Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Rambo bíður Tónlist Kristján Sigurjónsson Tónleikar í Háskólabíói, fóstu- daginn 13. sept. 1985 kl. 19. Flytj- endur: Tríó Niels-Henning Örsted Pedersens ásamt strengjakvart- ett: Niels-Henning Örsted Ped- ersen, bassa; Ole Koch Hansen, píanó; Pétur Östlund, trommur; Þórhallur Birgisson, fiðlu; Kat- heleen Bearden, fiðlu; Guðmund- ur Kristmundsson, lágfíðlu; Guð- rún Sigurðardóttir, selló. „Svo þetta er hin íslenska jassþjóð," voru fyrstu orð Vern- harðs Linnets, formanns Jass- vakningar, þegar hann kynnti Tríó Niels-Henning örsted Pedersen fyrir tónleikagestum sl. föstudagskvöld. Þeir jass- vakningarmenn höfðu búist við betri aðsókn og því var greini- legur vonbrigðatónn í rödd for- mannsins þegar hann leit yfir rúmlega hálfsetinn salinn. Þeir sem mættu urðu þó síður en svo fyrir vonbrigðum því tónleik- arnir voru hinir ánægjulegustu og líklega hápunktur afmælis- hátíðar Jassvakningar. Að vísu þótti tónleikagestum illt hve stuttir tónleikarnir voru. Það var enginn möguleiki á að klappa upp sökum þess að Rambó varð að hafa sinn gang. Þessu var ansi erfitt að kyngja því stemmning var orðin góð hjá áheyrendum og spilurum farið að hitna í hamsi. En meðan ekkert tónleikahús er til hjá menningarþjóðinni þá er lítið við svona löguðu að gera nema drífa upp einu húsi sem stendur undir nafni. Tónleikarnir byrjuðu með krafti á klassískri jass-blús- sveiflu með góðum samleik og viðeigandi sólóum. Þeir Niels- Henning, Ole og Pétur léku eingöngu í fyrri hlutanum. Það var auðheyrt að Niels og Ole hafa spilað lengi saman og að þeir gjörþekkja hvor annan. samt var engu líkara en að Pét- „Rambo venter", sagði Niels- Henning Örsted Pedersen og sleit tónleikunum. ur hafi slitið barnsskónum og leikið sér með þeim alla tíð, svo vel féll hann inn í leik þeirra félaga. Á efnisskránni fyrir hlé, auk upphafsblússins, voru tvö dönsk þjóðlög, eitt gamalt kvik- myndalag eftir Victor Young — „Stella by Starlight" og „Dan- cing on the Tables" — fjörugur dans eftir Niels-Henning. Það var gaman að fylgjast með nostri Péturs við symbalana í fyrra þjóðlaginu og ekki síður svipbrigðunum í andliti hans. Pétur spilar af lífi og sál og gæti þess vegna verið heiðurs- félagi í grettufélaginu! Eftir- minnilegastur var samt inn- gangur Niels-Hennings að „Jeg gik mig ud en sommerdag". Flestir eru orðnir vanir fingra- leikfimi bassaleikarans upp og niður hálsinn á hljóðfærinu, en þarna fór hann aðra leið — lék sér að yfirtónum á hógværan en þó ákveðinn og kraftmikinn hátt. Þessi spilamennska snart alla og Niels-Henning var inni- lega fagnað. Pétur östlund lék síðan á als oddi í „Dancing on the Tables". Hann þekkir trommusettið út og inn og sveiflast eins og pendúll á milli öflugra slaga og nosturs með vírburstum og fingurgómum. Hreint makalaus tónlistar- maður. Eftir hlé bættist strengja- kvartettinn við og spilaði í fjór- um íslenskum þjóðlögum sem Ole Kock Hansen hafði útsett. Tveir heiðursmenn, þeir Óskar Þórarinsson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum og Orn Ævarr Markússon, lyfsali í Reykjavjk, hlupu undir bagga með Jass- "akningu og kostuðu þessar út- setningar. Það var ekki annað að heyra en að Kokkinum hafi tekist vel upp. Strengjakvart- ettinn setti sterkan íslenskan svip á flutninginn og yfir seinni hluta tónleikanna hvíldi því í senn íslenskur og alþjóðlegur blær. Vissulega stór stund að heyra íslenska tónlist flutta af jassspilurum á heimsmæli- kvarða og óskandi að hún komist sem fyrst á plast. Auk þjóðlaganna spilaði tríóið tvö lög eftir Gunnar Reyni Sveins- son og Jón Múla Árnason. Lag Gunnars, „Maður hefur nú“, sem Bubbi Morthens söng í kvikmyndinni „Skilaboð til Söndru“, var smekklega útsett og hljómaði virkilega fallega en en