Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1985
B 7
samneyti viö barniö og geta á sinn
hátt hjálpaö hvort öðru, enda eru
þau stór þáttur í lífi barnsins. Eins
getur þessi aöstaöa oröiö til þess
aö jafnvægi kemst á mál líffræöi-
legu foreldranna — enda veröa
þau, rétt eins og félagsráögjafinn í
svona tilvikum, aö gera sér grein
fyrir því aö veriö er aö finna lausn
á vandamálum líöandi stundar
meö barniö eöa börnin í forgrunni,
þaö er ekki veriö aö kryfja til
mergjar ástæöu skilnaöarins eöa
einhvers sem er löngu liöiö."
Emely minntist á tilvik þar sem
báðir foreldrar deildu forræöi
barns. Er engin hætta á að barniö
fari illa út úr því að feröast á milli
heimila?
„Viö þykjumst hafa séö aö börn
eigi auðveldara meö aö laga sig aö
aðstæðum en margir halda. Þaö
sem þau eiga verst meö aö líöa er
jjegar enginn útskýrir fyrir þeim og
ræöir hlutina viö þau. Þaö gefur
barninu mest öryggi ef komiö er
fram viö þaö á hreinskilinn hátt og
því gert Ijóst aö á báöum stööum á
þaö heimili og er elskaö af stjúp-
og líffræðilegum foreldrum sínum.
Þaö er gott og blessað svo fram-
arlega sem foreldrarnir eru ekki
sendandi hverju ööru tóninn meö
barniö sem milliliö. Fólk veröur aö
gera sér grein fyrir því aö reiöi og
biturleika sín á milli veröur þaö aö
gera upp hvert viö annaö, ekk! i
þeirra börn séu oröin aukaatriöi.
Af þessu getur skapast mikil tog-
streita og átök, sér í lagi ef fjárhag-
ur fjölskyldunnar er bágur," segir
Emely B. Vishner.
„Peningar skipta miklu máli
varöandi stjúpfjölskyldur. Pen-
ingar koma úr einni átt til aö sjá
um barn í annarri átt og þaö er
aldrei nóg til aö allir séu sáttir. Þaö
er kannski full sterkt til oröa tekiö
aö segja „aldrei", en viö veröum
vör viö aö togstreita vegna barns-
ins og peninga er oft orsakavaldur
ýmissa vandamála í stjúpfjölskyld-
um.“
— Þið hafið aðallega rætt um
stjúpfjölskyldur og bðrn, hvaö
um stjúpfjölskyldur þar sem
unglingar eiga í hlut?
„Þaö er Ijóst aö því yngri sem
börnin eru því auöveldara er aö
finna farveg fyrir stjúpfjölskylduna.
En meö unglinga er um að ræöa
fólk sem er á leiöinni „út úr“ fjöl-
skyldunni. Margir stjúpforeldrar
lenda i vandræöum meö aö kynn-
ast og koma öllu því til skila, sem
þeir vildu sagt hafa sínum stjúp-
börnum á nokkrum árum. Því miö-
ur veröur afleiöingin oft sú aö
unglingarnir veröa stjúpforeldrun-
um mótþróafullir. Eins er algengt
aö unglingar í stjúpfjölskyldum
gangi fyrr út úr þeim, en unglingar
sem búa með sínum líffræðilegu
foreldrum. En, eins og í öörum fjöl-
Emely B. Og John S. Vishner. Morttunblaftið/Friðþjófur Helgason
gegnum þriöja aöilann, barnið.
Hlutir eins og aö gagnrýna hitt for-
eldrið svo barnið heyri og segja
svo :„ég er ekkert reiður út í þig,
ég er reiöur út í hana," þaö er ekki
nóg. Barnið er hluti af báöum og
hugsunin: „ef þú ert reiöur út i
mömmu hlýtur þú aö vera reiður út
í mig“ vaknar auöveldlega. Eins
veröur fólk aö athuga aö biturleiki
þess í milli má ekki koma þannig
fram aö barniö fái samviskubit
gagnvart ööru foreldri yfir þvi aö
njóta samvista viö hitt. Oft er um
að ræöa hluti sem foreldri átta sig
ekki á, fremur en aö þau vilji láta
þá vera svona. Alger feluleikur á
hinn bóginn gerir aöeins illt verra.
Á þessu veröur líka aö finna milli-
veg.
