Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 Pólskt efnhagslíf sýnir batamerki Wafihington, 25. október. AP. PÓLSKT efnahagslíf er farið að sýna batamerki eftir undangengin erfiðleika- ár, að sögn pólskra hagfræðinga, þó ennþá sé ástandið erfítt. Þeir benda á að undanfarin tvö ár hafí þjóðartekjur aukist í samrsmi við aukningu á þjóðarframleiðslu, framleiðsla á iðnaðarvörum hafí aukist og tekist hafí að minnka verðbólgu úr 90 prósentum árið 1982 niður í 17% á síðasta ári. Þá segja þeir pólskt hagkerfí orðið sveigjanlegra en það var áður. segja að efnahagslegar refsiað- gerðir Bandaríkjamanna vegna setningu herlaga í landinu í des- ember 1981 hafi kostað þá 14 millj- arða dollara árið. Herlögin voru afnumin í júlímánuði 1983. Pólsku hagfræðingarnir telja að landinu muni í framtíðinni takast að standa við afborganir af lánum sínum, en nýlega tókst samkomu- lag um nýjan grundvöll fyrir greiðslu lánana. Miklar erlendar skuldir gera Pólverjum lífið leitt, en þeir skulda 30 milljarða dollara nú. Pólverjar Ástandið enn bágbor- ið í Eþíópíu WaahinKtoB, 24. okL AP. YFIRMENN stærstu hjálparstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu hafa sagt að þó tekist hafí að koma matvælum til sveltandi fólks víðast hvar í landinu sé enn þörf á frekari hjálp. „Neyðarástandinu í Eþíópíu er ekki lokið, þó dauðsföllum af völdum sjúkdóma og hungurs hafí fækkað úr 8 þúsund í 2 þúsund á Suður-Afríka: AP/Símamynd Á myndinni gefur að líta hvar hvítur maður flýr undan grjótkasti svertingja í Jóhannesarborg ( þessari viku. Svertingjarnir króuðu manninn af við vegg, en hörfuðu þegar hann dró fram skammbyssu og lögreglumaður kom honum til hjálpar. Aframhaldandi óeirðir dag,“ sagði Bill Kliewer, yfírmaður hSEðlarT Kahfor^ S Stjórnvöld segja umræður um útflutningsbann á krómi byggðar á misskilningi reyndin er að enn deyja 2 þúsund manns á dag í Eþíópíu." Miklum erfiðleikum hefur verið bundið að koma matvælum til sveltandi fólks á svæðum þar sem skæruliðar berjast gegn stjórn kommúnista í landinu, t.d. er ástand mjög bágborið i Tigre- héraði. Jóhannesarborg 25. október. AP. MIKILL fjöldi svartra stóð fyrir óeirðum á stóru svæði í austurhluta Höfða- borgar á föstudag í mótmælaskyni við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Grýtti mannfjöldinn versianir og bfla, að sögn lögreglu sem segist hafa handtekið tugi leiðtoga blökkumanna. ERLENT Ugl I Durban, hafnarborg Suður- Afríku við Indlandshaf, létu tveir blökkumenn lífið í sprengingu við einn af skólum hvítra í borginni. Telur lögreglan að þeir hafi verið að koma sprengjunni fyrir við skól- ann og leitar nú ákaft að þriðja blökkumanninum sem álitið er að hafi skipulagt sprengjutilræðið ásamt hinum. í Soweto, fyrir utan Jóhannesar- borg, fóru stúdentar í hópum um göturnar í stað þess að sækja skóla og hefja þar lokapróf. Talið er að stúdentarnir ætli að hundsa prófin í mótmælaskyni við handtökur leið- toga þeirra að undanförnu. Skrifstofa P.W. Botha forseta Suður-Afríku neitaði á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði á nokkurn hátt gerfið í skyn að hún hyggðist stöðva útflutning króms til Banda- ríkjanna sem hefndarráðstöfun fyrir efnahagsþvinganir af hálfu Bandaríkjamanna. Talsmaður stjórnarinna sagði orð Botha hafa verið misskilin og hefði Botha verið að tala um hugsanlegt bann Banda- ríkjanna á innflutning króms frá Suður-Afríku. Stjórn Suður-Afríku varð fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þriðjudag fyrir áætlanir um að heimila dómstólum að dæma óeirðaseggi til húðstrýkingar ásamt sektum og fangelsi. Helen Suzman, einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þinginu, sagði Suður-Afríku meðal fárra þjóða sem heimiluðu líkamlegar refsingar, og fremur bæri að takmarka þær en auka. Tal með forystu á áskorendamótinu Montpellier, 24. október. AP. MIKHAIL Tal, fyrrverandi heimsmeistari, hefur tekið forystuna í áskorenda- mótinu í skák í Montpellier í Frakklandi nú eftir tíundu umferð. Hann bar sigurorð af Ungverjanum Zoltan Ribli eftir 28 leiki. Tíunda umferðin var tefld í gær, miðvikudag, og lyktaði öllum skák- um með jafntefli, utan tveimur. Sovétmaðurinn Rafael Vaganian beið lægri hlut fyrir Hollendingn- um Jan Timman í skák, sem þótti vel tefld af beggja hálfu. Boris Spassky hefur vegnað illa á mótinu. Hann tapaði sjöundu og áttundu skákinni og frestaði skák- um sínum í tveimur síðustu um- ferðum. Eins og leikar standa nú er Tal eini skákmaðurinn af eldri kyn- slóðinni, sem ekki hefur tapað skák. Staðan: 1. Tal - sex vinningar. 