Morgunblaðið - 26.10.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 26.10.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 Krafan um frjálst markaðsverð á gjaldeyri verður ekki kveðin niður — sagði Soffanías Cecilsson á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær Hér fer á eftir skýrsla Soffaníasar Cecilssonar, stjórnarformanns Sam- bands fiskvinnslustöðva, á aðalfundi samtakanna í gær: Fundarstjóri, góðir áheyrendur. Ég mun nú rekja í stórum drátt- um yfirlit um starfsemi sambands fiskvinnslustöðvanna frá nóvem- ber 1984 og til þessa aðalfundar okkar í dag. Samband fiskvinnslu- stöðvanna eru hagsmunasamtök, sem starfa innan veggja Vinnu- veitendasambands íslands. Nú í rúmt ár höfum við notið fulls starfs framkvæmdastjóra okkar, Knúts Óskarssonar, sem ég vil þakka ágætt starf og vil ég einnig þakka þeim ágætu mönnum er á bak við hann standa í Vinnuveit- endasambandinu. Ég tel að við megum vel við una hvað okkar mál fá þar mikla umfjöllun, sem ég trúi að beri ávöxt áður en allar siglur falla. 6. nóvember 1984 fórum við Knútur Óskarsson ásamt Jóni Páli Halldórssyni á fund sjávarútvegs- ráðherra í Alþingishúsinu. Var sjávarútvegsráðherra gerð grein fyrir þungum áhyggjum aðstand- enda fiskvinnslunnar um afkomu hennar, vegna mikilla kostnaðar- hækkana að undanförnu. Meðal annars voru samningar á lokastigi á milli ASÍ og VSÍ þar sem samið var um 20% launahækkun fyrir fiskvinnsluna á samningstímabil- inu. Rætt var um hugsanlega gengisfellingu krónunnar í kjölfar þessara kostnaðarhækkana. Geng- isfelling var nánast óumflýjanleg, þar sem útflutningsgreinarnar voru þá þegar reknar með miklum halla. Þá var rætt um áhrif geng- isfellingar á afurðalánin með til- liti til þeirra kerfisbreytinga er áttu sér stað 21. október 1984, en frá þeim tíma voru viðbótarlán er voru óverðtryggð bundin gengi skv. SDR með afturvirkni til 1. júní 1983. Gengisfelling myndi þýða að öll hækkun afurðalánanna yrði eftir innan bankakerfisins og koma engum til góða öðrum en banka- kerfinu sjálfu. Sjávarútvegsráð- herra lýsti yfir skilningi sínum á vanda fiskvinnslunnar og kom fram að hann hefði þegar skipu- lagt viðræður við ýmsa aðila inn- an bankakerfisins, bæði hjá Seðla- banka íslands og viðskiptabönk- unum, jafnframt hefðu mál þessi verið rædd innan ríkisstjórnar- innar. Um efndir þessa er öllum fullkunnugt. Seðlabankinn endur- greiddi hluta, og ég endurtek hluta, af sínu gengisálagi, en við- skiptabankanir fengu að halda sínum hluta og þar með bjargaði fiskvinnslan afkomu viðskipta- bankanna þetta árið. 20. nóvember var gengið fellt til nokkurs léttis fyrir þá sem áttu miklar birgðir og höfðu lítinn skuldabagga, en var skammgóður vermir fyrir þá er illa stóðu með gengistryggð og erlend lán. Næstu mánuði á eftir, þ.e.a.s. frá byrjun desember fram í byrjun maí 1985, er dollarinn komst hæst í 42,77 og hafði þá hækkað um 43,6% á undangengn- um 12 mánuðum, var viðunandi afkoma þeirra fyrirtækja er best voru sett í landinu og verður vikið nánar að því síðar. Þann 18. febrúar hófst verkfall sjómanna um allt land og hélst það til 4. mars. