Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 55 Bréfritara fínnst málfíutningur herstöðvaandstæðinga skaða hagsmuni íslendinga og segir að þeir ættu að reyna að beina kröftum sínum gegn Rússum og kommúnismanum í heiminum. Þessir menn skjóta sér undan að svara þegar spurt er um Rússa öðrum fremur LYFTARAR Eigum til afgreiöslu nú þegar mikiö úrval notaöra rafmagns- og diesel- lyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp i uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viögeröapjónusta. Líttu inn — við gerum þér tilboö. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. M E. TH. MATHlESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000. Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: 14. ágúst 1985 skrifar Jón Torfa- son á lesendasíðum Morgunblaðs- ins. Hann segir: „Herstöðvaandstæðingar þurfa líka að borða." Hafi mótmælendur kjarnorku- vopna tilreitt lunda sér til matar og grillað, þá var það vel til fundið hjá „nafnleysingja" eins og hann er nefndur af Jóni T., að minna á glóðarsteik herstöðvaandstæð- inga. Þeir hafa ætlað að lifa sig vel inní atburðinn á Japanseyjum með því að éta steikta búka. Þessir menn ættu að éta fleira ofaní sig. Þeir skjóta sér undan að svara þegar spurningum er varpað til þeirra um það sem varðar Rússa öðrum fremuv, það eru þeir sem alltaf hafa staðið gegn eyðingu kjarnavopna og svo er staðið þannig að áróðri friðar- hreyfinga, að það séu fyrst og fremst Bandaríkjamenn sem her- væðist eyðingarvopnum, enda kemur Jón Torfason sér undan að nefna Rússa á nokkurn hátt sak- næma. Jón segir líka, „eða særði það hann mest að borðhald skyldi fara fram í nánd við víghreiður Banda- ríkjamanna við Keflavíkurflug- völl, (Keflavík segir hann nú reyndar) þar sem allur útbúnaður er til að geyma kjarnorkuvopn." Hann bætir þarna við áróðri sem kommúnistar halda stöðugt á lofti, að hér séu jafnvel geymd kjarna- vopn. Þessi áróður gerir okkur mikinn skaða og eru það svo sannarlega ekki í slandsvinir sem þannig tala. Enn segir Jón Torfason, „Hvern- ig hyggst friðarsinni (hann kallar bréfritara svo, líka) helst andæfa kjarnorkuvánni, kannski með því að hlíta leiðsögn hermangaranna í utanríkisráðuneytinu?" Þetta eru ljót orð. Þarna er komin fram eindregin afstaða með Rússum og mun það vera hinn sovéski friður sem þessir menn berjast fyrir. Við megum ekki vera í bandalagi gegn heimsvaldastefnu kommanna og mannfyrirlitningu Rússa, sem þeir sanna á sjálfa sig eins og nú sézt best á aðförum þeirra gegn sak- lausu fólki, konum og börnum í Afganistan. Jón forðast að nefna Rússa í svörum um ádeilum á þá, sem víkur stöðugt að Bandaríkjamönn- um. Ekki er hægt að imynda sér hvílíkt hörmungarástand væri hér á landi eftir 40 ára hersetu ef bera ætti saman veru Bandaríkjahers hér og Sovétmanna ef þeir hefðu verið hér. Herstöðvaandstæðingar og frið- arpostular sem þykjast vera, reyn- ið að fara austur fyrir Járntjald með kröfur ykkar, gerið Rússum grein fyrir því að við vitum um þjóðarmorðin í Eistlandi, Lett- landi, Lítháen, Afganistan og öll- um hinum smáþjóðunum þar aust- urfrá, krefjið þá um frelsi handa þessum þjóðum öllum. Þá fyrst skal ég meta baráttu ykkar að verðleikum. Þið finnið hvergi á Vesturlönd- um neitt þvílíkt og ættuð því að beita kröftum ykkar gegn Rússum og kommúnismanum í heiminum sem allstaðar á sökina að ófriði og hefur svo verið frá tilvist þess- arar stefnu, vegna fordóma um að hún sé sú eina rétta og öllu öðru skuli útrýmt hvað sem það kostar. Þannig var það með Hitler, stefna hans spratt upp af einræðis- hneigð, en var að mörgu leyti andstæða, en ekkert annað en þessi einbeitta harðfenga stefna hans gat staðið gegn kommúnistum. Þannig skapast ofbeldi gegn of- beldi. Þar hitti líka fjandinn ömmu sína þar sem