Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
Matthías Bjamason samgönguráðherra:
Flugfreyjur gátu
haft áhrif á val
oddamanns
MATTHÍAS Bjarnason, samgönguráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði á þriðjudag sagt fulltrúum
flugfreyja, að hann skyldi ekki skipa oddamann nefndar með
fulltrúum þeirra og Flugleiða í andstöðu við þær.
Matthías sagði að hann teldi
flugfreyjur engu hafa afsalað
sér, þótt þær hefðu fallizt á
frestun verkfallsins og skipan
þriggja manna nefndar fulltrúa
samgönguráðuneytis, flugfreyja
og Flugleiða. Niðurstaða nefnd-
arinnar hefði ekki átt að vera
bindandi, þannig að flugfreyjur
hefðu heldur engu afsalað sér,
þótt þær teldu sig undir í nefnd-
inni. Sagðist Matthías hafa sagt
fulltrúum flugfreyja, að ef þær
höfnuðu því að fresta verkfall-
inu mættu þær búast við því að
ríkisstjórnin gæti ekki sætt sig
við, að flugsamgöngur stöðvuð-
ust að verulegu leyti af völdum
verkfalls þeirra.
Fáskrúðsfjörður:
Búið að salta
í tæplega
14000 tunnur
Fáskrúðsfirði, 25. október.
í DAG voru söltuð um 70 tonn af sfld
úr vélskipinu Þorra SU. Skipið haföi
fengið þennan afla inni á Pollinum.
Síldin var söltuð hjá Pólarsíld
hf., en heildarsöltun hjá fyrirtæk-
inu, frá því hún hófst, er um 11.000
tunnur. Skortur er á tómum tunn-
um, en gert ráð fyrir að úr rætist
um helgina.
Hjá Sólborgu hf. hefur verið salt-
að í 2.650 tunnur, þannig að heildar-
söltun á staðnum eru tæplega 14.000
tunnur. Albert
Með skipan þessarar nefndar
sagði Matthías, að flugfreyjur
hefðu getað átt hlut að niður-
stöðum, sem nú væri hins vegar
ekki raunin, því enginn gæti
skipt sér af kjaradómi; þar
hefðu deiluaðilar engin áhrif.
„Á þessu tvennu finnst mér
gífurlega mikill munur og tel ég
flugfreyjur hafi hafnað þeim
kosti, sem þeim var beztur,“
sagði samgönguráðherra.
Morgunblaðið/ Júlíus
Atkvæði greidd í „útgöngumáli“ Kennarasambands íslands á BSRB-þinginu í gær. Valgeir Gestsson, formaður
KÍ, stingur sínum seðli í kassa hjá Svanhildi Halldórsdóttur, starfsmanni BSRB. Valgeir og hans menn töpuðu
kosningunni með 125 atkvæða mun.
Úrsögn Kennarasambandsins úr BSRB:
Aukaþing Kí og ný alls-
herjaratkvæðagreiosla?
— BSRB-þing staðfestir úrskurð stjórnar um að auðu seðlarnir skuli taldir með
INNLENT
ÁGREININGUR í BSRB um úrsögn Kennarasambands íslands er
óleystur. Þing bandalagsins staðfesti í gær með 165 atkvæðum gegn
40 þann úrskurð stjómar sinnar, að telja beri með auða seðla í
allsherjaratkvæðagreiðslu KÍ í vor, og þar með að ekki hafi fengist
tilskilinn meirihluti fyrir úrsögn.
komist að þeirri niðurstöðu, að ekki
sé hægt að láta auða seðla hafa
afgerandi áhrif á niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar og jafnframt
hafnað tilmælum stjórnar BSRB
um að láta endurtaka allsherjarat-
kvæðagreiðsluna. Alls tóku 2.443
kennarar þátt í allsherjaratkvæða-
greiðslunni. Af þeim greiddu 1.572
atkvæði með úrsögn eða 64,35% af
heildarfjöldanum. 151 seðill var
auður — og um vægi þeirra seðla
hefur verið deilt síðan. Séu þeir
ekki taldir með, eins og KÍ vill gera,
er tilskilinn meirihluti fyrir úrsögn,
eða 68,6%. Stjórn BSRB hefur hald-
ið fast við þá afstöðu, að auðu
Stjórn Kennarasambandsins hef-
ur verið kölluð til fundar á mánu-
daginn og þar verða lögð á ráðin
um hvernig bregðast eigi við úrslit-
um atkvæðagreiðslunnar á þinginu.
