Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. OKTÓBER1985
13
Áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns:
Náttúrufræðidagurinn —
Maðurinn er mesta undrið
Náttúrufræðidagurinn sunnu-
daginn 27. október verður haldinn
í kennslumiðstöð Námsgagnastofn-
unar, Laugavegi 166 (Víðishúsinu).
Þar verður opið hús fyrir alla kl.
13.30 — 16.00 og heitt á könnunni
allan tímann. Aðgangur er ókeypis
og allir eru að sjálfsögðu velkomn-
ir.
Dagurinn verður helgaður mann-
inum sem lífveru, til þess að minna
á að við erum hluti af náttúrunni
og umfjöllun um manninn er
veigamikill þáttur í starfsemi
náttúrufræðisafns.
Komið og kryfjið
í kennslumiðstöðinni gefst okk-
ur m.a. tækifæri til þess að skoöa
líkön af manninum og einstökum
líkamshlutum, handfjatla þau og
raða saman hlutunum. Einnig
getum við skoðað vefjasýni í smá-
sjá og spreytt okkur á að kryfja
hjörtu og önnur líffæri. Þeir sem
misstu af hinni stórkostlegu mynd
„Saga lífsins" sem sjónvarpið
sýndi í vor, geta séð hana ásamt
öðrum myndbandsþáttum um
manninn. Ennfremur verður sýn-
ing á skyggnum, bókum og tímarit-
um sem fjalla um þetta efni, ásamt
því hvernig tölvur eru notaðar við
rannsóknir og úrvinnslu gagna.
Sérstakt tillit er tekið til barna
og dagskráin er þannig að öll fjöl-
skyldan geti notið hennar og upp-
götvað þennan ævintýraheim í
sameiningu.
Til þess að framkvæma þetta
hefur áhugahópur um byggingu
náttúrufræðisafns fengið í lið með
sér starfsmenn Námsgagnastofn-
unar til þess að setja sýninguna
upp, og verða þeir leiðbeinendur
okkar ásamt öðrum sérfræðingum.
Með þessu viljum við einnig
vekja athygli á, að nútímalegt
náttúrufræðisafn er ekki einungis
hefðbundnir sýningarsalir. Víða
um heim hafa slík söfn komið sér
upp fræðslumiðstöðvum, sambæri-
legum við kennslumiðstöð Náms-
gagnastofnunar, þar sem fólk get-
ur undirbúið ferðir um sýningar-
sali, unnið úr fræðslu sem þeir
miðla, undirbúið eigið fræðsluefni
og gert athuganir undir leiðsögn
sérfræðinga. Við viljum ennfrem-
ur minna á, að þótt kennslumið-
stöðinni sé einkum ætlað að veita
kennurum og skólafólki.
Megintilgangur náttúrufræði-
daga er, eins og áður hefur komið
fram, að vekja athygli á þeirri
ótrúlegu staðreynd, að við íslend-
ingar eigum ekkert náttúrufræði-
safn og hvetja til aðgerða hið
snarasta. Á meðan við bíðum eftir
að slíkt safn rísi viljum við nota
tímann til þess að setja á svið hluta
af starfsemi slíks safns og einnig
teljum við að sú reynsla sem fæst
af þessu, geti nýst við uppbyggingu
væntanlegs safns.
Áhugahópur um byggingu
náttúrufræðisafns
Þingmenn Vesturlands um skulda-
stöðu Qlafsvíkinga vegna Más:
Ríkisábyrgðasjóður
afskrifi skuldirnar
„MÉR dettur ekki í hug að leiða
hugann að því að togarinn Már
hverfi úr byggðarlaginu. Hann hlýtur
að verða í byggðarlaginu áfram og
það er mitt mat að miðað við forsögu
þessa máls geti ríkissjóður ekki á
neinn hátt komist undan þeirri
skyldu að svo geti orðið,“ sagði
Alexander Stefánsson, félagsmála-
ráðherra og þingmaður Vesturlands-
kjördæmis, í samtali við Morgun-
blaðið um þann vanda sem nú blasir
við Ólafsvíkingum, ef Landsbankinn
gengur hart fram í innheimtu gjald-
fallinna skulda vegna togarans Más
frá Ólafsvfk.
