Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 6

Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Matarnefið Ærsladrauginn hans Noel Coward þarf vart að kynna, en verkið heyrðum við síð- astliðið fimmtudagskveld af fjöl- um „Útvarpsleikhússins". Nú en fyrir þá er ekki þekkja efni gaman- leiks Cowards, er hér hraðsoðinn efnisþráður: Rithöfundur nokkur efnir til andafundar með þekktum miðli er hann ætlar að nota sem fyrirmynd að svikulli persónu í næstu bók sinni. Rithöfundinum bregður hins vegar í brún þegar andi fyrri konu hans, sem látin er fyrir mörgum árum, lætur í sér heyra og virðist hafa fullan hug á að taka upp samband við fyrrverandi eigin- mann sinn. Og svo ég bæti ein- hverju við frá eigin brjósti þá lyktar leiknum næstum með því að fyrri eiginkonan drepur seinni eiginkonu rithöfundarins. Nóg um það Vissulega er bráðsnjallt hjá sjentilmanni ensks leikhúss hon- um Noel Coward að leiða þannig framliðnar verur til fundar við hina lifandi einkum þegar í hlut eiga fyrrum makar er ryðjast með brauki og bramli inní hin helgu vé hjónabands þess er eftir lifir. Ekki spillir að Coward er frábær- lega flínkur leikhússmaður, sam- tölin tvinnast næsta eðlilega og atburðarásin skreytt litfögrum slaufum er höfundur togar afar fimlega í uns leikfléttan hefir greiðst sundur og tjaldið fellur við klapp áhorfandans. Okkar menn Textinn sem þeir útvarpsleik- hússmenn fengu nú til umfjöllunar var sum sé harla girnilegur, þótt mér hafi nú ekki fundist hann eins fyndinn og fyrrum. En úr góðu hráefni matreiðast ekki ætíð girni- legir réttir. Ef matreiðslumeistar- inn hefir ekki þetta eina og sanna matarnef þá bragðast réttirnir ekki sem skyldi. Inga Bjarnason vakti yfir eldhúsinu síðastliðið fimmtudagskveld og ég verða að segja alveg eins og er að brátt barst þaðan hinn þægilegasti ilm- ur og ekki varð ég að láta mér nægja reykinn af réttunum, þeir glöddu bæði munn og maga. Þú afsakar samlíkinguna á kvennafrí- daginn Inga Bjarnason leikstjóri, en í mínum huga er góð leiksýning í ætt við dýrlega matarveislu þar sem fer saman lipur þjónusta, ljúf- fengir réttir bornir fram í réttu umhverfi og svo þessi plús-X sem verður allstaðar nálægur er líður á veisluna uns gesturinn veit ekki fyrri til en tjaldið fellur, ljósin slökna og hann heidur enn á ný til móts við gráan veruleikann vopnaður forhertum bragðlaukum. Þiðöll Þið áttuð sum sé öll þátt i að vekja upp ærsladrauginn síðastlið- ið fimmtudagskveld í bjargi Út- varpsleikhússins. Leikur ykkar var óþvingaður og með þeim hætti að persónurnar stóðu ljóslifandi í veislusalnum. Þið berið í gráma hversdagsins nöfnin: Þorsteinn Gunnarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigurveig Jónsdótt- ir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Viðar Eggertsson, Jónína olafs- dóttir og Sigurjóna Sverrisdóttir. Veislustjóranum til aðstoðar voru tæknimennirnir Friðrik Stefáns- son og Runólfur Þorláksson. Og Menuin þýddi: Torfey Steinsdóttir. ólafur M. Jóhannesson Úr myndinni „Þjófur í París“ sem sýnd verður í sjónvarpi kl. 21.05 íkvöld. Þjófur í París Frönsk bíómynd ■ Franska bíó- Q5 myndin „Þjófur í París" er á dagskrá sjónvarps kl. 21.05 í kvöld. Myndin er frá árinu 1967 og leikstjóri er Louis Malle. í aðal- hlutverkum eru Jean-Paul Belmondo, Genevieve Bu- jold og Charles Denner. Á öldinni sem leið gerist ungur maður þjófur til að hefna fyrir rangindi sem hann hefur verið beittur. Þetta tekst svo vel að ungi maðurinn stundar áfram gripdeildir og verður þessi iðja með tímanum að bviðráðanlegri ástríðu. Þýðandi er ólöf Péturs- dóttir. Handagangur í öskjunni Bandarísk gamanmynd ■■ Bandaríska Q5 gamanmyndin — „Handagangur í öskjunni" er önnur bíó- mynd kvöldsins í sjón- varpi og hefst hún kl. 23.05. Myndin er frá árinu 1977 og leikstjóri er Mel Brooks. f aðalhlutverkum eru: Mel Brooks, Madel- eine Kahn, Ron Carey, Cloris Leachman og Harv- ey Korman. Sálgreinir nokkur tekur að sér forstöðu geðsjúkra- húss þar sem ekki er allt með felldu og æsilegir atburðir gerast. Myndin er öðrum þræði skopstæl- ing á verkum Alfreds Hitchcock. Kvikmyndahandbókin gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum. Þýðandi er Jón Gunnarsson og var myndin áður sýnd í sjón- varpi á nýársnótt 1985. Ævintýraeyjan ■■ Þriðji þáttur 00 barna- og ungl- — ingaleikritsins „Ævintýraeyjan" verður fluttur á rás 1 kl. 17.00 í dag, laugardag. Leikritið er eftir Enid Blyton. Út- varpsleikgerðin er eftir Steindór Hjörleifsson og er hann jafnframt leik- stjóri. í öðrum þætti gerðist þetta helst: Þau Jonni og Anna dvelja um tíma hjá vini sínum Finni og Dísu systur hans á Sæhömrum sem er afskekktur og fremur skuggalegur stað- ur. Þau Finnur og Dísa búa þar hjá frændfólki sínu. Börnin una sér við að' synda í sjónum og rannsaka hella. Og einn góðan veðurdag finna þau ieynigöng sem enda undir húsinu á Sæhömrum. Jói, bílstjóri á Sæhömrum, er Þriðji þáttur skuggalegur náungi. Hann fylgist náið með ferðum krakkanna og er meinilla við páfagaukinn Kíkí. Dag nokkurn kynnast krakk- arnir manni sem nefnir sig Villa. Hann leggur ríkt á við þau að segja engum frá því að hann dvelji þarna í nágrenninu. ■ Annar þáttur 35 bandaríska — gamanmynda- flokksins um Staupastein er í sjónvarpi eftir fréttir í kvöld. Staupasteinn er veit- Leikendur í þriðja þætti eru: Árni Tryggvason, Halldór Karlsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Ás- geir Friðsteinsson, Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason og Jónas Jónas- son. ingahús og gerist leikur- inn þar. Fjallað er um gesti og þjónustulið kráar- innar, sem staðsett er í Boston. Þýðandi er Guðni Kol- beinsson. Staupasteinn Annar þáttur ÚTVARP LAUGARDAGUR 26. