Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Til
FISKVERKENDA
99
UTGERÐARMANNA
Höfum áhuga á kaupum á öllum rauösprettuflök-
um sem þér getiö framleitt, dökka hliöin af. Einnig
smáþorski, heilfrystum, innanúrteknum meö haus
á. Sendist vikulega meö íslenskum skipum til
Bandaríkja N-Ameríku (austurströnd).
Vinsamlega tjáið oss hve
mikið magn er hægt að fá
Olafur Johnson
40 WALL STREET SUITE 2124
SÍMI 212 344 6676 — 718 622 0615
TELEX: 4945457
VtEDESTEIN^)
EIGUM
FYRIRLIGGJANDI
EFTIRTALDAR
STÆRÐIR:
Takmarkaðar birgðir - Góð greiðslukjör
eða staðgreiðsluafsláttur
Dráttarvéladekk:
Verð með söiuskatti
600x16 6str.laga Kr. 3.679.-
650x16 6str.laga Kr. 4.274,-
750x16 6 str.laga Kr. 5.646.-
900x16 10str.laga Kr. 12.139,-
10x28 6 str.laga Kr. 14.083.-
11x28 6str.laga Kr. 17.243.-
14 12x28 6str.laga Kr. 18.514.-
13x24 6str.laga Kr. 18.623.-
14x30 6str.laga Kr. 26.768.-
12x36 6str.laga Kr. 23.824.-
Vagndekk: 11.5/80-15 10str. laga Kr. 9.496.-
12.5/80-15 10str.laga Kr. 12.686.-
13.5/75-16 10str.laga Kr. 12.868.-
Heyvinnuvéladekk:
15x600-6 4str.laga flotdekk Kr. 1.169.-
16x600-8 4 str.laga flotdekkKr. 1.359.-
300x4 2str.laga Kr. 654.-
350x8 4 str.laga Kr. 869.-
350x4 4str.laga Kr. 486.-
400x12 4 str.laga Kr. 1.238.-
Lesefni ístómm skömmtum!
AF ERLENOUM VETTVANGI
eftir JANE FRIEDMAN
Tæknifræðingarnir
taka völdin í Egyptalandi
VÆNTANLEGUM breytingum á egypzku stjórninni og þá sér í lagi
fyrirhugaðri afsögn Kamal Hassan AIis forsætisráðherra var haldið svo
lcyndum, að mjög óvenjulegt mátti teljast í Egyptalandi nú á dögum.
Enda þótt orðrómur hefði verið á kreiki um breytingar á stjórninni,
bjóst enginn við þeim nú. Esmat Abdel Meguid utanríkisráðherra var
erlendis og sama máli gegndi um
svo af sér í síðustu viku, þá kom
algerlega á óvart.
r
Ikyrrþey hafði Hosni Mubar-
ak forseti kallað hagfræð-
inginn dr. AIi Lutfy heim til
Kairó frá útlöndum til að taka
við forsætisráðherraembættinu
af Kamal Hassan Ali. Þetta er í
fyrsta sinn, frá því að byltingin
var gerð í Egyptalandi, sem
hagfræðingur verður forsætis-
ráðherra þar í landi. Venjulega
hafa forsætisráðherrarnir verið
herforingjar eða frammámenn í
stjórnarflokknum. En skipun
Ali Lutfys, sem er 49 ára að
aldri, gefur til kynna, að lausn
efnahagsmálanna þoli enga bið
að mati forsetans og aðrir
forystumenn Egypta eru vafa-
lítið á sama máli.
Haft er eftir Tahsin Basir,
kunnum stjórnmálafræðingi í
Egyptálandi, að „forsetinn var
þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir
það að Kamal Hassan Ali væri
heiðarlegur og hæfileikamikill
maður, þá gengi hann ekki heill
til skógar og því væri þörf á
yngri og kraftmeiri manni. AIi
Lutfy er bæði sérfræðingur og
stjórnmálamaður og sem slíkur
fulltrúi nýrra stjórnarstefnu."
Skipun landbúnaðarsérfræð-
ingsins dr. Youssef Wali í stöðu
aðstoðarforsætisráðherra er
enn frekari sönnun þess, að Mu-
barak forseti hyggst efla slíka
menn til áhrifa í stjórnkerfinu.
Dr. Wali hefur doktorspróf í
garðyrkjufræðum og nýtur mik-
illar virðingar sem sérfræðing-
ur, er vill gera allt til að fá eg-
ypzkan landbúnað til þess að
taka upp nýrri og betri starfs-
aðferðir.
Óbreytt utanríkisstefna
í fyrri stjórn voru 32 ráðherr-
ar. Margir þeirra, þar á meðal
varnarmálaráðherrann og
utanríkisráðherrann, halda
embættum sínum, sem bendir
til, að stefnan í varnar- og utan-
ríkismálum mun ekki breytast.
Að undanförnu hefur Mubarak
forseti hins vegar verið að
missa smám saman traust á
Hassan Ali vegna efnahagsmál-
anna.
Ali Lutfy, sem var fjármála-
ráðherra í stjórn Anwars Sad-
ats forseta, horfist reyndar í
augu við nær óleysanleg vanda-
mál. Honum er ætlað að snúa
hinni óhagstæðu þróun í efna-
hagsmálum við, gera á þeim
nauðsynlegar umbætur en
koma samtímis í veg fyrir nei-
kvæð viðbrögð almennings, sem
virðast nær óhjákvæmileg.
