Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Jón Snœbjörnsson
forstjóri - Minning
Fæddur 10. nóvember 1924
Dáinn 6. september 1985
Það voru hinum mörgu vinum
og kunningjum Jóns Snæbjörns-
sonar mikil og óvænt tíðindi, þeg-
ar þeir fréttu snöggt og óvænt
andlát Jóns Snæbjörnssonar frá
Snæringsstöðum í Vatnsdal mitt í
önnum hversdagsins 6. sept. sl.
Jón fæddist að Þórormstungu í
Vatnsdal 10. nóvember 1924. For-
eldrar hans voru hjónin Herdís
Guðmundsdóttir og Snæbjörn
Jónsson. Er Jón var þrevetur
fluttist fjölskyldan að Snær-
ingsstöðum en við þá jörð voru
þeir feðgar gjarnan kenndir.
Menntun og uppeldi Jóns var að
þess tíma hætti, þriggja ára far-
skólaár, þrír mánuðir á vetri.
Vetrarpart var hann á ungl-
ingaskóla á Blönduósi. Veturinn
1938 til 1939 sat hann í efri deild í
Reykjaskóla í Hrútafirði. Fimm
árum síðar, ’44 til ’45, stundaði
hann svo nám við Ingimarsskól-
ann svokallaða hér í borg. Á
stríðsárunum var Jón eins og
margir aðrir í Bretavinnu og einn-
ig stundaði hann búskap á heima-
slóðum.
Haustið 1945 hóf Jón að fást við
ævistarf sitt, bókhald, fyrst hjá
Almennum tryggingum og síðan
hjá mági sínum, Sigfúsi Bjarna-
syni í Heklu. Eigið fyrirtæki,
Vélabókhaldið hf., stofnaði hann
og rak til dauðadags.
Árið 1945 gekk Jón að eiga Ás-
gerði Bjamadóttur frá Uppsölum í
Vestur-Húnaþingi. Þau eignuðust
þrjú börn: Bjarna rafmagnsverk-
fræðing, kv. Þuríði Stefánsdóttur,
Herdísi hjúkrunarfræðing, g.
Stefáni Rögnvaldssyni, Snæbjörn
nema í rafmagnsverkfræði í
V-Þýsklandi. Barnabörnin eru
orðin sex. Hjónaband Jóns og Ás-
gerðar var afar farsælt svo að
sjaldan bar skugga á. í vetur síð-
astliðinn veiktist Ásgerður af
banvænum sjúkdómi og liggur
hún nú alvarlega sjúk og nánast
rænulaus í sjúkrahúsi. Geta má
nærri að það var mikið áfall fyrir
Jón þegar ljóst var að lífsföru-
nautur hans var haldinn banvæn-
um sjúkdómi og fyrir lá, að hún
kæmist aldrei heim aftur af spít-
alanum.
Rúmir tveir áratugir eru liðnir
frá því er kynni okkar Jóns hófust,
er hann fór að annast bókhald
fyrir mig. Samvinna okkar og
viðskipti breyttust í nána vináttu
og þægilegar samverustundir.
Einu sinni til tvisvar í mánuði
rölti ég til Jóns á skrifstofuna og
þá gjarnan á kaffitíma. Hann sat
þá oft gruflandi við skrifborð sitt
yfir tölum og spilandi á reiknivél.
Þegar hann sá mig var hann van-
ur að spretta á fætur, ýta skjölun-
um til hliðar, taka þéttingsfast í
hönd mína að norðlenskum sveita-
sið og segja oft: „Það var gott að
þú komst. Ég er orðinn leiður á
þessu talnarugli. Við skulum fara
inn á kaffistofu, fá okkur kaffi-
sopa og fara í eina bröndótta."
Hér átti hann við að við ættum að
tefla. Nú var sest við taflið inni
hjá BM Vallá og jafnframt rætt
um landsins gagn og nauðsynjar.
Þetta voru góðar stundir sem ég
sakna nú er ég stend yfir moldum
Jóns.
Jón var hár vexti, sperrtur,
þéttvaxinn og lét skera hár sitt að
hætti prússneskra offiséra, enda
minnti fas hans og hressileg fram-
koma meir á liðsforingja hjá
Bismarck en vatnsdælskan bónda-
son. Eru þó Vatnsdælingar ekki
þekktir að því að vera niðurlútir.