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að e.t.v. var truflun af þessu verkfalli fyrir sjávarútveginn ekki eins mikil og menn skyldu halda nema e.t.v. í Reykjavík, sé tekið tillit til þess að aflakvótar eyddust ekki í verkfall- inu. Mátti því líta á stoppið sem af verkfallinu hlaust sem tilfærslu á veiðum, enda þótt verkföll sem þessi hafi ávallt slæmar afleið- ingar fyrir alla aðila. Er líða tók á maímánuð tók dollarinn að lækka og nálgast hann nú óðfluga það mark er hann var í fyrst eftir gengisfellinguna í nóvember á síð- asta ári. Var ljóst eftir fiskverðs- hækkunina 1. júni og þróun ann- ars tilkostnaðar, að þau fáu fyrir- tæki er réttust við með gengisfell- ingunni í nóvember voru nú aftur komin í verulegan taprekstur. Forráðamenn fyrirtækja innan Sambands fiskvinnslustöðvanna funduðu sjálfir og með þingmönn- um sínum í öllum kjördæmum á tímabilinu maí til júní og afhentu þingmönnum tillögur sínar og ábendingar til úrlausnar vandan- um. Á fundi 11. júlí voru síðan tillögur þessar úr öllum landshlut- um samræmdar. Síðar sama dag var gengið á fund forsætisráð- herra, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu og þeim kynntur fyrir hönd ríkisstjórnar- innar tillögur Sambands fisk- vinnslustöðvanna í 9 liðum til lausnar á hluta þess vanda er fisk- vinnslan og sjávarútvegurinn eiga Soffanías Cecilsson við að glíma. Þar er lögð höfuð- áhersla á þær alvarlegu afleið- ingar, sem stöðugt innstreymi á erlendu lánsfé inn í hagkerfið ásamt halla á ríkissjóði hefur á samkeppnisstöðu útflutningsins gagnvart innflutningi og þar með stöðu útflutningsgreinanna í sam- keppni við aðra atvinnustarfsemi i landinu um framleiðsluþættina, m.a. vinnuafl. Þá er ítrekað að við gerð efnahagsáætlana fyrir árið 1986, ár útflutningsins, verði þess gætt að utanríkisviðskipti verði hallalaus og að skuldasöfnun er- lendis verði stöðvuð. Lántökur opinberra aðila verði lækkaðar eftir þörfum til að ná þessum markmiðum. Komið verði á frjálsri verðmyndun á gjaldeyri. Óþarfi er að rekja nánar tillög- ur okkar frá 11. júlí þar sem þær hafa allar birðt opinberlega og mönnum því kunnugt um efni þeirra. Verður vikið nánar að þeim síðar. Á fundi okkar 9. september höfðum við hvorki séð né heyrt viðbrögð ríkisvaldsins og var þá ákveðið að undirbúa aðra píla- grímsför. En einmitt þá barst okkur í hendur plagg frá sjávar- útvegsráðherra til ríkisstjórnar- innar þar sem hann skýrir ríkis- stjórninni frá tillögum okkar frá fundinum 11. júlí og er þar fjallað á nokkuð jákvæðan hátt um alla liði tillagnanna og þeim atriðum, er falla utan verksviðs sjávarút- vegsráðherra vísað til samráð- herra. Ber að þakka Halldóri Ás- grímssyni, sjávarútvegsráðherra, fyrir þau viðbrögð, enda þótt það beri að undirstrika að ekki sé hægt að taka viljann fyrir verkið, því árangur er ekki farinn að sjá dagsins ljós. Nú er Alþingi saman komið og þingmenn með tillögur og ábend- ingar okkar forráðamanna fisk- vinnslunnar í fórum sínum. Ráð- herrarnir allir með minnisblað okkar ásamt undirtektum og greinargerð sjávarútvegsráðherra um málið. Auk þess hafa þeir allir í hugskoti sínu staðreyndirnar um uppboð og gjaldþrot útgerða og fiskvinnslufyrirtækja. En betur má ef duga skal, við verðum enn um sinn að vænta viðbragða. Að framansögðu tel ég að við höfum haldið vöku okkar við að reyna að vekja ráðamenn þessarar þjóðar af Þyrnirósasvefni, sem hefur einkennst af draumum um sjálfvirkt innstreymi erlends gjaldeyris, sem hægt er að eyða í gælufyrirtæki eða aðra óarðbæra fjárfestingu. Háværar raddir heyrast nú meir og meir um frjálst markaðsverð á gjaldeyri. Ég tel að þær raddir verði ekki kveðnar niður. Nú þegar hafa fyrstu sporin verið stigin af hálfu hins opinbera