Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Eins og sjá má var fjölmenni á borgarafundinum í Festi. GiskuÖu menn á að u.þ.b. 200 manns hafi sótt fundinn.
Morgunblaðið/Einar Falur
Grindvíkingar reiðir vegna skrifa Víkurfréttæ
Ætla að stefna ritstjóranum ef hann
biðst ekki opinberlega afsökunar
— Harðorð ályktun samþykkt á borgarafundi í Festi
„ÉG ER REIÐUR. Við erum öll reið yfir þeim rógburði og ærumeiðingum,
sem hafa dunið á okkur og valda munu okkur ómældu tjóni,“ sagði
Kristinn Benediktsson frummælandi á borgarafundi, sem haldinn var I
félagsheimilinu Festi í Grindavík sl. laugardag. Tilefni fundarins voru
skrif, sem birst hafa í blaðinu Víkurfréttum í Keflavík nýlega, einkum
grein sem birtist sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Grindavlk: Rotinn
hugsunarháttur foreldra og lögreglu.“ Var á fundinum samþykkt ályktun
þar sem skorað er á ritstjóra Víkurfrétta að biðjast afsökunar á skrifunum,
að öðrum kosti verði leitað til dómstólanna.
Kristinn Benediktsson verkstjóri mælti fyrir ályktun fundarins, sem
samþykkt var samhljóða.
í fyrrnefndri grein í Víkur-
fréttum segir meðal annars, og er
haft eftir nokkrum ónafngreind-
um foreldrum í Grindavík: „Við
viljum ræða fyrst og fremst um
það, að siðferðiskenndin er langt
fyrir neðan núll í Grindavík. Er
það undirrót alls ills. Það virðist
sem alls kyns afbrot, bílþjófnað-
ir, innbrot, nauðganir og hvað
sem er, sé ekki betra en í villta
vestrinu."
Síðar I greininni segir: „Ungl-
ingarnir hér í Grindavík geta
ekki verið til friðs eitt einasta
augnablik. En af hverju er það?
Alltaf kemur að sama svarinu.
Það er foreldrunum og lögregl-
unni að kenna. Almenningsálitið
er alveg glatað og lögreglan er
alveg ómöguleg."
Milli 15 og 20 manns tóku til
máls á fundinum í Festi, sem var
fjölsóttur og voru margir harð-
orðir I garð Víkurfrétta og þeirra
sem eru heimildarmenn blaðsins.
Fram kom að Grindvíkingar
eru langþreyttir á neikvæðum
skrifum um byggðarlag sitt und-
anfarin ár og ekki síst þeirri
rógsherferð, sem þeir telja að
Víkurfréttir haldi uppi gegr, þeim
um þessar mundir. „Nú er mælir-
inn fullur,“ sagði Kristinn Bene-
diktsson og aðrir ræðumenn tóku
í sama streng.
Fram kom hjá fundarmönnum
að þessi skrif valdi byggðarlaginu
tjóni og Grindvíkingar, einkum
unglingar, verði fyrir aðkasti í
öðrum byggðarlögum vegna
þessa. Var nefnt sem dæmi að
nóttina áður hefði verið ráðist
með grjótkasti á rútu, sem flutti
grindviska unglinga á ball í
Keflavík.
Ræðumenn voru sammála um
að unglingar í Grindavík væru
síst verri en annars staðar á
landinu. Meðal annars sagði Sig-
rún Guðmundsdóttir kennari,
sem kennt hefur í Grindavík í
nær 50 ár, að henni hafi aldrei
líkað betur við börnin en núna.
„Það er ruddalegt hvernig farið
er með börnin. Það skyldi þó aldr-
ei vera að gamall rígur milli
Grindavíkur og Keflavíkur sé að
taka sig upp aftur?" sagði Sigrún.