Jón var spaugsamur og hlát-
urmildur og kom fólki í kringum
sig í gott skap með smitandi hlátri
og hnyttnum athugasemdum. Jón
ann fósturjörðinni mjög og var
mikill útivistar- og ferðamaður.
Hann var virkur félagi í Ferðafé-
lagi fslands og stóð í fylkingar-
brjósti þess ágæta félags. Uppá-
haldsstaður hans var án efa Þórs-
mörk en þangað fór hann oft á ári.
Nú upp á síðkastið fór Jón (ris,rns.n
í dagsgönguferðir FÍ og hafði
mikla ánægju af. Ósjaldan var
hann einnig fararstjóri hjá ferða-
félaginu. Samvinnumaður var Jón
mikill og gegndi forystuhlutverki
hjá KRON. Hann vann einnig
mikið að húsbyggingarmálum
fyrir Framsóknarflokkinn og
hafði hönd í bagga í sambandi við
fésýslu í þeim málum.
Æskustöðvunum í Vatnsdal
unni Jón mjög og vann mikið fyrir
Húnvetningafélagið í Reykjavík.
Hann fór gjarnan norður í réttir
og naut þess að taka lagið með
gömlum leikbræðrum undir rétt-
arvegg í Undirfellsrétt. Ég vil
enda þessi orð með stöku sem Ás-
grímur í Ásbrekku orti til Snæ-
bjarnar föður Jóns.
Betra lífs á bjartri strönd
bíða vinaflokkar.
En skyldu gefast grænni lönd
gamla dalnum okkar.
Ríkharður Pálsson
Kvedja frá Húnvetninga-
félaginu í Reykjavík
Jón Snæbjörnsson forstjóri lést
6. þ.m. Manni hnykkir við þegar
slíkar fréttir berast. Sérstaklega
var fráfall þessa góða vinar
óvænt, þar sem hann sótti sund-
laugar daglega og var oft í göngu-
ferðum, þessvegna mikill útivist-
armaður.
Jón fæddist á Snæringsstöðum í
Vatnsdal og ólst þar upp. Foreldr-
ar hans voru Snæbjörn Jónsson
bóndi á Snæringsstöðum og Her-
dís Guðmundsdóttir kona hans. Af
kynnum mínum af Jóni hefði ég
getað ímyndað mér hann sem einn
af „stórlöxum" Vatnsdals, eins og
við Húnvetningar gjarnan nefnum
stórbændur, ef hann hefði snúið
sér að búskap. Ekki varð úr að
hann færi þá braut, en engu að
síður varð hann frumkvöðull á
sínu sviði, því hann var með fyrstu
mönnum hér á landi til að setja
upp vélabókhald, sem hann rak til
dauðadags.
Við störfuðum saman í fjölda-
mörg ár í stjórn Húnvetningafé-
lagsins í Reykjavík. Lá Jón þar
aldrei á liði sínu og var bæði víð-
sýnn og úrræðagóður. Átti hann
mikinn þátt í ýmsum stórum mál-
um, sem fram komu á þeim vett-
vangi, og má þar nefna húsakaup
félagsins, fyrsta mót félagsins á
Hveravöllum, stofnun Þórdísar-
lundar í Vatnsdal, ýmsa útgáfu-
starfsemi o.fl.
í öilum störfum hans kom fram
brennandi áhugi, dugnaður og
ósérhlífni, og á félagið honum
mikið að þakka. Jón var hrein-
skiptinn og fylginn sér i störfum
sínum og því gott að starfa með
honum, þó að ágreiningur væri
stundum eins og gengur. Voru þá
málin rædd til hlítar og leitast við
að finna heppilegustu lausnina á
hverju máli.
Jón var kátur og skemmtilegur
félagi og ávallt hressilegur í fram-
komu. Við áttum margar ánægju-
legar stundir, og var ávallt gott að
skemmta sér með honum og eiga
hann að vini.
Jón var giftur Ásgerði Bjarna-
dóttur frá Uppsölum í Miðfirði.
Áttu þau þrjú börn, sem hafa
reynst foreldrum sínum vel í veik-
indum móður sinnar síðustu miss-
erin.
Vil ég votta konu hans og börn-
um hluttekningu okkar í Húnvetn-
ingafélaginu við fráfall Jóns og
þakka honum öll hans góðu störf í
þágu félagsins.
