Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. OKTÓBER1985
Morgunblaðift/Snorri Snorrason
KOMIÐ ÚR RÓÐRI
Rækjubáturinn Neisti HU-5 kemur úr róAri við Hvammstanga fyrir skömmu.
Aóeins gustar á móti og gefur á bátinn.
FLÍSAR
Þrettán sfld-
veiðibátar
með afla í gær
EÍTIRFARANDI þrettán sfldveiði-
bátar tilkynntu um afla í gær og var
afli þeirra samtals 695 tonn:
Glófaxi VE, 15 tonn; Sigurður
ólafsson SF, 20 tonn; Þuríður
Halldórsdóttir GK, 120 tonn; Sif
SH, 30 tonn; Firðrik Sigurðsson
ÁR, 100 tonn; Dalarafn VE, 60
tonn; Axel Eyjólfsson KE, 90 tonn;
Skóey SF, 80 tonn; Elliði GK, 10
tonn; Freyja GK, 20 tonn; óskar
Halldórsson RE, 50 tonn; Boði GK,
30 tonn og Þorri SU, 70 tonn.
LEIR — MARMARI — GRANÍT
Á GÓLF — VEGGl — ÚTI — INNI
H AGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR
VERULEGUR MAGNAFSLÁTTUR
_________MIKIÐ ÚRVALÁ LAGER____
TEIKNUM og veitum RÁÐLEGGINGAR
komiö og skoðiö úrvalið
VIKURBRAUT SF.
KÁRSNESBRAUT 124, KÓP. S; 46044
2.000 tonn
af loðnumjöli
seld til Noregs
— verð á lýsi og mjöli
hefur hækkað um 10%
frá upphafi vertíðar
Sfldarverksmiðjur ríkisins hafa
nýlega gengið frá samningi um
sölu á 2.000 lestum af loðnumjöli
til Noregs. Loðnuvertíðin í Bar-
entshafi hefur að mestu leyti
brugðist og þurfa Norðmenn því
að kaupa mjöl til að anna eftir-
spurn innanlands.
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SR, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að vegna
þessa og vegna þess, að mikið
hefði verið selt af mjöli héðan,
færi verð nú nokkuð hækkandi
á lýsi og mjöli og eftirspurn
vaxandi. Sagði hann verð á þess-
um afurðum hafa hækkað um
10% frá upphafi vertíðar í dölum
talið, en þess bæri að geta að
talsvert hafði verið selt áður en
hækkunarinnar hefði verið farið
að gæta. Verð á hverri lest lýsis
væri nú komin í um 330 dali
(13.700 krónur) en hefði verið
um 300 dalir við upphaf vertíðar.
Verð á hverri próteineiningu
mjöls nú væri um 5,30 dalir (220
krónur), en hefði verið komið
niður í 4,80 dali.
Þá gat Jón Reynir þess, að
sjór í Barentshafi væri nú mun
hlýrri en undanfarin ár og teldu
menn það meðal annars skýr-
ingu á slakri loðnuveiði þar.
Loðnan kynni ekki við hlýja sjó-
inn og leitaði kælingar á meira
dýpi en hægt væri að ná henni.
Einnig teldu menn mikinn upp-
gang þorsks í Barentshafinu eiga
einhverja sök á minni loðnu-
gengd, þar sem loðnan væri stór
hluti af fæðu hans.
Fyrirlestur
um Þorlák
helga
SVEINBJÖRN Rafnsson, pró-
fessor, flytur fyrirlestur um
Þorlák helga Skálholtsbiskup í
Safnaðarheimili Félags kaþ-
ólskra leikmanna að Hávalla-
götu 16 nk. mánudag, 28. októ-
ber.
Hann ræðir almennt um Þor-
lák biskup, ævi hans, starfsemi
og samtíð. Fyrirlesturinn hefst
kl. 20.30. Öllum er heimiil að-
gangur meðan húsrúm leyfir.
Síðustu dagar hafa verið spennandi fyrir þá sem stefna að því
að kaupa nýjan Opel:
Fyrst tilkynntum við umtalsverða verðlækkun, sem ein og sér
gaf fullt tilefni til að skella sér í kaupin. Þá var tilkynnt
tollalækkun sem leiddi af sér enn frekari verðlækkun!
Þegar svo við bættust tilboð okkar um auðveldari leiðir en
áður til greiðslu á nýja bílnum, sáu menn í hendi sér að það
hefur aldrei verið meira vit í því að kaupa Opel en einmitt núna!
Gamli bíllinn tekinn upp í
Oft kemur mjög vel út að setja gamla bílinn upp í.
Þá erum við tilbúnir að hjálpa.
Dæmi:
Opel Corsa LS 3 dyra (eftir lækkun) kr. 349.600
Sá gamli kostar t.d. kr. 160.000
Þá er útborgun kr. 145.000
og afganginn greiðir þú með
jöfnum afborgunum á sex mánuðum kr. 44.600
Verðlækkunin er ótrúieg:
Þannig lækkar t.d. Opel Corsa LS
349.600*
3 dyra úr 379.600 í
*Miðað við qengi 17/10 '85
kr. 349.600
60% lánað
Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu.
Dæmi:
Nýr Opel Corsa LS 3 dyra kr. 349.600
Útborgun 40% kr. 139.800
Helming eftirstöðva lánum við
síðan í 3 mánuði kr. 104.900
og afganginn í 12 mánuði kr. 104.900
kr. 349.600
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO
* Gildir til 10. nóvember eda i meðan birgðir endast.