2. Youssopov - 5M> vinningur (einni skák frestað). 3. Timman og Sokolov - 5% vinn- ingur. 5. Nogueiras, Portisch og Beli- avsky - 5 vinningar. 8. Seirawan - 4!4 vinningur (einni skák frestað). GJALDMIÐLA GENGI London, 25. október. AP. BANDARÍKJADOLLAR féll gagn vart öllum helztu gjaldmiðlum í dag að Kanadadollar undanskild- um. Hækkaði dollar fyrst í morgun vegna mikilla dollarakaupa Rússa og annarra Austantjaldsþjóða, en lækkaði er eftirspurnin minnkaði síðdegis. Segja sérfræðingar að Rússar hafí viljað notfæra sér hagstætt verð á dollar í morgunsár- ið. Brezka pundið kostaði 1,4238 dollara, miðað við 1,4215 í gær og 1,4290 fyrir viku. Annars var gengi dollars á þá leið að fyrir hann fengust 2,6450 vestur-þýzk mörk: (2,6475), 2,1670 svissn. frankar (2,1730), 8,0625 franskir frankar (8,0700), 2,9835 hollenzk gyllini (2,9880), 1.784,50 ítalskar lírur (1.787,50), 1,3670 kanada- dollarar (1,3657) og 214,52 jen. Gullúnsan kostaði 325,50 doll- ara í London (326,50) og 325,50 dollara í Zúrich (326,10). Framsóknarvist Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur Framsóknarvist n.k. sunnudag, 27. október, aö Hótel Hofi kl. 14. Veitt veröa þrenn verölaun karla og kvenna. Aögangseyrir er kr. 200 og eru kaffi- veitingar innifaldar í því veröi. Jón Helgason dóms- og landbúnaö- arráöherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Allir velkomnir Framsóknarfélag Reykjavíkur Myndavélarblossi hræddi ísbjörninn — og bjargaði lífi veiðimanns Osló, 24. október. Frá Jmn Erik Laure, fréttaritara MorgunblaÓsinB. EINN eyjarskeggja á Svalbarða, Jón Ödegaard, átti fyrr í haust fótum sínum fjör að launa, þegar ísbjörn ætlaði að hlaupa hann uppi. Blossi af myndavél Ijósmyndara bjargaði Jóni úr klóm bjarnarins á síðustu stundu. Jón var í veiðiferð við fjórða Svalbarða. Því aðeins má maður mann í Sassenfirði á Svalbarða. skjóta björn að fyrrnefndur sé í Kvenmaðurinn í hópnum, Hanna lífshættu. En að þessu sinni dugði Wille, gekk út úr veiðikofanum að blossi af myndavél til að hræða sjá hvort refur hefði sótt í fiskúr- björninn burt... gang, sem komið hafði verið fyrir til að egna lágfótu. En engan fann _ hún refinn, „aðeins" ísbjörn. Hanna tók á rás i veiðikofann að greina frá tíðindunum. Fjórmenn- ingarnir biðu átekta um stund áður en þeir gengu út. Skyndilega sá Ödegaard hvar ísbjörninn lá bak við stein. Þeir horfðust í augu um stund, áður en björninn skaust fram. Ödegaard hljóp af stað með björn- inn á hælunum, en Hanna dró fram ljósmyndavél sína og smellti af. Isbjörninn nam staðar við blossann, og við það fengu veiðimennirnir fjórir ráðrúm til að skjótast inn í kofann. Björninn vepjaðist umhverfis kofann nokkra daga, en angraði þau aðeins einu sinni eftir þetta. Öde- gaard hefur á ferli sínum skotið um 50 ísbirni, en þeir eru nú friðaðir á Karpov gaf — án þess að tefla biðskákina MoHkvu, 25. október. AP. ANATOLY Karpov gaf biðskák sína frá því á fimmtudag í einviginu gegn Garri Kasparov, án þess að tefla hana frekar. Þannig hefur sá síðarnefndi nú tveggja vinninga forskot fram yfir heimsmeistarann, er 19 skákir hafa verið tefldar af 24. Hefur Kasparov unnið fjórar skákir í einviginu en Karpov tvær. Hinar hafa endað með jafntefli. Sá keppandinn, sem fyrstur verður til þess að sigra í sex skákum eða hlotið hefur fleiri vinninga eftir 24 skákir, sigrar í einvíginu. Veður víða um heim Langnt Hœst Akureyri 12 rigning Amsterdam 2 12 akýiaó Aþena Barcelona 10 14 skýjaó vantar Berlín 1 8 akýjaó BrUstel +2 13 haióakirt Chicogo 15 22 heiðakirt Dublin 6 12 heióskírt Fenoyjar 8 heiðskírt Frankfurt 1 15 heiðakirt Gent 7 12 akýjað Helsinki 3 11 skýjaó Hong Kong 25 28 heióskírt Jerúsalem 11 20 akýjað Kaupmannah. Laa Palmas 4 14 akýjaó vantar Lissabon 14 24 tkýjaó London 6 15 akýjaó Los Angeles 17 27 akýjað Lúxemborg 8 heióskírt Malaga 23 hólfakýjaó Mallorca 19 skýjaó Miami 30 24 akýjaó Montreal 8 16 rigning Moskva 4 4 skýjaó New York 12 21 helótkfrt Osló +1 2 akýjað Paria 3 14 haióskirt Peking 4 16 holóakirt Reykjavík 10 þokumóóa Ríó de Janeiro 17 27 heiðskírt Rómaborg 9 19 haióskírt Stokkhólmur 4 11 heióskírt Sydney 12 19 rigning Tókýó 13 19 heióskírt Vinarborg s 12 heióskírt Þórshöfn 9 akýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.