Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 6
6 B
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. fClA 1985
Teikning/Pétur Stefánsson
Hver kannast ekki viö
þessa andstyggilegu
konu — stjúpmóöur-
ina sem kvelur börn
maka síns frá fyrra
hjónabandi, en er svo
óskaplega yndisleg viö sín eigin.
Minni sem hefur gengiö um aldir
sem rauður þráöur í menningu
hvers tíma og bókmenntum. ðll
könnumst viö stjúpmóöurina, tök-
um kannski ekki of mikið mark á
bókmenntaheföinni — og þó. Eitt
þeirra vandamála sem stjúpfor-
eldrar eiga oft viö aö glíma er
nákvæmlega þetta, barátta viö ör-
lög og heföir sem liggja í loftinu,
umhverfinu, jafnvel þeim sjálfum.
Og stundum leggja stjúpforeldrar
svo mikiö á sig til aö þaö fari ekki á
milli mála aö svona séu þeir ekki,
en þaö gerir illt verra. Jafnvel þó
ekkert illt sé fyrir hendi.
Framtíöarsýn flestra í fjölskyldu-
málum felur oftast í sér vanga-
veltur um hamingjusamt — pabbi,
mamma, börn og bíll — ævintýri.
Stundum falla hlutirnir aö þessum
vangaveltum, en vestræn þjóöfé-
lagsform hafa mjög svo hnikað því.
Upphafiö er kannski eftir fyrir-
myndinni en endirinn oft því mun
fjarlægari. i dag er áætlaö aö 50%
bandarískra hjónabanda Ijúki meö
skilnaöi og aö af fráskildum tengist
57% aftur meö giftingu ekki ein-
asta maka, heldur stjúpbörnum
þar á ofan. Aöstæður stjúpforeldra
vilja oft falla í skuggann af þeim
sem skapast hjá eiginlegum for-
eldrum barna viö samvistarslit og
uppbrot á fjölskyldumynstri. Þó
skildi engan gruna aö aöstæöur
stjúpforeldra séu meö öllu vand-
ræöalausar. En úr því má oft ráöa,
eins og gerst hefur hjá bandarísku
hjónunum John S. og Emely B.
Vishner, geölækni og klínískum
sálfræöing, en þau hafa unnið mik-
iö starf, bæöi hvaö varöar fræöi-
lega umfjöllun og meöferöarstarf
meö stjúpfjölskyldum, ritaö bækur
og haldiö fyrirlestra um efnið, auk
þess aö vera stofnendur og stjórn-
armeölimir í Samtökum stjúpfor-
eldra í Kaliforníu og í stjórn Sam-
taka bandarískra stjúpfjölskyldna.
Stjúpfjölskyldumynstrinu kynnt-
ust þau bæöi af eigin raun 1959
jjegar hvort um sig kom meö börn
úr fyrra hjónabandi í nýja fjöl-
skyldu. Vishner-hjónunum varö þá
Ijóst aö ýmsu varö aö breyta áöur
en aö þessi nýja fjölskylda kæmist
á jafnvægisstig sem allir gætu
sætt sig viö. „En þaö er ekki nokk-
uö sem gerist í sömu andrá og
brúöarmarsinum sleppir," segir
Emely Vishner. Viö tókum þau
hjón tali aö loknum fyrirlestri um
meöferöarstarf meö stjúpfjölskyld-
um, sem haldiö var á vegum
fræöslunefnda Stéttarfélags ís-
lenskra félagsráögjafa og Sálfræö-
ingafélags Islands í vor. Hingaö
komu þau aö lokinni Evrópuferö,
þar sem þau héldu m.a. fyrirlestra
og námskeiö fyrir þá sem sinna
málum stjúpforeldra.
„Stjúpfjölskyldan veröur aldrei
eins og upprunalega fjölskyldan —
ekki fyrir neinn aöila. Þaö er
kannski sá hlutur sem fólk þarf
fyrst og fremst aö gera sér grein
fyrir.Þaö veröur aö yfirvinna svo
marga óraunverulega drauma,
sem fólk vill ganga meö, t.d. aö
stjúpfjölskyldan veröi eins og upp-
runaleg fjölskylda, eöa þá aö hún
veröi nákvæmlega eins og sú sem
þaö kemur úr og ekki gekk upp —
nema hvaö í þetta skiptið skal þaö
takast. En stjúpfjölskyldan er
ööruvísi og veröur þaö,“ segir
John S. Vishner.
„Nú, draumar um aö stjúpfor-
eldriö samræmist nýju fjölskyld-
unni eins og ekkert sé rætast held-
ur ekki í einni andrá. Eitt af ein-
kennum stjúpfjölskyldunnar er aö
meðlimir hennar hafa gengiö í
gegnum missi.löng sambönd hafa
slitnaö, draumar um hvernig fyrra
hjónaband heföi átt aö vera rætt-
ust ekki.svo ekki sé talaö um ef
missirinn felur i sér andlát. Eins, sé
stjúpforeldri aö giftast í fyrsta sinn,
gengur þaö inn í aöstæöur sem
þaö hefur aldrei gert ráö fyrir, áöur
giftur maki og börn frá fyrra hjóna-
bandi makans. Þar á ofan þýöir
stjúpfjölskylda miklar breytingar,
gagnvart vinum, atvinnu jafnvel
eða búsetu og fyrir börnin vina-
missir og annar skóli.
