Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
TBiodroqa;}
Nýtt
2000
snyrtivörur
skrúbbkrem frá Biodroga
2000 hreinsar stíflaöa fitukirtla og yfir
borösfitu á andliti, bringu og baki.
Bankastræti 3.
S. 13635.
TBiodmga
2000
snyrtivörur.
0
Bladburðarfólk
óskast!
Austurbær Kópavogur
Laugavegur 34—80 Skjólbraut
Hverfisgata 63—120
VEIÐIÞÁTTUR/Guömundur Guöjónsson
Hugleiðing um vatns-
miðlun og laxagöngur
— eftir Gunnar
Má Hauksson
Langá á Mýrum hefur talsvert
verið til umfjöllunar í dálkum
þeirra blaða, sem að staðaldri
skrifa um veiðimál. Er það að
vonum, þar sem undanfarin ár
hafa átt sér stað gríðarlegar sveifl-
ur í laxagöngum í ána. Langá er
raunar ekki ein um þær sveiflur,
heldur hafa þær átt sér stað í
flestum ám landsins á sama tíma
þó í misjöfnum mæli sé. Ýmsar
getgátur eru uppi um þetta fiski-
leysi, svo sem veiðar Færeyinga,
köld vor. kaldur sjór o.s.frv.
Ástæða þess, að ég sting nú
niður penna um þessi mál, er sú,
að vatnsmiðlun, sem byggð var við
Langavatn, fyrir Gljúfurá og
Langá, hefur ítrekað komið inn í
þessar umræður, og talin orsaka-
valdur, fyrst að hægum vexti seiða
f ánni og nú sfðast er henni kennt
um það, hve laxinn hefur gengið
treglega upp ána á þessu ári. Mér
finnst rétt að fram komi gagnrök
gegn þeim fullyrðingum, sem sett-
ar hafa verið fram og vil benda á,
hve tilgáturnar eru á veikum
grunni byggðar.
í tímaritinu „Á veiðum" sér Jón
Kristjánsson, fiskifræðingur, um
lesendaþjónustudálk. Í báðum
þeim blöðum, sem komið hafa út
á þessu ári er vatnsmiðlunarinnar
í Langá getið í þessum dálkum. í
öðru tölublaðinu er, að vísu, verið
að ræða um áhrif vatnsmiðlunar
á nýliðun silungs í vötnum, en þar
er því haldið fram að hún sé vita
gagnslaus til þess að auðvelda
laxagöngur. í hinu er svarað fyrir-
spurn um það, hvort einhver nær-
tæk skýring sé á því að Haffjarð-
ará skuli sýna nokkurn stöðugleika
f veiði, meðan ár í nágrenninu s.s.
Langá og Hítará „hrynja“. Fiski-
fræðingurinn ber saman þessar ár
og bendir á, að umhverfisþættir
séu svipaðir, þær séu á sama svæði
og allar komi þær úr vötnum.
Hann bendir á þann kost, sem
Haffjarðará hefur fram yfir hinar
árnar, þ.e. að laxinn getur gengið
upp í vatnið og seiðin hafa þar
öruggari lífsskilyrði, en leggur
enga áherslu á þennan mikilvæga
þátt, heldur eyðir miklu máli í að
lýsa vatnsmiðlunum í Hítará og
Langá. Hann fullyrðir, að hitastig
sé lægra f ánum vegna þessara
vatnsmiðlana og það hafi e.t.v.
áhrif á framleiðslu og vöxt seið-
I Morgunblaðinu 17. ágúst sl. er
gert að umtalsefni það ástand, sem
komið hefur upp i Langá f sumar,
þar sem talsverðar laxagöngur
hafa verið neðst í ánni en fiskurinn
hefur ekki gengið upp á efri svæð-
in. Og þá skýtur enn upp þessari
tilgátu að vatnsmiðlunin eigi þar
mesta sök.
Fullyrðingar fiskifræðingsins
um það að vatnsmiðlunin hafi
kælt ána, benda til þess, að hann
hafi ekki skoðað aðstæður á staðn-
um. Þannig háttar til, að vatnið
hefur svolitið aðrennsli að stífl-
unni. Þessi renna er dýpst í miðj-
unni, en mun grynnri til beggja
hliða. Fróðir menn, sem þekkja til
staðhátta við vatnsmiðlunina
segja, að vatnið hljóti að blandast
í þessari rennu, áður en það rennur
f gegnum lokurnar á stfflunni.
Þetta væri, að sjálfsögðu, mjög
auðvelt að sanna, eða afsanna, með
mælingum, ef áhugi væri fyrir
hendi.
