Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
AHA fer sigurför
um Bandaríkin
NewYork, 24. október. AP.
NORSKA Hljómsveitin A-Ha hefur
trónað í efsta sa?ti bandaríska vin-
saeldalistans undanfarnar tvær vikur
með lagið „Take on Me“. Þetta er
mesti tónlistarsigur skandinavískrar
popphljómsveitar í Bandaríkjunum
frá því að hijómsveitin ABBA gerði
garðinn frægan með lögum á borð
við „Waterloo", „Money, Money,
Money“ og fleirum.
Þeir eru nýir, nútímalegir og
norskir, þremenningarnir í A-Ha.
Tveir þeirra, Paal Waktar og
Magne „Mags“ Puruholmen, hafa
verið vinir frá því þeir voru smá-
pattar í Osló. Þegar á táningsaldri
höfðu þeir samið fjölda laga í
sameiningu og ákváðu þeir að
halda til London, að leggja tónlist-
arlífið þar að fótum sér. Þar náðu
þeir reyndar ekki tilætluðum ár-
angri og sneru tvímenningarnir
aftur til síns heima gagngert til
að fá söngvarann Morten Harket
til liðs við sig.
Tríóið hélt til London í janúar
1983 og undir lok þess árs skrifuðu
þeir undir samning við hljóm-
plötuútgáfufyrirtækið „Warner
Brothers Records". Sumarið ’84
hófu þeir upptökur á plötunni
„Hunting High and Low“ (Leitað
durum og dyngjum), en smellurinn
þeirra, „Take on Me“, er einmitt
af þeirri plötu.
Þingkosningar í
Frakklandi 16. mars
— nýtt kosningafyrirkomulag veldur deilum
Parfs, 24. október. AP
Þing— og héraðsstjórnarkosningar
verða í Frakklandi hinn 16. mars á
næsta ári, að sögn talsmanns ríkis-
stjórnarinnar, Georginu Dufoix, í
dag. Sagði hún að dagsetningin hefði
verið valin af innanríkisráðherran-
um, Pierre Joxe, og miðað væri við
að valda sem minnstri röskun á
starfsemi skóla þar sem kjörfundir
verða haldnir.
Hún staðfesti að samkvæmt nýj-
um kosningalögum sem Francois
Mitterrand hefur komið á muni
aðeins verða ein umferð í kosningu
þingismanna til neðri deildar
þingsins og héraðsstjórna. Sam-
kvæmt fyrri kosningalöggjöf frá
1958 var að jafnaði síðari umferð
í kosningum, þar sem kosið var
milli frambjóðenda tveggja flokka
ef enginn þeirra fékk meira en 50
prósent atkvæða. Hefur nýja kosn-
ingafyrirkomulagið valdið deilum
og er talið geta haft töiuverð áhrif
á gengi einstakra flokka i kosning-
unum.
Fyrir skömmu varð uppvíst um það
í Vestur-Þýskalandi, að maður að nafni
Herbert Adolt Willner, starfsmaður
Friedrichs Naumann-stofnunarinnar,
hafði verið sovéskur njósnari um ára-
bil. Varð það til að vekja menn til
umhugsunar um annað mál, dálítið
undariegt, sem verið hefur að gerjast
í tíu ár a.m.k., en það er Alþjóðasam-
band frjálslyndra flokka og vaxandi
andúð þess á öryggishagsmunum vest-
rænna þjóða.
Tengsl Willners við Alþjóðasam-
bandið voru í gegnum Friedrich
Naumann-stofnunina, sem er ná-
tengd flokki frjálsra demókrata i
Vestur-Þýskalandi, en hann vann i
utanríkis- og varnarmáladeild henn-
ar og hafði mikil áhrif á stefnumót-
un Alþjóðasambandsins.
Saga Willners er eins og tekin út
úr njósnareyfara. Nítján ára gamall
var hann í SS-sveitum Hitlers, var
handtekinn í stríðslok og sat í sov-
éskum fangelsum til ársins 1949.
Síðan lagði hann stund á blaða-
mennskunám við Karl Marx-háskól-
ann í Leipzig í Austur-Þýskalandi
en árið 1961 flúði hann til Vestur-
Willner-hjónin, Herta-Astrid og Herbert Adolf Willner. Herta-Astrid vann
á skrifstofu vestur-þýska kanslarans en Willner starfaði við utanríkis- og
varnarmáladeild Friedrich Naumann-stofnunarinnar, sem er í nánum tengsl-
um við flokk frjálsra demókrata í Vestur-Þýskalandi. Stofnunin hefur haft
mikil áhrif á stefnu Alþjóðasambands frjálslyndra flokka. Willner-hjónin
eru nú flúin til Austur-Þýskalands.
Alþjóðasamband
frjálslyndra flokka í
ljósi Willner-málsins
Berlínar. Fékkst hann þar við ýmis-
legt um tíma en komst loksins að í
blaðafulltrúadeild frjálsra demó-
krata. Árið 1979 fékk hann starf við
Friedrich Naumann-stofnunina en
nú er hann kominn til Austur-
Þýskalands ásamt eiginkonu sinni,
Hertu-Astrid. Hún vann á sínum
tíma í vestur-þýska varnarmála-
ráðuneytinu og var i herbergi með
öðrum, kunnum njósnara Sovét-
manna, Renate Lutze.
Hvert var hlutverk
Willners?
