Morgunblaðið - 10.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1985, Blaðsíða 1
 Veröa Valsmenn meistarar? Sjá bts 6B.7B38 og 9B PRENTSMIDJA MORGUNBLADSINS ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1985 BLAÐ „Gott að vera kominn heim“ „Þaö er gott aö vera kominn heim,“ sagði Einar Viihjálmsson þegar hann kom frá Rómaborg þar sem keppnistímabíli hans lauk. Einar hefur veriö á stööugum feröalögum í allt heila sumar og tekiö þátt í mörgum mótum. Hann hefur staðiö sig meö mikilli prýöi og jafnan veriö í fremstu röö. Hér er Einar f faömi fjölskyldu sinnar meö tveggja mánaöa gamla dóttur sfna, Geröi Rut, f fanginu og viö hliö hans er eiginkonan, Halldóra Dröfn Siguröardóttir. Sjá frétt frá Róm á bls. 10 og 11-B. „Knapp hefur skrifað undir“ — sagöi Arve Mukkilbost framkvæmdastjóri Brann „TONY Knapp, landsliösþjálfari íslands, hefur skrifaö undir þriggja ára samning viö Brann og tekur samningurinn gildí frá 1. janúar 1986,“ sagöi Arve Mukkil- bost, framkvæmdastjóri Brann, í Tveir með 12 rétta TVÆR raðir komu fram með 12 réttum leikjum í 3. leikviku ís- lenskra getrauna. Vinningur fyrir hverja tólfu var kr. 224.145.- en 11 réttir gáfu kr. 2.043.- en 94 slíkar raðir komu fram. Heildarvinningsupphæö var því 640.417, en alls voru seldar 341.556 raðir. Knattspyrnudeild Fram sló út Fylkismenn þessa vikuna og seldi langmest allra umboösaðila eöa um 40.000 raöir. Af félögum utan Stór-Reykjavíkursvæöisins standa Kef Ivíkingar sig best í sölunni. Nýi seðillinn meö 64-rööum hef- ur selst vel og er sala hans um fjórö- ungur af heildarsölu. samtali viö Morgunblaöiö f gærkvöldi. i einu dagblaöanna í gær var haft eftir Tony Knapp aö hann heföi ekki skrifaö undir samning viö Brann. Arve sagöi aö hann hæfi störf strax í byrjun janúar og aö í samningnum stæöi aö hann gæti ekki veriö þjálfari annars liös á sama tíma. „Hann veröur aö gefa sig 100 prósent aö þjálfun hjá Brann, þaö er ekkert lið ( 1. deild sem getur séö af kröftum þjálfara síns í eitthvaö annaö verkefni á meöan. Ég þekki vel til Knapp og veit aö hann getur gert liö okkar aö betra liöi, hann hefur sýnt þaö bæöi hér í Noregi og á Islandi aö hann getur náö miklu út úr liðun- um sem hann stýrir, hann geröi Víking aö tvöföldum meisturum, kom Frekristad upp í 1. deild og náöi góöum árangri meö íslenska landsliöiö. Hann er líklega þjálfar- inn sem okkur vantar, viö erum meö marga góöa leikmenn en þá vantar meiri leikreynslu,“ sagöi Arve. Sem kunnugt er leikur Bjarni meö Brann og hefur hann staöiö sig mjög vel. „Hann er einn besti leikmaöur liösins og hann viröist leika best er hann leikur undir álagi, hann er ekki bara góöur leik- maður heldur er hann frábær fé- lagi og mikill og góöur persónuleiki • Tony Knapp, landaliöaþjálfari íalanda f knattspyrnu, hefur skrif- aö undir samning hjá Brann tekur við f janúar 1986. Hann þjálfar ekki annaö liö á sama tíma. og góö landkynning fyrir Island og er mikill hvalreki á fjörur okkar," sagöi Arve aö lokum. Brann er nú í þriöja neösta sæti deildarinnar eftir 18 umferöir og hefur gengi liösins ekki veriö eins og skyldi núna seinni hluta sumars. Liöiö á þó góöa mögu- leika á aö halda sæti sínu í 1. deild. Lofaði aðláta mig vita „VIÐ gerðum samkomulag viö Knapp um aö ræða saman í sept- ember og hann lofaöi því að láta mig vita fyrstan allra ef hann geröi samnínga annars staöar,“ sagöi Ellert B. Schram, formaöur KSI, í samtali viö Morgunblaöiö í gær- kvöldi er hann var inntur álits á ummælum Arve Mukkilbost, framkvæmdastjóra Brann í Nor- egi. „Knapp kemur til landsins á næstu dögum og munum viö þá ræöa framhaldiö. Viö höfum nægan tíma til stefnu þar sem ekkert er á dagskrá landsliösins fyrr en næsta vor. Annars tek ég þessi ummæli Arve meö fyrirvara, en jjetta skýrist allt á næstu dögum," sagöi Ellert. Fann leiðina „ÞAÐ KOM aó því aó ég fann aftur leióina að markinu,“ sagói Ómar Torfason eftir aö hafa skoraö þrjú mörk fyrir Fram gegn FH á laugar- dag. Ómar er nú markahæstur í 1. deild, hefur gert 12 mörk. „Ég skoraöi síöast í 9. umferö gegn Skaganum og var ég svo sannarlega farinn aö bíöa eftir marki hjá mór og þaö gekk svo vel í dag og vonandi aö framhald veröi á í næsta leik gegn Skaganum á laugardaginn. Viö spiluöum vel í þessum leik og okkur tókst aö halda einbeitingunni út allan leik- inn. Svo er bara aö vona aö KR-ing- um takist aö ná stigi af Val á fimmtudag. Þaö kemur til með aö liggja nokkuö Ijóst fyrir er viö leik- um viö Akranes á laugardag hvort þaö veröur úrslitaleikur mótsins eöa hvort Valur hefur unniö," sagöi Ómar Torfason markahæsti leik- maöur l.deildar. ísland — England á morgun ANNAÐ kvöld kl. 17:30 leika ís- lendingar viö Englendinga ungl- ingalandsleik í knattspyrnu, sem skipaö er leikmönnum 18 ára og yngri. Leikurinn er liöur í síöari hluta Evrópukeppninnar, en fyrri hlutinn var leikinn í fyrrahaust og í vor. Staöan í riölinum er sú að írar og Skotar hafa hlotiö fimm stig, England tvö og ísland ekkert. Lárus Loftsson þjálfari hefur valiö eftirfarandi pilta í leikinn á morg- un: Ólafur Gottskálksson ÍBK Sveinbjörn Allansson ÍA HannesSmárason Fram Pétur Óskarsson Fram Þorsteinn Guöjónsson KR SiguröurValtýsson KR Bjarki Jóhannesson ÍA EinarPállTómasson Val Ólafur Kristjánsson, fyrirl. FH Alexander Högnason iA Þórhallur Víkingsson Fram Kjartan Einarsson ÍBK Heimir Guöjónsson KR Stefán Viöarsson ÍA Hlynur Birgisson Þór Ak. Arnljótur Davíðsson Fram Dómari leiksins veröur Svíinn Rune Larsson, en línuveröir þeir Eyjólfur Ólafsson og Gísli Guö- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.