Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 10

Morgunblaðið - 30.08.1985, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1985 Margir muna eftir gömlu Montparnasse-járnbrautarstöðinni er varð 1966 að víkja fyrir nýtískulegum 210 metra háum turni eða viðskiptamiðstöð. I>essi mynd sýnir gömlu stöðina, þegar þar varð mikið járnbrautarslys árið 1895. Svipur Montparnasse Áform eru um að reyna á er enn verið að reyna að bæta næsta áratug að „lagfæra" eitthvað Montparnasse-hverfið, sem átti sitt blómaskeið sem listamannahverfi borgarinnar á millistíðsárunum. Upphafið má rekja til 7. áratugarins, þegar gamla Montparnasse-járnbraut- arstöðin var látin víkja fyrir 300 metra háum turni „Tour de Montparnasse" með stórverslun- um, skrifstofum, búðum, útsýn- isveitingahúsi, og geysistóru neðanjarðarbílastæði. A eftir fylgdi ný járnbrautarstöð um- kringd ósamstæðum risastórum sambýlishúsum. Vonast var til þess að þessi kjarni mundi laða til fjárfestinga í nærliggjandi gömlum hverfum, eins og varð í Marais-hverfinu og Hallahverf- inu eftir að Beaubourg-safnið reis. En það fór á annan veg. Nú þarna úr. Mjög umdeild er húsa- samstæða katalónska arki- tektsins Bofills, sem átti að rúma 200 smáíbúðir í hringlaga stórbyggingu með heilmiklu af súlum, þykir ekki falla að því sem fyrir er. Sagt að enginn hafi leyft sér að umbylta svo götu- myndinni í París síðan Hauss- mann leið. Og nú er enn einn aðilinn kominn inn í til að bæta um betur við Rue de l’Ouest við hliðina á Bofill, og á að laga jaðarbyggðina að hans verki. Þar á að byggja 65 íbúða blokkir á tveimur hæðum og bíla- geymslukjallara. Rue de Ouest verður þá göngugata og gert ráð fyrir búðum á neðstu hæðum. En fyrirhugað hringtorg Bofills er fyrir bí, verður í hæsta lagi hálf- hringur. París er mikil hundaborg enda þarf daglega að hreinsa þar upp 20 tonn af hundaskit og höfð til þess sérstök tæki, sem alltaf eru á ferðinni. Götuhreinsunin tæknivæðist Mikið átak hefur verið gert á undanförnum áratugum til gera Parísarborg að hreinni borg og með góðum árangri. Nú vinna 6000 starfsmenn á vegum heil- brigðismálaráðsins alla daga að því að halda götum borgarinnar hreinum. Alls konar ný tækni hefur verið tekin í notkun og í maímánuði sl. efndi borgarstjór- inn Jacques Chirac til blaða- mannafundar til að kynna þess- ar tækniframfarir og þau 1200 hreinsunarfarartæki sem eru á ferðinni á vinstri bakka Signu sem hinum hægri. Forvitni- legasta nýjungin sem kom í gagnið á árinu 1985 voru nýjar og endurbættar „caninettur". þ.e. græn og hvít mótorhjól sem hafa það hlutverk að hreinsa daglega upp 20 þúsund tonn af hundaskít. Einnig hið svokallaða „désafficheuse" eða afauglýs- ingatæki, sem getur ekið á grasi og klifið stiga til að fjarlægja óleyfilegar auglýsingar. Var efnt til sýningar undir heitinu „Ljós og skuggar eignar okkar" og fer hún um borgina í haust, verður í 17. hverfi frá 1.—18. október og í 20. hverfi 18.—30. nóvember, svo eitthvað sé nefnt. En menn hreinsa líka sjálfir með gamla laginu götur Parísar, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Frásagnir frá Glæsileg menningarmiðstöð að rísa í La Villette í maímánuði var á þessari síðu rætt um menningarstefnu stjórnvalda í Frakklandi og nefnd stórátak sem í gangi er í 19. hverfi borgarinnar, þar sem er verið að umbreyta Villette garðinum í glæsilega bygg- ingarsamsteypu með mikilli áherstu á nýjungar í arkitektúr. Þetta er mikið metnaðarmál Mitterands Frakklandsforseta, sem beitir sér af alefli. Sagt er að þetta eigi að verða minnis- varðinn um 7 ára forsetatíð hans og því lagt svo mikið kapp á að koma honum upp. Þykir mörgum nóg um í erfiðu efnahagsástandi. En glæsilegt er þetta átak. Þegar hin gömlu sláturhús borgarinnar höfðu vikið gafst þarna færi á 50 hektara landi í gömlu borginni. Það tækifæri greip forsetinn og var ákveðið að á þessum stað skyldi verða glæsileg miðstöð tileinkuð menningarskeiði því sem við tók eftir iðnbyltingunarárin á síðari hluta 20. áldar. Aðalbyggingin í þessari húsasamsteypu er „Vís- inda- tækni- og iðnaðarsafnið", sem áformað er að opna í marsmánuði 1986. Kostnaðar- áætlanir bjartsýnna skipuleggj- enda hljóðuðu upp á jafnvirði 4,2 milljarða ísl. króna. Til saman- burðar má geta þess að fram- kvæmdirnar við