Líklegast er, skv. upplýsingum
Morgunblaðsins, að kallað verði
saman aukaþing Kennarasam-
bandsins á næstu vikum og að þar
verði tekin endanleg afstaða. Ekki
er talið ólíklegt, að allsherjarat-
kvæðagreiðslan verði endurtekin,
svo hægt verði að fá úr því skorið
í eitt skipti fyrir öll, hvort KÍ verði
innan BSRB eða utan.
Stjórn og fulltrúaráð Kennara-
sambands íslands hefur ítrekað
seðlana eigi að telja með.
Hart hefur verið deilt um úrsögn
KÍ á BSRB-þinginu. í umræðum í
gær lögðu fulltrúar KÍ fram tillögu
um að vísa frá tillögunni um stað-
festingu á úrskurði bandalags-
stjórnarinnar en frávísunartillagan
var kolfelld. I umræðunum sagði
Valgeir Gestsson, formaður KÍ, að
það væri að sjálfsögðu ótækt, að
þeir, sem ekki tóku afstöðu í alls-
herjaratkvæðagreiðslunni, réðu úr-
slitum málsins. „önnur allsherjar-
atkvæðagreiðsla breytir ekki því,
að það verður litið svo á að það sé
verið að þvinga Kennarasambandið
til að vera áfram í BSRB,“ sagði
Valgeir. Hann skoraði á þingfull-
trúa „að gera málið ekki harðara
og verra en orðið er. Ef við verðum
knúin til að vera áfram í BSRB
gæti það skapað úlfúð í röðum
kennara í garð bandalagsins."
Ný hljómplata:
Martin Berkofsky
flytur verk eftir
Franz Liszt
- ágóði af sölunni
rennur til byggingar
tónlistarhúss
HLJÓMPLATA með flutningi
bandaríska píanóleikarans Mart-
ins Berkofsky á verkum eftir Franz
Liszt, kemur út hjá fyrirtækinu
Mjöt eftir helgina og mun allur
ágóði af sölu hljómplötunnar renna
til byggingar tónlistarhúss f
Reykjavík.
Martin Berkofsky hefur verið
búsettur hér á landi í þrjú ár og
kennir hann nú í Tónlistarskól-
anum í Garðabæ. Hann hefur
haldið fjölda tónleika bæði er-
lendis og hér heima. Hljómplat-
an sem nú kemur út er fyrsta
plata hans sem kemur út hér á
landi. Á hljómplötunni flytur
hann fjögur verk: Rhapsodie
hongroise nr. 12; La Vallée d’Ob-
ermann; Legende: St. Francois
de Paule marchant sur les flots;
Aprés une lecture du Dante
(Fantasia quasi Sonata).
Berkofsky sagði á fundi með
fréttamönnum fyrir helgi, að
Franz Liszt segði honum mest
allra tónskálda og tónlist hans
hefði djúpstæð áhrif á sig. Verk
hans væru erfið viðfangs en
þannig verk líkuðu honum ein-
mitt best. Berkofsky kvaðst afar
ánægður með útkomuna og væri
flutningur hans á hljómplötunni
sá besti til þessa.
