Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 47

Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 47
47 leitaði hann í síauknum mæli at- hvarfs á heimili okkar Herdísar. Jón Hannes yngri hafði mikið dá- læti á afa sínum og í augum Ás- gerðar yngri var afi goð. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengdaföður. Blessuð sé minning hans. Stefán Rögnvaldsson Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (E.Ben.) Einn af íslands sönnustu sonum er genginn á vit hins ókunna heims. Mikill er missir slíkur fyrir þá, er ætíð vissu vináttu og skjól víst og óbrigðult, þar sem hann var. Landið okkar í öllum sínum stórfengleik var vagga hans og samastaður. Sá, sem kynnir sér líf þess, eins og hann gerði, nýtur fínleika blóma þess, hlustar á kyrrð hinna hátignarlegu fjalla um bjarta sumardaga — hlustar einnig á stormgný og sönglög bylja og stórsjóa og baðar sig i hvítri, tindrandi fegurð snæviþak- innar foldar, sá hlýtur að vera auðugur í anda. Lætur reyndar ekki allt þetta nægja, heldur er vel meðvitaður um vort mannlega hlutskipti, er flestum fróðari um sögu þessa lands og annarra, og æðri þekk- ingarleit var stór þáttur lífsstefn- unnar. Kveðjustundin er komin, skyndilega var hann á brottu kall- aður til nýrra verkafna. Við, sem eftir stöndum á bakka fljótsins, fylgjum honum á leið í huganum í bæn og þökk fyrir liðn- ar samverustundir. Minningin um sannan og góðan mann verður okkur óforgengilegur fjársjóður. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (E.Ben.) Tengdadóttir í dag verður kvaddur í Háteigs- kirkju, Jón Snæbjörnsson fram- kvæmdastjóri Vélabókhaldsins hf., en hann lézt í Landspítalanum rétt liðlega 60 ára að aldri, að- faranótt föstudagsins 6. september sl., hálfum sólarhring eftir að hann fékk snöggt aðsvif við vinnu- stað sinn. Jón Snæbjörnsson fæddist að Þórormstungu í Vatnsdal, 10. nóv- ember 1924. Foreldrar hans voru þau Snæbjörn Jónsson úr Vatnsdal og Herdís Guðmundsdóttir frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Var Jón elstur þriggja sona en eftirlifandi bræður hans eru þeir Þórður Snæbjörnsson garðyrkju- bóndi í Hveragerði og Bjarni Snæbjörnsson bifvélavirki í Reykjavík. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um í Vatnsdalnum til tuttugu ára aldurs. Fyrst um 3ja ára skeið að Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Þóroddsstöðum, en árið 1927 fluttu þau að Snæfellsstöðum og þar bjó hann allt til ársins 1944, að hann fluttist til Reykjavíkur. Jón Snæbjörnsson kvæntist Ás- gerði Bjarnadóttur frá Uppsölum í Miðfirði, 26. desember 1945, en þau höfðu hafið sambúð og stofnað heimili sitt í Reykjavík 1944. Börn þeirra Jóns og Ásgerðar eru Bjarni Jónsson verkfræðingur, fæddur 19.01.1949, kvæntur Þuríði Stefánsdóttur. Herdís Jónsdóttir, fædd 29.06. 1956, gift Stefáni Rögnvaldssyni, og Snæbjörn Jóns- son verkfræðinemi, fæddur 21.05. 1962, ókvæntur. f Reykjavík, starfaði Jón Snæ- björnsson fyrst hjá Almennum Tryggingum sem skrifstofumaður, en hóf fljótlega störf sem aðal- bókari og gjaldkeri hjá mági sín- um, Sigfúsi Bjarnasyni í Heklu hf., og starfaði þar allt til ársins 1959. Það sama ár stofnaði hann fyrirtæki sitt, Vélabókhaldið hf., og rak það óslitið til dauðadags. Kynni mín af Jóni Snæbjörns- syni hófust árið 1961, þegar Jón tók að sér að halda bókhald BM Vallá hf., það samstarf hefur stað- ið óslitið siðan. Jón Snæbjörnsson var traustur og öruggur samstarfsmaður, og reyndist okkur hjá BM Vallá hf. mikill hagur af starfi hans og fyrirtækis hans fyrir okkur. I upphafi þess samstarfs, fékk hann það erfiða verkefni að endurskipu- leggja og byggja upp nýtt bók- haldskerfi fyrir fyrirtækið, sem var stórt og viðamikið verk á þeim tima. Lagði hann þá traustan grunn að verki, sem hann allar götur síðan hefur annast með öryggi og festu. Um margra ára skeið átti Jón Snæbjörnsson jafn- framt sæti í stjórn BM Vallá hf. Það var gott að starfa með Jóni Snæbjörnssyni. Hann varamaður verka og athafna og hafði ekki mörg orð um verk sín, en lagði þess meiri metnað í að leysa þau fljótt og vel af hendi. Verk sem honum var falið, mátti ávallt skoða sem verk rétt og fljótt leyst af hendi, án þess að þar þyrfti