Louvre-safnið (sem sagt var frá á síðunni 22. maí) eiga að kosta 1,4 milljarða. Ekki er þetta eina byggingin þarna, enda hafa 600 teiknarar og 500 verkamenn verið önnum kafnir í fjögur ár við að koma skipulagi á þetta verkefni, sem á að „laga franska menningu að nútímanum". Tvær af fyrirhug- uðum fimm byggingum í La Vill- ette hafa þegar verið opnaðar al- menningi. Zénith tónleikahöllin hefur verið í stöðugri notkun síð- an um síðustu áramót og virðast bæði flytjendur og áheyrendur sammála um að hljómburður sé afbragð og tæknilegar aðstæður fyrir listafólkið frábærar. Er nautamarkaðurinn frá 19. öld orðinn að sýningarhöll með flóknu formi. Þar komast fyrir um 4000 áhorfendur. Fyrsti áfangi byggingar sem nefnist „Tónlistarborgin" hefur fengið grænt ljós. Arkitektinn Christ- ian de Portzamparcur teiknar hana, enda vann hann sam- keppni um verkefnið. Þegar hún er fullgerð á þessi borg að hýsa nýjan franskan tónlistarháskóla í útfærðri mynd, m.a. með hljóðfærasafni, tilraunasal sem tekur eitt til tvö þúsund manns og öðrum sal fyrir sinfóníutón- leika er rúmar 2000 manns í sæti. En þegar Pompidou-safnið var byggt voru þar aðeins gerð skil tónsmiðju fyrir nútímatón- list, ekki klassíska. Hvolfbyggingin vígð í maí Vísinda-, tækni- og iðnaðar- safnið er komið að lokaáfangan- í stálkúlunni sem byggð er ofan á gamla sláturhúsinu, verður veitt fræösla um himingeiminn á þúsund fermetra hvelfdu tjaldi. Þessi hluti byggingarinnar var vígður í maímánuði sl. um. (Jtálma úr byggingunni er að formi til geysistór stálkúla, 36 m í þvermál, og verður notuð til að sýna vísindalegar fræðslu- myndir um himingeiminn á þús- und fermetra kvikmyndatjaldi, er tekur yfir 180 gráðu boga og fer því fram úr sjónsviði manns- ins, sem ekki nær nema 120 gráðum. Þessi fyrsta bygging í samstæðunni var vígð snemma í maí í vor. Ber hún nafnið „Géo- de“. Þetta nútímalega risa hvolf- þak, sem byggt er ofan á leifun- um af söluskála sláturhússins, býður áhorfendum upp á margs kyns furðufyrirbrigði. Laser- myndir birtast og hverfa með hraða ljóssins meðan fyrsta sýn- ingin „Maðurinn og vatnið" um- lykur áhorfandann sviðsmynd- um allt frá Grænlandi og suður að Ganges á Indlandi. Safnið kemur til með að hafa sýningarrými, sem er þrisvar sinnum meira en Beaubourg- menningarmiðstöðin. Arkitekt- inn Adrien Fainsilberg hefur í huga 30 þús ferm sal fyrir fasta- safnið og 10 þús ferm sal fyrir skammtímasýningar, sýningar- herbergi fyrir börn, sýningar- herbergi fyrir nýjasta nýtt þar sem gerð verður grein fyrir nýj- ungum í vísindum, fjölmiðlastöð og loks miðstöð fyrir þúsund manna ráðstefnur. Það þykja mikil tíðindi í Frakklandi, þótt ekki veki það kannski athygli á Islandi, að öll byggingin verður hituð með hitaveitu frá nyrri jarðvarmaveitu. Mestu nýjungarnar felast þó í hugmyndafræði upphafsmanns- ins Mauricar Lévs sem kallar verk sitt „stórt samgöngutæki á tæknisviðinu". Um 60 vísinda- menn og rannsóknaaðilar hafa í þrjú ár verið að leggja niður fyrir sér hvernig eigi að túlka heim nútímavísinda og um leið almennings í fastasafninu og út-' skýra nýjustu tæknilegar fram- farir á þessu sviði með frumleg- um og alveg nýjum tæknibrell- um. „Margar af þessum 800 vél- um, sem komnar eru á teikni- blöðin, hafa þegar verið smíðað- ar, en þær tengjast mikið inn- byrðis og stýra allt frá jarð- skjálftaklefum niður í módel af meltingarveginum. Margar upp- runalegu hugmyndirnar hafa þó farið forgörðum á byggingartím- anum. Búið að varpa flestum þeirra fyrir róða, af því að ekki hefði unnist tími til að vinna úr þeim og gera þær raunhæfar. Þegar Maurice Lévy tók við safninu í októbermánuði 1984 voru vísindamennirnir neyddir til að vinna upp tapaðan tíma með þvi að taka til við að ganga frá þeim sem eftir voru af þess- um 650 „brellitækjum", sem eiga að stýra föstu sýningunni. Nýi framkvæmdastjórinn hef- ur gert góða grein fyrir loka- takmarkinu með þessu safni, en það næstum hafði týnst í allri umfjölluninni og segir: Þarna er um það að ræða að taka mann- inn fram yfir þegar vísindi og tækni eru skoðuð á gagnrýninn hátt. Forsetinn sjálfur hefur sett þar.n dag sem draumurinn á að verða að veruleika. í marsmán- uði 1986, segir hann. (Byggt i grein eftir Frank Gérin.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.