Alexander sagði að á sínum tíma
hefði það verið mikið mál fyrir
stjórnvöld að þessi togari væri
keyptur frá Portúgal, til þess að
liðka fyrir viðskiptasamningum
við Portúgal. Hins vegar hefði
málið fljótlega farið úr böndum,
þar sem ekki varð ráðið við stjórn
Fiskveiðasjóðs, sem ekki hefði vilj-
að samþykkja 67% lán til togar-
ans, eða yfirtaka lánin frá Portú-
gal, sem hefðu verið 80% af kaup-
verði skipsins. Ríkisábyrgðasjóður
hefði því verið látinn koma í stað-
inn með þau 17% sem á vantaði,
en það hefði náttúrlega ekki verið
hagstætt.
Þá hefði það jafnframt komið á
daginn að stjórn Byggðasjóðs hefði
neitað að fallast á 10% lán út á
togarann, og ekki viðurkennt þá
sérstöðu sem var með togarana
frá Portúgal, sem beinlínis tengd-
ust viðskiptasamningum ríkis-
stjórnarinnar við Portúgal. Þá
hefði Landsbankinn komið inn í
málið, og veitt lán með sjálfskuld-
arábyrgðum. Allt hefði þetta verið
gert í þeirri von að Byggðasjóður
og Fiskveiðasjóður myndu breyta
afstöðu sinni og lána það fé sem
til þurfti. Það hefði hins vegar
ekki orðið, og því væri vandinn
eins stór og ógnvænlegur og raun
bæri vitni.
„Inn í þetta fléttaðist svo það
BSSGAGNAHOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK • 91-81199 og 81410
að skipið varð fyrir gífurlegum
áföllum," sagði Alexander, „því
það strandaði með fullfermi undir
ólafsvíkurenni, fyrir handvömm
eina. Af því varð gífurlegt tjón og
í framhaldi af því hrundi hluti
vélarinnar. Þarna vil ég segja að
tugir milljóna hafi tapast."
Alexander sagði að togarinn
Már hefði haft gifurlega þýðingu
fyrir byggðarlagið þrátt fyrir of-
angreind áföll og það væri stór-
kostlegt slys ef byggðarlagið fengi
ekki að halda togaranum.
„Eins og staðan er í dag er það
mitt mat, fyrst Ríkisábyrgðasjóð-
ur bauð í togarann, og er þannig
búinn að taka að sér Fiskveiðasjóð-
inn, að ekki sé um neitt annað að
ræða, en að ríkið gefi heimamönn-
um kost á að fá skipið fyrir það
verð sem Ríkisábyrgðasjóður
bauð,“ sagði Alexander, „sem þýðir
augljóslega það að Ríkisábyrgða-
sjóður verður að afskrifa sína
skuld. Þá verða heimamenn að
semja við Landsbankann í sam-
bandi við sjálfskuldarábyrgðina
og fara fram á það við Byggðasjóð
að fá fjármagn að láni sem gengi
þá að hluta til í það að gera upp
við Landsbankann."
Friðjón Þórðarson, þingmaður
Vesturlandskjördæmis, sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins um þetta mál: „Það er
mjög skuggalegt ástand framund-
an i þessu byggðarlagi, ef Lands-
bankinn gengur hart fram í inn-
heimtu skulda sinna á Ólafsvík. Ég
trúi ekki öðru en að úr þessum
málum rætist, m.a. með því að
Ríkisábyrgðasjóður afskrifi skuld-
ir sínar. Það verður að horfast í
augu við staðreyndir og það er
útilokað annað en viðunandi lausn
verði fundin á þessu máli, þvi
annars verða fyrirtæki og byggð-
arlagið í heild fyrir svo þungu
áfalli að ekki verður risið undir
því og afleiðingarnar verða ófyrir-
sjáanlegar um mörg ókomin ár.“
Allir eru sammála um ágæti
VWGOLF
VW GOLF CITY
er sömu kostum búinn
O HANN er sérhannadur til sendilerða og ílutnings á smávörum.
O HANN er einstaklega lipur í notkun og snar í snúningum.
O HANN er aíar léttur á íóörum varðandi eldsneytis- og viðhaldskostnað.
O HANN skilar ótrúlega vel upphaílegu kaupverði við endursölu.
O HANN kostar aðeins kr. 415.000 m bensínvél
0 HANN íœst einnig m. dieselvél
[h]HEKLAHF
J Laugavegi 170-172 Sími 21240