Tíminn - 25.09.1965, Page 14
LAtJGARDAGUR 25 september 1965
14
TÍMINN
BRYNNINGARTÆKI
Með kopar-fittings og galv-
aniseruðu ioki eru nú
fyrirligg-jandi.
KRISTJÁN G. GÍSLASON
Sími 20-000.
’ a ''W bflahlutir
W | FUSTAR GERÐIR BÍLA.
KRISTINN GUÐNASON hf
KLAPPARSTlG 25—27
LAUGAVEGI 168
SÍMAR 12314—21965
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
Ms. Esja
fer vestur um land í hringferð
30. þ.m. — Vorumóttaka árdeg
is á laugardag og mánudag til
Patreksfjarðar Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar Flateyr-
ar Suðureyrar, ísafjarðar Siglu
fjarðar Akureyrar, Húsavíkur
og Raufarhafnar.
Farseðlar seldir á miðviku-
dag.
SMYGL
Framhald af bls. 1
676 flöskur af áfengi verið gerð
ar upptækar. í Langjökli fundust
3970 flöskur og í Vatnajökli 667
flöskur. Alls eru þetta 5313 heil
flöskur af áfengi. 30. september
í fyrra höfðu „aðeins“ 1138 flösk
ur verið gerðar upptækar, en
upplýsingar höfðu borizt erlend
is frá um meira magn, sem sett
hafið verið um borð í íslenzk
skip, og fléttaðist nokkuð af
því inn í dómstólamál hér heima.
Það sem af er þessu ári hafa
samtals 455.800 sígarettur verið
gerðar upptækar. Áður en Jökla
smyglin komust upp höfðu 92.800
sígaretfur verið gerðar upptækar,
í Langjökli fundust svo 130 þús
und sígarettur og 223 þúsund í
Vatnajökli. 30. september í fyrra
höfðu 147 þúsund sígarettur ver
ið gerðar upptækar.
AðaBfundyr
Byggingasamvinnufélags
Reykjavíkur
j verður haldinn þriðjudag- :
inn 5. okt kl. 8 eftir hádegi |
í Lindarbæ niðri.
i
Stjórnin.
Au^lvsið í í imanuiT
i
A VIÐAVANGI
Framhald af bls. 3
skólabyggingarnar vildi hún
þó hafa enn óbundnari hcndur
og gaf út bráðabirgðalög, sem
heimiluðu að stöðva sumar
byggingar en hygla öðrum því
meira. Samkvæmt því ákvað
svo stjómin að fara þannig
með Kópavog að stöðva bæði
gagnfræðaskólabyggingu, sund-
laugarbyggingu og íþróttahús-
bygginu alveg í sumar og
skerða Þar með ríkisframlagið
til skólabygginga í Kópavogi
ekki um 20% heldur 36%. f
þófi um þetta stóð alllengi en
fékkst þó loks nokkur leiðrétt
ing, þannig að vinna mætti að
gagnfræðaskólaálmu og sund
laug. Af þessu stafar dráttur
inn fyrst og fremst.
SKIPAÐ í NEFNDIR
Fraitihald af 2. síðu
sókharstöfnún fiskiðnáðárins, er
heyri undir sjávarútvegsmálaráðu
neytið. Stofnun þessi tekur við
þeim verkefnum, sem Rannsókn
astofa Fiskifélags íslands hefur
áður sinnt.
Við Rannsóknastofnun fiskiðn
aðarins er starfandi ráðgjafar-
nefnd. í ráðgjafarnefnd Rann
sóknarstofnunarinnar hafa verið
tilnefndir eftirtaldir menn:
Björgvin J. Ólafsson, tækni-
fræðingur, Bragi Eiríksson, fram
kvæmdastjóri, Einar G. Kvaran,
framkvæmdastjóri, Gísli Her-
mannsson, verkfræðingur. Guð
mundur Jensson, skrifstofustjóri,
Gunnar Flóvenz, framkv.stj., Jó-
hann J. E. Kúld, fiskimatsmaður,
Loftur Loftsson, verkfræðingur,
Már Elíasson, skrifstofustjóri, Pét
ur Sigurðsson, alþingismaður.
Sveinn Benediktsson, framkvstj.
Nefndin hefur kosið Má Elías
son, skrifstofustjóra, formann.
I stjórn Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins skulu vera þrír
Ráðskona
Ráðskona óskast á sveita.
heimili í Skagafirði. Má
hafa með sér barn.
menn skipaðir af sjávarútvegsmála
ráðherra til fjögurra ára í senn,
þar af einn án tilnefningar, einn
tilnefndur af Fiskifélagi íslands
og einn tilnefndur af ráðgjafa-
nefnd stofnunarinnar. Sömu aðil
ar tilnefna varamenn. Ráðherra
skipar formann stjómarinnar.
í stjórn Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins hafa verið skipaðir
eftirtaldir menn:
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri,
formaður, tilnefndur af Fiski-
félagi íslands, til vara Hafsteinn
Bergþórsson, framkvæmdastjóri.
Jón Árm. Héðinsson, útgerðar
maður, skipaður af ráðherra án
tilnefningar, tU vara Sigurður Pót
ursson, útgerðarmaður.