F.h. Húnvetningafélagsins í
Reykjavík,
Friðrik Karlsson
Jón Snæbjörnsson vinur okkar
og vinnuveitandi er látinn. Okkur
setur hljóðar, hvernig má það
vera? Hann sem alltaf var svo
hress og kvikur, skaut fram gam-
ansögu eða kom með hnyttið til-
svar. En kallið er komið og þá er
ekki að sökum að spyrja. En í
hjörtum okkar vaknar spurningin,
hver er tilgangurinn? Miklir erfið-
leikar og sorg hafa verið hjá fjöl-
skyldu Jóns, vegna veikinda konu
hans Ásgerðar Bjarnadóttur, sem
hefur þjáðst af erfiðum sjúkdómi
mánuðum saman, hver hefði trúað
að Jón hyrfi á braut á undan
henni?
Jón var sá bezti yfirmaður sem
hægt er að hugsa sér, alltaf boðinn
og búinn til hvers kyns aðstoðar,
hvort sem var I vinnu eða utan.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að njóta samstarfs og leiðsagnar
svo mikilhæfs manns.
Elsku Bjarni, Herdís og Snæ-
björn, svo mikill missir, svo þung
sorg, þyngri en tárum taki.
Megi Guð gefa ykkur styrk og
trú á þessum erfiðu tímum.
Guðrún Bjarnadóttir
Oddný Jónsdóttir
Ása Ásgrímsdóttir
Guðrún Jósafatsdóttir
Jón Snæbjörnsson varð ekki
gamall maður, rétt rúmlega sex-
tugur. Hann fékk hjartaáfall síð-
degis 5. september sl. og lifði að-
eins til næsta dags. Þá var hann
allur.
Hann var Austur-Húnvetning-
ur, hét fullu nafni Jón Hannes, og
fæddist hinn 10. nóvember 1924 á
því fornfræga býli Þórormstungu
í Vatnsdal. Síðar fluttust foreldrar
hans að Snæringsstöðum í sömu
sveit og þar lifði Jón sín bernsku-
og unglingsár.
Tvo vetur stundaði hann nám í
héraðsskólanum á Reykjum í
Hrútafirði og tók síðan gagn-
fræðapróf í Ingimarsskólanum í
Reykjavík.
Rúmlega tvítugur að aldri festir
Jón ráð sitt og gengur að eiga
eftirlifandi konu sína, Ásgerði
Bjarnadóttur frá Uppsölum i Mið-
firði. Um svipað leyti liggur leiðin
burt úr Vatnsdalnum og til höfuð-
borgarinnar. Þar átti starfsvett-
vangur hans eftir að vera um
fjörutíu ára skeið, fyrst við skrif-
stofustörf en frá 1959 við eigið
fyrirtæki.
Hinn 1. janúar 1959 stofnar
hann fyrirtækið „Vélabókhaldið
hf., bókhaldsskrifstofa" og stjórn-
aði því af hagsýni og dugnaði til
dauðadags. Það fyrirtæki er til
húsa í Nóatúni 17.
Kynni okkar Jóns hófust
skömmu eftir að hann settist að í
Reykjavík. Við urðum samherjar
í Framsóknarflokknum og þar lágu
leiðir okkar saman allar götur
síðan. Jón var einlægur félags-
málamaður og lá aldrei á liði sínu
að vinna að þeim málefnum sem
hann taldi til heilla horfa. Hann
var einarður í skoðunum og rök-
fastur, mætti manna best á fund-
um og tók þá jafnan þátt í umræð-
um um þau mál sem á dagskrá
voru.
En þótt ég hafi fyrst og fremst
kynnst Jóni fyrir störf hans í
Framsóknarflokknum fer því
fjarri að hann einskorðaði sig við
þann vettvang. Um áratugaskeið
var hann forystumaður í Bygging-
arsamvinnufélagi Reykjavíkur og
formaður þess í 15 ár samfleytt.
Hann var kjörinn af Alþingi sem
einn af þremur endurskoðendum
reikninga ríkisins r>f» npnnðÍRt þau
störf nokkur síðustu árin. Þá var
hann, að því er mér hefur verið
tjáð, ötull og liðtækur félagsmaður
í Ferðafélagi íslands. Þar var hann
gjaldkeri um skeið og leiðsögu-
maður árum saman.
Sundlaugarnar stundaði hann
reglulega og var einn þeirra sem
nutu þess heiðurs að vera kallaðir
fastagestir.