Á fundinum var samþykkt
samhljóða ályktun þar sem segir
meðal annars: „Borgarafundur
haldinn í Festi, Grindavík 14.
september 1985 mótmælir harð-
lega þeirri rógsherferð sem blað-
ið Víkurfréttir, útgefið í Keflavík,
hefur haldið uppi í sumar á hend-
ur lögreglu, foreldrum og ungl-
ingum Grindavíkur og boðar
framhald á. Mælirinn fylltist
þegar blaðið kom út fimmtudag-
inn 12. september 1985, með 5
dálka forsíðugrein undir fyrir-
sögninni „Rotinn hugsunarháttur
foreldra og lögreglu I Grinda-
vík“.“
Síðar í ályktuninni segir. „Með
birtingu þessarar greinar er
þetta litla friðsæla bæjarfélag í
einni svipan orðið í augum lands-
manna ribbaldabæli líkt og f
Villta vestrinu eða versta glæpa-
hverfi í stórborg erlendis, þar
sem rán, gripdeildir og nauðganir
eiga að vera daglegt brauð.
Ástæðan er tilhæfulaus óhróð-
ur 2—3 foreldra, sem hafa fengið
í lið með sér ritstjóra Vlkurfrétta
til að draga unglinga og foreldra f
bænum, sem engan hlut eiga að
máli, niður í svaðið. Afleiðingin
er að Grindvíkingar verða dæmd-
ir sem óalandi lýður. Börn og
unglingar eiga eftir að sæta að-
kasti af jafnöldrum sfnum hvar
sem þeir fara.“
í niðurlagi ályktunarinnar seg-
ir siðan: „Fundurinn krefst þess
að ritstjóri (EPJ) biðjist afsökun-
ar á þessum skrifum í næsta
blaði svo og dagblöðum og rfkis-
fjölmiðlum svo að tryggt sé að
þessi rógur sem lætt hefur verið
inn hjá landsmönnum verði leið-
réttur hið fyrsta.
Verði ritstjórar ekki við kröf-
um fundarins munum við leita til
dómstóla um rannsókn á þeim
staðhæfingum sem fram hafa
komið í blaðinu á hendur lögreglu
og unglingum svo dæma megi
þessi skrif dauð og ómerk.“
í lok fundarins var kosin
þriggja manna nefnd til að fylgja
ályktuninni eftir. í henni eiga
sæti Berta Grétarsdóttir formað-
ur foreldrafélags grunnskólans,
Jón Gröndal kennari og Kristinn
Benediktsson verkstjóri.
Peningamarkaðurinn
r \
GENGIS-
SKRANING
Nr. 174 - 16. september 1985
Kr. Kr. Toll-
Kin.KL 09.15 Kaup Sala
Dollari 42,460 42,580 41,060
SLpund 56,478 56,638 57281
Kan.dollari 30,919 31,007 30,169
Dönskkr. 4,0390 4,0504 4,0743
Norsk kr. 5,0050 5,0192 5,0040
Stpn.sk kr. 4,9748 4,9889 4,9625
Fi. mark 6,9272 6,9467 6,9440
Fr. franki 4,7950 4,8086 42446
Belg. franki 0,7236 0,7257 0,7305
Sv.franki 17,7323 17,7824 18,0523
HolL gyllini 13,0086 13,0453 13,1468
V-þ. mark 14,6149 14,6562 14,7937
ÍLlíra 0,02182 0,02188 0,02204
Austnrr. srh. 2,0809 2,0867 2,1059
Portescudo 0,2461 02468 02465
Sp. peseti 02471 02478 02512
Jap.yen 0,17578 0,17628 0,17326
Irsktpund 45,441 45,569 46,063
SDR(SérsL 4.3,2998 422785
dráttarr.) 43,1779
Belg. franki 0,7173 0,7193
v y
INNLÁNSVEXTIR:
Sparisjóðsbakur________________ 22,00%
Spahsjóðsraikningar
m«ð 3ja mánaóa upptögn
Alþýöubankinn.............. 25,00%
Búnaöarbankinn............. 25,00%
Iðnaöarbankinn............. 23,00%
Landsbankinn............... 23,00%
Samvinnubankinn............ 25,00%
Sparisjóöir................ 25,00%
Ufvegsbankinn.............. 23,00%
Verzlunarbankinn........... 25,00%
maó 6 mánaða uppsögn
Alþýöubankinn.............. 30,00%
Búnaöarbankinn............. 28,00%
lönaöarbankinn.............. 28,00%
Samvinnubankinn............. 30,00%
Sparisjóöir................. 28,00%
Útvegsbankinn.............. 29,00%
Verzlunarbankinn............ 31,00%
mað 12 mánaða upptögn
Alþýöubankinn.............. 32,00%
Landsbankinn................31,00%
Útvegsbankinn.............. 32,00%
mað 18 mánaða uppsögn
Búnaðarbankinn............... 36,00%
Innlánsskútaini
