr um dag-
inn haföi Wen-Chia sigraö Kínverj-
ann Jiang Jialiang — sem talinn er
sá besti í heiminum í dag, 21:18,
21:18, 16:21, 21:19. Cheng sigraöi
hins vegar í undanúrslitunum At-
anda Musa frá Nígeríu, 21:14,
21:12, 13:21, 21:11.
Þetta er einnig slæmur dagur
fyrir besta kvenmanninn í heimi,
kínversku stúlkuna Cao Yanhua.
Hún tapaöi í úrslitunum fyrir landa
sínum Li Huifeng, 21:11, 21:13,
21:15. Li var 44. á lista yfir bestu
spilara í heiminum sem nýlega var
gefinn út.
Evrópumeistaramótið í golfi:
íslendingar lentu
í neðsta sætinu
ÍSLENSKA landsliðiö f golfi sem
þátt tók ( Evrópumeistaramótinu
sem fram fór í Svíþjóð um helg-
ina stóð sig ekki eins vel og
menn höfðu gert sér vonir um.
Liðið hafnaöi í neösta sæti og er
það í fyrsta sinn i nokkuö mörg ár
sem það geríst.
Liðinu gekk illa í forkeppninni og
hafnaöi þar í 16. sæti sem þýddi
aö liöið lék viö Belgíu um þaö
hvort liöið léki um 16. til 17. sætiö
í mótinu. island tapaöi nokkuö
óvænt fyrir Belgum og lék því um
18. til 19. sætið á mótinu viö
Tékka, en þaö var eina Austur-
Evrópuþjóöin sem sendi keppend-
ur á þetta mót.
Leikurinn viö Tékkóslóvakíu
gekk ekki upp heldur og tapaöist,
3:4, og þar með hafnaöi liöiö í
neösta sæti mótsins. Arangur liös-
ins veldur miklum vonbrigöum sér-
staklega þar sem menn geröu sér
vonir um aö liöiö næöi aö leika í
B-riöli keppninnar en þaö tókst
ekki og neösta sætiö varö staö-
reynd.
• Sigurður Pátursson, GR, lák á
150 höggum ( höggleiknum og
varö ( 22. sæti. fslenska liðinu
gekk mjög illa á mótinu.
• Hugo Sanchez.
Real
bikar-
meistari
REAL Madrid varö um helgina
spænskur bikarmeistari (
knattspyrnu. Liðið sigraði At-
letíco Bilbao, 2:1, í úrslitaleik á
Maracana-leíkvanginum (
Madríd. Áhorfendur voru
110.000.
Þaö var mexíkanski leikmaö-
urinn Hugo Sanchez sem skor-
aöi bæöi mörk Madrid-liösins.
Þaö fyrra úr vítaspyrnu. Eina
mark Bilbao-liösins geröi Julio
Salinez.
Sigur þessi var nokkur sára-
bót fyrir Madrid-menn þar sem
liöinu haföi ekki gengiö vel i
deildarkeppninni í vetur — og
þurftu þeir eins og öllum er
kunnugt aö horfa á eftir meist-
aratitlinum til höfuöandstæö-
inganna, Barcelona.