Sveinn Benediktsson, framkvstj.
tilnefndur af ráðgjafamefnd stofn
unarinnar, til vara Einar G.
Kvaran, framkv.stj.
Að fengnum tillögum stjórnar
stofnunarinnar hefur sjávarútvegs
málaráðherra hinn 23. þ. m. skip
að dr. phil. Þórð Þorbjamarson,
til að gegna stöðu forstjóra Rann
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins
frá 1. þ. m. að telja.
Sj ávarútvegsmálaráðuneytið,
24 september 1965.
ÓPERUSÖNGVARI
Framhald af 2. síðu.
ur hann haldið fjölda tónleika.
Nú er Tom Krause á leið til
Bandaríkjanna, er ráðinn þar til
að syngja við Metropolitanóper-
una ,einnig mun hann halda fjölda
tónleika í ýmsum borgum þar í
landi.
Landi hans, Pennti Koskimies,
píanóleikari, er með í ferðinni
og annast undirleik á tónleikun-
um. Tom Krause heldur tvenna
tónleika hér á þriðjudagskvöld
og miðvikudagskvöld 28. og 29.
þ.m. Verða þeir í Austurbæjar-
bíói, kl. 7 bæði kvöldin. Á efnis-
skránni eru lög eftir Ilugo Wolf.
Rich. Strauss, Ravel og Siböliu$.
Tónlistarfélagið hefur gefið út
efnisskrá, lrar sem allir frum-
textar ljóðanna eru prentaðir.
Þorsteinn Valdimarsson, skáld,
hefur þýtt þá alla í bundið mál,
og eru þær þýðingar einnig prent
aðar í efnisskrána.
Þetta verða aðrir tónleikar Tón
listarfélagsins á þessu hausti en
þeir áttundu í röðinni þetta ár.
SKÁLHOLT
Framhald af 2. síðu.
orgeltónverk Jóhanns Sebastian
Bachs Prelúdíum og Fuga í f
moll og einnig Preludium og Fuga
í a dúr. Hin stórbrotna Passa-
caglia og Fuga í c moll er svo
síðasta viðfangsefnið á tónleikun
um. Förstemann mun einnig spila
á öðrum stöðum á landinu.
Á undan tónleikunum, kl. 16.30
messar séra Guðmundur Óli Ól-
afsson, sóknarprestur í Skálholti.
Ferð verður frá Bifreiðastöð
íslands kl 14.
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag,
að hann hefði fengið jákvætt svar
við beiðni sinni um hermenn í
gæzlulið á landamæri Pakistans og
Indlands, frá ýmsum ríkjum. Hann
segir, að Kanada, Noregur, Dan
mörk og ftalía hafi lofað að senda
10 hermenn hvert til Kasmír.
Finnland og Svíþjóð hafa lofað að
senda 5 hvor. Einnig hafa Brasil
ía, Eþiópía, írland og Nigería lof
að að senda hermenn. Hollenzka
utanríkisráðuneytið tilkynnti í
kvöld, að landið myndi senda 10
hermenn.
Harðar umræður urðu í ind
verska þinginu í dag og í kvöld,
þegar Kasmír-málið var rætt.
Margir þingmenn réðust harka
lega á Bretland, einkum þó, að
Wilson, forsætisráðherra, hefði
ekki lýst því yfir, að Pakistan
væri árásaraðilinn. Þá réðust þing
menn einnig á Sovétmenn og
kváðu stefnubreytingu hafa orðið
hjá þeim. Áður en Kasmír-styrjöld
in hófst, hafi þeir talið Kasmír-
málið útkljáð.
Shastri sagði, að stuðningur
Sovétríkjanna við Indland í Kas
mírmálinu væri jafn ákveðinn og
áður, og sagði, að Sovétríkin
væru ástríðufullir baráttumenn
fyrir friði.
í kvöld .sendi kínverska ríkis-
stjórnin Indverjum orðsendingu,
þar sem þess er krafist, að Ind
verjar skuldbindi sig til þess
að afhenda alla kínverska borg-
ara, sem þeir eiga að hafa rænt
og farið með yfir landamærin,
ásamt nautgripum þessara manna,
sem einnig á að hafa verið rænt.
Einnig að hætta öllum ögrunum
á landamærunum. Segir ríkis-
stjórnin, að hún muni alltaf
geta lagfært vandamálið í sam-
bandi við þau kínversku land-
svæði, sem Indverjar hafa her
numið; eín’s o’g þnð er drðáð. ’
Upplýsingar i síma 37820.
Faðir okkar
Kristján Ásgeirsson
fyrrv. verzluna'stjórl á Flateyrl
andaðist í gær, 24. september að Vífilsstöðum.
Börnin.
3ARDAGAR
Framhald af bls. 1.
stöð eina í Rajasthan. Einnig full
yrða þeir, að Pakistanar hafi brot
ið vopnahléð á ýmsum stöðum í
Jhangar-svæðinu í ».vasmir.