einhvernveginn bjóst ég við meiri tilþrifum í „Vikivaka" Jóns Múla — laglega spilaður engu að síður. Flutningurinn á íslensku þjóðlögunum fjórum var án efa hápunktur kvöldsins, einkum á „Veröld fláa“ og „Kindur jarma í kofunum". „Veröld fláa“ var útsett á trega- fullan hátt og spiluð af tilfinn- ingu af Niels-Henning og Ole Kock Hansen. Strengjasveitin féll með prýði inní og undir- strikaði rækilega að hér var íslenskt lag á ferð. Tónleikunum lauk með „Kindur jarma í kof- unum“. Upphafsstefið var leikið á drepfyndinn hátt, sem vakti kátínu úti í sal, síðan skellti tríóið sér í eldheita sveiflu, þar til stefið hljómaði að nýju og klukkan orðin níu. ógleymanlegum tónleikum var lokið. Þrátt fyrir góða við- leitni gesta fékkst ekki aukalag. Niels-Henning benti á arm- bandsúrið um leið og hann hneigði sig og sagði: „Rambó venter." Páll Jóhannesson Tónlist Jón Ásgeirsson Páll Jóhannesson tenórsöngv- ari hélt tónleika í Austurbæjar- bíói nú um helgina með aðstoð ólafs Vignis Albertssonar píanóleikara. Á efnisskránni voru fimm íslensk sönglög, þrjár „kansónettur" eftir Tosti og ítalskar óperuaríur eftir Gior- dano, Cilea, Puccini og Verdi. Frá því Páll söng hér síðast hefur rödd hans vaxið að styrk og blæbrigðum og auðheyrt að hann hefur fengið góða radd- kennslu hjá ítölsku kennurunum sínum. Söngrödd Páls er ein- staklega glæsileg og þar sem honum tekst upp, er söngur hans með þeim hætti er leggja má að jöfnu við það sem glæsilegast þekkist. Þrátt fyrir þessa ein- stöku rödd sína nær Páll oft ekki að skila lögunum sem heil- stæðu tónverki, svo að í sama lagi slær oft undarlega flötu við í einni stófu en sú næsta getur svo verið hreint afbragð. Tón- takið þar sem hann nær sér upp Páll Jóhannesson. er glæsilegt en það sem vantar oftlega er hrynræn skerpa, svo að lagferlið verður undarlega reikult. Tónleikarnir hófust á Heyr mig, eftir Inga T. Lárusson og söng Páll þetta lag frábærlega vel. Vorvindar eftir Jón Björns- son og Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns voru ágætlega flutt og sömuleiðis í dag eftir Sigfús Halldórsson. í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson heppnaðist hins vegar ekki. Páll söng þrjú lög eftir Tosti og voru það einu lögin sem hann söng eftir bók og það sem verra var, mjög illa. Eins og fyrr segir voru lögin nolckuð „flekkótt" í framsetn- ingu og það er svo einkennilegt, að Páli tókst ekki síður upp þar lögin voru erfiðust. Það var t.d. með ólíkindum hvernig hann lék sér að sumum stófunum í Cel- este Aida, Non Piangere liu og Recondita armonia. Enn vantar í söng Páls tilfinningu fyrir lagheildinni, skerpu í hryn- rænni útfærslu og túlkun en að því fengnu, með frekara námi, eru fáir menn til, sem státað geta af slíkri glæsilrödd sem Páll Jóhannesson. Undirleikari var ólafur Vignir Albertsson, en auk þess að vera góður píanó- leikari, er hann einstaklega laginn í að „fylgja" eftir og „styðja" við í samspili og var leikur hans einstaklega góður að þessu leyti. Staðfesta Myndlist Bragi Ásgeirsson „Að mála er að hafa eitthvað fyrir stafni," segir Karl Kvaran réttilega í viðtali hér í blaðinu 8. september. Og eiginlega er það miklu meira en það, t.d. stöðug endurnýjun, en víst er, að vinnan er það sem máli skiptir í málverki sem öðru og því hittir framsláttur- inn í mark. Hann gæti og allt eins verið einkunnarorð sýningar Karls í Listmunahúsinu því að myndir listamannsins einkennast af þeirri seiglu og staðfestu sem eru aðal hvers einasta góðs málara. Lista- sagan greinir ekki frá neinum miklum málara, sem hefur haft iðjuleysið að leiðarljósi því að jafnvel þótt þeir væru fæddir let- ingjar hafa þeir slitið sér út með ánægju fyrir málverkið. Hér má einnig minnast þess sem kennarar í listaskólum henda á lofti, er nemendur slaka á. „Það er hæsta stig leti, að halda mynd fullgerða í fyrstu tilraun...