um að spyrja eða eftir að líta. Með slíkum mönnum getur ekki verið annað en gott að starfa. Við vinir og samstarfsmenn Jóns Snæbjörnssonar sjáum á eftir góðum dreng með söknuði og trega, og þykir sárt að kveðja langt um aldur fram. Við vottum Ásgerði og börnum hennar og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð, jafnframt sem við sendum Ásgerði hlýjar óskir um velfarnað í hennar harða veikinda- stríði. Víglundur Þorsteinsson + Eiginkona mín og móöir okkar, MARGRÉT BERNDSEN, BarmahlíA 50, Raykjavík, lést aö kvöldi laugardagsins 14. september í Borgarspítalanum. Gísli Jón Ólafsson, Sigríöur Gísladóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Rafn Baldur Gíslason. Eiginmaöur minn, + EINAR CARLSSON, húsgagnasmíöameis'ari, erlátinn. Grethe Carlsson. + Eiginmaður minn og faöir okkar, GUDMUNDUR VILHJÁLMSSON, Efstasundi 97, andaöist 16. september. Kristrún Siguröardóttir og börn. + Hjartkœr sonur okkar og bróöir, ÞORVALDUR BREIÐFJÖRO ÞORVALDSSON, Öldugranda 7, Reykjavík, lóst í Borgarspítalanum aöfaranótt 14. september. Ásta Sigfriedsdóttir, Þorvaldur Kristjénsson, S. Berglind Þorvaldsdóttír, Siguróur Þorvaldsson, Eggert K. Eggertsson, Garöar B. Þorvaldsson, Kjartan Þ. Þorvaldsson, Guöný Þorvaldsdóttir, Hafdís Þorvaldsdóttir. + Faöirokkar, SIGURJÓN SNJÓLFSSON, lóst 15. september í Elliheimilinu Grund. Börnin. + Eiginmaöur minn, TRYGGVI EINARSSON fré Miödal, andaöistá Reykjalundi laugardaginn 14. september. Fyrir hönd barna okkar, barnabarna og tengdabarna, i -» Sæunn Halldórsdóttir. + Konan mín, móðir okkar og amma, ÞÓRUNN J.G. SIGURDARDÓTTIR, Starhaga 10, er lóst 10. þ.m., verður jarösungin frá Fossvogskirkju á morgun, miövikudag 18. septemberkl. 15.00. Þeim er vildu minnast hennar er bent á SÍBS. Sigurjón Þóroddsson, Jónína Sigurjónsdóttir, Sonja Sigurjónsdóttir, Hafdis Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, tengdabörn og barnabörn. + ELÍSABET HELGADÓTTIR fré Grenjaöarstaö, Hringbraut 44, erlátin. Útför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. septemberkl. 15.00. Björg Helgadóttir. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRGVINS ÁRNASONAR, Hjaltabakka 32, veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 17. september, kl. 15.00. Sigrún Sigurpélsdóttir, Péll V. Björgvinsson, Margrét Jónsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Steinar A. Jóhannsson, Magnús K. Björgvinsson, Inga G. Hauksdóttir, Hallgrímur Ó. Björgvinsson og barnabörn. + INGIMUNDUR ÁSGEIRSSON, Hæli, Flókadal, veröur jarösunginn að Lundi, Lundarreykjadal laugardaginn 21. septemberkl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans eru beðnir aö láta líknarfólög njóta þess: Ingibjörg Guömundsdóttir, börn og tengdabörn. + Fööurbróðir minn, INGÓLFUR SIGFÚSSON, Holtageröí 33, Kópavogi, veröur jarösunginn 18. september kl. 13.30 frá nýju kapellunni í Fossvogi. Ingólfur Tryggvason. + Eiginmaöur minn, ÓSKAR NÍELSSON fré Svefneyjum, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 19. þ.m. kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti Blindrafólagiö njóta þess. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Guöríöur Sveinbjarnardóttir. Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, PÉTUR SVEINSSON, bifreiöastjóri, Asparfelli 10, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. septem- ber kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem viidu minnast hans er bent á Krabbameinsfólag íslands. Áslaug Árnadóttir, Jón Pétursson, Sveindís Pétursdóttir, Siguröur Pétursson, Margrét Pétursdóttir, Sævar Pétursson, Sigurbjörg Pétursdóttir, Guðbjörg A. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Sigrún Angantýsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Bergdís Jóhannsdóttir, Höröur Rafnsson, Ragnheiöur Siguróardóttir, Alfreö Alfreösson, + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug vlö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓHÖNNU ÞORKELSDÓTTUR, Ásgaröi 153. Sigrún Ásmundsdóttir, Gylfi Gylfason, Ingi Þór Ásmundsson, Jóhanna G. Ásgeirsdóttir, Guömundur Ásmundsson, Inger Lise Ásmundsson, Jónlna Ásmundsdóttir, Garöar Guömundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.