Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 B__J5^ Frá sýningu „lcsland Crucible" að Kjarvalsstöoum. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld lceland Crucible á Kjarvalsstöðum lýkur á sunnudagskvöld lceland Crucible, hinni (jölþættu kynningu é gróandanum í listalifi hérlendis, sem hófst 13. júlí, lýkur nk. sunnudagskvöld á KjarvalsstöAum í Reykjavflt. Sýningargestir skipta nú þúsundum og hafa undirtektir þeirra veriö mjög góAar. Hér er um aA ræða nýlundu í landkynningarstarfi, þar sem blómlegu lista- og menningarlítí eru gerð skil á þrennan hátt: meA Ijosmyndum, kvikmynd og bók. Margir sýningargesta hafa haft á orAi aA hugsanlega marki sýningin þáttaskil í land- kynningarstarfi íslendinga, þar serri meiri áhersla verAi lögð á menningu og listir, en minni é einhliAa kynningu á náttúrufari og landslagi. Vert er aA minna á að kvikmyndin „lclandic Crucible", einn þáttur kynningarinnar, eftir Emmy-verAlaunahafana Hal Colbom og Phil Davies, er sýnd þrisvar á dag á Kjarvalsstoðum, klukkan 15.00,18.00 og 20.00. Auk kvikmyndarinnar eru sem kunnugt er á sýningunni á fjóroa hundraA Ijósmyndir af ís- lenskum listamönnum, eftir hinn heimskunna Ijósmyndara Vladimir Sichov og glæsileg myndabók um allar listgreinar nútímans á is- landi meA texta eftir SigurA A. Magnússon rít- höfund og Ijósmyndum Sichovs. Sýningin á KjarvalsstöAum er eins konar for- sýning kynningaretnisins, sem fara mun um þver og endilöng Bandaríkin og Kanada á nœst- unni, auk Asíu- og Evrópulanda. vikudegi til sunnudags. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Agúst Ragn- arsson, Bobby Harrison, Pálmi Sig- urhjartarson og Rafn Sigurbjörns- son. Hótel Borg: Orator meö dansleiki Hótel Borg hefur tekiö stakka- skiptum og þar fara nú aftur fram dansleikir á vegum Orators. Það verður bryddað upp á ýmsum nýj- ungum, en andi slöastliðins vetrar mun svlfa yfir vötnum. SOFN Þjóðminjasafnið: íslenskar hannyrðir íBogasal Nú stendur yfir I Bogasal Þjóð- minjasafns islands sýning á verkum íslenskra hannyrðakvenna og nefnist hún „Meö silfurbjarta nál". Þar gefur að llta verk eftir rúmlega 40 konur sem uppi voru frá þvl á 12. öld og fram undir slðustu aldamót. A sýn- ingunni er leitast viö aö draga fram helstu einkenni hinnar Islensku út- saumshefðar. Mjög vegleg sýning- arskrá hefur veriö gefin út og er I henni meðal annars aö finna ævi- ágrip allra þeirra kvenna sem verk eiga á sýningunni. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30 til 16.00 fram I október. Arbæjarsafn: Sumarsýning Sumarsýning Arbæjarsafns stendur nú yfir. Hér er um að ræða farandssýningu frá þjóöminjasafni Grænlendinga I Nuuk. Sýndir eru grænlensku bátarnir frá Quajaq og Umiaq. Sýningin er opin á opnunartlma safnsins sem er frá kl. 13.30 til 18.00 alla daga nema mánudaga. Sædýrasafnið: Dýrín mín stór ogsmá Sædýrasafnið verður opið um helgina, eins og alla daga, frá kl. 10.00 til 19.00. Meðal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, Isbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. FERDIR Ferðamálasamtök Suðumesja: Tværferoir ásunnudag Ferðamálasamtök Suðurnesja gangast fyrir ferðum nk. sunnudag. Klukkan 10.00 verður ekið upp að Höskuldarvöllum og slðan farin gönguferð þaðan til Selsvalla, Grænavatnseggja, Djúpavatns. Klukkan 13.00 sama dag verður farin Bláfjallaleið, Kleifarvatn, Krlsu- vfk, Djúpavatnsleiö og Hrútagjá, og er sú ferð ökuferð. Brottför I báðar ferðirnar er frá BSl. Verð er 400 krónur fyrir fullorð- na, 200 krónur fyrir 12 til 15 ára börn. Frítt er fyrir börn innan 12 ára aldurs I fylgd meö fullorönum. Leiö- sögumaður verður I baðum þessum ferðum og áætluð koma til Reykja- víkur er rúmlega 17.00. Útivist: Hekjar-og dagsféroir Utivist fer I helgarferðir I kvöld í Þórsmörk, Eldgjá og Landmanna- laugar. i Þórsmörkinni er gist I Úti- staðarskálanum I Básum