Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 21 Kosningabaráttan í Svíþjóð: (iengi gjaldmiðla „Jafntefli" í sjón- varpskappræöunum — sagði Expressen um viðureign Palmes og Adelsons Stokkhólmi, 29. ágúst. AP. SJÓNVARPSKAPPRÆÐURNAR á miðvikudagskvöld milli Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Ulfs Adelsons, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, hafa fengið misjafna dóma bæði hjá kjósendum og í blöðum. Umræðurnar, sem fram fóru í þeir viti, hvað öllum er fyrir bænum Vesterás, voru taldar mikilvægar, ekki síst með tilliti til hins mikla kjósendafjölda, sem ekki hafði gert upp hug sinn. Þarna var enn fremur um að ræða fyrstu viðureign þeirra Palme og Adelsons. Palme kvað jafnaðarmenn hafa fært Svíum „frjálsasta og mannúðlegasta þjóðfélag", sem nokkru sinni hefði verið til, og þegnarnir notið þar meira örygg- is en þekkst hefði annars staðar. Palme sagði, að það væri að- eins í valdi Jafnaðarmanna- flokksins að veita þjóðinni þá styrku stjórn, sem þörf væri á. Hann kvað íhaldsmenn og sam- starfsaðila þeirra hafa látið þjóðinni blæða, þegar þeir stjórnuðu landinu 1976—82, „af því að þeir gátu aldrei tekið nein- ar ákvarðanir". Adelson sakaði Palme um að ástunda stjórnmál „stóra bróð- ur“. „Jafnaðarmenn halda alltaf, að bestu," sagði hann. Hann kvað borgaralega stjórn mundu lækka skatta, svo að fjöl- skyldur með meðaltekjur gætu lifað af launum sinum án stuðn- ings hins opinbera. Fleiri og fleiri neyddust nú til vera á framfæri stjórnvalda. „Við verðum að stöðva þennan vítahring skatta og styrkja," sagði Adelson. Og hann kvað borgaralegu flokkana strax mundu leggja niður launþega- sjóðina, sem jafnaðarmenn komu á 1983. „Jafntefli“ sagði sænska blaðið Expressen um sjónvarpsvið- ureign leiðtoganna og vitnaði í skoðanakönnun, þar sem 36% u.þ.b. 2,8 milljóna væntanlegra kjósenda nefndu Palme sem sig- urvegara kvöldsins og 36% Adelson. „Jafnir" sagði 21%. En Hans Zetterberg, fram- kvæmdastjóri SIFO, opinberrar stofnunar er annast skoðana- kannanir, sagði Expressen, að Adelson hefði unnið „yfirgnæf- Njósna um flota- æfingar NATO Norfolk, 29. ágúst. AP. EITT af stærstu njósnaskip- um Sovétríkjanna er nú fyrir utan strönd Virginíuríkis og þykir víst, að hiutverk þess á næstunni eigi að vera að fylgj- ast með bandarískum og brezkum herskipum, sem héldu frá Norfolk í dag áleið- is til mikilla flotaæfinga á vegum NATO. Sovézka könnunarskipið, sem Veður víða um heim Lagil Hæst Akrnyri 5 alskýiaó Amtlardam 14 26 heióskfrt Aþena 18 28 heióskfrt Brrceiona 26 Mttskýjaó Bartín 12 23 hetóekfrt BrUual 8 28 heMekirt Chicago 17 27 skýjaó Dubiin 12 18 rtgning Fanayjar 24 hefóekfrt Franklurt 9 23 hoMskirt Ganl 7 22 skýjað Halainki 15 19 •kýjað Hong Kong 25 28 rigning Jarúsatam 19 28 skýjaó Kaupmannah. 15 21 skýjað Laa Palmaa 31 hsióskirt Ltasabon 20 31 haióskfrt London 16 25 skýjað Loa Angeies 21 33 haióakírt Lúxsmborg 19 Mttakýjaó Malaga 26 haióskfrt Mallorca 27 Mttakýjaó Miami 22 30 akýjaö Montreal 11 22 akýjaó Moskva 9 22 haMskirt New York 20 30 skýjaó Oató 7 18 skýjaó M rmM 94 25 heMskfrt Paking 18 30 haióskfrt Raykjavík 9 Mttskýjaó RM da Janairo 18 29 rtgning Rómaborg 18 27 heMsklrt Slokkhóimur 12 20 haMskfrt SMnoy 12 17 skýfaó Tókýó 26 33 haiðskfrt Vinarborg 13 19 tkýjaó bórshötn 12 tkúr andi“ sigur að því er varðaði óákveðna kjósendur. Fyrir um- ræðurnar vildu 15% spurðra ekki taka neina afstöðu til flokkanna, en að umræðunum loknum rtefndi meira en helmingur þeirra, eða 51%, Adelson sem sigurvegara, en aðeins 14% Palme. London, 29. áfpísL AP. SOVÉTMENN keyptu mikiö af doll- urum í dag og bætti það stöðu hans nokkuð miðað við aðra