Aftan á plötuumslaginu er
sagt í fáum orðum frá píanóleik-
aranum Martin Berkofsky, bæði
á íslensku og ensku. Er ekki úr
vegi að grípa þar aðeins niður:
„Berkofsky hafnar alfarið þeim
staðli sem nútímasamkeppnis-
F.v. Martin Berkofsky, Anna Málfríður Sigurðardóttir, eiginkona hans,
Armann Örn Ármannsson, formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss
í Reykjavík, og Magnús Guðmundsson, útgefandi.
andi setur píanóleikurum. Hann
er sannfærður um að píanóleikur
lýtur, fyrst og síðast, aðeins eigin
lögmálum. Reglur og venjur sem
takmarka í einhverju sköpunar-
frelsi píanóleikarans skulu þvf
víkja. Martin Berkofsky er hjart-
anlega sannfærður um gildi tón-
listar Franz Liszt. Hún er jafn
lifandi og ástríðufull í dag sem
þá; hún skírskotar til reynslu
sérhvers manns; speglar djúpar
tilfinningar sem allir þrá og allir
búa yfir. Og hún er tónlist allra
tíma; endurskin þess sannleika
sem aldrei fellur úr gildi; tónlist
sem mun ávallt njóta áheyrnar
fleiri en þeirra sem samkenna
sig við klassíska tónlist."
Magnús Guðmundsson, einn
af eigendum fyrirtækisins Mjöt,
sem staðið hefur að útgáfu
hljómplötunn^r, sagði í samtali
við Morgunblaðið að ætlunin
væri að reyna að koma plötunni
á markaði erlendis og yrði öllum
ágóða af sölunni varið til bygg-
ingar tónlistarhúss í Reykjavík.
Fleiri kennarar tóku í sama
streng, til dæmis Elín Ólafsdóttir,
sem sagði að það gæti haft „ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar ef á að kné-
setja Kennarasambandið" og að það
gætui orðið mörg ár þangað til slíkt
jafnaði sig. Kristján Thorlacius,
formaður BSRB, ítrekaði þá afstöðu
sína, að vissulega væri það mál KÍ
hvort það væri í BSRB eða ekki, hér
væri aðeins verið að skilgreina lög
bandalagsins.
Það sem gerir iíklegra að alls-
herjaratkvæðagreiðslan verði end-
urtekin er breyting á lögum banda-
lagsins, sem verið var að afgreiða í
gærkvöld. Lagabreytingartillaga
stjórnar BSRB gerir ráð fyrir að
úrsögn úr bandalaginu verði ávallt
afgreidd með allsherjaratkvæða-
greiðslu. „Úrsögn telst samþykkt ef
a.m.k. helmingur félagsmanna er
henni fylgjandi eða % hlutar þeirra,
sem taka þátt I allsherjaratkvæða-
greiðslunni," segir í tillögunni.
Niðurstaðan er því sú, að Kenn-
arasamband íslands er enn I BSRB,
allsherjaratkvæðagreiðslan var
ólögleg og líklegast er að sambandið
eigi ekki kost á öðru en að láta fé-
laga sína greiða atkvæði á ný -
samkvæmt nýjum lögum Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja.
Nils Svenn-
ingsen sendi-
herra látinn
NILS Svenningsen, fyrrum ráóuneyt-
isstjóri í danska utanríkisráðuneytinu
og sendiherra, lést á tíðræðisaldri 21.
október síðastiliðinn. Útför hans var
gerð frá Hellerup í gær. Svenningsen
var að góðu kunnur hér á landi. Kom
hingað oft og átti marga íslendinga
að vinum. Hann samdi símskeyti með
árnaðaróskum Kristjáns X konungs
til íslensku þjóðarinnar við lýðveldis-
stofnunina 1944.
Svenningsen gekk í utanríkis-
þjónustu Dana árið 1920 og var
sendiráðsritari í Berlín 1924-30.
Ilann tók við starfi ráðuneytísstjóra
árið 1941 eftir að Danmörk hafði
verið hernumin og gegndi þvi til
1945. Þá varð hann sendiherra í
Stokkhólmi og síðar París, en varð
ráðuneytisstjóri á nýjan leik árið
1951 og gengdi því embætti í tíu ár.
Þá varð hann sendiherra í Lundún-
um og gengdi því embætti til 1964.