“ Karl Kvaran þaulvinnur nefni- lega hverja mynd — málar gjarn- an yfir þær og byrjar upp á nýtt og þannig getur sama myndin verið nær áratug í smíðum og þó eru nýjar lausnir í næsta sjónmáli. Málverk verður aldrei fullgert. Hver einasta mynd, sem frjór málari lýkur við kallar á fæðingu margra annarra og þannig séð er sviðið botnlaust. Málverk er fram- þróun, getnaður, og því eiga mál- verk foreldri, móðurforeldri, áa og afa því að hér gilda sömu lögmál og í lífinu sjálfu — eitt pensilstrik fæðir annað af sér, einn litur kall- ar á annan og eitt form spyr um andstæðu sína... Allt framanskráð á við myndir Karls Kvaran svo sem hver og einn getur glöggt séð er leið sína leggur í Listmunahúsið þar sem listamað- urinn sýnir 31 myndverk fram til 22. september. Ekki er um miklar breytingar að ræða í myndstíl frá fyrri sýningu á sama stað fyrir rúmu ári nema þá helst það, að yfirmálun mynda kemur betur í ljós. Listamaðurinn reynir hér að ná fram meiri fjölbreytileika til styrktar fáum og hnitmiðuðum aðalformum og tekst það sláandi vel í sumum verkanna. En hins vegar getur þetta orðið að vara- sömum leik og þá verða formin ekki eins hrein og klár. Þá er einn- ig hættulegt að mála mjög lengi í sömu myndina því að litirnir vilja springa eða flagna af, sem er al- þekkt vandamál. Hér vil ég vísa til nokkurra mynda þar sem allt virðist ganga upp hjá gerandanum og sýna styrk hans sem málara: „Svört lína“ (2), „Undir gerfitungli" (4), „Innan sviga“ (10) og „Hreyfing" (31). Túsk-myndirnar eru gott innlegg í sýninguna því þær auka á fjöl- breytni hennar — mýkja hana og styrkja í senn. Karl Kvaran stendur vissulega fyrir sínu sem málari. Rrrrrrriiinnggg Myndbönd Árni Þórarinsson Ung stúlka kemur gangandi eftir eyðilegri neðanjarðarlest- arstöð. Nokkrir unglingar hlaupa framhjá henni og velta um koll rosknum manni. Stúlkan nemur staðar og hjálpar mann- inum á fætur. Þegar hún er í þann veginn að ganga á eftir honum upp rúllustigann hringir skyndilega almenningssími á brautarpallinum. Stúlkan hikar en gengur svo að símanum og lyftir tólinu. Við heyrum aðeins són sem síhækkar í skerandi, ærandi ískur. Unga stúlkan tek- ur að nötra og í krampakenndum kippunum sprettur blóð út úr augnatóttunum og munnvikun- um og símtólið hitnar svo mikið að það bráðnar í hendinni og loks springur stúlkan bókstaf- lega í loft upp! í slow-motion að sjálfsögðu. Ekki beint geðslegt en býsna sterk byrjun á nýlegri kan- adískri spennumynd sem hér er komin á myndbandamarkaðinn og heitir Bells. En því miður tekst handritshöfundinum Dennis Shryack og Michael Butl- er sem virðast sérhæfa sig í langsóttum samsærisþrillerum (t.d. Flashpoint sem var jóla- mynd Regnbogans), ekki að vinna skynsamlega sögu úr þess- ari byrjun. Þeir láta Richard greyið Öhamberlain, í hlutverk gamals kennara og fjölskyldu- vinar stúlkunnar, væflast um í glórulítilli leit að þessum síma- morðingja, sem virðist benda til samsæris á efstu stöðum i valda- miklu símafyrirtæki. Símamorð- inginn heldur áfram að sprengja fólk í loft upp með ískri og blóði og slow-motion og þá verður at- riði sem magnað var í byrjun að- eins þreytandi endurteking. Þrautrendur fagmaður eins og Michael Anderson leikstjóri er að vísu of flinkur til að láta manni leiðast og Bond-tónskáld- ið John Barry leggur til dulúð- uga músik. En Bells er því miður alvörulaus og kjánalega hugsuð, mótsagnakennd i persónusköpun sem atburðarás. Henni tekst ekki það sem hún ætlar sér: Að láta mann hrökkva við og vera með lífið í lúkunum það sem eft- ir er ævinnar þegar sími hringir í grennd við mann. Eftir sem áð- ur lyftir maður bara tólinu og segir: Halló ... Stjörnugjöf: Bells ★’/i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.