gjaldeyri í heiminum, auk þess sem hann hækkaði í verði vegna tilkynningar frá bandarísku stjórninni um að fasteignasala hefði aukist í júlímán- uði. Gjaldeyrissérfræðingar höfðu engar skýringar á þessum miklu gjaldeyriskaupum Sovétmanna. Þá féll gull nokkuð í verði. Sérfræðingar sögðust ekkert vildu spá um hvort Bandaríkja- dollar héldi áfram að hækka í verði fyrr en á morgun, föstudag, því þá yrðu opinberaðar spár um efnahagslega afkomu landsins í heild, pantanir stórfyrirtækja og viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna. í Tókýó kostaði dollarinn 236,95 japönsk yen og var það sama verð og fékkst fyrir hann í gær. Síðdeg- is hafði hann þó hækkað nokkuð og kostaði i London 237,15 yen. Sterlingspundið kostaði 1,3985 dollara, en kostaði i gær 1,4015 dollara í gær. Annars var gengi dollarsins á þá iund að fyrir hann fengust: 2,7780 vestur-þýsk mörk (2,7665), 2,2752 svissneskir frankar (2,2610), 8,4835 franskir frankar (8,4425), 3,1250 hollensk gyllini (3,1140), 1.865,00 ítalskar lírur (1.862,10) og 1,3628 kanadískir dollarar (1,3600). Gullúnsan kostaði 335,50 doll- ara í dag, en kostaði í gær 324,00 dollara í gær. ber heitið Balzan, er um 4.000 tonn að stærð og með 300 manna áhöfn. Var það í dag rétt fyrir utan 12 mílna landhelgi Bandaríkjanna. Talið er, að Rússarnir hafi mestan áhuga á að fylgjast með herskipinu Iowa, sem er búið 48 stýriflaugum, fleirum en nokkurt annað banda- rískt herskip. í þessum flota er ejnnig brezka herskipið Ilustrious. Gwen Shultz, yfirmaður flota- stjórnarinnar í Norfolk, sagði í dag, að NATO=herskipin myndu sigla framhjá Boston, en halda síðan til Norður-Atlantshafs til flotaæfinga þar. Alls munu 150 bandarísk herskip og 10 herskip frá öðrum þjóðum taka þátt í þessum æfingum. Gert er ráð fyrir að sovézka njósnaskipið muni fylgjast náið með öllum ferðum herskipanna, en muni þó gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim. Korchnoi vann Dzin Tilburg, 29. ágúst AP. VIKTOR Korchnoi vann Roman Dzindzichashvili í 2. umferð skák- mótsins í Tilburg í Hollandi í dag. Önnur úrslit urðu þau, að Ljubomir Ljubojevic vann Robert Hiibner, en jafntefli varð hjá þeim Oleg Roman- ishin og Lev Polugaevsky og Jan Timman og Tony Miles. Alls verða tefldar 14 umferðir á þessu skákmóti, það er tvöföld umferð, þar sem allir tefla við alla. Úrslit í fyrstu umferð urðu þau, að Ljubojevic tapaði fyrir Dzind- zichashvili, en jafntefli varð hjá Timman og Romanishin, Hbner og Polugaevsky. Skák þeirra Miles og Korchnois fór í bið. Miles er talinn vera með unna skák og sagði Korchnoi, er skákin fór í bið eftir 40 leiki: „Það virðist ekki vera mikið, sem ég get gert til þess að koma i veg fyrir tap.“ WR UMBOOS- OG HEILDVERSLUN Smiöjuvegi 11, Kópavogi. Pósthólf 1172,121 Rvík. Símar 641005 og 641006 Heimsþekkt vörumerki Súkkulaði, konfekt, súkkulaði- kex, kremkex, saltstangir, salthnetur, lakkrís, brjóstsyk- ur, tyggigúmmí o.fl. FLYTJUM í dag skrifstofur og vörugeymslu í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 11, Kópavogi, (ffyrír neðan íspan og Axis). Nýr litmyndalisti fyrir viðskiptavini. Ný símanúmer: 641005 og 641006. & J ( jy\ f? Smiðjuvegi 11, Kópavogi. tAlvcA Pósthólf 1172,121 Rvík. UMBOOS- OG HEILDVERSLUN Símar 641005 og 641006 Wi'-v A5 Haustnámskeiö 4ra vikna haustnámskeiö hefst 3. sept. Fyrir alla stráka og stelpur sem vilja fylgjast meö því nýjasta. Skírteini afhent í Bolholti 6, á morgun, laugar- dag, milli kl. 14 og 17. Innritun í Bolholti 6, daglega frá kl. kl. 14—18 í síma 687580 og 687480. Vetrarstarf skólans hefst aö fullu 1. okt. Sjáumst hress, Henný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.