Samvinnubankinn.............. 29,50%
Sparisjóöir.................. 28,00%
Varðtryggðir reikningar
miöað við lánskjaravísitölu
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................. 1,50%
Búnaöarbankinn................ 1,00%
lönaðarbankinn................ 1,00%
Landsbankinn.................. 1,00%
Samvinnubankinn............... 1,00%
Sparisjóöir.................. 1,00%
Útvegsbankinn................. 1,00%
Verzlunarbankinn.............. 2,00%
mað 6 mánaða uppsögn
Alþýóubankinn................. 3,50%
Búnaöarbankinn................ 3,50%
lönaöarbankinn................ 3,50%
Landsbankinn.................. 3,00%
Samvinnubankinn............... 3,00%
Sparisjóöir.................... 3J»%
Utvegsbankinn................. 3,00%
Verzlunarbankinn.............. 3,50%
Ávisana- og hlaupareikningar:
Alþýöubankinn
— ávisanareikningar......... 17,00%
— hlaupareikningar...........10,00%
Búnaöarbankinn................ 8,00%
lönaðarbankinn................ 8,00%
Landsbankinn..................10,00%
Samvinnubankinn................8,00%
Sparisjóöir.................. 10,00%
Útvegsbankinn................. 8,00%
Verzlunarbankinn............. 10,00%
Stjömuraikningar I, II, III
Alþýöubankinn..................9,00%
Safnlán — heimilislán — IB-lán — plútlán
mað 3ja til 5 mánaða bindingu
Iðnaóarbankinn............... 23,00%
Landsbankinn................. 23,00%
Sparisjóöir.................. 25,00%
Samvinnubankinn.............. 23,00%
Útvegsbankinn................ 26,00%
Verzlunarbankinn............. 25,00%
6 mánaða bindingu aða lengur
lónaöarbankinn............... 26,00%
Landsbankinn................. 23,00%
Sparisjóöir.................. 28,00%
Útvegsbankinn................ 29,00%
Innlandir gjaldayrisreikningar:
Bandaríkjadollar
Alþýöubankinn..................8,00%
Búnaöarbankinn.................7,50%
lónaöarbankinn.................7,00%
Landsbankinn................. 7,50%
Samvinnubankinn................7,50%
Sparisjóóir....................8,00%
Útvegsbankinn................. 7,50%
Verzlunarbankinn...............7,50%
Startingspund
Alþýöubankinn................ 11,50%
Búnaöarbankinn............... 11,00%
lönaöarbankinn............... 11,00%
Landsbankinn..................11,50%
Samvinnubankinn.............. 11,50%
Sparisjóöir.................. 11,50%
Útvegsbankinn................ 11,00%
Verzlunarbankinn............. 11,50%
Vestur-þýsk mörk
Alþýöubankinn................ 4,50%
Búnaöarbankinn..................425%
lönaöarbankinn.................4,00%
Landsbankinn...................4,50%
Samvinnubankinn................4,50%
Sparisjóöir....................5,00%
Utvegsbankinn..................4,50%
Verzlunarbankinn...............5,00%
Danskar krónur
Alþýöubankinn................. 9,50%
Búnaöarbankinn................ 8,00%
lönaóarbankinn................ 8,00%
Landsbankinn.................. 9,00%
Samvinnubankinn............... 9,00%
Sparisjóöir................... 9,00%
Útvegsbankinn................ 9,00%
Verzlunarbankinn............. 10,00%
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almannir vfxlar, forvextir:
Landsbankinn................. 30,00%
Útvegsbankinn................ 30,00%
Búnaöarbankinn............... 30,00%
Iðnaöarbankinn............... 30,00%
Verzlunarbankinn............. 30,00%
Samvinnubankinn.............. 30,00%
Alþýöubankinn................ 37,00%
Sparisjóöirnir............... 30,00%
Viðskiptavíxlar
Alþýðubankinn................ 32,50%
Landsbankinn................. 32,50%
Búnaöarbankinn............... 32,50%
