Tíminn - 25.09.1965, Síða 8

Tíminn - 25.09.1965, Síða 8
\ 8 TÍSVÍiNN LAUGARDAGUR 25 september 1965 SUDVESTUR AFRÍKA ER TiMASPRENGJA SÞ Hér eru innfæddir að vinna við sauSfjárrúningu meö nýtízku rafklippum. Nú á mánudaginn hófust aS nýju réttarstörf alþjóSa dómstólsins í Haag, eftir nokkurra vikna sumarleyfi dómaranna, sem sitja rétt Inn. Fyrsta málið á dag. skrá á þessu hausti er ekki nýtt, heldur hefur það verið fyrir dómstólnum síð an árið 1960, og fjallar það um apartheid-kynþáttalög- in, sem stjórnin í Suður-Af ríku setti á í Suðvestur-Af- ríku, en það er fyrrverandi nýlenda Þjóðverja. Suðvestur-Afríka er gömul nýlenda á Atlantshafsströnd- inni í suðurhluta Afríku, og eftir fyrra stríðið var hún tek in af Þjóðverjum og gerð að verndarsvæði Suður-Afríku á vegum Þjóðabandalagsins. Eft ir seinna heimsstríðið neitaði stjórnin í S-Afríku að setja verndarsvæðið undir yfirum- sjón Sameinuðu þjóðanna. Árið 1950 úrskurðaði alþjóða dómstóllinn, að Suður-Afríka væri ekki skyld til að skiTa Suðvestur-Afríku til SÞ. — Dómstóllinn tók það aftur mjög skýrt fram, að þetta land svæði gæti ekki verið tekið inn í Suður-Afríku með ein- hliða ákvörðun stjórnarinnar þar í landi. Tíu árum seinna árið 1960, kom kæra til dóm- stólsins í Haag frá Eþíópíu og Líberíu, þess eðlis, að suður- Afríka hefði ekki leyfi til að nota apartheid-lögin í Suðvesc- ur-Afríku, og það væri skylda þess, samkvæmt verndarsamn- ingnum frá Þjóðabandalaginu, að þessi lög yrðu tafarlaust af- numin. Tveim árum seinna úr- skurðaði dómstóllinn sér rétt til a dæma í þessu máli. Munnlegur réttarflutningur hófst s.I. marz og stóð fram í miðjan júlímánuð, þegar sum arleyfin hófust. Þetta er þegar lengsta mál, sem flutt hefur verið fyrir alþjóðadómstólnum og er búizt við því, að málflutn ingnum ljúki í desember næst komandi, en þá fara dómararn ir að vinna að lokaúrskurðin- um. Suður-Afríkumenn hafa þeg ar eytt ýfir 150 milíj&num isl. króna tU að greiða laun og kostnað af hóp lögfræðinga og stjórnarstarfsmanna, sem verið hafa í Haag allan þennan tím. Lögfrææðingar og arir ráðgjaf ar sækjendanna fá greidd laun sín og kostnað frá sérstökum sjóð úr samtökum, sem nefnd eru Samtökin um samvinnu Af ríkumanna, og aðallögfræðing urinn hjá þeim er hinn kunni bandaríski lögfræðingur Ern est Gross. Hvítir menn í Suður-Afríku eru í miklum minnihluta, eða 1 á móti hverjum 4 svertingj um. Hlutföllin eru eitthvað hærri í Suðvestur-Afríku. í þessum landshluta eru margir kynþáttahópar, sem aftur skipt ast í þjóðarbrot eða ættflokka sem oft halda fram eigin hags munum. Hinir svörtu íbúar eru mjög sundraðir sín á milli, og stærsti hópurinn er nefndur „Basters1- sem dregið ýr af enska orðinu „bastards“ eða „óskilgetnir". Hvítu íbú- arnir eru einnig skiptir ,sín á milli, en stærstu hóparnir eru Afríkaeners Þá Þjóðverjar og Englendingar. Ein stærsta náma í heimi er staðsett í Tsumeb, sem er á norðurhluta verndarsvæðisins, þar sem sex málmtegundir eru grafnar úr jörðu, en þær eru kopar, sink, silfur, cadium og germaníum. Þessar námur eru undir stjórn amerískra námu- verkfræðinga. Demantar finn ast á ströndinni í þessum lands hluta og eru þeir allir mjög verðmætir. Þá er mikil timb- urframleiðsla í Suðvestur-Af- ríku og einnig umfangsmikil sauðfjárrækt. Þetta orsakar það, að landið er mjög eftir- sóknarvert, sérstaklega fyrir stjórnina í S-Afríku, enda hef- ur hún miklar tekjur af þessu verndarsvæði sínu og vill iyrir engan mun missa það. Margir aðilar hafa bent á það, að úrskurður dómstóls- ins í Haag geti haft áhrif á vald Sameinuðu þjóðanna í framtíðinni. Ef dómstóllinn dæmir landið af Suður-Afríku þarf jafnvel að framkvæma Ei'ramtiala a ois 12 Frá