Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 16
16
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Krónprinsessan vió vígslu menningarmiðstöðvarinnar.
(Allar ljósmyndirnar tók Seppo Hilpo.)
Norræna Listamið-
stöðin Sveaborg
IWyndlist
Bragi Ásgeirsson
Laugardaginn 10. ágúst var aðal-
hyKging norrsnu menningarmið-
stöðvarinnar í Svíavirki — Sveaborg,
eða Suomenlinna, eins og eyjaklasinn
nefnist á fínnsku, formlega tekin í
notkun með mikilli viðhöfn. Það var
Sonja, krónprinsessa Norðmanna,
sem var aðalpersónan við hátíðar-
höldin í fjarveru Vigdísar Finnboga-
dóttur, sem upprunalega var áformað
að vígði listamiðstöðina, en var for-
fölluð einhverra hluta vegna.
Með formlegri opnun þessarar
listamiðstöðvar er langþráður
draumur norrænna myndlistar-
manna orðinn að veruleika og verði
hér haldið rétt á málum, þá mun
þessi áfangi í norrænni samvinnu
marka mikil tímamót. Verða út-
breiðslu norrænnar myndlistar
mikil lyftistöng sem og samvinnu
myndlistarmanna.
Ég ritaði fyrir nokkrum árum
langa grein í Lesbók um Svíavirki
og tildrög þess og endurtek fæst
af því hér. En þó skal þess getið,
að Svíavirki var byggt á nokkrum
klettaeyjum í Finnska flóanum rétt
utan við Helsingfors, og frá 1748—
1972 var þar staðsett setulið, fyrst
sænskt — þá rússnezkt og síðast
finnskt. Nú hafa verið innréttaðir
sýningarsalir i herskálunum ásamt
bókasafni og stjórnsýsluaðsetri.
Herminjasafnið, sem aðsetur hefur
haft í miðborg Helsingfors, mun
og verða flutt út í eyjarnar og skóli
sjóhersins hefur þar bækistöðvar.
Miklu fé hefur verið varið í upp-
byggingu og breytingar en á móti
kemur að vinnuaflið hefur verið
ódýrt því að upprunalega unnu þar
menn, sem voru að afplána refsingu
fyrir ölvun við akstur en seinna
fangar, er þóttu haga sér svo vel
að óhætt væri að láta þá vinna utan
fangelsismúranna. íbúar eru núna
um 1.000.
Svíavirki var upprunalega hugs-
að sem vörn gegn risanum stóra í
austri og útþenslustefnu Rússa, og
hafist var handa við gerð þess árið
1748 og tóku framkvæmdirnar 40
ár. Á sumrin unnu allt að 8.000
manns við virkisgerðina og var það
mikið í ljósi þess, að þá bjuggu
aðeins 3.000 manns í Helsingfors.
Það kom að því að virkið fékk
eldvígslu sína. Arið 1807 mættust
þeir Napoleon og Alexander I í
Tilsit og til að lyfta undir Zarinn
og koma honum í gott skap afhenti
Napoleon honum Finnland með
örlátri handahreyfingu. Árið eftir
hugðust svo Rússar ná á sitt vald
hinni kært lofuðu gjöf og réðust á
Finnland. Að sjálfsögðu var Svea-
borg í senn aðal sem lokamark
herfararinnar.
Svíavirki var að öllu samanlögðu
óvinnandi, er það var fullbyggt, en
skapari þess var hinn nafntogaði
Augustuss Ehrenswárd. Þó tókst
Rússum að ná því á sitt vald eftir
aðeins þriggja vikna umsát og nær
ekkert mannfall (6 drepnir og 32
særðir). Þótti þetta allt mjög dular-
fullt og álitu menn lengi, að upp-
gjöfin hafi verið svik en menn
hallast nú að því að yfirmaðurinn
varaaðmíráll Carl Olof Cronstedt
hafi verið andlega útkeyrður. Hafi
verið beittur sálrænum hernaði af
andstæðingi sínum yfirhershöfð-
ingjanum Jan Pieter van Suchtelen.
