Tíminn - 19.09.1965, Qupperneq 1

Tíminn - 19.09.1965, Qupperneq 1
7 V O F A L.T EINANORUNAR z'-.ir n i«• y nv;in r-»f»r h*no-s NTB—H<mg Kong og Nýju Delhi, laugardag. Indverska varnarmálaráðuneyt- I?S tilkynnti í morgun, að kín- verskt herlið hefði verið flutt til ýmissa staða nálægt indversksí vemdarsvæðinu Sikkim, en landa- mæri þess liggja að Kína. Þá upp lýsti ráðuneytið einnig, að kín- verskt herlið hefði einnig verið sent til Demchok-svæðisihs í La- dakh á vesturhlið Himalayalanda- mæranna, en þar börðust Indverj- ar við Kínverja, þegar Kínverjar gerðu árás 1962. Ekki er Ijóst, hversu mikið herlið er um að aæða. Þá ákærði Dagblað Alþýðunnar í Peking Sovétríkin í dag fyrir að reyna að blása á eld deilunnar miiri fndlamds og Pakistans. Leiðtogar margra ríkja eru mjög uggandi vegna úrslitakosta þeirra, sem Kínverjar sendu Ind- verjum aðfaranótt föstudagsins, en fresturinn, sem þeim var gef-' inn til þess að rifa niður' her- stöðvar sínar á landamærunum, rennur út á sunnudagsnóttina. Eru flestir á þeirri skoðun, að orð sending Kínverja sé meira en orðin tóm, og að Kínverjar muni líka hefja einhverjar takmarkaðar aðgerðir. Aftur á móti telja flest- ir, að Kína vilji komast hjá deilu eða hernaðarátökum við Banda- rikin — en það gæti einmitt orðið afleiðingin af víðtækri árás Kin- verja á Indland. Stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna hafa náið samband við hvora aðra um þessi mál, og eru mjög uggandi út af ógnun Kín- verja. Lögreglan leitar aS skothylkjum á morðstaðnum við Værmlands- gade, en þar voru tveir lögreglu mannanna myrtir. Ttl vtnstri er lögreglubifreiðin. (Sfmamynd). Fjórir lögreglumenn skotnir við Kastrup Víðtækustu mannaveiðar í sögu Kaupmannahafnarlögreglu standa yfir NTB—Kaupmannah., laugard. Fjórir danskir lögreglumenn voru skotnir til bana stiemma í morgun á Amager fyrir sunn an Kaupmannahöfn, skammt frá Kastrup-flughöfninni. Ekki er enn vitað, hvers vegna lög reglumemnirnir, sem líklega voru skotnir með vélbyssu, voru myrtir, né heldur hefur lögreglan annað spor að fara eftir í málinu en það, að glæpa Bændur halda bústofni sínum í horfinu í haust MB-Reykjavík, laugardag. Líkur eru til þess að bændur muni yfirleitt halda bústofni sín- um í horfinu í haust. Horfur eru á því að bændur austanlands muni ekki þurfa að fækka bústofni sín- um að ráði, en nauðsynlegt cr að brýna fyrir mönnum um allt land að setja mjög varlega á í haust, þar eð búast má við að miklum erfiðleikum verði bundið að fá nokkurt hey keypt, þegar líður á veturinn. Nú hafa fengizt loforð fyrir um 5000 hestburðum af gjafaheyi eða andvirði þeirra. Þetta kom fram í viðtali,' sem blaðið átti við dr. Halldór Páls- son, Búnaðarmálastjóra, í dag. Við spurðum dr. Halldór um horf- ur í búnaðarmálum nú á haust- nóttum. — Hvernig eru horfur um ásetn ing í haust hjá bændum almennt? — Ég geri ráð fyrir að bændur reyni að halda hústofni sínum. Ég geri varla ráð fyrir að mikill áhugi verði fyrir fjölgun fénaðar, en heyskapur hefur verið góður á meginhluta landsins, en erfiður, eins og öllum er kunnugt, aust- anlands vegna kals og grasleysis, en nú er unnið að því af kappi að útvega hey, handa þeim sem þess óska austanlands. En þetta verður til þess, að fénaðareigend- ur, hvort heldur þeir eiga heima í sveitum eða kaupstöðum, hér á sunnan og vestanverðu landinu, verða að vera mjög fyrirhyggju- samir á þessu hausti og mega und- ir engum kringumstæðum setja á í óvissu. Venjan hefur verið sú, að nokkrir menn hafa haft hey af- lögu og sumir beinlínis framleiða hey til sölu. En n.