Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 48

Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Minning: Lilja Jónsdóttir Fædd 24. júní 1904 Dáin 2. september 1985 Það var mér mikil harmafregn þegar mér barst fréttin af andláti frænku minnar og barnfóstru, Lilju Jónsdóttur. Eg svíf á vit minninga um einstaka sómakonu sem átti sína sérstæðu sögu sem verður aðeins að litlu leyti rakin hér. Lilja Jónsdóttir fæddist 24. júní 1904 á Stokkseyri. Hún ólst upp við góðan kost hjá foreldrum móðurföður míns, þeim Guðjóni Björnssyni og Steinunni Þor- steinsdóttur á Eyjólfsstöðum við Lindargötu í Reykjavík. Því miður kann ég þá sögu lítt að rekja. Seinna fluttist hún til móður- foreldra minna, Guðmundar Guð- jónssonar og Önnu Maríu Gísla- dóttur. Hún unir hag sínum þar svo vel að hún dvelst þar jafnan síðan, lengst af í Lönguhlíð 25 í Reykjavík. Lilja fæddist í upphafi heima- stjórnar og um það leyti sem tæknin er að marka sín fyrstu erf- iðu spor á íslandi með komu fyrstu bifreiðarinnar 20. júní 1904. Það var ef til vill kaldhæðni örlag- anna að Lilja átti þess lítinn kost að ferðast um dagana vegna þrá- látrar bílveiki sem gerði það að verkum að hún naut nánast engr- ar ferðar út fyrir Elliðaár. Þá tæknibyltingu sem fylgdi í kjölfarið umbar hún og lét lítt raska lífi sínu enda taldi hún hana hvorki náðargjöf né heimsendi. En hver er Lilja Jónsdóttir í minn- ingu minni? Hún tók þátt í sorg og sút, gleði og gæfu hvers einasta einstaklings - sem var svo gæfuríkur að um- gangast hana. Hún var skrafhreif- in og spurði alla tíðinda sem létu svo lítið að kasta á hana kveðju. Hún spurði um líðan allra sem hún þekkti og lét sér annt um alla einstaklinga sem tengdust hverri manneskju, hvort sem um var að ræða vini þeirra eða ættingja. Hugur hennar var ætíð með hverjum og einum í sinni stóru fjölskyldu vina og ættingja hvert sem þeir fóru og hún hafði vitund um. Hún var afar barnelsk og barngóð og ekkert barnaafmæli gat án hennar verið. Jafnan var hún komin þar fyrst og fór síðust þegar allt var orðið slétt og fellt eftir hamagang dagsins. Þar undi hún hag sínum vel við að stjana við börnin og fylgjast með leik þeirra. Hún var ætíð boðin og búin að rétta öllum hjálparhönd en óskaði sér næstum aldrei nokkurs fyrir sjálfs sín hönd. Lilja átti drjúgan þátt í að ala upp og mannbæta 3 kynslóðir með barnfóstrustarfi sínu í þágu frændfjölskyldu sinnar. Skylt er mér að geta í minningu barnfóstru minnar að í 16 ára uppvexti, þar sem hvorki sætt né súrt skildi í gáskafullum sprellum æskunnar, hef ég án efa uppskorið margvíslegt til þessarar stundar í ýmsum skilningi af samskiptum mínurn viö hana. Lilja sankaði ekki að sér ver- aldlegum auði, aðeins myndum og minningum og frábað sér næstum allt heimsins glingur. Hún hafði einstaka kímnigáfu, sérkennilega skemmtilegan orðaforða og fyndin tilsvör sem gladdi hvern sem á hlýddi. Hún álasaði ekki fólki fyrir breytni þess og breyskleika en réð þó yfir ýmsum hollráðum og yfir- bótum. f mínum huga verða dyggðir fagnaðarboðskaparins vart betur samofnar í breytni og einlægni hjartkærrar barnfóstru minnar. Þessi ómeðvitaði sjálfselskulausi hreinleiki hugarfarsins, hollusta, ástundun og mannkærleikur er í mínum huga manneskjunni eftir- breytnivert. Þrátt fyrir takmarkaða neyslu af svokölluðum lífsgæðum hér á jörð uppskar hún án efa með allri sinni umhyggju fyrir öðrum mikla gleði og hamingju. Hún tengdi stóra fjölskyldu sína og vini sterkum tryggðarböndum með mikilli umhyggju enda upp- skar hún eins og hún til sáði í Kveðjuorð: Helga Jónsdóttir frá Kópareykjum Fædd 5. janúar 1892 Dáin 27. marz 1985 Það leitar svo á mig að minnast góðrar vinkonu minnar, Helgu Jónsdóttur frá Kópareykjum. Þessi