og farið I gönguferðir um Mörkina. i Eldgjáarferðinni verður gist I húsi sunnan Eldgjár. Ekið verður heim um Fjallabaksleið syöri. Dagsferð verður farin I Þórsmörk klukkan 8.00 á sunnudagskvöld. Þórsmerkurferð er einnig á miðviku- dag. Klukkan 13.00 á sunnudag er svo gönguferö á Skálafell á Hellis- heiði. Brottför I ferðirnar er frá BSi, bensínsölunni. Ferðafélag íslands: Þórsmörk, Eldgjá, Landmannalaugar ogfleira í kvöld mun Ferðafélag islands gangast fyrir helgarferðum til Land- mannalauga, Eldgjár, Þórsmerkur og Alftavatns. A sunnudaginn, 28. júll, er ráð- gerð dagsferð I Þórsmörk. Farið verður klukkan 8.00 úr Reykjavik. Klukkan 10.00 verður ekið á Krlsu- vikurbjarg og genginn Ræningjastlg- ur og klukkan 13.00 er gengið frá Lækjarvöllum um Ketilstlg að Sel- túni. Þingvellir: Þjónusta við feroafólk I sumar verður fariö I skipulagöar gönguferðir á vegum Þjóðgarðsins og verður leiðsögumaður hafður með I för. Gönguferðirnar verða með þeim hætti að á föstudögum og laugardögum klukkan 13.00 verður farið í svokallaða Skógarkots- göngu. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga klukkan 16.30 verður farin svonefnd Lögbergsganga; lagt af stað frá Flosagjá og gengið um þinghelgina. Úr hoggmyndagaroi Einars Jónssonar. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnahús og höggmyndagarður Safnahús Listasafns Einars Jónssonar viA NjarAargötu er opiA laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13.30 til 16.00 og höggmyndagarAurinn, sem í eru 24 eirafateypur af verkum listamannsins, er opinn sðmu daga fré klukkan 10.00 til 17.00. Ólafur Kvaran, forstoOumaAur safnsins, sagAi í samtali viA MorgunblaðiA að aAsókn í safniA hefAi veriA mjög goA það sem af er sumrí. „AAallega eru það erlendir ferAamenn, sem koma hingað, og síoan koma auAvitaA íslendingar viA og viA líka." HEIMILISHORN Maski fyrir húöina Ef aö hægt er aö taka sér góöa hvíld eftir hárþvott eöa bað, getur verið gott aö setja á sig andlitsmaska. Vel aö merkja, ef einhver vottur af ofnæmi er í húð er ekki ráolegt að eiga við neitt slíkt sjálfur heldur leita aö- stoðar sérfræðinga. i snyrtivöruverslunum er til urmull af allskyns efnum, sem nota á í andlitsmaska og ekki gott aö segja hvaö best er á því sviöi. Margir aðhyllast notkun á ýmsum náttúruefnum til aö hressa upp á ásjónuna og skal hér minnst á jógurtmaska og öl- gersmaska. Jógurtmaski Ætlaö fyrir feita húö. Blandaö er saman hreinni jógurt og ferskri klipptri steinselju, smurt á hreina húöina og látiö ligga í ca 30 min. Þvegið af meö volgu vatni og síðan aðeins klappað yf- ir meö köldu vatni. Olgersmaski Saman viö ölgersduft er hrært einni eggjarauðu, eða ef húðin er of þurr eru settir nokkrir dropar af jurtaolíu út í geriö. Maskinn látinn liggja á í 10—15 mín. en síöan þveginn af meö volgu vatni. A augnlokin Á meðan að maski er á andlit- inu er tilvaliö aö gegnvæta bóm- ull með soðnu, köldu vatni eða borvatni og leggja á augnlokin Kamillute er líka gott fyrir þreytt augu, þaö er nú fáanlegt í tepok- um svo ekki þarf aö laga þaö. Pokarnir eru látnir liggja í sjóö- andi vatni i 10 mín. og svo kæld- ir. Augun er hægt aö skola úr tevatninu og leggja síðan pokana á augnlokin og látnir liggja i 30 mín. Kamillute fyrir háriö Ljóst hár nýtur góös af því aö skola það uppúr kamillutei eftir þvott og skolun, sérstaklega er þaö gott ef háriö er þurrt. Sítróna og saf i Þaö er alkunna aö fátt gefst betur til aö ná ohreinindum, sem sest hafa á hendur (eins og t.d. rákir eftir hreinsun grænmetis) en sítróna, sem nuddað er yfir blettina. En sítrónusafinn gerir einnig höndunum gott, hann er hiö besta mýkingarmeðal og aldin- kjötiö er gott til aö nudda meö neglurnar. Ennfremur má geta þess aö sitrónusafi gefur Ijósu hári „extra" glája, ef hann er settur út í síöasta skolvatniö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.