Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 43 Bréfritari telur íslendinga geta yfirtekið störf þessara manna og verið jafnmiklir friðarsinnar eftir sem áður. íslenskt varnarlið? Húsbóndi í Vesturbænum skrifar: Ágaeti Velvakandi! Deilur um varnarliðið og stirð samskipti við þau eru ekki til annars fallin en veikja öryggi landsins. Þótt flestir kysu að hér þyrfti ekki að vera erlent herlið hefur mikill meirihluti þjóðarinn- ar skilning á nauðsyn þess, og það þarf mikið óraunsæi til að trúa því að herinn megi fara einhvern- tíma í næstu framtíð. En tilvist erlends herliðs er og verður þyrnir í augum landans. Er ekki lausnin sú að við íslend- ingar yfirtökum smátt og smátt flestöll störf varnarliðsins? Tæki og búnaður yrðu að sjálfsögðu áfram í eigu bandaríska hersins og yfirstjórnin bandarísk. Laun íslensku atvinnuhermannanna sem og annar beinn kostnaður yrði greiddur af Bandarikjaher. Varla yrðum við íslendingar minni frið- arsinnar í augum heimsins þótt við hefðum sjálfir með höndum þessa öryggis- og varnargæslu fyrir landið sem varnarliðið sinnir nú. SÍS er óþörf stofnun Heiðraði Velvakandi. „Hvað átti Þorleifur við?“ spyr H.Kr. vegna greinar eftir mig sem nýverið var birt í þínum dálkum. Það er von hann spyrji, ef hann kemur ekki auga á annmarkana á samvinnurekstrinum. ( eina tíð var mikið gert úr þeirri hugsjóna- mennsku sem lægi að baki verslun- arrekstri og flokksstarfi Fram- sóknarflokksins. Að mínu mati þarf ekki að eyða mörgum orðum á það sem liggur í augum uppi: Hugsjónin er harla léttvæg. Hversvegna þurfti Framsóknar- flokkurinn að stofna SÍS? Ég sé ekki betur en að það hafi verið í þeim eina tilgangi að koma flokks- mönnum sínum í stöður. Og hvern- ig stóð á því að Sambandið stofnaði heildsölufyrirtæki? Þar er heldur ekki hreint mjöl í pokanum því vitað er að heildsalar hafa alla tíð verið framsóknarmönnum þyrnir í auga. Þær forsendur sem heild- sala byggir á er líka illsamræman- leg þessari svokölluðu samvinnu- hugsjón. SÍS er óþörf stofnun og til þess eins að rýra tekjur bænda. Upphaflega voru það fáeinir bændur sem tóku sig til og stofn- uðu pöntunarfélag. Það var gott og blessað meðan bændur sjálfir gegndu stöðum kaupfélagsstjóra, og þeirra hagur. H.Kr. heldur því fram að þetta geti ekki talist sameignarfélag. Ég tel, að svo hljóti að hafa verið því bændur keyptu jú allt í sameiningu og höfðu sameiginlegar birgðastöðv- ar. Þessi blessuð samvinnuhugsjón kom ekki til fyrr en Framsóknar- flokkurinn náði tökum á þessari starfsemi. Samvinnuhugsjónin er í raun og veru aðeins venjuleg kaup- mennska. Kaupfélögin lifa á bænd- um sem styrkja þau vitandi eða óafvitandi. Aðeins örfá kaupfélög hafa staðið undir sér, enda eru þau staðsett þar sem mikill búskapur er. Þar má til dæmis nefna KEA á Akureyri og Kaupfélag Fljóts- dalshéraðs. Þar sem hugsjónin er orðin tóm hefur 'afkoma bænda lítið batnað undir stjórn samvinnumanna að öðru leyti en því að framþróun hefur verið mikil og búskapar- hættir færst til nútímans. Hugtakið arður er tálbeita sem er lítils virði þegar hugsað er til þess að hluti af innleggi bænda er tekinn eignarnámi um lengri eða skemmri tíma, oft á tíðum hátt á annað ár. Það eru því miður aðrir en bændur sem hagnast á öllu saman. Ég tel að það sé algengt að fólkið sem vinnur hjá SIS og kaupfélögunum fái verulegan af- slátt í vörukaupum sínum, bændur fá engan. Alltaf er farið bakvið bændur og engin sanngirni sýnd í viðskiptum við þá. SÍS er óþörf stofnun og afæta. Miklu hagkvæmara væri að þessu bákni væri skipt upp í fyrirtæki sem hefðu afmarkaðra starfssvið og ættu þvi auðveldar með að sinna viðskiptavinum sínum. KEA gæti til dæmis verið innflutningsmið- stöð fyrir Norðurland. Kaupfélag Fljótsdalshéraðs fyrir Austurland, Kaupfélag Árnesinga fyrir Suður- land, Kaupfélag Isfirðinga fyrir Vesturland, Kaupfélag Borgfirð- inga fyrir Vesturland og KRON fyrir Suðvesturland. Auðvitað myndu þessir aðilar hafa með sér samvinnu, en vera sjálfstæðar einingar. SÍS veldur hækkuðu vöruverði með því að vera svo mikið bákn sem raun ber vitni. Þetta væri þvi besta leiðin til að gera starfsemi þess hagkvæma. Þorleifur Kr. Guðlaugsson V ísa vikunnar rtJSTUPAGU^ Skollaleikur forstjora búvörudeildarinnar _ eftir Gtinnar P61 Inoótfoon t dilkakjðta íra» aA»M • hvortnokkrar Ulwaa'r r Ein er stétt á eyrum teymd yfirmanna sinna. Sætt þvi hefir Sambands eymd en senn fer því að linna. Hákur FRAMTÍÐIN Olíu og akríl þekjubæs á veggi, glugga, hurðir, vindskeiðar, palla og grindverk. Mest selda viðarvörn í Noregi -16 ára reynsla. • 17 fallegir litir. • Þykkfljótandi. íurínn • Lekurekki. • Frábærending. SÍÐUMÚLA 15-SÍMI33070 Bladburóarfólk óskast! 1 A. 6Í & %f10> Austurbær Laugavegur 34—80 Miðbær II Hverfisgata 4—62 Laugarnesvegur 84—111 Úthverfi Viðjugerði Kópavogur ^ Hófgerði LESBOK Meöal efnis í Lesbók Með músík í farangrinum Gísli Sigurösson segir frá ferð með Sinfóníuhljómsveitinni til Frakklands — O — Viðtal við Jónu Sparey, íslenzka konu, sem kennir Englendingum gamlar íslenzkar hannyrðir og kynnir ísland í Englandi — O — Hjartaáföll og kólestrol — O — Grein um stöðu konunnar í isl- ömskum sið Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGl^StNGASTOFA KRISTÍNAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.