Viðleitni í þessa átt var hafin
sl. haust í stjórnartíð Kamal
Hassans, er þess sáust merki,
að Egyptland stæði frammi
fyrir alvarlegri fjárhagskreppu.
Samkvæmt skýrslu Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins var greiðslu-
jöfnuður Egypta óhagstæður
um 1,3 milljarða dollara í fyrra.
Þá minnkuðu möguleikar lands-
ins til þess að afla sér erlends
fleiri ráðherra. Þegar stjórnin sagði
það vestrænum sendistarfsmönnum
gjaldeyris. Peningasendingar
minnkuðu frá Egyptum, sem
vinna erlendis, olíusala og gjöld
af siglingum um Súez-skurð
drógust saman og að sama
skapi erlendur gjaldeyrisforði
landsmanna.
Geysimiklar niðurgreiðslur á
undanförnum árum, eða um 2
milljarðar dollara á ári, rýrðu
fjárhagsgetu ríkissjóðs lands-
ins, en ýttu undir meiri neyzlu
innanlands. önnur framlög
ríkisins fóru aðallega í kerfið
sjálft í stað þess að efla frum-
kvæði til meiri framleiðni.
Viðskiptahalli Egypta jókst
mjög og náði 5 milljörðum doll-
ara og litlar horfur eru á, að
takast megi að snúa þeirri
þróun við. Verði á landbúnaðar-
afurðum og iðnaðarvörum var
haldið óeðlilega lágu með þeim
afleiðingum, að landbúnaður og
iðnaður í landinu hafa verið að
staðna.
Hassan Ali gerði fyrstu til-
raunina til að leggja til atlögu
gegn hinu þunglamalega niður-
greiðslukerfi og minnkaði
niðurgreiðslur á brauði, elds-
neyti og rafmagni. En það verk-
efni, sem Hassan stóð andspæn-
is, var risavaxið og honum tókst
ekki að ná samkomulagi við Al-
þjóða gjaldeyrissjóðinn, sem
gagnrýndi Egypta fyrir það, hve
seint þeim gengi að draga úr
niðurgreiðslum hjá ser.
Ákvörðun um að leggja nýja
skatta á í fríverzlunarsvæðinu í
Port Said kom af stað óeirðum
þar og stjórnin varð að gefa eft-
ir. Reynsla Hassan Alis bendir
til þess, að Ali Lutfy eigi eftir
að mæta sams kona erfiðleik-
um. Því umfangsmeiri, sem
slíkar ráðstafanir verða, þeim
mun meiri mótmælaaðgerðum
má stjórnin gera ráð fyrir. Þeg-
ar slíkar mótmælaaðgerðir hafa
áður átt sér stað, bæði í stjórn-
artíð Sadats sem Mubaraks,
hefur stjórnin orðið að láta
undan.
Markmið Mubaraks nú er
engu að síður að koma fram
með nýja stjórn, sem vill takast
á við efnahagsmálin og það áð-
ur en hann heldur í heimsókn
til Bandaríkjanna í október. Eg-
ypzka stjórnin hyggst enn á ný
fara fram á lánafyrirgreiðslu
hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum
og vonast til þess, að
Bandaríkjastjórn muni annað
hvort gefa eftir eða lækka vexti
á eldri lánum til hernaðarþarfa,
en þau nema nú 3,7 milljörðum
dollara.
Valdabarátta framundan?
Dr. Lutfy virðist ekki vera
litríkur persónuleiki. Aðstoð-
arforsætisráðherrar hans verða
fjórir. Þeir eiga eftir að keppa
hver við annan um frekari
stjórnmálaframa. Lutfy mun
starfa í nánum tengslum við
Abdel Ghalim Abu Ghazala
varnarmálaráðherra, sem
Hosni Mubarak forseti Egypta-
lands.
Dr. Ali Lutfy hinn nýi forsætis-
ráðherra Egyptalands.
hlynntur er samvinnunni við
Bandaríkin. Hann stjórnar
hernum og virðist vera hinn
hefðbundni egypzki stjórnmála-
maður.
í hinum arminum eru tækni-
fræðingarnir. Þeirra á meðal
má nefna Kamal Ganzouri að-
stoðarforsætisráðherra, sem er
jafnframt áætlanaráðherra.
Wali va r áður getið, en hann er
einnig aðstoðarforsætisráð-
herra. Esmat Abdel Meguid
utanríkisráðherra er einnig að-
stoðarforsætisráðherra, en
hann er farinn að eldast og
sækist sennilega ekki eftir frek-
ari völdum.
Svo virðist sem tæknifræð-
ingarnir njóti stuðnings dr.
Osama el Baz, ráðgjafa forset-
ans, sem er mjög valdamikill og
er keppinautur Abu Ghazala
hershöfðingja.
Ef það verða tæknifræð-
ingarnir, sem bera hærri hlut,
þá á það eftir að hafa miklar
breytingar í för með sér í
Egyptalandi og gera landið lík-
ara vestrænum lýðræðisríkjum.
En Ali Lutfy verður að byrja á
því að snúast gegn risavöxnum,
aðkallandi vandamálum. „Að
biðja einhvern að leysa
efnahagsvandamál Egypta-
lands, er að fara fram á hið
ómögulega," sagði háttsettur
egypzkur embættismaður ný-
lega.
Jane Friedman er blaðamaður
rið Tbe Obaerver.