Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Til FISKVERKENDA 99 UTGERÐARMANNA Höfum áhuga á kaupum á öllum rauösprettuflök- um sem þér getiö framleitt, dökka hliöin af. Einnig smáþorski, heilfrystum, innanúrteknum meö haus á. Sendist vikulega meö íslenskum skipum til Bandaríkja N-Ameríku (austurströnd). Vinsamlega tjáið oss hve mikið magn er hægt að fá Olafur Johnson 40 WALL STREET SUITE 2124 SÍMI 212 344 6676 — 718 622 0615 TELEX: 4945457 VtEDESTEIN^) EIGUM FYRIRLIGGJANDI EFTIRTALDAR STÆRÐIR: Takmarkaðar birgðir - Góð greiðslukjör eða staðgreiðsluafsláttur Dráttarvéladekk: Verð með söiuskatti 600x16 6str.laga Kr. 3.679.- 650x16 6str.laga Kr. 4.274,- 750x16 6 str.laga Kr. 5.646.- 900x16 10str.laga Kr. 12.139,- 10x28 6 str.laga Kr. 14.083.- 11x28 6str.laga Kr. 17.243.- 14 12x28 6str.laga Kr. 18.514.- 13x24 6str.laga Kr. 18.623.- 14x30 6str.laga Kr. 26.768.- 12x36 6str.laga Kr. 23.824.- Vagndekk: 11.5/80-15 10str. laga Kr. 9.496.- 12.5/80-15 10str.laga Kr. 12.686.- 13.5/75-16 10str.laga Kr. 12.868.- Heyvinnuvéladekk: 15x600-6 4str.laga flotdekk Kr. 1.169.- 16x600-8 4 str.laga flotdekkKr. 1.359.- 300x4 2str.laga Kr. 654.- 350x8 4 str.laga Kr. 869.- 350x4 4str.laga Kr. 486.- 400x12 4 str.laga Kr. 1.238.- Lesefni ístómm skömmtum! AF ERLENOUM VETTVANGI eftir JANE FRIEDMAN Tæknifræðingarnir taka völdin í Egyptalandi VÆNTANLEGUM breytingum á egypzku stjórninni og þá sér í lagi fyrirhugaðri afsögn Kamal Hassan AIis forsætisráðherra var haldið svo lcyndum, að mjög óvenjulegt mátti teljast í Egyptalandi nú á dögum. Enda þótt orðrómur hefði verið á kreiki um breytingar á stjórninni, bjóst enginn við þeim nú. Esmat Abdel Meguid utanríkisráðherra var erlendis og sama máli gegndi um svo af sér í síðustu viku, þá kom algerlega á óvart. r Ikyrrþey hafði Hosni Mubar- ak forseti kallað hagfræð- inginn dr. AIi Lutfy heim til Kairó frá útlöndum til að taka við forsætisráðherraembættinu af Kamal Hassan Ali. Þetta er í fyrsta sinn, frá því að byltingin var gerð í Egyptalandi, sem hagfræðingur verður forsætis- ráðherra þar í landi. Venjulega hafa forsætisráðherrarnir verið herforingjar eða frammámenn í stjórnarflokknum. En skipun Ali Lutfys, sem er 49 ára að aldri, gefur til kynna, að lausn efnahagsmálanna þoli enga bið að mati forsetans og aðrir forystumenn Egypta eru vafa- lítið á sama máli. Haft er eftir Tahsin Basir, kunnum stjórnmálafræðingi í Egyptálandi, að „forsetinn var þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir það að Kamal Hassan Ali væri heiðarlegur og hæfileikamikill maður, þá gengi hann ekki heill til skógar og því væri þörf á yngri og kraftmeiri manni. AIi Lutfy er bæði sérfræðingur og stjórnmálamaður og sem slíkur fulltrúi nýrra stjórnarstefnu." Skipun landbúnaðarsérfræð- ingsins dr. Youssef Wali í stöðu aðstoðarforsætisráðherra er enn frekari sönnun þess, að Mu- barak forseti hyggst efla slíka menn til áhrifa í stjórnkerfinu. Dr. Wali hefur doktorspróf í garðyrkjufræðum og nýtur mik- illar virðingar sem sérfræðing- ur, er vill gera allt til að fá eg- ypzkan landbúnað til þess að taka upp nýrri og betri starfs- aðferðir. Óbreytt utanríkisstefna í fyrri stjórn voru 32 ráðherr- ar. Margir þeirra, þar á meðal varnarmálaráðherrann og utanríkisráðherrann, halda embættum sínum, sem bendir til, að stefnan í varnar- og utan- ríkismálum mun ekki breytast. Að undanförnu hefur Mubarak forseti hins vegar verið að missa smám saman traust á Hassan Ali vegna efnahagsmál- anna. Ali Lutfy, sem var fjármála- ráðherra í stjórn Anwars Sad- ats forseta, horfist reyndar í augu við nær óleysanleg vanda- mál. Honum er ætlað að snúa hinni óhagstæðu þróun í efna- hagsmálum við, gera á þeim nauðsynlegar umbætur en koma samtímis í veg fyrir nei- kvæð viðbrögð almennings, sem virðast nær óhjákvæmileg. Viðleitni í þessa átt var hafin sl. haust í stjórnartíð Kamal Hassans, er þess sáust merki, að Egyptland stæði frammi