Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Það sem er bak við orðin Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Norræna húsið: NORRÆN UÓÐLISTARHÁTÍÐ. Ljóðakvöld: Uffe Harder, Lars Huldén, Matthías Johannessen, Mimmo Morina, James Tate. Tónlist: Ásdís Valdimarsdóttir lág- fiðluleikari. Þetta ljóðakvöld átti að hefjast á lestri sænska skáldsins Lars Forssell, en hann var hvergi sjá- anlegur, hafði boðað forföll. Fors- sell orti eitt sinn: Senduð þið mig erinda tryðuð þið aldrei frásögn minni eins og ég legg aldrei trúnað á orð vinar heldur það sem er bak við orðin. Danska skáldið Uffe Harder hefur áður lesið úr verkum sínum í Norræna húsinu. Nú sagði hann í Ijóði: Textinn stendur kyrr. En text- inn stóð ekki kyrr í þessum ágætu Ijóðum eftir Uffe Harder, heldur var hann á hreyfingu. Uffe Hard- er hafði góðan boðskap að flytja: Ottastu aldrei neitt. Lars Huldén er orðinn eins kon- ar þjóðskáld í Finnlandi, skarpur athugandi hversdagslífs og um- hverfis. Hann hefur ort mikið um ísland og flutti ljóð um Esjuna og hrafnana sem taka nú orðið tillit til hans, þekkja hann. Huldén kvað: Dagarnir eru mikilvægir. Dagarnir eru stuttir. Dagarnir eru fáir. Bandaríska skáldið James Tate var kærkominn gestur á ljóðlist- arhátíð. Hann yrkir frásagnar- kennd ljóð og segir Ijóðrænar dæmisögur úr hversdagsleikanum. Tate er fyndinn og blátt áfram lesari. Hann spurði m.a. í ljóðum sínum: Hvað á að gera við okkur? og minnti á að ókunnuglegir hlutir þvinga okkur til að taka afstöðu. Stundum getur hvarflað að áheyr- anda að Tate líti á ljóð sem eins konar brandara, en svo er ekki; ljóðagerðin er honum mikilvaégari en það. Seamus Heaney flutti óvænt Ijóð á ensku eftir Kristján Karls- son. Kristján var ekki viðstaddur sjálfur, en hafði vitanlega verið kjörinn fulltrúi norrænnar ljóð- listar á þessari hátíð. Þegar Hean- ey var kynntur fyrir nokkrum dögum flutti Einar Kárason þýð- ingu eftir Kristján Karlsson á ljóði hins írska skálds: Lýðveldi samviskunnar. Þessi þýðing var ein hin vandaðasta sem hljómaði í Norræna húsinu. Mimmo Morina er skáld frá Sik- iley og ljóðræn tjáning hans minnir stundum á landa hans, Salvatore Quasimodo, sem líka var frá Sikiley. Morina er gott skáld eftir þeim ljóðum að dæma sem hann flutti. Hann hefur starf- að í Lúxemborg þar sem hann rit- stýrir tímaritinu Nýju Evrópu. Hann orti um eyjuna sem ekki er til, tregaljóð um bernsku sína á Sikiley og scirocco-vindinn marg- fræga, þennan ótrúlega gest frá Afríku. Thor Vilhjálmsson flutti þýðingar sínar á ljóðum Morina og Mimmo Morina skildist mér á honum að það væri mikill atburður að fá tækifæri til að kynnast þýðingunum. Matthías Johannessen las loka- ljóð nýrrar útgáfu Hólmgöngu- Ijóða, áður óbirt. Lestur Matthías- ar þótti mér meðal helstu tíðinda hátíðarinnar því að hann las af meiri þrótti en flestir aðrir. Eins og hann benti á eru yrkisefni Hólmgönguljóða mörg hver sótt James Tate til fortíðar, atburðir heimfærðir upp á okkar tíma. Hann rifjaði upp hina snjöllu skilgreiningu Bo Carpelans: Ljóðagerð er aðferð til að hlusta með augunum. Matthías las þrjú óbirt kvæði og í einu þeirra er gerð tilraun til að gera Gísla Súrsson að samtimamanni okkar. Form ljóðsins var fornlegt. Matthías flutti okkur Fóstur- landsins Freyju, mnskot fyrir Sorgin er asnaleg Norræna húsið: NORRÆN LJÓÐLISTARHÁTÍÐ: Ljóðadagur: Gyrðir Elíasson, Jóhamar, Elísabet Þorgeirsdóttir, Bragi Ólafsson, Sig- fús Bjartmarsson, Þorri Jóhannsson, Kristján Kristjánsson, Þór Eldon, ís- ak Harðarson, Björk Guðmunds- dóttir, Sjón, Einar