Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1985 Okkur tókst að gera Akureyrarvöll að kirkju- garði sunnlenskra liða — segir Jóhannes Atlason þjálfari Þórs Veröur ekki áfram meö liöiö „ÞAÐ er gaman aö enda svona. Ég held aö þetta sé eini leikurínn í sumar þar sem ég hef getaö slappaö af á bekknum. „Dælan“ hefur oft gengiö hratt í leikjum sumarsins," sagöi Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs é Akureyri, í samtali viö blaöamann Morgunblaösins, eftir leikinn viö FH. Ég spurði Jóhannes hvort þetta heföi veriö besti leikur Þórsliösins i sumar: „Besti leikurinn hans Dóra sennilega! Nei, ég er ekki viss um aö þetta hafi veriö besti leikurinn okkar í heildina. En fyrri hálfleikurinn var mjög góöur. Viö spiluöum líka feikivel í fyrri hálfleiknum gegn KR hérna heima. FH-ingar voru nú kannski meö svolitla tilraunastarfsemi í dag, en viö lékum engu aö síöur vel.“ Jóhannes sagöi aö menn heföu talaö um aö breiddin væri lítil hjá Þórsurum, „en viö erum búnir aö veröa fyrir ansi miklum skakkaföll- um. Hópurinn minnkaöi um tvo menn frá því í fyrra og síöan var Einar Arason, fastur miövöröur í fyrra, ekkert meö í sumar vegna meiösla, Bjarni Sveinbjörnsson meiddist á miöju keppnistímabili — og ég hef ekki nokkra trú á ööru en hann heföi oröiö markakóngur ef hann heföi leikið út mótiö, miöaö viö þaö hve hinir stoppuöu ... Hlynur, sem kom inn í liöiö fyrir Bjarna, hefur staöiö sig mjög vel þó hann hafi ekki náö aö skora mark, og vítin hafa hætt aö fást sem Bjarni fiskaöi. En hinir strákarnir hafa bætt viö sig. Ég fékk góöan mannskap upp í hendurnar þegar ég kom en þaö sem mér hefur kannski tekist aö breyta er aö menn hafa öllu meiri trú nú. Eg sagöi í leikskránni okkar í vor aö viö ættum aö stefna aö því aö gera Akureyrarvöll aö kirkjugaröi sunnlenskra liöa og ég held aö þaö hafi tekist. Viö höfum gert eitt jafntefli á heimavelli í sumar, unniö alla hina leikina. Fengiö 25 stig af 27 mögulegum.” Þórsliðiö er ungt — meöalaldurinn aöeins 21 ár. „Við spilum meö tvo leikmenn úr 2. flokki, liöiö er ungt, en strákarnir eru nú búnir aö sanna fyrir sjálfum sér aö þeir eru eitt af toppliöunum." Nú þegar Evrópusæti er gengió ykkur úr greipum — séróu ekki eftir Þróttarstigunum? „Ég sé nú eiginlega meir eftir Víöisstigunum — jafnteflinu hérna heima. Af þessum 35 stigum sem viö fengum í sumar held ég aö ekki hafi verið heppnisstimpill í einu einasta. i sigurleikjunum hér heima höfum viö einfaldlega veriö betri aöilinn. Líka i Víöisleiknum fyrir sunnan og Víkingsleiknum — sem viö unnum. En maöur heföi alveg getaö þegiö svolitla heppni líka. Á móti ÍA á Skaganum, KR og Fram í Reykjavík og báöir jafnteflisleikirnir." Verður þú áfram hjá Þór næsta sumar? „Nei. Fyrir tveimur árum ákvaö ég aö taka mér gott sumarfrí næsta ár. Eg á 20 ára þjálfunarafmæli núna — byrjaöi 1965, meö yngri flokka aö vísu, en í öll þessi ár hef ég aldrei tekiö mér almennilegt sumarfrí. Ég verö aö segja aö maður skilur náttúrulega ekki viö þetta meö glöðu geöi. Þetta er í eitt af fáum