fyrir alvarlegri fjárhagskreppu. Samkvæmt skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var greiðslu- jöfnuður Egypta óhagstæður um 1,3 milljarða dollara í fyrra. Þá minnkuðu möguleikar lands- ins til þess að afla sér erlends fleiri ráðherra. Þegar stjórnin sagði það vestrænum sendistarfsmönnum gjaldeyris. Peningasendingar minnkuðu frá Egyptum, sem vinna erlendis, olíusala og gjöld af siglingum um Súez-skurð drógust saman og að sama skapi erlendur gjaldeyrisforði landsmanna. Geysimiklar niðurgreiðslur á undanförnum árum, eða um 2 milljarðar dollara á ári, rýrðu fjárhagsgetu ríkissjóðs lands- ins, en ýttu undir meiri neyzlu innanlands. önnur framlög ríkisins fóru aðallega í kerfið sjálft í stað þess að efla frum- kvæði til meiri framleiðni. Viðskiptahalli Egypta jókst mjög og náði 5 milljörðum doll- ara og litlar horfur eru á, að takast megi að snúa þeirri þróun við. Verði á landbúnaðar- afurðum og iðnaðarvörum var haldið óeðlilega lágu með þeim afleiðingum, að landbúnaður og iðnaður í landinu hafa verið að staðna. Hassan Ali gerði fyrstu til- raunina til að leggja til atlögu gegn hinu þunglamalega niður- greiðslukerfi og minnkaði niðurgreiðslur á brauði, elds- neyti og rafmagni. En það verk- efni, sem Hassan stóð andspæn- is, var risavaxið og honum tókst ekki að ná samkomulagi við Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn, sem gagnrýndi Egypta fyrir það, hve seint þeim gengi að draga úr niðurgreiðslum hjá ser. Ákvörðun um að leggja nýja skatta á í fríverzlunarsvæðinu í Port Said kom af stað óeirðum þar og stjórnin varð að gefa eft- ir. Reynsla Hassan Alis bendir til þess, að Ali Lutfy eigi eftir að mæta sams kona erfiðleik- um. Því umfangsmeiri, sem slíkar ráðstafanir verða, þeim mun meiri mótmælaaðgerðum má stjórnin gera ráð fyrir. Þeg- ar slíkar mótmælaaðgerðir hafa áður átt sér stað, bæði í stjórn- artíð Sadats sem Mubaraks, hefur stjórnin orðið að láta undan. Markmið Mubaraks nú er engu að síður að koma fram með nýja stjórn, sem vill takast á við efnahagsmálin og það áð- ur en hann heldur í heimsókn til Bandaríkjanna í október. Eg- ypzka stjórnin hyggst enn á ný fara fram á lánafyrirgreiðslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og vonast til þess, að Bandaríkjastjórn muni annað hvort gefa eftir eða lækka vexti á eldri lánum til hernaðarþarfa, en þau nema nú 3,7 milljörðum dollara. Valdabarátta framundan? Dr. Lutfy virðist ekki vera litríkur persónuleiki. Aðstoð- arforsætisráðherrar hans verða fjórir. Þeir eiga eftir að keppa hver við annan um frekari stjórnmálaframa. Lutfy mun starfa í nánum tengslum við Abdel Ghalim Abu Ghazala varnarmálaráðherra, sem Hosni Mubarak forseti Egypta- lands. Dr. Ali Lutfy hinn nýi forsætis- ráðherra Egyptalands. hlynntur er samvinnunni við Bandaríkin. Hann stjórnar hernum og virðist vera hinn hefðbundni egypzki stjórnmála- maður. í hinum arminum eru tækni- fræðingarnir. Þeirra á meðal má nefna Kamal Ganzouri að- stoðarforsætisráðherra, sem er jafnframt áætlanaráðherra. Wali va r áður getið, en hann er einnig aðstoðarforsætisráð- herra. Esmat Abdel Meguid utanríkisráðherra er einnig að- stoðarforsætisráðherra, en hann er farinn að eldast og sækist sennilega ekki eftir frek- ari völdum. Svo virðist sem tæknifræð- ingarnir njóti stuðnings dr. Osama el Baz, ráðgjafa forset- ans, sem er mjög valdamikill og er keppinautur Abu Ghazala hershöfðingja. Ef það verða tæknifræð- ingarnir, sem bera hærri hlut, þá á það eftir að hafa miklar breytingar í för með sér í Egyptalandi og gera landið lík- ara vestrænum lýðræðisríkjum. En Ali Lutfy verður að byrja á því að snúast gegn risavöxnum, aðkallandi vandamálum. „Að biðja einhvern að leysa efnahagsvandamál Egypta- lands, er að fara fram á hið ómögulega," sagði háttsettur egypzkur embættismaður ný- lega. Jane Friedman er blaðamaður rið Tbe Obaerver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.