Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 » L1 Þýsku járnbrautirnar 150 ára á þessu ári SAS reynir ad bæta matinn um borö í vélum sínum r Atak er nú gert hjá SAS aö bæta gæöi matar þess sem borinn er fram á flugleiöum fé- lagsins. Hefur félagiö fengiö þekkta matreiöslumeistara í liö meö sér, og hafa þeir ásamt starfsfólki SAS unniö aö ýmsum endurbótum og reynt aö finna upp á lystugum nýjungum. Einn talsmaöur SAS sagöi aö þörf heföi veriö á endurbótum á þessu sviöi, og hafa augu þeirra sem unnið hafa aö nýjungunum einkum beinst aö þv( aö finna lystuga rétti, sem þyldu þaö aö vera hitaöir upp í vélinni og born- ir fram heitir. Kastrup neitir ekki lengur Kastrúp Þeir uröu hálfhvumsa farþegarnir sem ætluöu aö lenda á Kastr- up um daginn, þegar flugstjórinn tilkynnti aö ekki yrði lent á Kastrup. Skýring hans fylgdi síö- an, og var á þá leiö aö alþjóölegi flugvöllurinn á Kastrup heföi nú veriö skíröur upp á nýtt, og héti hér eftir alþjóölegi Kaupmannahafnarflug- völlurinn. Ástæöa þessa mun einkum vera sú aö nafn- iö Kaupmannahöfn (Copenhagen) hringir bjöllu út um gjörvallan heim, en Kastrup er mun minna þekkt nafn. Þessi breyting, sem sumum kann aö finnast nógu róttæk, ku þó vera sú minnsta í röö margra annarra sem miöa aö því aö færa Kaupmanna- hafnarflugvelli lykilhlut- verk f evrópskum flug- samgöngum. önnur hæö á Scanorama er nú fullfrágengin, en þar eru þrír ráöstefnu- og vinnu- salir, auk veitingaþjón- ustu. Jafnframt hefur biösalurinn á milli B- og C-hluta flugstöðvarinnar veriö stækkaöur til muna, þannig aö þeir sem bíöa eftir flugi geta nú látiö fara betur um sig en áöur. ......... Þróunin í járnbrautargerö hefur veriö mikil (150 ára sögu þýakra járnbrauta, eins og þessar tvær myndir bera meö sár. tvær tunnur af bjór. Þýsku járnbrautirnar (Deutsche Bahn) gangast fyrir ýmis konar hátíöa- höldum út þetta ár, i tilefni afmælisins, og lestasöfn víða um Þýskaland sömu- leiöis. Þjóöverjar minnast þess meö margvís- legum hætti aö í ár er saga þýsku járnbrautar- lestanna 150 ára. Þaö var fyrir 150 árum sem fyrsta járnbrautarlestin fór frá Núrnberg áleiöis til ná- grannabæjarins Fúrth. Farmurinn sem fluttur var í þessari fyrstu ferö var Fimmvörðuháls Fimmvöröuháls er nafniö á lægöinni milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Þar er sí- snævi. Fimmvöröuháls er í um 1.000 metra hæö yfir sjávarmáli. Noröan megin er Goöaland og Þórsmörk, en sunnan megin eru Skógar. Á milli þessara staöa er vinsæl gönguleiö. Hér skal stuttlega sagt frá henni. Úr Þórsmörk er fartð yfir Krossá og upp Langakamb fyrir ofan Strákagil. Strákagil er sérkennilegt á aö lita. Þar eru margvislegar móbergsmyndanir i hin- um ýmsu likjum, allt eftir imyndunarafli hvers og eins. Áfram er haldiö og nú upp bratta hlið og upp á Morinsheiöi. Hún er þýfö aö ofan, en aö öðru leyti auöveld yfir- feröar. Þess ber aö geta aö kort Landmælinga is- lands i mælikvaröanum 1:100.000 er ákaflega ónákvæmt af þessu svæöi og lítt á þaö aö treysta til aö glöggva sig á leiðinni. Sé bjart yfir er best aö halda þangaö sem auöveldast er, en hætta frekar viö feröina skelli á þoka eöa ef skyggni versnar. Af Morinsheiöi er farió yfir á Fimmvöröuháls. Heljarkambur tengir þessa tvo staöi saman, en ákaflega erfitt er aö fóta sig á Heljarkambi, þverhnípt til beggja hliöa. Haldiö er nú upp Fimmvöröuháls, en fara veröur