Stjúpfjölskyldan getur átt aö
baki fjölmörg fjölskyldumynstur,
ekki einungis koma báöir makar úr
ööruvísi fjölskyldu heldur börnin
líka. Þá eru ættingjar, afar og
ömmur og tengdaforeldrar og allir
þessir aöilar „vita“ hvernig fjöl-
skylda á aö vera. Því byggist
stjúpfjölskyldan á aö finna ein-
hvern milliveg sem allir geta sætt
sig viö. Siöan eru mikilvægir hlutir
eins og þaö, aö lagaleg tengsl
stjúpforeldris og barna eru engin,
sem auövitaö hefur sitt aö segja í
tengslum þessara aðila,“ segir
John S. Vishner.
f fjölskyldumeöferöinni fyrir
stjúpfjölskyldur leggja Vishner-
hjónin áherslu á aö ná til basöi
stjúpforeldranna og líffræöilegu
foreldranna, fremur en barnanna,
„í einu tilviki þar sem báöir foreldr-
ar deildu forræöi barns fékk ég
þau til aö koma ásamt núverandi
mökum sínum,“ segir Emely. „Ég
sá ekki ástæöu til aö fá þangaö
sex ára gamalt barnið, enda þurftu
þarna fullorönir aö finna lausn á
sínum málum og barniö átti ekki
aö gera upp á milli hvort hefði betri
lausn. i raun var mjög hentugt aö
hafa stjúpforeldrana þarna líka,
þegar líffræöilegu foreldrarnir
æstu sig hvort viö annaö þá róuöu
hin þau niöur. Ef hægt er aö fá alla
þessa aöila saman er þaö oftast
best. Stjúpforeldrin sjá þá oft
hvort hjá ööru löngunina til aö hafa
Námskeiö fyrir stjúpfjölskyldur, byggt á sama
grunni og námskeiö Vishner-hjónanna, var
i fyrsta sinn haldiö hér á sl. vetri og er
ráögert aö endurtaka þaö í haust, af félagsráögjöf-
unum Sigrúnu Júlíusdóttur og Nönnu K. Siguröard-
óttur. Var þaö byggt á fyrirlestrum, umræöum í
smáhópum og einföldum verkefnum, þar sem kom-
iö var inn á hluti s.s. samskipti hjóna, aga og tengsl
viö foreldri úti i bæ.
Aö sögn þeirra Nönnu og Sigríöar var mikiö
hringt og spurst fyrir um námskeiöiö, þó ekki
mættu allir sem leituöu upplýsinga um þaö. Kváöu
þær líklega ástæöu vera aö hér rikti ekki almennt
sú hefö aö fólk leitaöi aöstoðar meö persónuleg
vandamál sín, „og eins þaö, að margir vilja helst
gleyma því aö stjúpfjölskylda sé stjúpfjölskylda“,
sagöi Sigrún. „Hins vegar er fólki, sérstaklega yngri
pörum, mikill styrkur í aö hitta aöra stjúpforeldra,
þá oft fólk sem er eldra og hefur þegar yfirstigið
vandamál sem eru aö koma upp á yflrboröiö hjá
yngri pðrum.“
Aö þeirra sögn er sýnileg þörf á aö halda nám-
skeiö hér fyrir stjúpforeldra, enda hefö fyrir því aö
íslendingar eígnist börn utan hjónabands og giftist
síðan öörum barnsföður eöa -móöur. Samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar voru áriö ’83 1.396
hjónavígslur á landinu, þar af voru 197 karlmenn og
195 konur að giftast í annaö sinn, 9 karlmenn og 9
konur í þriöja sinn og 2 karlmenn og 2 konur f
fjóröa sinn. „Þannig má geta sór til um aö mjög
margar stjúpfjölskyldur hafl mótast. Fyrir utan svo
alla þær stjúpfjölskyldur, sem eru ekki tengdar meö
giftingu,“ sagöi Nanna.
Aöspuröar um einkennandi vandamál stjúpfjöl-
skytdna hér kváöu þær Slgrföur og Nanna þaö mik-
iö vera sömu glímurnar aftur og aftur, sér f lagi ef
um væri aö ræöa breytingar á forræöi barna og
lagalegri hliö málanna. En sú hliö lýtur þannig aö
stjúpforeldrum, aö þeir eru framfærsluskyldír gagn-
vart sfnum stjúpbörnum, en komi tll samvistarslita
viö eiginlegt foreldri, á stjúpforeldriö engan laga-
legan rétt á aö umgangast barniö. „Þetta tel ég
reyndar elnn alvarlegasta brest f réttarstööu
barna,“ sagöi Sigrún, „en þó aöeins eitt þeirra fjöl-
mörgu vandamála og híndrana sem gera vart viö
slg í stjúpfjölskyldum. En á mörgum þeirra má
vinna bót og því teijum viö æskilegt aö þelr stjup-
foreldrar sem þess óska geti leitaö sér aöstoöar og
stuönings.“