Hitler og Stalín fóru saman. Svar við fyrirspurn frá Árna Þórarinssyni Árni Þórarinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það var beint til mín fyrirspurn fyrir nokkru hér á þessum síðum um hvort ég gæti ekki gefið upplýs- ingar um hvar myndbönd þau er ég fjallaði um í mínum umsögnum væri að fá og einnig hvort ekki væri meiningin að gefa þessar umsagnir út. Því er til að svara að ég tek að vísu myndbönd á einni ákveðinni myndbandaleigu en þau er að fá á myndbandaleigum víðsvegar um borgina. Það væri því ekki réttlæt- anlegt að segja að ákveðið mynd- band sé að fá á einni leigu þegar það er kannski að finna á mörgum. Ég væri því að auglýsa eina leigu umfram aðra ef ég gæfi þetta upp í mínum umsögnum. Varðandi það hvort meiningin sé að gefa þessar umsagnir út þá hefur það ekki komið til tals mér vitanlega. Það má hins vegar láta það koma fram að í bókabúðum eru til handbækur á ensku um fá- anlegar sjónvarpsmyndir og bíó- myndir en þær eru náttúrlega ekki fullkomnar varðandi markaðinn hérlendis. Útvarpsþættir slitnir of mikið i sundur með tónlist Útvarpshlustandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég var að spekúlera í þessu með ríkisútvarpið mitt og þitt, þetta ríkisútvarp allra landsmanna sem flestir hlusta á og hafa skoðun á. Mig langar að láta i ljós það álit mitt að þetta stef sem nýlega er farið að spila í tíma og ótíma sé með öllu óviðeigandi. Það er verið að koma þessu að á öllum tímum og slítur allt í sundur. Mig langar að fá að vita hver tilgangurinn með þessu stefi sé. Það var líka annað sem mig langar að nefna. Það var á fimmtu- dagskvöldið 5.9. að fluttur var þáttur um Fjalaköttinn. Þátturinn stóð í tæplega 50 mínútur og alls 16 sinnum í þættinum, ég endur- tek, 16 sinnum, var frásagan af sögu hússins slitin í sundur með tónlist. Mig langar einnig að spyrja að því hver tilgangurinn með svona vitleysu sé. Ég er nú farinn að heyra nokkuð illa og þarf því að leggja nokkuð við hlustir til að heyra og mér finnst það skemma mjög mikið þegar verið er að troða tónlist inn í þætti hvenær þegar færi gefst. Við vorum fimm saman að hlusta á þennan þátt og við kunnum ekki að meta þætti sem eru unnir á þennan hátt. Það er náttúrlega hægt að opna og loka fyrir útvarpið hvenær sem maður vill en þegar maður vill hlusta á einhverjar frásagnir af einhverju sem maður er forvitinn um eða manni er hugleikið af einhverjum orsökum þá vill maður fá að hlusta á frásögnina án þess að verið séð að spila tónlist. Við borgum rafmagnið og viljum því fá frið til að hlusta á það sem okkur finnst markvert í útvarpinu. Ég efast um að hinn mæti maður, Markús Örn Antonsson, viti af þessu, ég held bara að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þessu er varið. Ég vil því koma þessu á framfæri. ENMIR NYJUN ENDURNÝJUN INNANFRÁ er námskeiö fyrir stjórnendur, sem vilja bœta rekstraratkomu fyrirtœkja sinna meö eigin frumkvœöi og aö- stoö reyndra rekstrarráögjafa. NÆSTA NÁMSKEIÐ fer fram 12. október og 31. október til 2. nóvember n.k. LEIÐBEINENDUR veröa rekstrarráögjafarnir: Brynjar Haraldsson, Hvata s.f. Davíö Guömundsson, Ráögaröi h.f. Reynir Kristinsson, Hagvangi h.f. ENDURNÝJUN INNANFRÁ er eftirsótt námskeiö í Danmörku fyrir stjórnendur fyrirtœkja, sem nota vilja eigin hugmyndir og vinnu til aö bœta stjórnun og rekstur fyrirtœkisins undir eftirliti rekstrarráögjafa. S.l. vetur hélt VSÍ þrjú námskeiö meö stjórnendum 18 fyrirtœkja og árangur nú þegar kominn í Ijós. UPPLÝSINGAR gefur Esther Guömundsdóttir hjá VSÍ í síma 91 25455. KYNNING Á NÁMSKEIÐINU FER FRAM MIDVIKU- DAGINN 18. SEFTEMBER N.K. KL. 16:00 í HÚSAKYNNUM VSÍ, GARÐASTRÆTI 41, REYKJAVÍK. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS. V*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.