Síðar var tilkynní, að sam-
kvæmt upplýsingum áreiðaniegra
heimilda í Lahore, hefðu Ind
verjar hafið fallbyssuskothríð suð
austur af Lahore í dag. Hafi skot
hríðin byrjað í Burkihéraðinu, 25
km frá Lahore. Sömu heimildir
segja, að barizt hafi verið í pak
istanska hluta Kasmírs. Þessar
tilkvnningar hafa ekki verið stað
festar opinberlega.
Þá ákærði indverska ríkis-
stjornin Kínverja í kvöld fyrir
að hafa rænt og drepið þrjá
indverska lögreglumenn í Ladakh
héraðinu í Himalaya. Ind»erjar
hafa sent Kínverjum orðsendingu
og mótmælt þessu, og beðið rík
isstjórn Kína um að stöðva slík
ar árásaraðgerðir.
BORTEN
Framhald af bls. 1.
Hann var kjörinn á þing 1950 og
varð formaður þingflokks síns ár-
ið 1957. Síðasta kjörtímabil var
hann forseti Óðalsþingsins.
Ákvörðunin var endanlega tek
in á fundi flokksleiðtoganna síð
degis í dag, en fyrr um daginn
hafði verið tveggja tima fundur
hjá trúnaðarmönnum íhaldsflokks
ins.
| Meðal stjórnmálamanna í Noregi
I er talið, að flokkarnir hafi orðið
sammála um, að íhaldsmenn fái
sex ráðherra í hinni nýju ríkis
stjórn, en miðflokkarnir Þrír fái
þrjá ráðherra hver. Samtals
verða ráðherrarnir 15.
1 Miðflokkurinn fær sem sagt
forsætisráðherrann, og að líkind
um Launa- og verðlagsmálaráð-
herrann ásamt einu embætti til
viðbótar. Vinstri flokkurinn mun
líklega fá fjármálaráðherrann og
ef til vill sveitarstjórnarmálaráð-
herrann og eitt ráðherrasæti í
viðbót. Einnig mun Vinstri flokk
urinn liklega fá mann þann, sem
verður leiðtogi allra þingflokk-
anna, og er Bent Röiseland, leið
togi Vinstrimanna talinn líkleg
j astur.
Einnig er talið líklegt, að Kristi
legi flokkurinn fái Kirkju- og
kennslumálaráðuneytið og félags-
málaráðuneytið.
Þegar þingið kemur saman að
nýju, verða forseta -þess kjörnir,
og er talið, að fhaldsmenn fái
fyrsta forseta þingsins. Einnig er
talið líklegt, að íhaldsmenn fái
utanríkisráðherrann, og er John
Lyng mest við það embætti kennd
ur. Einnig er talið, að íhaldsmenn
fái varnarmálaráðuneytið, Iðnaðar
málaráðuneytið og Samgöngumála
ráðuneytið.
Stjórnarskiptin muni líklega
eiga sér stað 9. október. Mun
Gerhardsen þá biðjast lausnar, og
vísa konungi á Per Borten.
VATNSGEYMIR
Fyamhald af bls. 16.
í því neyðarástandi, sem ríkt
hefur í hæst byggðu hverfunum
undanfarið, hafa bæjaryfirvöldin
gripið til þess sjálfsagða ráðs að
flytja vatn til íbúanna í tönk
um. Virðist það þó hafa verið að
nokkrum vanefnum gert, því að
notast varð m. a. við gamlan
ryðgaðan tank, sem notaður hef
ur verið til að flytja vatn í skólp
leiðslur, þegar þurft hefur að
ryðja úr stíflum.
Þegar minnihluti bæjarstjórnar
leitaði eftir því í sumar að feng-
in væri djúpvatnsdæla, þá var
fengin biluð dæla og að því frá
gengnu sagt að engar slikar dæl
ur væru til í landinu. Samt mun
eitthvað af slíkum dælum hafa
verið flutt inn til landsins.
Nú seint og um síðir hefur
verið gripið til þess ráðs að dæla
vatni úr 960 m. djúpri holu við
Kaldársel, en hún var boruð á
sínum tíma samkvæmt tillögu
Jóns Pálmasonar, og þá í sam
bandi við leit að heitu vatni
fyrir bæinn.
Á framangreindu sést að mik
ið sleifarlag hefur verið á vatns
veitumálum bæjarins, og þurft hef
ur að sækja til jarðfræðing til að
benda bæjarstjórnarmeirihlutan-
um á að byggja jafn sjálfsagðan
hlut og vatnsgeymi. Þarf raunar
enga jarðfræðimenntun til að sjá
að slík framkvæmd hefur verið
nauðsynleg i langan tíma, enda
mun jarðfræðingurinn ekki hafa
byggt þessa skoðun sína á sér
menntun sinni, heldur hyggju-
viti, sem bæjarstjórnarmeirihlut-
ann virðist skorta svo tilfinnan
lega, og vatnsleysið undanfarið
sannar.
TRULOFUNARHRINGAR
Fljót atgreiðsla
Sendurr gegn post
kröfu
| 3UÐM PORSTEINSSON
, gullsmiður
I Bankastraet' 12
H A L L D Ö R
SkólavörSustlg 2
Trúlofunar-
Hringar
afgreiddir
samdspours.
Sendurr urr allt land.