skiptum sem mann langar virkilega til aö halda áfram, en þessu veröur ekki breytt. En þaö kemur ár eftir þetta ár. Mér líöur vel hér á Akureyri og hefur gert öll þau sex ár sem ég hef þjálfaö hér. Eg gæti vel hugsaö mér aö koma hér aftur. Ég vona bara aö strákarnir haldi áfram á sömu braut — og held aö þaö sé aöeins spurning um herslumun aö klára þetta al- veg..." sagöi Jóhannes. • Siguróur Pétursson kampakátur eftir sigurinn á laugardaginn. Aga- nefndín veitti honum áminningu í vikunni en hann fer ekki í keppnis- banfl. MargunblaðiA/Friðþj6fur • Halldór Áskelsson skorar hér fimmta mark sitt gegn FH á laugardaginn. Halldór var óstöóvandi í leiknum. Halldór skoraði fimm — stórgóðir Þórsarar kafsigldu FH HALLDÓR Áskelsson fór heldur betur á kostum, eins og flestir fé- lagar hans reyndar líka, á laug- ardaginn er Þór á Akureyri sigr- aói FH 6:1 í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Halldór skoraöi hvorki fleiri né færri en fimm mörk í leiknum. Nói Björnsson, fyrirliði Þórsliösins, skoraöi eitt mark. Þór endar því í 3. sæti deildarinn- ar og hefói komist í Evrópu- keppni næsta vetur heföu Akur- nesingar ekki sigraö Fram. „Ég er hálf ruglaöur ennþá. Þaó tekur sinn tíma aö átta sig á þessu,“ sagði Halldór í samtali viö blm. Morgunblaósins eftir leikinn. Þórsarar léku mjög vel í leikn- um. Liösheildin var geysisterk og knötturinn gekk vel milli manna. FH-ingar áttu ekki mikla mögu- leika. Fyrsta mark leiksins kom strax á fyrstu mínútunni: 1:0... Halldór fékk knöttinn skammt utan vítateigs, fékk nógan tíma til aö athafna sig og sendi siðan þrumfleyg með vinstra fæti efst í markhorniö fjær. Stórglæsi- legt mark. Eitt þaö glæsilegasta sem undirritaöur hefur séö i sumar. 2:0 ... Eftir aö FH-ingar höföu sótt nokkuö stíft í fimmtán mínútur skoraöi Halldór aftur. Aödragandi marksins var óvenjulegur Siguróli Kristjánsson var meö boltann utan teigs, sótt var aö honum og datt hann en gat þó sent boltann frá sér. Þar sem Siguróli sat á vellin- um barst boltinn til hans aftur — á lofti — hann skallaöi þá (sitjandi) til Halldórs, sem lék til hliöar og þrumaði aftur í netiö frá vítateig. 3:0... Eftir fyrirgjöf Kristjáns Kristjánssonar skoraöi Halldór af öryggi af markateig. Haföi nógan tíma til aö taka knöttinn niöur og senda hann í netið. Skömmu fyrir markiö haföi Halldór veriö j dauða- Þór — FH 6:1 Texti og myndir: Skapti Hallgrimsson færi eftir frábæra sendingu Sigur- óla en Úlfar FH-markvöröur varöi snilldarlega. Baldvin Þórs-markvöröur varöi mjög vel frá Heröi Magnússyni sem komst einn inn fyrir, stuttu eftir þriöja markiö, og hinum meg- in varöi Úlfar mjög vel er Jónas Róbertsson komst í dauöafæri eft- ir undirbúning Halldórs. Kristján og Halldór voru aftur á feröinni — Úlfar varði mjög vel frá Halldóri og siöan þrumaöi hann í stöng frá vítateigslínu eftir send- ingu Hlyns. Eins og sjá má heföu mörkin getaö oröiö enn fleiri. 4:0... Kristján Kristjánsson óö upp vinstra megin, sendi inn á Nóa sem var dauöafrír á vítateignum og hann skoraöi auöveldlega í mark- horniö. 