Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
23
Vatnsmiðlunar8tíflaii við upptöku Langir í Langavatni. Myndin er tekin nú
í haust og sýnir best ástandið eftir þurrka sumarsins. Það grillir í vatnið í
fjarska, en í venjulegri vatnshæð er kvosin full af vatni, svo vatnar yfir
stífiubrúnina.
unin er a.m.k. 15 ára gömul. Mestu
laxagöngur, sem komið hafa í ána
hafa verið á þessum árum. Hvaða
sérástæður ættu þá að vera í ár?
Ætti ekki að vera minni hitamun-
ur í vatninu, þegar vatnsstaðan er
lág?
Veiðiréttareigendur við Langá
hafa lagt sig fram um að rækta
ána og örva í henni laxagengd.
Þrír laxastigar hafa verið byggðir
og verið er að byggja einn enn.
ógrynni laxaseiða hefur verið
sleppt í ána undanfarin 20 ár. Allt
hefur þetta verið gert í nánu
samstarfi og eftir tillögum starfs-
manna veiðimálastofnunarinnar.
Fyrstu seiðin voru sett í Langá
fyrir um 20 árum. Það klak kom
úr Þverá og er engum blöðum um
það að fletta, að það tókst með
afbrigðum vel. Þverárlaxarnir
voru auðþekktir, bæði stærri og
talsvert ólíkir frumbyggjum Lang-
ár að vaxtarlagi. Síðan hafa seiði
verið sett í Langá á hverju ári,
frá ýmsum klakstöðvum, upprunn-
in í ýmsum ám bæði sunnanlands
og norðan. Ég veit ekki betur, en
alltaf hafi sérfræðingar Veiði-
málastofnunarinnar verið hafðir
með í ráðum, þó að þeir hafi e.t.v.
ekki alltaf ráðið frá hvaða eldis-
stöð seiðin voru keypt í það og það
skiptið. Ýmsar kenningar hafa
verið uppi um það, á hvaða þroska-
skeiði seiðin ættu að vera, þegar
þeim er sleppt í ána. Eitt árið voru
það gönguseiði, næsta ár sumaral-
in seiði og árið þar á eftir var aftur
talið heppilegast að sleppa göngu-
seiðum. Enginn hafði neitt við
þetta að athuga á meðan laxa-
gengdin var góð í ána. Því miður
voru engin seiði merkt og engin
skipulögð hreistursýnataka, svo að
ekkért er vitað um það, hvernig
seiðin úr klakstöðvunum skiluðu
sér. Það var ekki fyrr en hrunið
mikla varð, að menn fóru alvarlega
að velta þessu fyrir sér. Undan-
farin 4 ár hefur verið sleppt tals-
verðu magni af merktum seiðum
og eru heimturnar ótrúlega rýrar,
ekki síst í þeim mikla afla, sem
komið hefur á land neðst í ánni í
sumar. Margar spurningar brenna
á vörum þeirra, sem áhuga hafa á
ræktun Langár: Hver er ástæðan
fyrir hruninu mikla í laxagöngun-
um undanfarin ár? Er hugsanlegt
að ratvísi laxins brenglist við
flutning úr einni á til annarrar og
eldi í eldisstöð? Væri þeim pening-
um, sem nú er varið til seiðakaupa
betur varið til þess að gera lax-
gengt upp í Langavatn, þannig að
áin geti alið sín eigin seiði í örugg-
ara umhverfi?
Mestum áhyggjum valda þessar
slælegu heimtur úr seiðaslepping-
um við ósa Langár. Nú berast
fréttir um svipað ástand í Vestur-
dalsá í Vopnafirði, þar sem
ógrynni merktra seiða var sleppt
við ósinn. Þrátt fyrir ágæta veiði
í Vesturdalsá í sumar, hefur ekkert
veiðst þar af merktum laxi. Hins
vegar bregður svo við, að bóndi í
nágrenninu er farinn að mokveiða
merktan lax í silungalögn í sjónum
skammt frá.
