Tíminn - 19.09.1965, Qupperneq 8
SUNNUDAGUR 19. sej&mðter 19C5
☆
8
TÍMSNM
Snemma í vor fékk ég boð frá
stjóm Búlgarska Bændaflokksins,
um að heimsækja Búlgaríu og vera
gestur þeirra þar í landi. Eg
ákvað að taka þessu boði, þó að
ég sæi að vísu þau vandkvæði á,
að erfitt gæti orðið að
koma því svo fyrir, að
slík heimsókn yrði endurgold-
in, sem þó þyrfti að verða, því
þess háttar ferðir ættu að hafa
þann tilgang þýðingarmestan að
kynna gagnkvæmt lönd sín og
viðhorf.
Hefur það verið skoðun mín, að
ekki ætti að standa á okkur vest-
anmönnum ef austanmenn vilja
auka kynni og samskipti, enda
höfum við lengi gagnrýnt þá fyr-
ir að loka sig inni um of.
Með því að nota þetta 'tækifæri,
sem bauðst, gafst mér kostur á
að taka þátt í því mikla starfi,
sem menn í mörgum löndum
eystra og vestra leggja nú af
mörkum, til þess að kynnast, skipt
ast á skoðunum og reyna að auka
samstarf í sem flestum greinum,
en draga úr misskilningi og ótta.
Fjölgar þeim aðilum, sem sjá
að lítil von er um gifturíka lausn
sambúðarvandamálanna á jarð-
kringlu vorri, magni menn sig
slíkum fítonsanda að þeira vilja
ekki kynnast, ef þá greinir á um
markmið og leiðir í þjóðfélags-
njálum.
☆
Búlgarski Bændaflokkurinn eða
Bændasambandið hefur á undan-
förnum árum boðið heim fjölda
stjómmálamanna og forystu-
manna í félagssamtökum bænda
víðsvegar um lönd þ.á.m. mörgum
þekktum stjómmálamönnum á
Norðurlöndum, sem hafa verið
gestir þeirra og sjálfir hafa þeir
þegið heimboð stjórnmálaflokka
og annarra samtaka í1 þessum
löndum mörgum m. a. á Norður-
löndum til þess að kynnast monn-
kosningar fremur en í öðram
löndum eystra. ,
Ómögulegt er fyrir ókunnuga
að meta hvaða áhrif það hefur
á einstaka þætti mála eða út-
færslu meginstefnunnar innan
svona kerfis, að flokkar em fleiri
en einn og stjórna landinu þann-
ig sameiginlega. Mér er heldur
ekki kunnugt um hvaða hliðstæð-
ur við bændaflokkinn búlgarska
er að finna í öðram þessum lönd-
um. Hitt er ljóst af sögunni að
bændaflokkurinn búlgarski hlýtur
að eiga sterkar rætur í landinu,
frá fyrri tíð, enda væri hann sjálf-
sagt ekki til nú ef svo væri ekki.
helztu samstarfsmenn hans einnig
teknir af lífi og var það allt
helzta foringjalið Bændaflokksins,
utan þeir, sem tókst að forða sér
úr landi. Vora ýmsir þeir, sem
fyrir þessu urðu, feður, mæður,
afar eða ömmur þeirra, sem nú
standa fyrir málum í Bænda-
flokknum.
Síðan þetta gerðist mun Bænda
flokkurinn hafa haft samvinnu við
Kommúnista, eftir því sem ég bezt
veit, enda var hin pólitíska bar-
átta ekki úr því háð við kjör-
borðið heldur annarsstaðar, en
einstökum þáttum þeirrar sögu er
ég ekki kunnugur.
okaðir af Tyrkjum eða allt íram
til 1878 og var þá fast að þeim
sorfið^ og heiftarleg barátta oft
háð. Úr þeirri raun sluppu Búlg-
arar 1878 í skjóli þess að Rússar
hófust handa gegn Tyrkjum og
sigraðu þá, og fengu Búlgarar þá
freisi sitt, en frægar sjálfboða-
liðssveitir Búlgara voru í her
Rússa. Því er það, að á aðaltorgi
höfuðborgarinnar Sofia stendur
vegleg stytta af Alexander II
Rússakeisara, en á öðru torgi
stendur grafhýsi Dimittroffs,
kommúnistaleiðtogans. Rússar
hafa bví fyrr en r.ú á síðustu ár-
um komið við sögu Búlgara. Víða
í landi rósanna er það gamall siður í sveitunum að fagna gestum með blómum og bláum klútum.
um og málefnum.
Að nokkru leyti samtímis mer
voru þama á ferð í boði þeirra
forystumenn Austurrísku bænda-
samtakanna. Skilst mér sem heim-
boðum sé ekki hagað eftir því
hvar menn standa í pólitíkinni,
nema þá helzt þannig, að þeir
bjóði þeim fremur en öðrum,
sem láta sig málefni bænda miklu
skipta og samvinnumálefni.