ú má búast við því aö þorri slíkra manna selji öll sín umframhey í haust, þannig að þeir menn, sem ekki verða nógu fyrirhyggjusamir til þess að birgja sig upp með hey nú á haust- nóttum, geta orðið í mikilli hættu í vetur. Þess vegna vildi ég mæl ast til þess við alla þá, sem eiga skepnur, hvort heldur eru bændur eða búlausir, í sveit eða kaupstað, að þeir gæti þess fyrst og fremst að setja ekki illa á og treysti þyí ekki, að einhver og einhver verði til bjargar, ef illa fer. — Telurðu horfur á því að bænd ur á þeim svæðum, sem heyskap- ur gekk bezt á hér suðvestanlands, muni fjölga fé að ráði? — Ég held að ekki verði mikið um það, sumir fjölga, en aðrir fækka eitthvað. — En heldurðu að bændur á Austurlandi þori, nú þegar slátr- un er hafin, að treysta svo á að- stoð eða heykaup, í hverri mynd sem það nú verður, að þeir haldi við bústofni sínum? — Þessu er ekki unnt að svara á þessu stigi málsins, vegna þess að sláturtíðin tekur langan tíma fyrir austan. verður ekki lokið fyrr en 10.—20. október, og ég geri ráð fyrir að kalnefndin svo- kallaða verði búin að ganga úr skugga um það þá, hve mikið hey verður fáanlegt hér. Annars er mér ekki fullkunnugt um það, hvaða viðhorf bændur eystra hafa til þessara mála, hvort þeir ætla að kaupa allt það fóður sem þeir þurfa til að viðhalda öllum bú- stofninum, eða hvort þeir kannski fara bil beggja og fækki eitthvað en reyni að halda sæmilegum bú- stofni. Þykir mér ekki óliklegt, að þeir muni margir velja seinni kost inn. — Álíturðu að heybirgðir í land inu í heild séu í meðallagi eða meira? — Ég er nú ekki rétti aðilinn til þess að svara þessari spurn- ingu á þessu stigi málsins, en ég hygg að þær séu í góðu meðallagi. Þetta mál skýrist samt ekki til fulls, fyrr en skýrslur forðagæzlu manna liggja fyrir. En það er ým- islegt, sem þarf að varast, þegar Pramhald ó bls. 14 mennirnir hafi ekið í hvítri bif reið, annaðhvort Simca eða Ford Zephyr. Mestu manna- veiðar í sögu dönsku lögregl- . iwinar hófust þegar. Svo til öll Kaupmannahafnarlö<greglan tekur þátt í leitinni klædd skot vestum og hríðskotarifflum. Sterkur vörður er við alla vegi og er leitað í öllum bifrciðum. Lögreglan á Sjálandi, Lolland —Falster og Suður-Svíþjóð er einnig kölluð út og tekur þátt í leitinni að morðingjanum. Það var á fjórða tímanum i nótt, að lögreglubifreið með tveim lögreglumönnutm frá TSrnby-stöðinni ók eftir göt- um Amager, og var þá eina lögreglubifreiðin á þeim slóð um. Tilkynntu lögreglumenn- irnir, að þeir væru á eftir stór um hvítum bíl, líklegast Simca •sem æki „grunsamlega hratt“. Tveir lögreglubílar aðrir voru sendir til Amager. í öðrum þeirra voru hinir tveir lög- reglumennirnir sem myrtir voru. Var þetta það síðasta, er frá TSrnby-lögreglumönnunum heyrðjst. Hið næsta var, að annar lögreglubíll hafði sam- band við lögreglustöðina og tilkynnti, að þílstjóri einn, mjög æstur, hefði tilkynnt þeim að lögregluþjónarnir tveir lægju dauðir við hlið lögreglubílsins. Maður þessi, Ole Pemö, bóksali, sagði síðar að hann hefði séð stóran hvít- an bíl, líklega Ford Zephyr. Þær upplýsingar, er fyrir Framhalo á 14. sfðu 212. tbL — Sunnudagur 19. september 1965 — 49. árg. ERU KlNVERJAR AD VÍGBÚAST Á LANDAMÆRUNUM?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.