Þótt hér sé fátt eitt talið ætti
það að nægja til að sýna fjölbreyti-
legt áhugasvið Jóns Snæbjörns-
sonar. Sumir eru þannig af guði
gerðir að þeir taka sér margt fyrir
hendur og koma miklu i verk. Jón
var einn slíkur. Hann virtist ávallt
hafa tíma til að sinna áhugamál-
um sínum og hugðarefnum án þess
að vanrækja starf sitt og heimili.
Við framsóknarmenn í Reykja-
vík stöndum i þakkarskuld við Jón.
Með okkur starfaði hann af áhuga
og dugnaði í fjóra áratugi og tók
virkan þátt í störfum flokksins.
Formaður Félags ungra framsókn-
armanna var hann 1951—’52 og
átti sæti í stjórn fulltrúaráðs
flokksins í áratug, þar af varafor-
maður um skeið.
Ekki má gleyma að geta þess
mikla starfs sem hann vann fyrir
Húsbyggingarsjóð framsóknarfé-
laganna. Þar annaðist hann fjár-
reiður og bókhald. Fyrir stjórn-
málaflokk er mikilvægt að góðir
og traustir menn veljist til slíkra
starfa, menn sem bankastofnanir
og aðrir bera fullt traust til.
Með fráfalli Jóns hefur verið
höggvið skarð í raðir okkar fram-
sóknarmanna í Reykjavík. Við
slíkar aðstæður hefði það verið líkt
skapferli Jóns að taka sér í munn
orð ólafar ríku: „Eigi skal gráta
Björn bónda heldur safna liði,“ til
að vinna góðum málum brautar-
gengi.
„Hvað er skammlífi? Skortur
lífsnautnar." — Svo kvað Jónas. —
Jón Snæbjörnsson féll frá á góðum
aldri sem kallaður er. Hann skorti
hins vegar ekki lífsnautn. Hann
lifði fjölbreytilegu lífi og naut
þess. Hann lifði það framfaraskeið
íslenskrar þjóðar sem vart munu
vera til dæmi um annars staðar.
Hann sá túnin í Húnavatnssýsl-
unni stækka ár frá ari og teygja
sig út yfir mýrar og móa og gömlu
torfhúsin víkja fyrir nýtískulegum
byggingum.
Hann fylgdist með vexti og við-
gangi höfuðborgarinnar og tók
mikinn þátt í uppbyggingu hennar
sem formaður elsta og um langt
árabil stærsta byggingarsam-
vinnufélags borgarinnar.
Alls þesa naut Jón Snæbjörns-
son í ríkum mæli.
Heimili Ásgerðar og Jóns var
lengst af á Háaleitisbraut 30, í
einu þeirra húsa sem Byggingar-
samvinnufélag Reykjavikur reisti.
Þau eignuðust þrjú börn: Bjarna,
rafmagnsverkfræðing sem giftur
er Þuríði Stefánsdóttur, Herdísi,
hjúkrunarfræðing, sem gift er
Stefáni Rögnvaldssyni, og Snæ-
björn, sem stundar nám í raf-
magnsverkfræði í Þýskalandi. Allt
er þetta hið mesta myndar- og
dugnaðarfólk.
Eiginkonu, börnum og tengda-
börnum votta ég dýpstu samúð.
Starfsamur og góður þegn er
fallinn frá, langt um aldur fram.
Blessuð veri minning hans.
Kristján Benediktsson
Með örfáum orðum vildum við
minnast mágs okkar Jóns Snæ-
bjömssonar, en hann lést á gjör-
gæsludeild Landspítalans aðfara-
nótt 6. sept. sl.
Fráfall hans var snöggt og fyrir-
varalaust. Engan hefði grunað að
hann yrði burtkallaður úr þessum
heimi á undan Ásgerði systur
okkar, sem undanfarna mánuði
hefur háð vonlausa baráttu við
þann sjúkdóm sem svo marga
hefur lagt að velli. Veikindi hennar
urðu Joni og fjölskyldunni allri
mikið áfall.
Jón og Ásgerður gengu í hjóna-
band á annan dag jóla 1945. Þar
með sameinuðust sérstakir eðlis-
kostir þeirra beggja til að byggja
upp það heimili, sem síðar átti
eftir að verða þeim og fjölskyldu
þeirra allri öruggt skjól. Þeim
hjónunum varð þriggja barna
auðið. Elstur þeirra er Biarni raf-
magnsverkfræðingur, kvæntur
Þuríði Stefánsdóttur kennara og
eiga þau fjögur börn. Næst er
Herdís hjúkrunarfræðingur, henn-
ar maður er Stefán Rögnvaldsson
verkstjóri og eiga þau tvö börn.