varlega fyrst í staö, því nú er fariö á snjóskafli skáhalt upp í móti og hallar niöur í hyldýpiö. Einhvem tíma var leiöin yfir Fimm- vöröuháls stikuö og má víöa sjá stikur sem enn eru uppistandandi og hafa af þeim miö. Af Fimmvöröuhálsi er stórkostlegt útsýni í noröur. Þarna blasa viö Tindfjöll og fjöllin í Emstrum, Þórsmörkin og líta má niður á viröu- legan kotlinn á Úti- gönguhöföa sem er þó 805 m hár. Nú hallar brátt undan fæti í suður. Landiö hér eftir er mun auöveldara yfirferöar. Komiö er aö skála fjallamanna ofar- lega á hálsinum, sá er ónothæfur. Nokkru neö- ar er nýr skáli sem er í ágætu standi. Frá hon- um er best aö fyigja veg- arspottanum niöur yfir vaöiö á Skógá. Frá vað- inu má mæla meö aö ganga niður með Skógá og gljúfrinu, sem er ákaflega mikilfenglegt á köflum og viöa fagrir fossar. Komiö er aö Skógum iíklega eftir um 8 stunda ferð úr Þórsmörk og er þá reiknaö meö rólegri göngu. Sumir nota tæki- færiö og ganga á Eyja- fjallajökul ef veöur og færi er gott. Aörir láta sér nægja aö koma aö skála fjallamanna og snúa þá til baka niöur í Þórsmörk. FERÐAMÁL innlend umsjón: Siguröur Siguröarson erlend umsjón: Agnes Bragadóttir Ekið um rætur Skjaldbreiðar Hinn svokallaöi línu- vegur er ákaflega sér- stakur og áhugaveröur þeim sem hafa yfir bíl aö ráöa. Hann liggur af Kaldadal yfir í Haukadal í Arnessýslu, sem er skammt fyrir ofan Geysi. f daglegu tali er þessi öku- leiö nefnd línuvegurinn, vegna þess aö hún var lögö vegna háspennulínu sem sér Járnblendiverk- smiöjunni í Grundartanga fyrir rafmagni. Bygging mannvirkja eins og há- spennumastra krefst tals- verös umstangs og nauö- synlegt er þvi aö leggja veg samhliöa línustæöinu svo hægt sé aö flytja byggingarefni og mann- skap á staöinn. Líklega er veginum viö- haldiö á sama hátt og öör- um fjallvegum. Fyrir feröa- fólk er þessi vegur kær- kominn, veröi honum viöhaldiö. Meö honum opnast skemmtilegt land sunnan Langjökuls og noröan Skjaldbreiöar og Hlöðufells. Þarna um slóö- ir er einnig nokkuö um jeppavegi. Fyrir fjallamenn er vegurinn lykill aö þess- um fögru fjöllum og jökl- um. Þó er ekki hægt aö segja aö svæöiö hafi grænt yfirbragö, sé gróö- urríkt. Því fer fjarri. Þarna er eyöimörk hrauns og uppblásturs þó svo aö fjöldi sauöfjár norpi viöa á svæöinu sem minnisvaröi um hversu mönnum eru mislagöar hendur í land- búnaöarmálum. Línuvegurinn er yfirleitt fær fólksbílum, en víöa er hann nokkuö grýttur og því nauösynlegt aö fara varlega. Skammt fyrir ofan Haukadal liggur hann um moldarslóðir, sem líklega geta veriö varasamar í rigningartíö. Viö hefjum ökuferöina skammt sunnan viö neyöarskýli Slysavarnafé- lagsins á Kaldadal. Viö ök- um í austur, noröur fyrir Skjaldbreiö, þessa sór- kennilegu dyngju, eöa hraunskjöld, eins og sumir vilja nefna fyrirbæriö. Skjaldbreiö er 1060 m há og i toppnum er gígur sem er 300 m í þvermál. Taliö er aö Skjaldbreiö hafi myndast fyrir um 9000 ár- um. Við ökum síöan norö- ur fyrir Þórólfsfell, sem er noröan Hlööufells. Siöan liggur vegurinn í gegnum Mosaskarö. Þaöan er um fimm km gangur aö Farinu við Hagavatn, en þaö setti Feröafélag íslands í fyrra upp göngubrú. Viö Haga- vatn er einnig skáli Ferða- félags íslands. Úr Mosaskaröi liggur línuvegurinn síðan niöur um moldarslóöir ofan í Haukadal. Þá er skammt aö Geysi og stuttur krókur aö Gullfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.