Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26.0KTÓBER 1985 23 Naumann-stofnunin og Norðurlönd Naumann-stofnunin hefur einnig látið til sín taka á Norðurlöndum. Til þessa hafa næstum allir frjáls- lyndu flokkarnir á Norðurlöndum, þ. á m. sá danski, Radikale Venstre, verið á róttæku línunni: hlutlausir hvað varðar deilur austurs og vest- urs og fremur andsnúnir Atlants- hafsbandalaginu, Bandaríkjamönn- um og Evrópubandalaginu. Þessi stefna gengur þvert á þá stefnu, sem Danir hafa fylgt eftir stríð, og ráð- herrar úr Radikale Venstre hafa séð um að framfylgja í samvinnu við flokksbræður sína í Vestur-Þýska- landi, Benelux-löndunum og Frakk- landi. Þessi stefna er einnig sú, sem Norðmenn og íslendingar hafa haft gagnvart NATO og Bandaríkja- mönnum. Á ráðstefnum Naumann- stofnunarinnar á Norðurlöndum var þessi stefna hins vegar hvorki kynnt né varin. Einn og yfirgefinn Dani, sem sneri heim frá ráðstefnu í Hels- inki, hafði það sama um hana að segja og Azcona frá Hondúras: „Hér er það litið óhýru auga að hafa góð samskipti við Bandaríkjamenn." Þetta gerist á sama tíma og brest- ir eru komnir í samstöðu Dana með vestrænum ríkjum. Meirihluti þing- manna úr flokki jafnaðarmanna, Radikale Venstre og vinstrisósial- ista hefur reynt að losa um þau bönd, sem binda Dani og vestrænar þjóðir, og virðast þeir láta sig dreyma um að fá í staðinn hlutlaust samstarf norrænna þjóða. Danmörk væri þar með orðin bara lítið og áhrifalaust Eystrasaltsríki. I þessum efnum er þó augljós munur á stefnu einstakra flokks- foringja og einstakra fulltrúa Al- þjóðasambandsins. Á það einkum við um tvo stærstu flokkana, þann breska og þann þýska: Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi er róttækur flokkur, sem ekki hefur borið ábyrgð á landsstjórninni í langan tíma, en erfiðara er að átta sig á Frjálsum demókrötum í Vestur-Þýskalandi. Hvernig má það t.d. vera, að flokkur Walters Scheel og Hans-Dietrichs Genscher, sem báðir hafa verið flokksformenn og utanríkisráðherr- ar, einarðir f stuðningi sinum við Atlantshafsbandalagið, skuli geta þolað framferði Friedrich Nau- mann-stofnunarinnar og talsmanns flokksins i utanríkismálum, Helm- uths Scháfer? Annað Alþjóða- samband? Þessum spurningum verður Al- þjóðasamband frjálslyndra flokka að svara sjálft. Það, sem væri þó kannski best af öllu, nú þegar pen- ingastreymið hefur verið stoppað, væri að fara að dæmi jafnaðar- manna á sfnum tíma og stofna Annað Alþjóðasamband frjáls- lyndra flokka. Það mætti biðja Frjálslynda flokkinn í Frakklandi að hafa frumkvæði að þvf. Honum og ítalska flokknum hefur verið út- hýst úr Alþjóðasambandinu af því að þeir eru álitnir of íhaldssamir. Við frjálslyndir menn þurfum að varpa af okkur því oki, sem er hræsni og yfirdrepsskapur róttækl- inganna nú á dögum. Ef Alþjóða- sambandið vill lifa og standa undir nafni verður það að skilja og viður- kenna, að það á fleira sameiginlegt með kristilegum demókrötum og nýfrjálslyndum en róttæklingunum, sem naga neðan rætur lýðræðisins og stefna frelsi okkar í voða. Ore Guldberg, höíundur greinar- innar, erfyrrum utanríkisráðherra í Danmörku. Hann á nú saetií tramkvæmdastjórn Alþjóðasam- bands frjálsfyndra tlokka. Ferfnálang heimili landsins! Holland: Ákaft deilt um eldflaugarnar W*K«in(eB, 24. oktAber. Frá Eggert Kjmrt biumtqí. frétUritan MorgaDbUMiu. kemst í stjórn að þeir segi upp VAN DEN BROEK uUnríkisráð- herra Hollands viðurkenndi í ræðu sinni í hollenska þinginu á miðviku- dag að það væri áætlun ríkisstjórn- arinnar að gera samning til næstu fímm ára við Bandaríkjastjórn um staðsetningu stýiflauganna í Hol- landi. Hann sagði að ástæðan fyrir þessum langa tíma væri m.a. að rík- isstjórnin vildi veita Bandaríkja- mönnum ákveðið öryggi í þessu máli jafnframt því að koma í veg fyrir að ef Sósíalistafíokkurínn samningnum. Stjornarandstaðan sleppti fram af sér beislinu við þá staðreynd að ríkisstjórnin notaði alþjóðasamninga til þess að ákvarða stefnuna fyrir næsta stjórnartímabil og binda hendur annarra stjórn- málafíokka. Van den Broek lét reiði stjórn- arandstöðunnar litið á sig fá og ásakaði Sósíalista (PVDA) fyrir að líta einhliða á málið. De Boer, sem tekur þátt í þessum umræð- um af hálfu Kristilegra demó- krata (CDA), stærsta stjórnar- flokksins, sagði að það væri ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að koma á þennan hátt í veg fyrir að PVDA kæmist i stjórn að kosn- ingum loknum á næsta ári. Það verður þó erfitt að mynda stjórn fyrir CDA og PVDA þar sem PVDA hefur sagt að það sé algert skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við CDA að stýriflaugarnir verði ekki settar upp i Hollandi. Á þriðjudaginn barst Lubbers for- sætisráðherra bréf frá Gorbats- jov leiðtoga Sovétríkjanna. Van den Broek sagði að það hefði ekk- ert komið fram í því bréfi sem benti til þess að SS-20 kjarna- flaugunum hefði verið fækkað i Sovétríkjunum. Á föstudaginn í næstu viku tek- ur ríkisstjórnin endanlega ákvörðun um staðsetninguna. í nóvember verða svo umræður í þinginu um þá ákvörðun og þann 1. desember á allt að vera klappað og klárt. Atkvæðagreiðsla mun svo fara fram í byrjun næsta árs. Það er ljóst orðið eftir þær um- ræður sem hafa farið fram hér í Hollandi og niðurstöður þeirra að markmið NATO að sýna Sovét- mönnum samstöðu bandalagsríkj- anna út á við í verki hefur náðst. Hinu er svo ekki að neita að þær umræður sem farið hafa fram hér í Hollandi hafa haft djúpstæð áhrif innan þjóðfélagsins. Klofn- ingur og skerptar andstæður í stjórnmálum er niðurstaðan. Gerið ykkur dagamun og skoðið „Hótelhúsbúnað 1986“ hjá íslenskum húsbúnaði, Langholtsvegi 111. Á sýningunni eru kynntar ýmsar nýjungar í húsbúnaði fyrir hótel, samkomuhús, félagsheimili, skóla, veitingahús, stofnanir og fyrirtæki. Sýningin er opin í dag frá kl. 10-16 og lýkur fimmtudaginn 30. okt. HUSBUNADUR Hótel- og veitingaskóli (slands býður upp á veitingar á milli kl. 14-16 í dag. Gallerí Langbrók sýnir myndlist og skúlptúr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.