Bændaflokkur Búlgaríu er 60
ára gamall og hefur að baki mikla
baráttusögu. Hefur hann enn
mikla flokksstarfsemi á sínum
vegum. En leiðandi flokkur lands-
ins er Kommúnistaflokkurinn og
fer það ekjcert dult, enda era
þessir flokkar tengdir saman í
toppinn, ef svo mætti segja, í svo-
kallaðri Þjóðfylkingu og hafa sam
eiginlega stefnuskrá eða stefnu-
yfirlýsingu um að koma Socialism-
anum á eða innleiða Kommúnism-
ann, eftir því hvort orðalagið
menn vilja nota
Samið er um ^Vtytingu fram-
bjóðenda milli flokkanna og geng-
ið frá framboðum innan þjóðfylk-
ingarinnar, bæði þeirra, sem vald-
ir eru frá flokkunum eða úr flokk
unum og þeirra, sem Þjóðfylking-
in velur til framboðs meðal hinna,
sem í hvoragum flokknum eru fé-
lagar.
Þjóðfylkingin bíður því fram
ein og ekki um nein samkeppnis-.
framboð að ræða né samkeppnis-
Það dylst engum sem því kynnist,
að flokkurinn hefur dugmiklum
forystumönnum á að skipa.
Um eitt skeið var Bændaflokk-
urinn sterkasti flokkur landsins,
tök öflugan þátt í baráttunni fyrir
stríð, uppreisnum gegn einræði
og skæruhemaðinum_ gegn nazist-
um á stríðsáranum. í innanlands-
ófriðnum hefur samvinna Bænda-
flokksisn og Kommúnista myndast
og hefur hún, að því er ég bezt
veit, staðið aílar götur frá 1923,
en þá gerðust örlagaríkir atburðir
í sögu Búlgara, sem snertu mjög
Bændaflokkinn.
Flokkurinn hafði 1920 náð
hreinum meirihluta í almennum
þingkosningum, þ. e. upp úr heims
styrjöldinni fyrri, því þá stóð svo
um skeið, að venjulegar kosning-
ar gátu farið fram, en af þeim
hafa Búlgarar annars haft lítið að
segja. Forustuna hafði Alexander
Stramboliisky, sem frægastur hef-
ur verið brautryðjenda í þessum
flokki.
Urðu þá hörð átök um jarð-
eignaskiptingu og mörg fleiri mál-
efni. Fór svo árið 1923, að gert
var samsæri gegn ríkisstjórninni,
með tilstyrk hers og konungsvalds,
en þá hafði ríkisstjórnin einmtt
fengið staðfestan meirihluta sinn
í kosnngum. Formaður Bænda-
flokksins, forsætisráðherrann
Strambóliisky var myrtur og
Dálítið mun hafa verið linað á
harðræðinu í Búlgaríu í nokkur
ár og Bændaflokkurinn leyfður
uní skeið, ásamt öðrum flokkum,
en fljótlega sótti í sama horfið,
og 1934 voru affir pólitískir flokk-
ar í Búlgaríu ieystir upp og bann-
aðir og einræði innleitt, og því
síðan beitt þannig, að landið
tengdist Þýzkalandi nazismans og
héldu nazistar landinu í greipum
sér, unz þeir biðu ósigur í styrjöld
inni.
Allan þennan tíma linnti víst
tæpast skærahernaði í landinu,
sem magnaðist þó mest á stríðs-
árunum, og hertist í þessum átök-
um á samstarfi Bændaflokksins og
Kommúnistaflokksins. Skæralið-
arnir urðu síðan samherjar Rauða
hersins, en það féll í hans hlut
að fást við nazistaherinn í Búlga-
ríu.
☆
Segja má að Búlgaría hafi verið
vígvöllur lengst af, enda á kross-
götum í átökum þjóðanna um a!d-
ir. Slavnesku þjóðirnar, Búlgarar
sjálfir os Rússar sóttu að norðan.
Grikkir Rómverjar og Tyrkir að
sui na: ýmist hefur Búlgaría ver-
ið stórveldi eins og t. d. um það
leyti, sem fsland var að byggjast
og svo aftur löngu síðar - eða
undirokuð af öðrum þjóðum
I í OO ár voru Búlgarar undir-1
í Búlgaríu standa minnismerki
um Rauða heriin og þátt hans í
því að reka nazista út úr land-
inu í síðustu styrjöld, og minnis-
merki um þátt Rússahers í því að
frelsa þjóðina úr klóm Tyrkja
1878. Sumstaðar standa þessi
merki nálega hlið við hlið eins
og t. d. í Plovdiv, sem er önnur
stærsta borg landsins. Er annað
minnismerkið reist 1956 en hitt
1882. Allt hefur þetta átt ríkan
bátt í að móta viðhorf Búlgara
til Rússa og sterk tilhneiging til
samstarfs við Rússa átti langan
og mikinn aðdraganda í landinu,
löngu áður en hh'ðstætt stjóm-
arfar hnýtti þjóðirnar saman. í
samskiptum þéssara þjóða bland-
ast áreiðanlega með ýmsu móti
saman gamalt og nýtt. Þegar
Kruhsjov heimsótti Búlgaríu, lét
hann gefa gull á þak aðalkirkj-
unnar í Sofia. En sú 'cirkja er
nefnd eftir Alexander Nevski,
rússneskri striðshetju, sem tekin
var á sínum tíma í heilagra manna
tölu.