Það gefur auga leið, að vegna
stöðu sinnar við Friedrich Nau-
mann-stofnunina átti Willner auð-
velt með að komast í samband við
menn og koma upplýsingum áleiðis
en auk þess hafði hann góða aðstöðu
til að grafa undan og breyta fyrri
stefnu Alþjóðasambandsins. Nú
þegar flett hefur verið ofan af hon-
um hlýtur Alþjóðasambandið að
spyrja sig nokkurra spurninga, t.d.
þeirrar, hve mikil áhrif Willner hafi
í raun og veru og hvort aðrir menn
innan sambandsins séu sekir um
annað og meira en að hafa látið
blekkjast. Spyrja má líka um fjár-
málin, hvaðan peningarnir hafi
komið.
Mestu máli skiptir auðvitað að fá
svar við því, að hve miklu leyti
Willner sá um að sveigja utanríkis-
stefnu Alþjóðasambands frjáls-
lyndra flokka til vinstri en sannleik-
urinn er sá, að þrátt fyrir heit-
strengingar frjálslyndu flokkanna á
Evrópuþinginu um órofa stuðning
við frelsi, lýðræði og mannréttindi
hefur Alþjóðasambandið orðið æ
andsnúnara öryggishagsmunum
vestrænna þjóða — jafnvel tekið upp
á sína arma menn, sem boða alræðis-
hyggju og marxisma.
Eftir Ove Guldberg
Ekkert fallegt um
Bandaríkjamenn
Áður fyrr stóðu frjálslyndu flokk-
arnir vörð um hagsmuni vestrænna
þjóða en nú er farið að þjóta öðru
vísi í fjöllunum. Segja má nokkurn
veginn, að þessi breyting hafi átt sér
stað árið 1981. Frjálslyndu flokkarn-
ir í Evrópu máttu þá orðið muna
sinn fífil fegurri og til að bæta sér
upp gengisleysið á heimavelli ákvað
Aiþjóðasambandið að reyna að auka
áhrif sín utan álfunnar. Það þýddi
í raun að keppt skyldi við Alþjóða-
samband jafnaðarmanna í þriðja
heiminum og það þýddi líka, að ekki
skyldi neitt fallegt sagt um Banda-
ríkjamenn.
Til að fylgja eftir þessari ákvörð-
un þurfti mikið fé, sem flestir flokk-
anna réðu ekki yfir. Á því voru þó
tvær undantekningar, Frjálslyndi
flokkurinn í Sviss og Flokkur
frjálsra demókrata í Vestur-Þýska-
landi, en sá síðarnefndi á hauk í
horni þar sem Friedrich Naumann-
stofnunin er. Fær hún verulegan
stuðning frá vestur-þýska sam-
bandsþinginu og, að því ég best veit,
frá ýmsum iðnfyrirtækjum og með
þessu fé kom Álþjóðasambandið upp
mörgum skrifstofum erlendis.
Stuðningsnefnd við
Nicaragua
Þegar Svisslendingurinn Urs
Schöttli var kjörinn aðalritari Al-
þjóðasambandsins stórjókst starf-
semi þessi í Rómönsku-Ameríku.
Stofnuð var stuðningsnefnd við
Nicaragua til að „fylgjast með póli-
tiskri þróun í landinu í samvinnu
við Frjálslynda flokkinn í Nicaragua
og formann hans, dr. Virgilio Godoy
Reyes, ráðherra í stjórn sandinista".
Sendinefnd frá Alþjóðasamband-
inu fór til Mið-Ameríku og höfðu
forystu fyrir henni þeir Urs Scöttli
og Helmuth Scháfer, talsmaður
frjálsra demókrata í utanríkismál-
um. Þegar nefndin kom aftur hrós-
aði hún bræðraflokknum í Nic-
aragua á hvert reipi og skýrði frá
því, að alræðisríkin í austri hefðu
stutt lestrarherferð sandinista og
félagsmálastefnu þeirra miklu betur
en vestræn ríki.
Grundvallarreglur
hunsaðar
Á ráðstefnu Alþjóðasambands
frjálslyndra flokka í Haag í sept-
ember 1982 var næsta skrefið stigið
en þá var samþykkt að veita Frjáls-
lynda flokknum í Nicaragua fulla
aðild. Á ráðstefnunni, sem að stórum
hluta var skipuð fulltrúum frá Bret-
landi og Vestur-Þýskalandi, var bent
á, að samþykktin bryti gegn grund-
vallarreglum sambandsins um að
ekki mætti veita neinum flokki aðild
að því nema hann hvikaði ekki frá
kröfunni um frjálsar kosningar en
meirihlutinn vísaði þessum athuga-
semdum á bug.
Framkvæmdastjórnarfund sam-
bandsins, sem haldinn var i júní
sama ár í Toronto í Kanada, sóttu
nokkrir gestir frá Mið-Ameríku.
Einn þeirra, Jose Azcona del Hoya,
ráðherra • frá Hondúras, sagði
seinna, að á fundinum hefði flokki
hans, Frjálslynda flokknum í Hond-
úras, og flokksmönnum verið út-
húðað og þeir útmálaðir sem yfir-
gangsseggir og leppar Bandaríkj-
anna. Sagði ráðherrann, að á þessum
fundi hefði það ekki þótt par fínt
að hafa góð samskipti við Banda-
rikjamenn. David Samudio frá Pan-
ama tók undir þau orð hans.
I
LT
ii i aimtf
__,m jjixr: ttjiu&í________
II IklkftWII M LiJ li Ik lP
í ht i i n
í SEÐLABANKABYGGINGUNNI
opin kl. 16 - 22 og kl. 14 - 22 um helgar til 31. október
3»"