Sparisjóöir...................31,50%
Yfirdráttarlán af hlaupareikningum:
Landsbankinn................. 31,50%
Útvegsbankinn.................31,50%
Búnaóarbankinn............... 31,50%
lönaðarbankinn................31,50%
Verzlunarbankinn............. 31,50%
Samvinnubankinn...............31,50%
Alþýöubankinn.................31,50%
Sparisjóöirnir.............:.. 31,50%
Endursafjanleg lán
fyrir innlandan markað_______________2625%
lán í SDR vagna útflutningsframl. — 9,75%
Skuldabráf, almenn:
Landsbankinn.................. 32,00%
Útvegsbankinn................. 32,00%
Búnaöarbankinn................ 32,00%
lönaöarbankinn................ 32,00%
Verzlunarbankinn.............. 32,00%
Samvinnubankinn............... 32,00%
Alþýöubankinn................. 32,00%
Sparisjóöirnir................ 32,00%
Viðtkiptatkuldabrél:
Landsbankinn.................. 33,50%
Búnaóarbankinn................ 33,50%
Sparisjóðirnir................ 33,50%
Verðtnrggð lán miðað við
lánskjaravísitölu
í allt að Vh ár........................ 4%
lengur en 2% ár........................ 5%
Vanskilavextir........................ 45%
Övarðtryggð skuldabréf
útgefin fyrir 11.08.’84............ 32,00%
Lífeyrissjódslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna rfkisins:
Lánsupphæö er nú 350 þúsund krónur
og er lániö vísitölubundiö meö láns-
kjaravísitölu, en ársvextir eru 5%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Greiöandi sjóösfélagar geta sótt um
lán úr lifeyrissjóönum ef þeir hafa greitt
iöngjöld til sjóösins í tvö ár og þrjá
mánuöi, miöaö viö fullt starf. Biðtími
eftir láni er sex mánuölr frá þvi umsókn
berst sjóönum.
Lítayriasjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lifeyrissjóönum 192.000 krónur, en fyrlr
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lániö 16.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 8.000 krónur á hverjum árs-
fjórðungi, en eftlr 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin oröin 480.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast viö 4.000 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Þvi
er i raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
lánskjaravisitölu, en lánsupphæöin ber
nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 tll 32
ár aö vali lántakanda.
Þá lánar sjóöurinn meö skllyröum
sérstök lán til þeirra, sem eru eignast
sína fyrstu fasteign og hafa greitt til
sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 525.000 til
37 ára.
Lánskjaravísitala fyrir ágúst 1985 er
1204 stig en var fyrlr júli 1178 stig.
Hækkun milli mánaöanna er 2,21%.
Miöað er viö vísitöluna 100 í júní 1979.
Byggingavisitala fyrir júní til ágúst
1985 er 216,25 stig og er þá miöað viö
100 i janúar 1983.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.
Sérboð
Nafnvextir m.v. Hðfuðatófa-
óv*rötr. verétr. V*rötrygg. f»r«lur vuti
Óbundið fé kjör kjör tlmabil vaxta á ári
Landsbanki, Kjörbók: 1) 7-34,0 1,0 3 mán. 1
Útvegsbanki, Ábót: 22-34,6 1.0 1 mán. 1
Búnaöarb., Sparib: 1) 7-34,0 1,0 3 mán. 1
Verzlunarb.. Kaskóreikn: 22-31,0 3.5 3 mán. 4
Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-31,6 1-3,0 3 mán. 2
Alþýöub., Sórvaxtabók: 27-33,0 4
Sparisjoðir, Trompreikn: 32,0 3,0 1 mán. 2
lönaöarbankinn: 2) Bundið fé: 28,0 3,5 1 mán. 2
Búnaðarb., 18 mán. reikn: 36,0 3,5 6 mán. 2
1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka.
2) Tvær úttektir heimilaöar á hverju sex mánaöa tímabili án, þess aö vextir lækki.