— Hvað um aðstæður þar sem
annað foreldri hefur alfarið for-
ræöi?
„Þar spilar sektarkennd oft stór-
an þátt. T.d. í tilvikum þar sem
faöir býr fjarri börnum sínum og
líður sem hann hafi yfirgefið þau.
Þegar hann síöan hefur þau hjá sér
í stuttan tima á aö reyna aö bæta
uþp fyrir alla fjarveruna á einu
bretti. Þannig geta samvistir hans
við börnin oröiö fremur óraunveru-
legar. Þessi sektarkennd getur
endurspeglast í aö hann geri meira
fyrir börnin og fyrrverandi maka
fjárhagslega en ella og þá getur
komiö upp sú staöa aö núverandi
eiginkonu hans finnist sem hún og
skyldum skilur stjúpf jölskyldan
dyrnar eftir opnar og þessir ungl-
ingar koma aftur, fulloröiö fólk
meö sitt eigið lífsmynstur, en tengt
fjölskyldunni.“
— Ykkar persónulega alit.
Getur stjúpfjölskyldan orðið
„eölileg“ börnum?
„Hún veröur aldrei eins og „eöli-
lega fjölskyldan" en vissulega get-
ur hún orðið eölileg sínum meölim-
um. Fólk veröur líka aö gera sór
grein fyrir því aö á næstu tuttugu
árum veröur stjúpfjölskyldu-
mynstriö oröið algengara en hitt,
haldi svo fram sem horfir. Þaö er
okkar álit aö börn geti virkilega
fengiö meira út úr því aö tilheyra
stjúpfjölskyldu en annars, sér í lagi
ef sem þau umgangast bæöi for-
eldrin, eigi sér tvö ólík heimili og
tvær ástríkar fjölskyldur. Þessi
börn hljóta aö vera á sinn hátt bet-
ur undir lífiö búin seinna meir, þau
geta þá litiö til baka og séö mikil-
vægi þess aö fólk sé í jákvæöum
tengslum viö annaö fólk og aö fólk
tilheyri fjölskyldum, sem því líöur
vel í. En til þess aö slíkt geti oröið
þarf stjúpfjölskyldan aö koma sér
saman um hvernig hægt er aö lifa
saman þannig aö öllum líöi vel og
allir séu sáttir viö sitt hlutskipti og
fyrst og fremst aö reyna ekki aö
byggja stjúpfjölskylduna upp eins
og líffræöilegu fjölskylduna.“
Texti/Viiborg Einarsdóttir
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
„Ég vona, ad Einalain anúi aér akki við í gröfinni!aagöi Ólafur Jóhann, ar Bjarni Ijóamyndari amallti at
honum þaaaari mynd í fjörunni við Eióiagranda.
„Skrifa það, sem rúmast
ekki í eðlisfræðijöfnum“
— rætt viö Ólaf Jóhann Ólafsson
Olafur Jóhann Ólafsson er 22ja ára gamall
Reykvíkingur, sem aö undanförnu hefur
stundaö nám í eölisfræöi viö Brandeis-
háskóla í Massachusetts-ríki Bandaríkj-
anna. Hann lauk BA-prófi í eðlisfræöi frá skólanum í
vor og hlaut hæstu einkunn á lokaprófinu af þeim
1.200 nemendum, sem skólinn útskrifaöi aö þessu
sinni.
Ólafur Jóhann er sonur hjónanna Ólafs Jóhanns
Sigurössonar rithöfundar og Önnu Jónsdóttur. Hann
lauk studentsprófi frá eölisfræöideild Menntaskólans
í Reykjavík voriö 1982 meö einkuninni 9.67 og sló 25
ára gamalt skólamet Jónatans Þórmundssonar pro-
fessors viö lagadeild Háskólans. Ólafi bauöst styrkur
til náms viö Brandeis-háskóla, en Menntaskólinn í
Reykjavík hefur aö undanförnu haft náiö samband
viö háskólann. Um 10 nemar Menntaskólans hafa
dvalið á Brandeis og fengiö svonefndan Wien-styrk,
en hann greiöir skólagjöid, fæöi og húsnæöi. Lætur
nærri aö styrkurinn nemi árlega um 14.000 banda-
ríkjadölum (um 560 þúsund íslenskar krónur). Styrk-
urinn er veittur til eins árs í senn, en hann fæst
endurnýjaöur, ef nemendur sýna góöan árangur.