einni demantsnámunnl sem stendur við strönd landsins. INGÓLFUR DAVÍÐSSON: NORÐUR í LAND „Ágústsnjór á Holtavörðuheiði, bíllinn öslar blauta leið brautin rudd og ökugreið“. Já það var kuldalegt um að lit ast nyrðra 26. ágúst, föl í dala- hlíðum og fénaður í stórhópum við veginn, flúinn af heiðum. Hey ið beið heimflutnings í fjölda bólstra í Þingi. Við biðum um stund Þjóðkunns kennimanns er slást skyldi í förina á skógrækt- arfund á Blönduósi. Loks kom hann í brúðhjónabíl, hafði varið að gefa ,saman. Var þá kveðið: „Hann er að vinna hörkugrand, hann er að kynna gaman hann er að spinna hjónaband hann er að tvinna saman.“ Komið var að kvöldi á hinn íyr- irhugaða stað, sem húnvetnskt skáld kvað um fyrir meira en ald arfjórðungi: „Hver sem lítur Blönduós borg, burtu varpar allri sorg. O.s.frv." Og rausnarlegar voru móttök urnar eki vantaði það. En oft mun anda köldu á Blönduósi utan af Húnaflóa og trjárækt mun þar erfið. Einhver hæsta hríslan er nlfurreynir, sem stendur í skjóli kirkjunnar og beinlínis hjufrar sig upp að henni eins og barn að móður. Ýmsir runnar og blóm geta eflaust þrifizt í skjóli og talsvert er ræktað af fjölærum jurtum og sumarblómum. Stein- hæðablóm munu eiga hér vel við. Þau eru lágvaxin ogx þola furðan lega næðingana. Ekki er mikil fyrirhöfn að gera j lágar steinhæðir og litskrúð stein j hæðablóma er mikið. Ýmis lauk-1 blóm, t.d. dvergliljur (crocus), j perluliljur, túlípanar o.fl. geta ef laust dafnað í sæmilegu skjóli. Húnavatnssýsla er skóglaus orð in fyrir löngu. En nýlegir trjá- reitir sýna, að þar geta vaxið skógar að nýju. Við sáum reitina í Haukagili í Vatnsdal, þar sem Kofoed-Hansen sáði til bjarka, gróskulegan og fagran; og inn- anum birkið vaxa þráðbeinar, spengilegar blæaspir, fluttar þang að af melnum að Garði í Fnjóska dal. Fagur aspalundur, frá sama stað ættaður, grær að Hofi í Vatnsdal. Blæöspin mun vera gömul í landinu, það sýna vaxtar- staðir hennar fjórir á Austurlandi, Tveir skógarlundir eru að vaxa upp við Vatnsdalshóla og á Sauða nesi hefur Jón Pálsson gróðursett fjölda trjáa síðustu árin. Skógræktarfólkið gekk í Þing- eyrirkirkju 27. ágúst, söng þar og hlustaði á frásögn Jóns Ás- geirssonar af sögu kirkjunnar. Var birt í lofti er út kom; fagn- aði Vatnsdalur með sumarsól og Flóðlundur með góðum veiting um! Það voraði seint nyrðra í ár. 8. ágúst stóð gullregn á Akureyri í fullu blómskrúði, þ.e. um mán- uði síðar en syðra. Samt virðist veðráttan sumum trjátegundum j sérlega hagstæð við fjarðabotna \ og í dölum norðanlands. Allur reyniviður er t.d. miklu grósku- legri á Akureyri en í Reykjavík. Sömuleiðis lerki og rauðgreni. Á I Akureyri standa allmargar þráð- I beinar 7—9 metra háar Alaska- aspir til hinnar mestu prýði. Á Oddeyri vaxa þær sérlega vel í ] leirnum, sem Glerá hefur borið j fram, enda munu þær oft vaxa i við ár og vötn vestur í heimkynn- j ] um sínum í Alaska. Meyjarósa- runnar 1—3 m. háir voru alroðnir blómum á Akureyri í ár, og bónda rósir blómgast þar prýðilega, enda nær eingöngu ræktuð harðger tegund (Pelonia officialis). Næturfrost gerði víða um Norð urland 28. júlí. Sást þá glöggt, hve mikilvægt það er, að garð- stæði séu á hagkvæmum stöðum í lægðum skemmdist kartöflu- gras mikið af frostinu, en í brekk- um og á hærri stöðum stóð það víða alveg óskemmt. Frost komu aftur snemma í september og ,sást þá aftur munur garðanna eft- ir legu og staðháttum. Moldin var óvenju þurr í sumar og víða u:n of, svo að gróður gulnaði. Uppi á holtabörðum fauk sums staðar Framhald á bls 12 Ktrkjan hér til hægri er Þing- eyrrakirkja^ en myndin t. v. er frá Arskógarströnd vi3 Eyja- fjörS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.