Yngstur er Snæbjörn, sem stundar
nám í rafmagnsverkfræði í Stutt-
gart í Þýskalandi. Missir þeirra
allra er mikill og sorgin og söknuð-
urinn sár, en megi öll sú mikla
umhyggja, sem mágur okkar bar
fyrir fjölskyldu sinni, verða styrk-
ur þeirra um ókomin ár.
Áð leiðarlokum viljum við þakka
Joni mági okkar, fyrir trygglyndi
hans, höfðingsskap og órjúfandi
vináttu, frá fyrstu kynnum til
hinstu stundar og biðjum honum
Guðs blessunar, á æðri vegum.
Mágkonur
I dag verður til grafar borinn
Jón Snæbjörnsson vinur minn.
Hann varð bráðkvaddur sjötta
þessa mánaðar aðeins sextugur að
aldri. Daginn áður hafði hann ver-
ið að leggja á ráðin um stutta ferð
norður í Vatnsdal að líta þar til
með litlu sumarhúsi. Það er mikill
og sár missir þegar dauðinn hrífur
svo skyndilega á brott þróttmik-
inn mann á góðum aldri.
Jón Snæbjörnsson var kvæntur
frænku minni Ásgerði Bjarna-
dóttur og á ungum aldri hélt ég að
hann væri frændi minn líka og
fannst reyndar jafnan svo vera og
kallaði hann gjarnan frænda.
Slíkt var viðmót hans gagnvart
mér. Það var því sjálfsagt að ég
leitaði til Jóns um ráðgjöf varð-
andi bókhald þegar er ég hóf störf
hér heima árið 1963, en þá hafði
hann stofnað Vélabókhaldið hf.,
Sá hann síðan um allt er að bók-
haldi laut fyrir Arkitektastofuna.
Er ekki að orðlengja, að það starf
vann hann með stakri prýði enda
mjög glöggur bókhaldsmaður og
mikið snyrtimenni í framsetningu
og frágangi, sem við jafnan dáð-
umst að.
Vegna starfsins var Jón tíður
gestur á Arkitektastofunni og
hann var jafnan með þegar við
gerðum okkur dagamun. Af þeim
kynnum leiddi, að með tímanum
tók hann einnig að sér bókhalds-
aðstoð við ýmsa af starfsmönnum
stofunnar. Enda var létt að
vingast við Jón Snæbjörnsson og
finna jafnframt að þar fór ábyggi-
legur maður. Hann var glaðvær og
hressilegur í framgöngu en jafn-
framt traustur og hlýr.
Við á Arkitektastofunni þökk-
um Jóni Snæbjörnssyni að leiðar-
lokum störf hans og vináttu og
varðveitum minninguna um góðan
dreng.
Ég sendi „frænda" mínum
hinstu kveðju. Við Kristín vottum
hans nánustu innilega samúð
okkar.
Ormar Þór Guðmundsson
Það á fyrir okkur öllum að
liggja að kveðja þennan heim, en
oft kemur kallið alltof fljótt að
manni finnst. Þannig var það með
tengdaföður minn Jón Snæ-
björnsson, hann varð bráðkvaddur
6. september.
Kynni okkar hófust árið 1974
þegar ég kom inn á heimili Jóns og
Ásgerðar konu hans sem kærasti
einkadóttur þeirra. Það voru mín
mestu gæfuspor. Með árunum
varð Jón mér meira en tengdafað-
ir, hann varð minn besti félagi og
vinur og bar þar aldrei skugga á.
Alltaf var hægt að leita ráða hjá
Jóni og reyndist hann mér vel í
þeim efnum sem öðrum.
Heimili Jóns og Ásgerðar hefur
lengst af verið á Háaleitisbraut
30, og á ég og fjölskylda mín þaðan
yndislegar minningar. Jón bjó
einn á Háaleitisbrautinni frá síð-
astliðnum áramótum en þá veikt-
ist Ásgerður af ólæknandi sjúk-
dómi og hefur dvalið á sjúkrahúsi
síðan. Hún veit ekki um örlög síns
ástkæra eiginmanns vegna veik-
inda sinna. Hann tók veikindi
hennar mjög nærri sér, en kvart-
aði aldrei því hann stóð ætíð sem
klettur, í þessum erfiðleikum eins
og ávallt, og sagði við okkur: „Við
bognum en brotnurti ekki.“ Mér
var það mikil® virði að í seinni tíð