4:1 ... Kristján Gíslason skoraöi eina mark FH á 55. mín. Hann náöi knettinum viö miölínu vallarins, lék á hvern varnarmann Þórs á fætur öörum, komst inn á vítateig og renndi knettinum i fjærhorniö án þess aö Baldvin næöi aö verja. Fyrri hluti síöari hálfleiksins var ekki sérlega skemmtilegur enda rigndi mikiö um tíma. Síöan rættist úr. 5:1... Á 75. mín. sendi Kristján fyrir frá vinstri á Halldór sem var rétt innan teigs. Hann tók knöttinn niður og þrumaöi á markiö. Úlfar varöi en hélt ekki knettinum sem hrökk aftur til Halldórs og þá uröu honum ekki á nein mistök. Boltinn lenti í netinu. 6:1... Fjórum mín. fyrir leikslok var Kristján Kristjánsson enn á feröinni upp vinstri vænginn og gaf fyrir, Úlfar sló boltann frá — Hall- dór náöi honum (hver annar) og skoraöi örugglega af stuttu færi. Leikurinn var flautaöur af stuttu siöar og fögnuöurinn á Akureyr- arvelli var mikill. Þórsarar höföu sannaö rækilega hvers þeir eru megnugir. í mjög góöu Þórsliöi voru þeir Halldór og Kristján bestir. Léku báöir frábærlega en aðrir stóöu þeim ekki langt aö baki. Hjá FH var fátt um fína drætti. Þess ber aö geta aö Ingi Björn gaf fáeinum varamönnum tækifæri sem taka munu við hjá FH í fram- tíðinni. I STUTTU MÁLI: Akureyrarvöllur 1. delld Þór-FH 6:1(4:0) Mörk Þóre: Halldór Áskelsson 5 (á 1., 16., 26., 75. og 86. mín.) og Nól Björnsson á 43 mín. Marfc FH: Kristján Gíslason á 55. mín. Ámínnmgar: Sigurbjörn Viöarsson, Þór, fókk gula spjaldiö. Áhorfendur 650. Dómari: Þorvaröur Björnsson og stóö sig mjög vel EINKUNNAGJÖFIN: Þór. Baldvin Guömundsson 4, Sigurbjörn Viö- arsson 4, Siguróli Kristjánsson 4, Árni Stef- ánsson 4, Óskar Gunnarsson 4, Nói Björnsson 4, Halldór Áskelsson 5, Kristján Kristjánsson 5, Jónas Róbertsson 4, Júlíus Tryggvason 4, Hlynur Birgisson 3, Siguröur Pálsson (vm) lók of stutt. FH: Úlfar Danielsson 2, Viöar Tryggvason 1, Höröur Magnússon 1, Guömundur Hilmarsson 1, Dýri Guömundsson 1, Kristján Gislason 2, Leifur Garöarsson 1, Janus Guölaugsson 1, Jón Erling Ragnarsson 2, Þóröur Sveinsson 1, ólafur Kristjánsson 2, Magnús Pálsson (vm á 63. mín) 1, Udo Lucas (vm) lók of stutt. Sigurður fer ekki í keppnisbann EINS og viö skýróum frá síöasta þriójudag var Siguróur Péturs- son, íslandsmeistari í golfi úr GR, kæröur fyrir óíþróttamannslega hegöun í sveitakeppni GSÍ sem fram fór á golfvelli Keilismanna í Hafnarfirði um síóustu helgi. Mál- ið var tekiö fyrir hjá Aganefnd GSÍ í vikunni og komst hún aö þeirri niöurstööu aö Sigurði skyldi veitt áminning. Þessi úrskuröur þýðir aö Sig- urður getur tekiö þétt í „World Cup“ sem fram fer í Portúgal 17.—20. október en þaö er undan- keppni. Islendingar komust síöast í úrslitakeppni og aétla sér aö endurtaka þaö núna en aö þessu sinni fer úrslitakeppni fram í Kalif- orníu 18,—24. nóvember og þar leika 12 þjóöir. I niöurstööu Aganefndar segir ennfremur aö ef til þess komi aö Siguröur veröi kæröur aftur þá eigi hann yfir höföi sér keppnisbann um einhvern tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.