Hvað sem öðru líður var gangur
stríðsins hinn furðulegasti ekki síst
vegna yfirburða Svía sem höfðu
safnað saman miklu liði (6.750
manns) og höfðu til umráða 734
fallbyssur, sem var mikið á þeim
tímum og við þessar aðstæður.
Virkið hefði sem sagt alls ekki átt
að geta fallið og spurningunni, hví
það féll, er í raun ósvarað. En víst
er að hér hafi komið til mistök og
handvömm yfirstjórnarinnar.
Rússar héldu virkinu allt til árs-
ins 1918 — í heil 110 ár.
Nú er svæðið vinsæll útivistar-
staður, enda eru eyjarnar 6 mjög
skemmtilegar heim að sækja og
ekki spillir hið sögufræga gildi
þeirra. Það eru ágætar samgöngur
út i eyjarnar, sem tengjast spor-
vagnakerfi borgarinnar enda eru
þær aðeins 5 kílómetra frá mið-
borginni.
Ferjur ganga þangað reglulega
og er siglingin hin skemmtilegasta
og útsýnið úr eyjunum hið fegursta
og þá einkum á síðkvöldum við sól-
arlag. Svo myndrænt er allt um-
hverfið að eiginlega er nær ógjörn-
ingur fyrir dauðlega menn að gera
betur og ekki rýra hinar eftirstand-
andi leyfar virkisins hið myndræna
svið — magna það öllu frekar til
stórra muna. Er maður siglir í
burtu að kvöldi dags verður fyrir
manni lítil klettaeyja, sem á stund-
um minnir mjög á hið fræga mál-
verk Arnolds Böckiings „Dauðaeyj-
an“ og vill þá hugarflugið fara í
gang um svið hins dulúðuga og
ófreska.
Aðstreymi fólks til eyjanna ætti
að verða listamiðstöðinni tii góðs,
og tilvist hennar ætti einnig að
auka það og þá sér í lagi útlendinga.
Með opnun þessarar menningar-
miðstöðvar eru Norðurlöndin orðin
þátttakandi I þróun, er orðið hefur
víða um heim, — frá Vancouver
yfir Kanada, meginland Evrópu og
alit til Ástralíu. Víða á þessari leið
hafa á undanförnum árum risið upp
risavaxnar menningarmiðstöðvar,
svo sem flestir vita, er inni eru í
þessum málum, og aðsókn að þeim
fer yfirleitt margfalt fram úr öllum
áætlunum, auk þess sem óbeinar
tekjur af þeim eru glfurlegar, þótt
sjálfar séu þær reknar með halla.
Hér er um að ræða hvers konar
tekjur af ferðamönnum er skila sér
einnig til ríkissjóðs viðkomandi
landa þannig að hallinn er einungis
tölfræðileg ambaga.
Laugardagurinn 10. ágúst var
fagur og sólbjartur og straumur
fólks út i Svíavirki var mikiil —
troðfylltust ferjurnar á skammri
stund, þannig að um tíma óttaðist
greinarhöfundur, að hann yrði of
seinn til hátíðarhaldanna.
í tilefni vígslunnar voru opnaðar
þrjár listsýningar í aðalbygging-
unni: Hin stærsta og viðamesta
þeirra nefndist „1945—1980 - List
á Norðurlöndum", og hafði tíu lista-
söfnum verið boðið að senda inn
verk, tvö frá hverju landi. Söfnin
voru Lousiana og Silkeborg í Dan-
mörku. Atheneum og Sara Hildén
í Finnlandi. Listasafn íslands og
Nýlistasafnið á íslandi, Ríkislista-
safnið og Listasafn Þrándheims í
Noregi ásamt Nútímalistasafninu í
Stokkhólmi og safninu í Gautaborg
í Svíþjóð.
Óneitanlega nokkuð tilviljana-
kenndur og ósamstæður hópur. Þá
voru þarna tvær minni sýningar:
Ljósmyndasýning er nefndist „Frá
herskálum til listasafns" svo og
sýning á finnskri vefjarlist, „Fimm
textílverk".