Það er rétt, að vöxtur seiða í
Langá er óvenju hægur og náttúru-
leg seiði dvelja því yfirleitt ári
lengur í ánni en í öðrum ám á
Vesturlandi, en ég veit ekki til að
það hafi breyst við tilkomu vatns-
miðlunarinnar.
Tilgátan f Morgunblaðinu um
það að vatnsmiðlunin kæli svo
mikið vatnið í ánni, að laxinn gangi
ekki upp, er furðuleg. Vatnsmiðl-
„Afli“ þarf ekki að
þýða lax eða silungur
Það slæðist ýmislegt upp á öngla
stangveiðimanna, ekki bara hin
hreistraða bráð, heldur ekki síður
hinir ýmsu hlutir sem undarlegt
mætti kallast að skuli liggja f djúp-
unum. Þannig var með tanngóm-
inn sem ónafngreindur stangveiði-
maður veiddi á Brandanesi f
Vatnsdalsá í sumar. Alkunna er,
að margir tannlæknar gefa sig f
stangveiði, en að óbreyttir veiði-
menn fái efri góm á spón er annað
mál og fátfðara.
Frá góm þessum var greint í
blaðinu „Dagskráin" á Selfossi
fyrir skömmu og fylgdi sögunni,
að gómurinn hefði „tekið" Tóbí—
spón og gæti „réttur eigandi" vitj-
að hans i eldhúsinu f veiðihúsinu.
EIGENDUR YAMAHA VÉLSLEÐA
Úrval varahluta á lager - hagstætt verð.
Félagsmenn L.Í.V. fá 10% staðgreiðsluafslátt.
BÚNADARDEILD YAMALUBE'2
olían frá YAMAHA
Þessi furðusaga vekur upp spurn-
ingar. Það má t.d. spyrja sem svo
hvort veiðimaður hafi þarna misst
þann stóra, hvort í ánni hafi verið
marbendill með falskar tennur...
Sagan af efri gómnum í Vatns-
dalnum minnir á veiðimennina tvo
sem sátu saman f veiðihúsi að
kvöldlagi sfðasta sumar, en þá var
veiðin víða léleg og svo var hjá
þessum vinum. Þeir fengu sér í
glas og af þvi að það var heldur
lítið spennandi að mæta fram á
árbakkann klukkan sjö morguninn
eftir, fengu þeir sér annað glas.
Og annað og annað og annað og
annað. Þá segir allt f einu annar
veiðimannanna við hinn: „Heyrðu,
ég skal veðja við þig eftirlætis-
fluguboxinu, að ég get bitið í augað
á mér.“ Félaginn sá sér þarna leik
á borði og samþykkti þegar í stað.
Tók þá veiðimaður gervíaugað úr
sér og setti það milli tannanna.
Svo fengu þeir sér annað glas. Og
annað og annað. Það var liðið á
nóttina er sá með gerviaugað sagði
við hinn: „Jæja, veðjum aftur, hinu
fluguboxinu upp á að ég get bitið
í augað án þess að taka það úr
„Sá stóri" úr Brandanesi: Efri góm-
ur...
mér.“ Aftur var félaginn til í veð-
málið og tók þá veiðimaðuri gervi-
góminn út sér og læsti honum um
augað á sér. Vann hann þar hitt
fluguboxið. Annað mál var, að
morguninn eftir voru veðmálin
gleymdoggrafin.
Á að hætta að selja
Marlboro og Merit?
Sígarettutegundirnar Marlboro og
Merit hafa ekki verið fluttar til
landsins eftir að tóbaksframleiðend-
um var skylt að setja aðvörunar-
merkingar á tóbaksumbúðir sínar.
Ef samkomulag næst ekki um að
merkja þessar tegundir lögum sam-
kvæmt munu þær hverfa af íslensk-
um markaði.
Jón Kjartansson forstjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins sagði i samtali við Morgun-
blaðið í gær að samkomulag hefði
náðst við alla tóbaksframleiðend-
ur sem selja tóbak hingað til lands
um þessar aðvörunarmerkingar.
Þar er þó undanskilið tóbaksfram-
leiöslufyrirtæki Philip Morris, en
þeir framleiða Marlboro og Merit.
Fulltrúar fyrirtækisins eru vænt-
anlegir hingað til lands til að ræða
þessar merkingar og verður fund-
ur með þeim og Jóni Kjartanssyni
um hádegi á mánudag.
„Það er ekki þar með sagt að
þeir fallist ekki á okkar sjónar-
mið,“ sagði Jón, „en ef ekki, þá
verða þessar vörur ekki keyptar.“