Fiskifræðin er ung vísindagrein
og vitneskjan um hegðun laxins
er, því miður, mjög takmörkuð
enn. Ekki er hægt að ætlast til
þess, að fræðingarnir geti gefið
okkur skýringar á ýmsum dyntum
laxins. Hins vegar eigum við kröfu
á því, að þeir bindi sig ekki í ein-
hverjum kreddum eða trúarsetn-
ingum. Ef þeir hafa kenningu, þá
er að sanna hana eða afsanna með
rannsóknum og tilraunum. Ef til-
raunirnar eru á kostnað veiðirétt-
areigenda, er nauðsynlegt að þeim
sé gert ljóst, að hér sé um tilraun
að ræða, sem geti brugðist til
beggja vona.
Markmið mitt með þessari grein,
er fyrst og fremst að verja vatns-
miðlunarframkvæmdina, sem ég
veit, að flestir sem til þekkja, eru
sammála um, að hefur komið að
miklum notum, enda þótt hún hafi
ekki dugað í þurkunum í sumar.
Einnig vildi ég benda á, að við
eigum ekki næg svör við þeim
spurningum, sem vakna, þegar
hrun á sér stað i laxagöngunum,
vegna þess að ekki var unnið
nægilega mikið rannsóknarstarf
með seiðasleppingunum. Veiði-
málastofnun er fjárvana og hefur
vafalaust allt of lítið fé til ráðstöf-
unar í rannsóknir, en hér eru svo
miklir fjármunir í húfi, að ekki er
forsvaranlegt annað en að stofn-
uninni verði gert kleift að stunda
slíkar rannsóknir í framtíðinni.
Það hlýtur að vera réttara að
seiðasleppingartilraunir séu
greiddar úr sameiginlegum potti,
frekar en að láta einstök veiðifélög
moka peningum í sjóinn. Því þegar
upp er staðið og meiri vitneskja
fengin um hegðun laxins, þá njóta
allir ávaxtanna af tilraununum.
Höfundur er skrifstofustjóri í
Landakotsspítala.
Við pistil Gunnars má bæta
þessu við: Honum finnst tilgátan
í Morgunblaðinu 17. ágúst síðast-
liðinn „furðuleg". Hins vegar ber
að geta þess að oft eiga furðulegir
hlutir rætur að rekja til furðulegra
ástæðna og það furðulega í Langá
var göngutregða laxins upp á efri
svæðin. Tilgátur um kalt vatn frá
vatnsmiðlun, eða að jafnt rennsli
frá henni hafi haft þar áhrif,
hljóta að eiga rétt á sér sem slíkar,
því spurningunni hvers vegna lax-
inn gekk svo tregt fram ána er
ósvarað. Þá er þess getið í Morgun-
blaðinu 17. ágúst, að cigi séu allir
sáttir við að miðlunin sé sökudólg-
urinn, því bestu laxveiðiárin voru
sannarlega eftir að hún var tekin
ígagnið. — gg.
HERDA Borðlampi m. sveigjanlegum armi.
Pera fylgir.
Litir: Hvítt, svart, grátt
2.600r
Gólflampi í sama stíl
(ekki á mynd) Kr.
3.900r
475r 66Dr 499tr
Lýsing er mikilvægt
atriði í þægilegu
andrúmslofti heimil-
anna. Ekki síst þegar
skammdegið er fram-
undan.
Þá skiptir miklu að
vanda valið, og auð-
vitað vera hagsýnn.
Við höfum nú tekið
upp mikið úrvai af
fallegum Ijosum á
mjög góðu verði.
JÚNÓ klemmulampi
m. kastperu, rofa og
snuru.
HAGSTÆÐ TILBOÐ:
2 stk. perur 40w og 60w i pk. kr. 44.
5 m. rafm.snúra frá kr. 69,-
2 stk. rafm.klsr í pk. kr. 39.-
LUMA plöntuljós 60w kr. 105.-
Hangandi loftljós m.
skermi. Hægt er að
hækka og lækka.
Litir: Svart, blátt
og rautt. Verð kr.
/MIKLIG4RÐUR
MIKIÐ FYRIR LtTIÐ