góða kona dó í hárri elli, 93 ára gömul, þann 27. mars síð- astliðinn. Hún var jörðuð laugar- daginn fyrir páska, en þá var ég erlendis, og reikaði hugur minn heim í dalinn okkar, Reykholts- dalinn, þennan fallega dal. Líf þessarar elskulegu konu er svo samtvinnað lífi minnar fjöl- skyldu. Hún var vinkona ömmu minnar, hún var vinkona móður minnar og hún var vinkona mín. Hún vermdi á mér hendurnar þeg- ar ég var bam og sat og spilaði við okkur börnin. Þá þekktist ekkert kynslóðabil. Hún var félagi okkar barnanna, sagði okkur sögur. Marga ferðina fór ég upp að Kópa- reykjum. Amma var vön að segja að ég hefði Kópasótt. Börnin hennar voru leiksystkini mín. Hún eignaðist 4 börn. Tvær dætur missti hún, báðar í blóma lífsins. Margrét dó 26 ára gömul. Hún var ógift. Sigríður dó 33 ára gömul. Hún var gift og lét eftir sig 7 börn. Það voru þung spor fyrir þessa hógværu og æðrulausu konu að fylgja þessum dætrum sínum til grafar. Eftir lifa Þuríður Fanney og Eyjólfur. Þuríður er búsett í Kópavogi og Eyjólfur býr á Kópa- reykjum. Hún dvaldi síðustu árin I skjóli Helgu Guðráðsdóttur, tengdadótt- ur sinnar, og Eyjólfs sonar síns og ekki má gleyma að þakka Helgu tengdadóttur hennar, sem reynd- ist henni eins og bezta dóttir alla tíð. Sigurjón Jónsson hét eiginmað- ur Helgu en hann dó 1972. Elsku- legur og góður maður. Alltaf gam- ansamur og svolítið stríðinn. Það Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. L Þórarinn Flygen- ring - Kveðjuorð % stöðugum heimsóknum ættingja og vina sem gladdi hana hjartan- lega hverju sinni. Siðustu árin eftir að amma lést bjó hún ein í Lönguhlíðinni og hélt minningu móðurforeldra minna á lofti. En síðustu 3 mánuðina þurfti hún meiriháttar aðstoð sem flestir aldraðir þurfa fyrr eða síðar og dvaldi á sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Lilja var oftast heilsugóð allt sitt líf og nutu aðrir þess ríkulega í veikindum sínum. Eg kvaddi hana áður en ég hélt erlendis rétt rúmri viku áður en hún lést. Hún var þá rólfær og spurði margs um aðra en gerði lít- ið úr heilsubresti sínum. Eg óttað- ist þó, að við sæjumst ekki framar, þó ekki ætti ég von á að það bæri að með jafn skjótum hætti og raun bar vitni. Ég veit þó að hún hefur ratað þrönga veginn og kemst án efa á leiðarenda. Stóra myndin hennar yfir rúmgaflinum, Síðasta kvöldmáltíðin, var án efa rík í huga hennar og sækir hún ætíð á hugann þegar ég hugsa til hennar með miklum söknuði. Lilja var ein af þeim manneskj- um sem var alltaf á sínum örugga stað og enginn trúir að geti dáið. Blessuð sé minning Lilju Jóns- dóttur og hafi hún þökk fyrir sam- veruna. Gunnar Sigurdsson Fæddur 25. september 1932 Dáinn 3. september 1985 í annað sinn á skömmum tíma höfum við félagarnir í Lions- klúbbnum Fjölni mátt sjá á bak góðum félaga og vini. I júni féll Jónas Guðmundsson frá og nú tæpum þremur mánuðum seinna Þórarinn Flygenring. Báðir tveir féllu þeir frá í blóma lífsins. Mín fyrstu kynni af Þórarni voru fyrir um það bil 15 árum, þegar ég hafði það hlutverk að ráða fólk á skip Eimskipafélags- ins, en Þórarinn var þá veitinga- stjóri á Hótel Loftleiðum. Leitaði ég oft til Þórarins þegar mig vant- aði matreiðslu- eða framreiðslu- menn til afléysinga á Gullfoss. Alltaf tók Þórarinn mér vel og í flestum tilvikum gat hann hjálpað mér, þó fyrirvari væri oft lítill. Leiðir okkar lágu aftur saman í Lionsklúbbnum Fjölni, en þar störfuðu þeir báðir bræðurnir Þórarinn og Ólafur. Þórarinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum i klúbbnum og leysti þau öll vel af hendi. Við Þórarinn og Þórhallur, þá- verandi formaður, áttum mjög ánægjulegt samstarf þegar við vorum saman í stjórn klúbbsins fyrir fjórum árum. í lok