Már Guðmunds- son. Ljóðskáldasalat nefnist dagskrá í tengslum við Norrænu ljóðlistar- hátíðina í Norræna húsinu. En þessi dagskrá var með allt öðrum hætti en hin virðulega há- tíð. Hún skar sig úr m.a. fyrir það að hér voru á ferð ung skáld sem þarfnast kynningar, ástæða er til að gefa gaum. Fæst þeirra eru lík- leg til að fá inngöngu í akademíu í bráð. En tíminn mun leiða það allt í ljós. Skáldin sátu að snæðingi og drukku hóflega létt vín með. Stjórnandi var Þór Eldon. Fyrstur las Gyrðir Elíasson sem er meðal þeirra ungu skálda sem hvað mesta athygli hafa vakið á undanförnum árum. Lestur hans barst með tækninni frá Borgar- firði eystra. Gyrðir drap á hengi- flugið og það að vera viðbúinn, las hljóðlátlega en sannfærandi. Jóhamar tilkynnti að dyrnar opnuðust Hann sagði að höfuð sitt gerði lítið gagn núorðið og kom með furðulega kenningu: Þegar ég sé blóð líður mér vel. Hann sagðist vera á flótta og taldi að siðmennt- aður heimur liði undir lok. Jóham- ar er góður upplesari og sýnis- hornin sem hann valdi til vitnis um að hann er að eflast í skáld- skap sínum. Elísabet Þorgeirsdóttir sendi frá sér fyrir mörgum árum eitt athyglisverðasta verk sem lengi hefur komið frá ungu skáldi: Aug- að í fjallinu. í því segir að sorgin sé asnaleg. Hún las líka úr bók sinni Salt og rjómi og sem olli því að beðið er með forvitni þriðju bókarinnar. Bragði ólafsson lýsti „handfylli af dögum“ og orti um morð í stiga- gangi. Það sem hann las bendir til þess að hér sé á ferð skáld sem hafi frá mörgu að segja. Sigfús Bjartmarsson hefur eins og kunnugt er nýlega sent frá sér kjarnmikla bók: Hlýju skuggana. Úr þeirri bók las hann Berliner Ostbahnhof, en byrjun ljóðsins er dæmigerð fyrir tjáningu hans: „úti í þokunni/ bifast einn og einn hermaður/ einstöku sinnum/ áhorfanda til afþreyingar/ eins og ég man að var títt/ um legsteina á haustin/ í sveitinni heima." Einar Már Guðmundsson túlk- aði vorkvöld í Reykjavík með sín- um hætti. Ljóð hans eru mælsk og oft fyndin. öll völd I hendur gleymskunnar, sagði hann bein- skeyttur að vanda. Þorri Jóhannesson las úr bók sinni: Hættuleg nálægð og nýjan prósa um bágindi gamallar konu. Á framlag hans verður ekki lagt mat hér. Eftir hlé kom Kristján Krist- jánsson, las úr bók sem hann hef- ur gefið út og annarri væntan- legri: Dagskrá kvöldsins. Hann til- kynnti m.a. að tungumálið verði ekki framar umflúið og minnti á að varasamt er að fikta við orð sem geta sprungið. Sigfús Daða- Sigfús Bjartmarsson son hefur einnig ort um það fyrir- brigði. Nýleg ljóð Kristjáns lofa góðu. „Úngskáldið“ Þór las vísvitandi lágt og varlega: ÉG. En bætti svo um betur: Ég og svo þú. Elísabet Þorgeirsdóttir ísak Harðarson var á svipaðri bylgjulengd og Þór Eldon. Hann las ljóð sem nefnist Tvö orð og var aðeins tvö orð. Það sem hann vildi segja fólst í orðunum: Hó, hó, hó. 1 ljóðinu óli sá morgunsól sem er Skólaritvélar og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask og ferðalög. Olynpla ritvélarnar eru allt í senn skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og fáanlegar í mörgum gerðum. Carma áreiðanleg vél, búin margs konar vinnslu sem aðeins er á stærri ritvélum. TraveDer de Luxe fyrirferðarlítil Reporter rafritvel með leiðréttingarbún- aði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra skrifstofuvéla þótt Reporter sé bæði minni og ódýrari. Ekjaran AMAGRUSS® pH-Rafskaut r®, rSL Tengi fyrir allar gerðir pH-mæla! Hagstætt verð! KEmiR SKIPMOLTI 7 ( 3 HÆO) SIMI 91-27036

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.