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugreinar dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur Guðvarð- ar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Bókaþing. Gunnar Stefánsson Dag- skrárstjóri stjórnar kynning- arþætti um nýjar bækur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur I víkulokin. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Inngangur og Rondo capriccíoso fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Camille Saint-Saéns. Erick Friedman leikur meö Sinfónluhljóm- sveitinni I Chicago. Walter Handl stjórnar. b. Planó- konsert I a-moll op. 214 eftir Carl Czerny. Felicja Blum- enthal leikur með Kamm- ersveitinni I Vlnarborg. Helm- uth Froschauer stjórnar. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. Gunnar Gunnarsson rithöf- undur flytur þáttinn. 15.50 íslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Sigrún Bjðrnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga. „Ævintýraeyjan" eftir Enid Blyton. Þriðji þáttur af sex. Þýðandi: Sigrlöur Thorlacius. Steindór Hjör- leifsson bjó til flutnings I út- varp og er leikstjóri. Leikend- ur: Halldór Karlsson, Arni 16.00 Móöurmáliö — Fram- buröur Endursýndur annar þáttur. 16.10 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 18.30 Enska knattspyrnan. 19.20 Steinn Marcó Pólós (La Pietra di Marco Polo). Fimmti þáttur. Italskur tram- haldsmyndaflokkur fyrlr bðrn og unglinga. Þættirnir gerast I Feneyjum þar sem nokkrir átta til tólf ára krakkar lenda I ýmsum ævintýrum. Þýö- andi Þurlöur Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Staupasteinn Tryggvason, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Þóra Friöriks- dóttir, Asgeir Friðsteinsson og Bessi Bjarnason. Sögu- maður: Jónas Jónasson. Aður útvarpað 1960 og 1964. 17.30 Frá tónleikum blásarakv- intettsins „Empire Brass Quintet" á vegum Tónlistar- félagsins I Austurbæjarblói I aprll sl. Kvintettinn leikur lög eftir Georg Gershwin, Leon- ard Bernstein, Cole Porter, John Philip Sousa, David Cheswick, Jelly Roll Morton og Fats Waller. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. LAUGARDAGUR 26. október (Cheers). Annar þáttur. Bandarlskur gamanmynda- flokkur sem gerist á meðal gesta og þjónustuliðs á krá einni i Boston. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 ÞjófurlParls (Le Voleur). Frönsk biómynd frá 1967. Leikstjóri Louis Malle. Aðalhlutverk: Jean- Paul Belmondo, Genevieve Bujold og Charles Denner. A öldinni sem leiö gerist ungur maöur þjófur til að hefna fyrir rangindi sem hann hefur verið beittur. Þetta tekst svo vel að ungi maöurinn stundar áfram gripdeildir og verður þessi iðja með tlmanum aö óviöráöanlegri ástrlðu. Þýð- 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Elsku mamma. Þáttur I umsjá Guðrúnar Þórðardótt- ur og Sðgu Jónsdóttur. 20.00 Tónleikar. 20.15 Leikrit: „ Ærsladraugur- inn“ eftir Noel Coward. Endurflutt frá fimmtudags- kvöldi. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvðlds- ins. 22.30 A ferð með Sveini Einars- syni. 23.05 Danslög. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. andi Olöf Pétursdóttir. 23.05 Handagangur I öskjunni (High Anxiety). Endursýn- ing. Bandarlsk gamanmynd frá 1977. Leikstjóri Mel- Brooks. Aðalhlutverk Mel Brooks, Madeline Kahn, Ron Carey, Cloris Leachman og Harvey Korman. Sálgreinir nokkur tekur að sér forstöðu geösjúkrahúss þar sem ekki er allt með felldu og æskileg- ir atburöir gerast. Myndin er öörum þræöi skopstæling á verkum Alfreds Hitchcocks. Þýðandi Jón Gunnarsson. Aöur sýnd I Sjónvarpinu á nýársnótt 1985. 00.40 Dagakrirlok. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RAS 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 26. október 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Sigurður Blöndal. 14.00—16.00 Laugardagur til lukku. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Listaþopp. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringborðið. Stjórnandi: Sigurður Einars- son. Hlé. 20.00—21.00 Smásmugan. Stjórnendur: Fannar Jóns- son og Sveinn Guðnason. 21.00—22.00 Dansrásin. Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefánsson. 22.00—23.00 Bárujárn. Stjórnandi: Sigurður Sverr- isson. 23.00—24.00 Svifflugur. Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00—03.00 Næturvaktin. Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.