starfsárs- ins fórum við ásamt eiginkonum okkar á Lionsþingið í Borgarnesi. Áttum við margar skemmtilegar stundir í þeirri ferð. Það sem einkenndi Þórarin var hjálpsemi og glaðværð. Bræðurnir Þórarinn og ólafur voru í þeim fasta kjarna klúbbs- ins, sem alltaf var reiðubúinn til starfa þegar á þurfti að halda. Með þessum fátæklegu línum vildi ég fyrir hönd okkar félag- anna í Lionsklúbbnum Fjölni flytja Sigríði og börnunum, Olafi og nánustu ættingjum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan félaga og vin lifir. Jón H. Magnússon Viðskiptahalli Bandaríkjanna: 300 frumvörp um ýmis inn- flutningshöft var ekki hátt til lofts né vítt til veggja hjá þessu fólki, en þar réð hjartahlýjan ríkjum. Eg minnist Helgu, þegar hún birtist á stigapallinum hjá ömmu minni og alltaf var hún jafn mikill aufúsugestur. Hún miðlaði okkur af vizku sinni og kenndi okkur bænir og vers. Eg mun ávallt minnast hennar þegar ég heyri góðs manns getið. Blessuð sé minning hennar. Hulda Björnsdóttir, Grindavík. Þegar Bandaríkjaþing kom saman á dögunum eftir sumar- leyfin, var búið að leggja rúmlega 300 frumvörp fyrir þingið, sem munu valda margskonar höftum á innflutningi, verði þau samþykkt, annaðhvort með beinu banni eða með þvi að hækka tolla, sem myndu gera innfluttu vöruna ósamkeppnisfæra við ameríska framleiðslu. Helstu frumvörpin og þau sem mesta athygli vekja eru þessi: Frumvarp sem gerir ráð fyrir aukatollum á allar vörur frá þeim þjóðum sem sýna hagstæðan viðskiptajöfnuð i utanrikisverslun sinni við Bandarfkin. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að viðkomandi þjóðum verði veitt tækifæri til að jafna hallann, áður en lögin koma til framkvæmda. Höfundur frum- varpsins eru Dan Rostenkowski fulltrúadeildarþingmaður, demo- krati frá Illinois og Lloyd M. Bentesen, demokiati frá Texas. Þessu frumvarpi er greinilega stefnt að þjóðum eins og Japan, Brasilíu, Taiwan, Suður-Kóreu og Hong Kong. í frumvarpi sem borið er fram af John C. Danford repú- blikana, öldungardeildarþing- manni frá Missouri, myndi gera forsetanum skylt að setja höft á innflutning frá Japan ef þeir þrjóskast við að opna opna mark- aði sína fyrir auknum innflutningi frá Bandaríkjunum. Þetta frum- varp hefir þegar verið samþykkt I nefnd með 12 atkvæðum gegn 4. Búist er við að Reagan forseti myndi nota neitunarvald sitt til að hindra að þetta verði að lögum, en talið er að nægjanlegt atkvæða- magn sé í öldungadeildinni til að gera neitunarvaldið óvirkt. Til að hindra skó- innflutnings- ákvörðun forsetans Tveir þingmenn frá Maine-fylki bera fram frumvarp sem myndi takmarka skóinnflutning til Bandaríkjanna úr 77 prósent af markaðsþörfinni í 55 prósent. Reagan forseti hefir þegar neitað að samþykkja lög sem hefðu heft takmörkun á skóinnflutningi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að höftin komi til framkvæmda þeg- ar í stað, en verði endurskoðuðu að tveim árum liðnum. Álnavara þyrn- ir í augum Tveir þingmenn, annar demo- krati og hinn repúblikani, frá Suð- urríkjunum Georgiu og Carolínu, vilja gera reglur um innflutning á vefnaðarvörum og álnavörum yf- irleitt, strangari en nú er. Inn- flutningur á vefnaðarvörum er þyrnir í augum vefnaðarvöru- framleiðenda og verkafólks, sem hefir misst atvinnu sína svo tug- þúsundum skiptir vegna innflutn- ings. Frumvarpið gerir ráð fyrir að innflytjendur fengju ekki að auka kvóta sinn nema um 1 pró- sent árlega. Kanada og Evrópu- þjóðirnar yrðu undanskilin frá þessum ákvæðum. fvar Guðmundsson Innilegustu þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HERLUFPOULSEN, Hraunbrún 40, Hafnarfiröi. María Poulaen, börn, tengdabörn og barnabörn. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.