Tíminn - 19.09.1965, Qupperneq 14

Tíminn - 19.09.1965, Qupperneq 14
STTTTN UDAGTJR 19. september 19fi5 14. .. ~TÍWINN LIPPMANN stríðið gegn fátæktinni yf- irleitt, — að það, sem áunn- izt hefur til þessa, er hlutfalls- lega einna líkast grunnrissi arkitekts að stórbyggingu, ásamt fáeinum holum í svörð- inn. Erfiðasti hlutinn af starfinu við myndun „hins mikla þjóð- félags“ býður okkur enn óunn inn, býður átaka forsetans, þingsins, blaðamannanna og kjósendanna. Enn getur ekki talizt vizka að gera sér ljóst, að til okkar verði gerðar alveg einstæðar kröfur. í því er þó upphaf vizkunnar fólgið. LAXINN arnir, scm hafa genglð úr sjó í sumar inn í eldisstöðina, hafa flestir verið fluttir í eldis- tjöm, þar sem þeir verða geymdir unz þeir verða kreist- ir í klak nú í haust. Þannig hafa verið fluttir 43 laxar, 3— 11 pd. Fyrir skömmu auglýsti Laxeldisstöðin lax- og silungs- seiði til sölu, og bárust pant- anir víðsvegar að af landinu, en ekki mun reynast unnt að fullnægja eftirspum cftir laxa- Bíli til sölu Ford vörubíll, 60 módel með krana. — Nánari upp lýsingar gefur Finnur Ósk- arsson í síma 146, Seyðis- firði. sdíðum að þessu sinnf. Afhend- ing seiðanna fer fram þessa dagana. í sumar hefur verið mikið spurt um, hve mangir laxar hafi gengið úr sjó upp í Lax- eldisstöðina. Þessari spumingu hefur ekki verið hægt að sfara fyrr en nú. Laxinm hefur verið látinn ganga um geymslutjam- ir stöðvarinnar upp í lónið of- an við þær. í gær var svo lón- ið tsfemt, og voru þá í því 36 laxar og náðist í 34 þeirra, en 9 laxar höfðu áður verið teknir úr geymslutjömunum. Má vænta, að enn séu nokkrir lax- ar í lóninu og frárennsli stöðv- arinnar, sem fellur í það. Til samanburðar má geta þess, að í fyrrasumar gengu úr sjó 4 laxar upp í stöðina, og voru þeir kreistir í klak í fyrra- haust. Munu laxar, sem komu í sumar, einnig notaðir til klaks í haust, eins og fyrr seg- ir. Fjöldi sjóbirtinga af ýms- um stærðum hefur einnig geng- ið úr sjó inn í tjarnir stöðf- arinnar. Annríki hefur verið mikið í Laxeldisstöðinni að undanfömu við afhendingu lax og silungs. Munu 20—30 aðilar fá fisk til þess að sleppa í ár og vötn út um land, og eru sumir þeirra að rækta fisk á nýjum stöðum. Eftirspurn eftir seiðum hefur verið mikil svo sem áður seg- ir. Mest hefur eftirspurnin ver ið eftir laxaseiðum en minnst eftir sjóbirtingsseiðum. Tölu- verður áhugi hefur ferið á bleikju og munu nú seldar nokkur þúsund bleikjur tveggja og þriggja sumra gaml- ar, sem eru 20—40 sm að lengd og 100—500 gr að þyngd. Bleikjan er mjög harðger fisk- ur og er afar meðfærilegur í eldL.' i _fí.i i :-----.-------------- ÞAKKARAVORP í tilefni af 60 ára afmæli mínu 11 .þ.m. þakka ég skyldfólki, starfsfélögum og öðrum vinum hlýtt við- mót, blóm, skeyti, vísur og fagrar gjafir. Minningin er merk og kær, minni sál og brjósti hlýnar. Flyt ég vinum fjær og nær fagrar hjartans þakkir mínar. Lárus Salómonsson. Hjartanlega þakka ég börnum, tengdabörnum og vinum, heimsóknir, stórmannlegar gjafir og skeyti á sjötíu ára afmæli mínu 16. sept. sl. Lifið heil. Ásgrímur G. Þorgrímsson, Borg. Öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á fimmtugsaf- mæli mínu þann 9. sept. s.l. með heimsóknum, kveðj- um og gjöfum, færi ég mínar innilegustu þakkir. Borgarnesi 15.. sept. 1965, Halldór E. Sigurðsson. Andrés