Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
ARNOLD
DRIFKEÐJUR
OG HJÓL
Nýtt fyrirtœki á traustum grunni
(2 LANDSSMIÐJAN HF.
SIMI 91-20680
Hverfisteinar
Sambyggöur hverfisteinn meö hjóli til blautslípunar
og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar.
Hljóölátur iönaöarmót-
or 200W, 220v, 50 HZ,
einfasa, snýst 70 snún-
inga á mín.
Laust vatnsílát.
Sérstök stýring fyrir
sporjárn o.þ.h.
Verö kr. 6.950,-.
Laugavegi 29
Símar 24320 — 24321 — 24322.
Ananaustum
SÍMI28855
Tónlistarskóli Seltjarnarness:
Skólastjóraskipti
Á ÞESSU hausti urðu skólastjóra-
skipti við Tónlistarskóla Seltjarnar-
ness. Hannes Flosason lætur af störf-
um, að cigin ósk, en við tekur Jón
Karl Einarsson.
Á fundi skólanefndar Seltjarn-
arness 7. september sl. voru Hann-
esi Flosasyni þökkuð farsæl störf
hans í þágu Tónlistarskólans, en
hann hefur verið skólastjóri skól-
ans frá upphafi 1974.
Aðsókn að skólanum hefur jafn-
an verið mjög góð og eru nú skráð-
ir um 200 nemendur. Félög for-
eldra hafa stutt skólann ötullega
á undanförnum árum. Fastráðnir
og lausráðnir kennarar eru 10.
Strengjasveit Tónlistarskóla
Seltjarnarness fór í hljómleikaferð
til Noregs á síðastliðnu vori og
fékk þar góðar undirtektir. Stjórn-
andi strengjasveitarinnar er Jakob
Hallgrímsson.
Lúðrasveit Tónlistarskólans
hefur leikið opinberlega bæði á
Seltjarnarnesi og víðar á undan-
förnum árum og fór hún í hljóm-
leikaferð til Danmerkur og Sví-
þjóðar vorið 1984. Stjórnandi
lúðrasveitarinnar er Skarphéðinn
Einarsson.
Ný sænsk-ís-
lensk og ís-
lensk-sænsk
vasaorðabók
Orðabókaútgáfan hefur sent frá
sér nýja vasaorðabók, Sænsk-íslensk
og íslensk-sænsk vasaorðabók eftir
Sigrúnu Helgadóttur Hallbeck og
Erik Hallbeck.
í orðabókinni, sem er í tveimur
bindum og 790 bls., er að finna
þýðingar á um 9.000 sænskum
orðum og um 6.000 íslenskum.
Orðavalið hefur miðast við að bók-
in geti komið að notum fyrir byrj-
endur i sænsku og íslensku, en auk
þess fyrir íslenska ferðamenn í
Svíþjóð og Svía sem ferðast til
íslands.
Stutt ágrip af sænskri málfræði
fyrir íslenska notendur fylgir og
framburðarreglur í sænsku og is-
lensku eru í bókinni.
Yfirlitið yfir algengar tegundir
jurta, fiska og fugla i báðum lönd-
unum ætti að geta komið að notum
fyrir ferðamenn og aðra náttúru-
unnendur.
(FrétUtilkynning.)
BALLETTSKOU
EDDU
5CHEVING
Skúlatúni 4
Kennsla hefst í byrjun október. Allir aldurshópar frá 5 ára.
Byrjendur og framhaldsnemendur.
Innrítun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—19 í síma 76350 á öörum
tímum. Afhending skírteina þriöjudaginn 1. október kl. 16—18.
Nýráðinn skólastjóri, Jón Karl
Einarsson, var boðinn velkominn
að skólanum, en miklar vonir eru
bundnar við störf hans fyrir Tón-
listarskóla Seltjarnarness.
Formaður skólanefndar Sel-
tjarnarness er Guðmar Magnús-
son, bæjarfulltrúi.
(FrétUtilkynning.)
Jón Karl Einarsson (Lv.) og Hannes
Flosason.
Finnskir stálpottar.
Þessir pottar eru fáanlegir 1V4, 2ja, 3ja, 4ra og 5 lítra.
Einnig flatir pottar fyrir suöu og steikingu.
/A KRISTJfin
SIGGEIRSSOfi HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVÍK, SÍMI 25870
m
FORSTOFUSETT
16 TEGUNDIR
ILJI
Bláskógar
ÁrmúlaS Sími 68-60-80.