Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 38

Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 38
38 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 ft Vinnusiölr þeíira keyia flesta menn út um pntugt. Seinní hluti — Isienskur texti — Borpalla- blús Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson OLÍURUDDAR (ROUGHNECKS) ★ Leikstjóri Bernard McEveety. Tón- list samin og flutt af Juice Newton. Aðalhlutverk: Steve Forrest, Sam Melville, Ana Alicia, Cathy Lee Crosby, Stephen McHattie, Vera Miles, Harry Morgan, Wilford Brimley, Andrew Rubin, Sarah Russ, Timothy ScotL Bandarísk, gerð 1980. Dreifing: Bergvík. 196 mín. Oiíuruddarnir er einkennilegur samtíningur. Fjallar um farand- verkamenn á borpöllum Texas- ríkis, í bakgrunni er svo fátæk- legt „Dallas“-ívaf og duggunar- lítil ástamál. Upphafið er fengið að láni úr Sjö hetjum, Tólf ruddum, og co. Sam Melville er falið það strembna verkefni af olíufurst- anum Steve Forrest, að hóa saman úrvalsmannskap til að bora eftir heitu vatni á einstak- lega erfiðu svæði. Sammi tínir upp, að því að manni skilst, ein- valalið, á svínabúum, grillsjopp- um, lögreglustöðvum og hóru- kössum nágrennisins. En allt gengur það ósköp átakalítið fyrir sig. Borað er í landi Veru Miles, nautgripadrottningar og stór- landeigenda. Fer jarðraskið og borunin fyrir brjóstið á kúrekum hennar, einkum þó Wilford Brimley. En að lokum, eftir meinlaust japl og jaml og púður- lítil slagsmál, frussast svo sjóð- bullandi vatnið uppá yfirborðið. Eftir Olíuruddunum að dæma er borpallavinna með eindæmum hrútleiðinleg og innihaldslaus. Handritið er líka gjörsneytt öllu lífi, atburðarásina skortir til- finnanlega kraft og krydd, filman er svona eins og mynda- saga sem gleymst hefur að setja textann inná. Þegar ég var búinn að horfa á þessi meinleysislegu rólegheit á þriðju klukkustund var meira að segja farið að hvarfla að mér hvort leikstjórinn og handritshöfundurinn væru svona raunsæir, vildu ekki fegra þessa tilbreytingarlausu og hversdagslegu iðju. En það fær nú skrambakornið ekki staðist. Og þó skeður í rauninni ekkert í þessar tæplega tvö hundruð mínútur sem tekur að sýna báðar spólurnar. Leikurinn er, eins og annað, hvorki góður né vondur. Það er helst að gamla brýnið Harry Morgan lífgi aðeins uppá mynd- ina. Þá er sá ágæti leikari Wil- ford Brimley hér í einu sínu al- fyrsta hlutverki. Upp komast MORÐ í TEXAS (MURDER IN TEXAS) ★★★ Leikstjóri Billy Hale. Aðalhlut- verk Katharine Ross, Sam El- liott, Farrah Fawcett, Andy Grif- fith, Craig T. Nelson, Dimitra Arliss, Barry Corbin, Pamela Meyers, Bill Dana. Bandarísk sjónvarpsmynd á tveimur spól- um. Gerð 1981. Dreifing Bergvík sf„ 186 mín. Mynd þessi, þó ófögur sé, er byggð á sönnum atburðum er gerðust í Houston, Texas, undir lok sjöunda áratugarins. Frægur lýtalæknir (Sam Elliott), kemur konu sinni (Farrah Fawcett), þekktum knapa og vellauðugum brodd- borgara, fyrir kattarnef á miskunnarlausan hátt. Lækn- irinn er nefnilega farinn að gefa öðrum kvenmanni (Kat- harine Ross), hýrt auga. Og þar sem að tengdafaðir hans, olíukóngur og valdamaður (Andy Griffith), gefur honum greinilega í skyn að hann fái ekki skilnað nema með því skilyrði að ganga út slyppur og snauður, sá Elliott engan kost vænni en morð. Griffith er þess alla tíð full- viss að Elliott hafi myrt einkadóttur sína og er árum saman að berjast fyrir því að málið sé tekið upp, líkið sé krufið að nýju og sannleikur- inn dreginn fram í dagsijósið. Á meðan giftist Elliott Ross, en ekki líður á löngu uns hún fær sig fullsadda, flýr að heim- an og kærir lækninn fyrir tvær morðtilraunir. — Myndin er reyndar byggð á minningum hennar, Prescription: Murder. En Elliott lætur ekki deigan síga og er farinn að búa með þeirri þriðju þegar böndin eru farin að berast ískyggilega nærri honum. En með útsmog- inni hjálp lækniskunnáttu sinnar kann karl ráð við því að láta sig hverfa... Myndin fer hægt og sígandi af stað, en áður en varir er baktónninn orðinn spenntur svik? og óþægilegur. Við fylgjumst með því hvernig Elliott breyt- ist úr aðlaðandi manni í góðri stöðu sem allt virðist hafa sem hugurinn girnist í óhugnanlegt skrýmsli. Sjálfsagt hefur talsvert ver- ið aukið við hina upprunalegu atburðarás. Þó gerist sjálfsagt fátt eitt í Morði í Texas, sem ekki getur átt sér stað í huga sálsjúks manns. Þó er endirinn með talsverðum ólíkindum. Myndin á að fylgja sannleikan- um, en hvernig má það þá eiga sér stað að kauði var ekki gripinn sunnan landamær- anna, hann er strax farinn að vekja grunsemdir uppúr 1970? Og myndbandið er gert 1980. Höfundar þess hefðu örugg- lega getið þess ef svo væri, í myndarlok, a.m.k. Leikstjóranum tekst að halda uppi ógn og spennu þegar tekur að líða á og það án nokkurra brellna. Þar nýtur hann hjálpar góðs leiks Sams Elliott, sem túlkar geðbilun læknisins af óhugnanlegri sannfæringu. (Elliott stendur sig ekki síður vel í snilldar- verki Bogdanowich, Grímunni — The Mask, í gjörólíku hlut- verki). Þá fær hann prýðis aðstoð frá Farrah Fawcett og Ross. Og það sópar að Griffith í hlutverki olíujöfursins. Morð í Texas stendur tals- vert uppúr myndbandasúp- unni, þökk sé góðum leik og einbeittri og röggsamri leik- stjórn. ASEA framleiddl fyrsta 3ja fasa rafmótorinn árið 1890. í dag er ASEA MOTORS einn af stærstu mótorframleiðenduin í heimi. Nýi mótorinn frá ASEA, gerð MBT, er hljóðlátur, sterkbyggður og sparneytinn á orku. Rönning á ávallt til mótora í birgðageymslum og veitir tækniþjónustu. Endurseljendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.