Þessar sýningar skoðaði einmitt
Sonja krónprinsessa ásamt fylgd-
arliði, forsvarsmönnum sýningar-
innar, blaðamönnum frá Norður-
löndum og sæg ljosmyndara. Dvald-
ist henni nokkuð lengi við skoðun
sýninganna, svo að tímasetningin
fór öll úr skorðum og máttu aðrir
boðsgestir bíða drjúga stund eftir
hátigninni. Sonja er ákaflega róleg
í fasi og segir fátt — býður af sér
góðan þokka og var klædd svo sem
nútíma prinsessum sómir, og fór
þar saman glæsileiki og látleysi.
Geta má þess, að hún er menntuð
sem listsagnfræðingur. Sjálf
vígsluathöfnin fór fram í stóru
opnu tjaldi á flötunum skammt frá
aðalbyggingunni og þótti mörgum
hún nokkuð langdregin ofan á fyrri
bið. Sæti voru fá þannig að flestir
urðu að standa og tjaldið rúmaði
einungis hluta veizlugesta og var
þannig nokkur fjöldi utan tjaldsins
og vissu lítið hvað þeir áttu af sér
að gera, enda veitingar engar fyrr
en að athöfninni lokinni. Var mörg-
um augum skotrað í átt til veitinga-
búðanna og ýmsir í viðbragðsstöðu,
svangir og þyrstir.
Athöfnin hófst með því að gestir
voru boðnir velkomnir af formanni
Norrænu listamiðstöðvarinnar
Bengt Skoog. Þar næst afhenti
menningar- og vísindamálaráð-
herra Svía, Gustav Björkstrand
aðalbygginguna til Norræna ráðs-
ins fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Þá sté Sonja krónprinsessa í ræðu-
stólinn og flutti vígslutölu —
minnti hún á að þetta virki hafi
eingöngu verið reist til varnar og
að fallbyssurnar hefðu aldrei verið
teknar í notkun. Hér talar listin,
en fallbyssurnar þegja. Virkið var
hugsað til varnar en listin er hins
vegar hugsuð til sóknar...
Almennt voru ræðumenn mjög
ánægðir með árangur uppbygging-
arinnar og var gott hljóð í þeim
eins og þar segir.
Að lokum var uppfærður eins
konar ballett-performans eftir
Margarethe Ásberg og Pyramid-
erne.
Þá ioks var opnað fyrir hressing-
arnar í mjúku sem hörðu formi, og
var mikil örtröð að veitingaborðun-
um, enda skipulagi hér ábótavant.
Krónprinsessan skoðaði hins vegar
tvær aðrar sýningar, er í gangi
höfðu verið í sumar, „Aurora“, sýn-
ingu ungrar norrænnar listar og
„Playwood", þar sem sýnd voru
skúlptúrverk eftir nemendur lista-
skóla á Norðurlöndum undir berum
himni, og var sú sýning í tengslum
við Listahátíð Helsingforsborgar.
Lenti ég í þvi að vera að skoða
seinni sýninguna á sama tima og
hátignin, einn allra blaða- og lista-
manna, því ég hafði ekki hinn
minnsta áhuga á að leita mér veit-
inga í þvögunni. Var einna líkast
sem ég væri að elta prinsípissuna,
enda þjappaði lífvörður hennar sér
fastar um hana! Það var þó víðs
fjarri mér, en ég vildi skoða sýning-
arnar í bak og fyrir, enda á förum
til Parísar i býtið næsta morgun.
Þess skal getið að lokum í sam-
bandi við vigsluna, að um kvöldið
var haldin mikil og vegleg veizla,
er ýmsum útvöldum var boðið i, og
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
AJÁRNBRAUTAR-
STÖOINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
Ballingslör -
sænskar gæðavörur
Afsláttur 10% - 30%
Afhent samsett - þarf bara
að hengja upp
Góð greiðslukjör.
Seljum einnig nokkrar, lítið
gallaðar baðinnréttingar með
50% afslætti.
VATNSVIRKINNAf
ÁRMÚLI 21 — PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SlMIAR: VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966
SOLUM: 686491