Johnson, Ásbúð, verður jarðsunginn frá Þjóðkirk.iunni í Hafnarfirði mánudag- inn 20. sept. kl. 10.30. AtHöfninni verður útvarpað Blóm vin- samlega afþökkuð, en líknarstofnanir njóM minninswgiafa. Siguriín Davíðsdóttir Faðir okkar, Sveinbjörn Kristjánsson byggingameistari, andaðist a3 heimili sinu, Samtúni 2, föstudaginn 17. þ m. Sigurðúr Sveinbjörnsson, Óskar Sveinbjörnsson, Júlrus Sveinbiörnsson, Erla Sveinbjörnsdóttir. Myndin var tekin nú fyrir skömmu þegar Johnson, forseti, og J. A. Gronuski, fyrrv. póstmálastjóri og nú- verandi sendlherra Bandaríkjanna í Pólandl, sýndu hiS nýja frímerkl sem gefa á út til rninnlngar um Adlai E. Stevenson, sendiherra hjá Sþ. Konan vi3 hliðina á forsetanum er frú Ernest lves; systir hins látna stjórnmálamanns. Synir Stevensons þeir Adlai yngri og Borden voru einnig við athöfnina. 'Frímerkið kemur á markaðinn þann 23. október n. k. JARÐRASK Framhald aí 16. siðu. Það er því miður sorgarsaga, hvern ig vegagerðarmenn hafa farið að ráði sínu á undanförnum árum, og það eru víða komin mikil og hættuleg sár í gróðurlendi okkar af þeim völdum. BÚSTOFN Framhald af bls. 1 heybirgðir eru metnar. Eftir góð sumur, þegar lítið hefur hitnað í heyjunum og eins vegna tilkomu súgþurrkunarinnar, virðast birgð- irnar oft meiri en þær raunveru- lega eru, vegna þess að heyið er lausara í sér í hlöðunum. — Hafið þið fengið loforð um meiri fieygjafir en þegar við rædd- um við þig fyrr í vikunni? — Já, það hafa nú borizt svör frá búnaðarfélögum í rúmlega 40 sveitarfélögum. Við höfum nú fengið ákveðin loforð fyrir um 2700 hestburðum af heyi úr þess- um hreppum og að auki tilboð um að gefa um 50 þúsund krón- ur í peningum til heykaupa, ef óskað er. Auk þess eru nokkur búnaðarfélög, sem hafa gefið góð fyrirheit um heygjafir, en geta ekki enn. tilgreint ákveðna tölu og ég veit að frá sumum þeirra, sem ekki hafa enn svarað munu koma myndarlegar gjafir. Svo hafa og enn önnur búnaðar- félög tilkynnt, að ef farið verði fram á almenn fjárframlög til heykaupa, þá munu bændur ekki skorast undan því, þótt þeir hafi ekki heyaflið. Ef tel því nær fuíl- víst að nú í fyrstu lotu muni fást um 5 þúsund hestburðir af heyi, eða andvirði þeirra, gefins og ég tel það ágætan árangur. — Veiztu um vænleika fjárins nú í haust? — Upplýsingar um það eru eðli lega enn af skornum skammti, en eftir því sem óg hefi heyrt á mönn um mun fé vera í góðu meðallagi, ekki hvað sízt norðanlands, t. d. í Þingeyjarsýslum. KASTRUP Framhald at bls 1 liggja, benda til þess að Tárn by-lögreglumennivnir sem fyrst voru myrtir, hafi fylgt áðurnefndum bíl. sem þeir töldu vera Simca og talið. að hér væri líklega um stolinn bíl að ræða. Hafi þeír neytt hvíta bílinn ti! þess að stanza við Prags Boulevard en þegar þeir -tigu ut úr bifreið sinni voru þeir þegar í stað skotnir með vélbyssu. Hinir lögreglu mennirnir tveir munu einnig hafa stöðvað hvíta bílinn, að þessu sinni við Kastrup. Þeir munu einnig hafa verið skotnir um leið og þeir komu út úr bifreið sinni. Enginn lögreglu mannanna hafði tækifæri til að grípa til byssu sinnar, og virðist því sem þeir hafi ekki talið neitt óvenjulegt við þessa bifreið annað en þáð, að hún gæti verið stolin. Lögreglumennirnir tveir, sem myrtir voru á Værmlands gade við Prags Boulevard, fundust fyrst, þegar verka- menn frá bakaríi einu þar ná- lægt