Þessi fáu orð um einstaka þætti
úr mikilli sögu Búlgara gefa lé-
lega mynd það veit ég vel, en
þó ætti að mega af þessu sjá bet-
ur ýmislegt i samhengi, og sumt
af þessu hygg ég nauðsynlegt að
hafa mjög fast í huga til þess að
i skilja það, sem er að gerast og
I gerzt hefur Búlgara.
Allar voru móttökur í Búlgawi
með ágætum og má skipta í tvo
þætti því, sem gerðist í ferðinni.
Annars vegar dvöl í Sofia og
he msókn í höfuðstöðvar Bænda-
fiokksins og viðræður þar.
Hinsvegar ferðalag um landið, til
þess að kynnast því og fólkinu,
eftir því sem við varð komið, og
stýrði dómsmálaráðherrann, Peter
Tanchev ferðinni, en hann er einti
af leiðtogum Bændaflokksins og
einn af ráðherrum hans í stjóm-
inni.
Ekið var um landið endilangt
frá Sofia til Burgas við Svarta-
hafið og þaðan norður á bóginn
til Varna, þar sem er athafna-
stöð mikil einnig við Svartahafið,
en flogið aftur til Sofia.
Ferðalag þetta fór fram með
mikilli rausn og var fólki stefnt
til móts við okkur í þeim hér-
uðum, sem leiðin lá um. Hittum
við þannig fjölda fólks úr mörg-
um stéttum. Var þar margt leið-
toga í héruðum, þingmenn, for-
ráðamenn fyrirtækja, verksmiðja
og samyrkjubúa, og starfsfólk
samyrkjubúa, fiskimenn o.s.fm.
Fannst okkur mikið til um hve
mottökurnar voru alúðlegar
og fólkið blátt áfram. Fólk-
ið er glaðvært og hlý-
legt — og suðrænt í fasi.
Það ann söng og músik og þjóð-
dansar era ofarlega á baugi. Það
dylst heldur engum, sem hittir
þetta fólk, að það er fullt af áhuga
um framkvæmdir sínar og engir
veifiskatar, enda margt af því hert
við þungar raunir og mikil átök
— ekki sízt skæruhernað stríðs-
áranna. Því verður tíðrætt um
verkefni sín og friðinn, því það
hafi fengið meira en nóg af
styrjöldum og baráttu, og hefur
einnig mikinn áhuga á að heyra
hvað annarsstaðar er verið að
gera.
Auðvitað er með öllu óhugs-
andi að hægt sé að kynnast þann-
ig á nokkram dögum kjöram al-
mennings, aðbúnaði og viðhorfum
með heilli þjóð, að hægt sé að
gefa af heildarmynd, hvað þá að
koma við samanburði við aðra,
enda dettur mér ekki hug að
reyna slkt. En yfirleitt var sterk-
ur framfarablær á því, sem fyrir
augu bar.
Eitt liggur m.a. svo í augum
uppi að ekki verður um villzt eftir
langt ferðalag og margar viðkom-
ur. f Búlgara eiga sér stað rajög
miklar framkvæmdir og afar miklu
hefur verið komið í framkvæmd á
fáum áram. Ennfremur getur það
ekki farið framhjá mönnum, að
á 'stuttum tíma hefur orðið að
vinna upp langvinna vanrækslu.
Á hinn bóginn njóta menn ekki
þess frelsis, sem við teljum lífs-
nauðsyn, fremur en með öðram
hliðstæðum þjóðum þar eystra.
En menn bera vafalaust bað, sem
menn nú búa við, saman við það,
þessi þjóð hefur búið við um aid-
ir, en það var örbirgð almenn-
ings, linnulaus þrældómur og
harðstjórn.
☆
Búlgarar leggja nú mesta
áherzlu á iðnvæðingu, enda sáum
við margar nýjar verksmiðjur og
sumar %far stórar í smíðum eins
og t. d. Stálver, þar sem eiga að
vinna 20 þús. manns, þegar öllu
er komið í kring. Ennfremur mikl-
ar aflstöðvar fyrir iðnaðinn. Fjár-
festingu sína kváðust þeir kosta
af eigin fé og lánum frá Sovét-
mönnum með 2% vöxtum. Á að
leggja mikla áherzlu á framleiðslu
véla, því vélvæðing er þar aðai-
lausnarorð eins og víðar.
Landbúnaður hefur lengi verið
mesti atvinnuvegur Búlgara og a
að verða framvegis mikil atvinnu-
grein ásamt iðnaði Landið ei af-
argott landbúnaðarland. Allt flýt-
ur þar í ávöxtiun. Tóbak er þeirra