i frjálsræðisátt. Okkur gjaldeyrisframleiðendum er nú heimilt, þó með heftu sjálf- ræði, að hafa eignarhald á þeim gjaldeyri, sem við öflum, í allt að 180 daga. Næsta skref ætti því að sjálfsögðu að vera óheft sjálfræði en útflutningsgreinarnar verða að bera að fullu nema þeim takist að hækka verð á erlendum mörkuð- um, sem er nánast fjarstæðu- kennt. Því skyldi bresk eða banda- rísk húsmóðir vera tilbúin til að greiða hærra verð fyrir fiskinn, sem hún kaupir í soðið aðeins vegna þess að framleiðslukostnað- ur uppi á Islandi hefur hækkað? Sé litið nánar á þau rekstrar- skilyrði sem stjórnvöld hafa búið þessari atvinnugrein á undanförn- um árum og þau borin saman við ástæður þess að ríkisstjórnir og ráðherrar í öðrum löndum hafa orðið að segja af sér kemur í ljós, að giltu sömu lögmál hér á landi yrðu ríkisstjórnir hér skammlífar, því slíkt er afhroð í rekstrarskil- yrðum undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Eins og fram kom hér að fram- an er nokkur munur á afkomu frystingar eftir landshlutum. Sé litið á tölur Þjóðhagsstofnunar fyrir fyrstu 4 mánuði þessa árs, en þær eru m.a. byggðar að nokkru á könnun Sambands fiskvinnslu- stöðvanna, kemur í ljós eftirfar- andi: Framlegðarstig frystihúsa eftir landshlutum, Landié fyrstu fjóra mánuði 1985 (Tölur í hlutfalli við tekjur) f'joldi Hríefni Uun Umbúóir Framljitig hluti fyrirt. % % % % I.Suóurl. 1 42,9 19,9 2,9 34,3 2. Noróurl. E. 6 43,0 21,1 3,4 32,5 3. Reykjanes 2 41,8 22,1 3,6 32,5 4. NorAurl. V. 2 42,9 22,9 3,2 31,0 5. AuNturl. 2 46,1 23,1 3,3 27,5 6. Reykjarík 2 47,1 23,0 3,4 26,5 7. Veslurland 5 51,4 20,6 2,7 25,3 8. Vestfírðir 6 45,8 26,4 3,5 24,3 9. Vestm.eyj. 3 54,1 20,5 2,8 22,6 10. Allt landió 29 47,6 22,1 3,1 27,2 í gjaldeyrismálum, sem yrði til þess að við ættum kost á því að versla milliliðalaust með gjaldeyri okkar á markaðsverði án milli- göngu og forræðis hins opinbera, þannig að við fengjum markaðs- verð fyrir framleiðslu okkar eins og það er á hverjum tíma. Okkur yrði ekki lengur skammtað ákveð- ið verð af hálfu hins opinbera, sem oft á tíðum er langt undir mark- aðsverði. Framboð og eftirspurn réði verðinu. 1 annan stað verður að draga nú þegar úr erlendum opinberum lán- tökum, sem ásamt halla i ríkis- fjármálum hafa leitt til óhóflegr- ar samkeppni hins opinbera um framleiðsluþættina og orðið til þess að nú skortir mannafla í fisk- vinnsluna. Þensla hefur orðið á öllum tilkostnaði sem verslun og þjónusta og önnur atvinnustarfs- emi í landinu getur velt yfir í verðlagið með hærri reikningum Af þessu sést að mikill munur er á afkomu frystingar í hinum ein- stöku landshlutum. Það skal tekið skýrt fram að framlegð segir ekk- ert til um hver raunveruleg af- koma er, hvort um sé að ræða tap eða hagnað á starfseminni. Frá tekjunum hafa eingöngu verið dregnir stærstu kostnaðarliðirnir, sem eru hráefni, vinnulaun og um- búðir. Annar kostnaður ásamt vöxtum, afskriftum o.s.frv. hefur ekki verið dreginn frá. Hins vegar gefa þessar tölur vísbendingu um hvar afkoman er best. Einnig vek- ur mikill munur á hráefnishlut- falli ýmsar spurningar. Sé vikið að saltfiskverkun, þá sendi SÍF frá sér í september sl. stærðar- og gæðaskýrslu yfir blautverkaðan saltfisk, vertíðina janúar—apríl 1985. Ég tel að sú skýrsla sé nánast kennslubók fyrir saltfiskframleiðendur og sanni að fullyrðingar Austfirðinga, Snæ-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.