HLAUT HÆSTU EINKUNN
Á BA-PRÓFI
Ólafur lauk náminu í vor meö miklum sóma og var
heiöraöur af skólanum fyrir einkunnina 3.97 á kvaröa
af 4.00, sem var hæsta einkunn á BA-prófi þar aö
þessu sinni (lauk prófi meö umsögninni „Summa cum
Laude“). Hann hlaut einnig verðlaun fyrir árangur á
sviöi lista og vísinda og var útnefndur heiöursnemi
Brandeis-háskóla á sviöi vísinda („Brandeis Scholar
in Science 1984—1985“). Ólafur Jóhann lauk BA-
ritgerö samtímis lokaprófi, en hún var á sviöi atóm-
eölisfræöi og fjallaöi um svonetndar pósitrónur.
„Ég byrjaöi í stæröfræöi og eölisfræöi á Brandeis,"
sagöi Ólafur Jóhann í samtali viö Morgunblaöiö. „En
einbeitti mér fljótlega aö eölisfræöinni. j fyrra starfaöi
ég aö rannsóknum undir leiösögn Karls F. Canters
prófessors í eölisfræöi. Ég á reyndar eftir aö Ijúka
greinum um þaö starf, sem eiga aö birtast i banda-
rískum fagritum."
Ólafur Jóhann kvaö 70% stúdenta á Brandeis vera
Gyöinga. „Skólinn var stofnaöur 1948 af Gyöingum,
sem reka hann enn í dag. Reyndar er skólinn þekkt-
astur fyrir þaö á hve skömmum tima hann er orðinn
einn af bestu skólum Bandaríkjanna. Stúdentar eru
um 5.000. Skólinn viröir fornar venjur og siöi Gyð-
inga, sem er m.a. ástæöa fyrir því, hve skólavist er
eftirsótt meöal þeirra. Skólinn er i bænum Waltham,
sem er úthverfi Boston.“ Ólafur býr í Bandaríkjunum
meö Önnu Ólafsdóttur unnustu sinni og kvaöst
kunna þar vel viö sig. „Bandaríkjamenn eru þægilegir
í umgengni. En þaö er nauösynlegt aö þekkja innan-
tómt hjaliö og geta greint kjarnann frá hisminu."
SKRIFAR SÖGUR SÉR
TIL GAMANS
Ólafur fæst dálítiö viö þaö, aö festa hugleiöingar
sínar um lífiö og tilveruna á blaö. „Ég skrifa mér til
skemmtunar frekar en öörum,“ sagöi hann og glotti.
„Og set þaö á blaö, sem ég þori ekki aö segja annars
staöar og rúmast ekki í eðlisfræðijöfnum." Hann hef-
ur sent frá sér eina smásögu, en sú ber heitiö í
garöinum og birtist í 20. tbl. Lesbókar Morgunblaö-
sins 1985. „Ég ætla aö skrifa í sumar. Þaö er nánast
enginn tími til þess úti,“ sagöi Ólafur. „Mér finnst
betra aö skrifa hér heima um þaö, sem gerist í Ame-
ríku og öfugt. Annars er langt frá því, aö ég kalli mig
ritfæran — hvaö þá skáld. Mér sýnist þaö vera þjóö-
arsjúkdómur hér á landi aö skrifa skáldlegar klausur
— og allir telja sig vera skáld, þótt varla sé nema
tugur manna hér á landi, sem svo geta heitiö.
Ég hyggst taka mér ársleyfi frá skóla og vinna i
Bandaríkjunum," sagöi Ólafur Jóhann, er ég spuröi
hann aö lokum hvaö tæki nú við. „Ég bíö reyndar
eftir tilboöi frá fyrirtæki þar i landi, en mér hefur
einnig veriö boöin staöa viö rannsóknir á tveimur
stööum ytra. En síöan ætla ég aö taka þráöinn upp
aö nýju og Ijúka frekara námi viö Harvard, Stanford
eöa Berkeley. Ég hef hvorki ákveöiö viö hvern þess-
ara skóla ég vil nema né hvaöa fag ég vil læra. Mig
grunar, aö ég muni leggja frekari stund á eölisfræði
eöa einhvers konar hátæknifræöi. Ég verö sennilega
5—6 ár í viöbót i Bandaríkjunum. En ætli ég komi
ekki heim á endanum — maöur á jú aöeins heima
hér á bjarginu í norðri!“
— ing.