komu á staðinn. Annar lögregluþjónanna hafði augsjá anlega ekki haft tma til þess að komast alveg út úr bifreið inni, því fætur hans voru enn inni í henni, en hinn lá úti á götunni. Þeir, sem myrtir voru við Kastrup, höfðu farið þangað í Volvo-bifreið. Annar þeirra lá á götunni við hlið lögreglu- bifreiðarinnar, en hinn við trjá runna á vegarbrúninni, og lítur út fyrir, að hann hafi ætlað að leita skjóls þar, þegar skot hríðin hófst. Strax og fréttin barst um morðin, voru vopnaðir lög- regluþjónar settir við alla vegi og brátt hófust umfangsmestu mannaveiðar í sögu dönsku lög reglunnar, og var allt lögreglu iið, sem til er, kvatt út til þess að taka þátt í leitinni að morð ingjunum. Allar bifreiðir frá Amager til Kaupmannahafnar voru stöðvaðar og í þeim leit að. Vopnaður lögregluvörður er á öllum helztu umferðar- svæðum, og í öllum ferjuhöfn um þar sem ferjan yfir Eyra- sund kemur við. Lögreglan á Sjálandi, Lálandi og Falstri og Suður-Svíþjóð hefur einnig verið kölluð út til þess að taka þátt í leitinni. Lögreglan hefur girt morð- staðinn af, og sjónarvottar við Kastrup segja, að þeir hafi séð mörg skothylki og glerbrot innan girðingarinnar. Ungur maður fann einnig skothylki fyrir utan girðlnguna, en hann afhenti lögreglunni það sam- stundis og gat ekki gefið nein ar upplýsingar um, hvaða kali ber um var að ræða. Þá segja sjónarvottar frá Værmlandsgade, að þar hafi i einnig fundizt mörg skothyiki Einn sjónarvottur sá a.m.k. 15 skothylki. Talið er, að lögreglumennirn ir hafi verið drepnir með 9 mm byssu. Hafa sumir sett það í samband við atburð, sem gerðist síðastliðna nótt, en þá skutu óþekktir menn með 9 mm byssu á ungan mann. Hann var læknastúdent, og kom hann tveim þjófum á óvart, er þeir voru að reyna innbrot á Kastrup. Hann reyndi að hand taka þá, en þeir skutu á hann með 9 mm byssu þar til hann gafst upp og hætti eftirförinni. Þessir glæpamenn hafa enn ekki verið handteknir. Um kl. 6 í morgun að þar- lendum tíma var lögreglan kölluð til Kastrup-flughafnar- innar. Þar fyrir utan eldhús- bygginguna í flughöfninni var Simca-bifreið. Afturgluggi hennar var allur mölbrotinn. Annars virðist sem lögreglan hafi lítið til að fara eftir í mál inu enn sem komið er, bæði um morðingjana og bifreiðina. Sumir telja sig hafa séð tvo menn í umræddri bifreið, en aðrir segja, að fleiri hafi ver ið henni. Um bifreiðina vita þeir það eitt, sem Tárnby-lögreglumenn irnir tilkynntu lögreglustöð- inni áður en þeir voru myrtir, og sem nokkrir sjónarvottar hafa sagt. Hefur lögreglan því engar öruggar upplýsingar um morðingjana né bifreiðina. Löreglumennirnir, sem myrt ir voru, voru allir kvæntir. í bifreiðinni frá Támby voru þeir Gert Söndergaard og Henning Skov Jensen, en hinir tveir, Elmer Jörgensen og Aksel Andersen, voru frá aðal deild Kaupmannahafnarlögregl unnar. Þeir þrír fyrstnefndu voru 24 ára gamlir, en Ander- sen var 28 ára. Lögreglustjórinn hefur lofað 30.000 íslenzkra króna í laun fyrir upplýsingar, sem leitt geti til lausnar málsins og handtöku glæpamannanna. Einnig upplýsti lögreglan, að hún hefði ekkert spor í mál inu, og engar upplýsingar um hvaðan hvíta bifreiðin væri komin. Ekki hefur verið til- kynnt til lögreglunnar, að bif reið, er ber saman við lýsing- una, hafi verið stolið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.