Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 54

Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 © 1985 Umversal Press Syndicate Ce-21 , jTJatt mér ekJci í hu0. ... að muna eftir brúðkaupsdegin- TM B«g. U.S. Pat. Off.—all rights reserved »1985 Los Angeles Tlmes Syndlcate w Augnablik, augnablik. Þeir eru að rsða viðkvaemt mál hinumegin við veginn! Blessaður. Langt síðan við sáumst síðast! HÖGNI HREKKVÍSI /Qr*- „EN SÆTT/...HANN NÁOI \ pAU ÓLi- $A£A FyRiRSOHJOÍ" Siðleysi stjórn málamanna Þeir sem eiga ketti eru ákaflega hrifnir af þeim og ekki sáttir við að faríð sé illa með þá. Ætli þess- um manni líði vel? Dýravinur skrifar: Mánudaginn 9. september varð ég vitni að svo ljótu athæfi að ég get ekki orða bundist. Ég sá hvar bíll keyrði eftir götu, nánar tiltekið Suðurfelli, og sá ég hvar bílstjór- inn stöðvaði bifreiðina á miðri götunni (sem snýr að Elliðaárdal, opna skottið á bílnum og taka upp kettling um tveggja mánaða gaml- an og henda honum þar út á gras- eyju og aka svo á braut. Mér er spurn hvað þessi maður hafi eiginlega verið að hugsa, ef hann þá hugsar yfirleitt nokkurn skapaðan hlut. Þar sem maðurinn stóð og framdi þetta andstyggilega athæfi, blasti við honum dýraspít- ali hinum megin við Elliðaárdal- inn. Þangað hefði honum verið nær að fara með kettlinginn. Hefði það verið mannúðlegt og jafnvel gert það að verkum að einhver hefði tekið köttinn að sér og hlúð að honum. Ætli þessum manni Uði vel sem framdi ódæðisverkið? Það efa ég, og því er náttúrlega ósvarað ennþá hvað þeir kettlingar voru margir sem þetta fúlmenni kastaði út á leið sinni. Sjálfstæðismaður skrifar: Nýjasta dæmið um óprúttni stjórnmálamanna er umsókn Sauðkrækinga um 10 milljón króna framlag (á að heita lán) Framkvæmdastofnunar ríkisins til þeirra, svo þeir geti greitt hluta- fjárframlag sitt í steinullargælu- verkið. Menn beri þessar staðreyndir saman við loforð og heitstrenging- ar þessara manna, þegar þeir voru að blekkja Alþingi til þess að samþykkja að steinullarverk- smiðjan færi til Sauðárkróks, en þá sagði einn aðalforvígismaður Sauðkrækinga: „Mér og fleirum sem sitja á Alþingi finnst talsverður ávinn- ingur að stofnsett séu fyrirtæki á borð við þetta þar sem heimaaðilar bjóðast til að leggja fram jafn- mikið eigið fé í atvinnureksturinn eins og áætlað er að gera i þessu fyrirtæki eða 60%.“ Ef við víkjum til hliðar fallegum áætlunum og heitstrengingum þessara manna og kíkjum á stað- reyndir, þá kemur annað í ljós: Þeir hafa ekki lagt fram 60% af heildarkostnaði við gæluverk- Hermann Dan skrifar: Kæri Velvakandi. Það eru trúlega fáir, sem lesa svo Morgunblaðið, að þeir líti ekki í Velvakanda, enda er þar oft margt vel sagt, bæði af ungum og öldnum. En eitt er það, sem ekki er of oft sagt frá, það er hið já- kvæða, það sem vel er gert. í sumar komum við hjónin í verzlunina Litaver, okkur vantaði teppi 1 bilinn okkar, hittum við þar frábæran afgreiðslumann, sem flest vildi fyrir okkur gera, hann snaraðist óðar með okkur út í bíl, tók mál af öllum gólfum, teiknaði, mældi og reiknaði, sneið síðan og raðaði öllu á sinn stað, þar með var því lokið, fyrir þetta skal þakka, þetta er geymt en ekki gleymt. efnið, ekki einu sinni 60% af hluta- fénu, langt í frá. Það kemur sem sé í ljós, eins og margan mátti gruna, að aðrir eiga að fjármagna gæluverkið. Það er langáhættuminnst. Spurningin er, eru engin tak- mörk fyrir því, hvað hægt er að bjóða Alþingi sem heild og skatt- borgurum i þessu landi? Og til hvers 6000 tonna árleg steiullarframleiðsla? Heildareftir- spurn íslendinga á ári síðustu 3 ár af steinull voru aðeins 635 tonn, eða rétt rúm 10% af því, sem áætl- anir steinullarmanna gera ráð fyrir. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, sagði nýlega, að orku- veizlunni væri lokið, og gott, ef saltveizlunni væri ekki líka lokið. Bruðlið búið. Þá hefst næsta veizla stjórnmálamanna: steinullarveisl- an. Það verða víst engar vöflur á stjórn Framkvæmdastofnunar að veita heimamönnum peningafram- lag úr nægtabrunnum sínum. Hæg eru heimatökin, loforða- maðurinn er nefnilega sjálfur for- maður stjórnar spillingarstofnun- arinnar. Annað dæmi úr búð Sambands- ins við Suðurlandsbraut, þar hitt- um við hjónin frábæran ungan afgreiðslumann, við vorum að kaupa nokkra smá hluti, þar á meðal vantaði okkur hentuga fest- ingu á vegg til að hengja á tröppu í geymslunni. Ungi maðurinn fann nokkur hengi, sem ef til vill kæmu til greina og bar þau við tröppu í búðinni, en engin þeirra virtist passa, en þessi ungi maður taldi að hægt væri að nota eitt þeirra með smá breytingu, nóg væri af skrúfstykkjum í verzluninni, bauðst hann til að gera þessa til- raun og tókst það með prýði. Geri aðrir betur. Með fyrirfram þakklæti ef þú kæri Velvakandi vilt svo vel gera að birta ofanritað. Mætti segja oftar frá því sem jákvætt er Fatlaðir notfæra sér sundlaugar eftir þvf sem þeir framast geta og þurfa því að geta komist að þeim á sem auðveldastan hátt. Þessir hringdu . . . Mikilvægt fyrir fatlaða aö geta lagt bflum sem næst inngangi Guðný Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar að koma dálítilli klausu á framfæri til þeirra sem hafa með sundlaugarnar í Laugar- dal að gera. Ég er fötluð og því er mjög mikilvægt fyrir mig að geta lagt bílnum mínum sem næst sund- laugunum. Það var búið að koma fyrir tveimur skiltum á bílastæð- um nálægt inngöngudyrunum, en þessi skilti eru svo neðariega að þeir sem koma brunandi inn á bílastæðin sjá þau ekki, eða þá að þeir hugsa hreinlega ekkert um okkur, þessi fötluðu. Hins vegar hefur þetta mjög mikið að segja fyrir okkur og því vil ég mælast til þess að skiltin verði hækkuð upp svo þeir sem leggja I stæðin geti séð þau þó þeir séu komnir inn í stæðin, þannig að þau þurfa lika að snúa gegn umferðinni. Þá langar mig líka að þakka fyrir alla þá aðstoð og þjónustu sem fólki er veitt í sundlaugunum. Ég er búinn að fara í flestar laug- arnar hér í borginni og þjónustan verður vart betri. Þó er maður svolítið kvíðinn fyrir veturinn þegar ekki verður eins hægt um vik að komast leiðar sinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.